Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
27 <r
Fréttir
Sundmiöstöðin Keflavik:
Björk syngur
á Frelsum
Tíbet
DV, Akranesi:
Tónleikamir Frelsmn Tíbet verða
haldnir 7.-8. júní í sumar á Downing-
leikvanginum á Randals Island í New
York og mun Björk Guðmundsdóttir
syngja þar 7. júni.
Björk kom fram á þessum tónleik-
um í fyrra, sem 50.000 manns sóttu, en
nú verða tónleikamir haldnir á leik-
vangi sem tekur 28.000 manns. Þann 7.
júní munu koma fram A Tribe Called
Quest, The Beastie Boys, Foo
Fighters, Chaksam-Pa og Björk en
þeir sem koma fram 8. júní eru meðal
annars Radiohead og Patti Smith.
Tónleikarnir á síðasta ári þóttu takast
mjög vel og söfnuðust 800.000 dollarar
til málstaðarins. -DVÓ
Jóhann Freyr á skrifstofu sinni aö Bjólfsgötu 7. Þar eru og til húsa skrifstofur
sýslumanns. Húsið var byggt 1907 og þar opnaði Stefán Th. Jónsson stór-
verslun 5. október sama ár. Verslunin varð gjaldþrota 1930 og síöan hafa oft
oröiö eigendaskipti. Nú er húsiö eign fjármálaráöuneytisins. DV-mynd Jóhann
SeyðisQöröur:
Starfsaðstaða toll-
gæslunnar loks bætt
DV, Seyðisfirði:
Jóhann Freyr Aðalsteinsson er
deildarstjóri í tollgæslunni á Seyðis-
firði. Hann flutti hingað vorið 1990
en hafði áður starfað í tollinum á
Keflavikurflugvefli í 5 ár. Aðstaðan
til tolleftirlits hefur verið frumstæð
og lítt viðunandi frá því að ferjusigl-
ingar hófust fyrir 22 áriun. Lengi
hefúr staðið til að bæta úr en málið
dregist á langinn, ef til vill vegna
þess hve húsnæðið er notað fáa
daga ársins.
Nú er þess aftur á móti skammt
að bíða að hægt verði að sinna þess-
um störfum á svo myndarlegan hátt
sem verðugt og sjálfsagt er. Austfar,
sem er með umboð fyrir Smyril
Line, sem gerir út ferjuskipið Nor-
rænu, er um þessar mundir að ljúka
við byggingu á myndarlegu af-
greiðsluhúsi á hafnarbakkanum.
Þar fær Tollgæslan rúmgott hús-
næði til leitar og tollafgreiðslu. Aflt
með nýtískusniði.
Þessi nýja aðstaða verður tekin í
notkun á fyrsta komudegi Norrænu
á þessu vori, 5. júní. Það er 15-20
manna hópur sem starfar við tolleft-
irlitið við komu ferjunnar hverju
sinni. Að sögn Jóhanns er þetta að
mestu sama fólkið ár eftir ár og er
því orðinn starfsvanur og samæfður
hópur sem hefur líka tekist að
vinna gott starf við bágbomar að-
stæður.
Viðhorfið gagnvart tollafgreiðslu
hefur nokkuð verið að breytast á
síðustu ámm. Almenn afgreiðsla er
orðin léttari. Aflinu er fremur beitt
gegn fikniefnum og stöðugt vaxandi
þunga beint að þeim þætti tollgæsl-
unnar. Allt er það í samræmi við þá
stefnu sem stjórnvöld mótuðu á sl.
ári.
Jóhann segir að ekki verði þetta
einungis þörf og fyrir löngu tima-
bær andlitslyfting gagnvart þeim
fjölda farþega sem til landsins komi
árlega með ferjunni heldur geri
þetta einnig starfsmönnum Toll-
gæslunnar kleift að inna vandasamt
starf sitt betur og markvissar af
hendi. -J.J.
Einkaklefi fyrir
ASKRIFTARFERÐIR
fatlaða
DV, Suðurnesjum:
„Klefinn eykur ýmsa möguleika
hjá fótluðum og hvetur þá. Þetta er í
raun bylting og ég veit ekki um
svona klefa annars staðar hér á
landi. Nú fær fólk að vera aðeins út
af fyrir sig,“ sagði Jóhann Rúnar
Kristjánsson, sem er fatlaður eftir
bifhjólaslys, í samtali við DV, en ný-
lega var tekinn í notkun einkaklefi í
Sundmiðstöðinni í Keflavík.
Að sögn Stefáns Bjarkasonar,
íþrótta- og tómstundafufltrúa Reykja-
nesbæjar, hefur verið nokkuð spurt
mn möguleika á að fatlaðir gætu af-
klæðst í sérklefa. Einnig hafa borist
óskir um að hafa slíka klefa fyrir
fólk sem hefúr lent í slysum og þarf á
aðstoð að halda við að fara í sund.
íþróttaráð mælti með því að hafa
gufubaðsklefann utandyra, meðal
Jóhann Rúnar, sem er fatlaöur eftir bif-
hjólaslys, I sturtuklefa einkaklefans f Sund-
miöstööinni í Keflavík. DV-mynd ÆMK
annars vegna þess að töluverðar
skemmdir höfðu komið í ljós á veggj-
um þar sem einkaklefinn er nú stað-
settur.
Eftirlitsmaður fasteigna í bæjarfé-
laginu og forstöðumaður, Jón Jó-
hannsson, hafði veg og vanda af þess-
ari framkvæmd. Þá hefur Jóhann
Rúnar veitt aðstoð með því að renna
hjólastól sinum í gegnum klefann og
gert athugasemdir. Áætlaður kostn-
aður er um 11-1200 þúsund krónur.
„Þetta er gott framtak hjá þeim að
koma upp klefanum og eiga þeir
heiður skilinn. Aðgengi fyrir fatlaða
í hjólastól i Sundmiðstöðinni er
mjög gott og það besta á Suðurnesj-
um. Ég tók einu sinni staðina út á
Suðurnesjum og Sundmiðstöðin
skaraði framúr. Það vantaði merkt
skilti á bílastæðin fyrir fatlaða þeg-
ar ég kom að skoða og taka út að-
stöðuna hér en daginn eftir var það
komið upp sem sýnir góð viðbrögð
hjá forráðamönnum bæjarfélagsins,"
sagði Jóhann. ÆMK
Vinriingur
Einn heppinn askrifandi DV er
dreginn út í viku hverri
og hreppir ferð fyrir tvo
til St. Petersburg Beach í Florida
ásamt gistingu í eina viku.
Sólarstundin nálgast
Heppinn áskrifandi DV verður dreginn
út næsta miðvikudag.
Nöfn vinningshafa verða birt í
DV-Ferðum í Helgarblaði DV.
Ert þú heitur?
Allir skufdlausir áskrifendur DV,
nýir og núverandi, eru með
í sólarpottinum.
DV-Ferðir alla
l laugardaga
Alla laugardaga er umfjöllun
í DV-Ferðum þar sem er að
finna upplýsingar og
vandaðar frásagnir um
ferðalög innanlands og utan.
Sólarhöfuðborg Flugleiða í ár.
Sannkallaö ævintýri fyrir alla
fjölskylduna.
St. Peterburg Beach er einn vinsælasti
áfangastaður sólþyrstra íslendinga í
Florida. Þar bjóðast nær óteljandi
tækifæri til hvers konar skemmtunar og
útivistar, góðir gististaðir, yndisleg
strönd, frábær aðstaða fyrir ferðamenn,
þai sem allt er í boði, og
hagstætt verðlag.
íslenskur fararstjori verður á St.
Petersburg Beach 27.5. - 2.9. í ferðum
sem hefjast á þriðjudögurn og lýkur á
mánudögum.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
■%