Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
Sviðsljós
Lærifeöur og nemendur í tískubransanum í New York héldu heljar mikla sýn-
ingu um daginn og þar mátti m.a. sjá þennan forkunnarfagra kjól með út-
skorinni herðaslá. Efnið í flíkunum er úr endurunnum plastflöskum.
Sfmamynd Reuter
Madonna lesin í
háskólanum
Þeir hafa löngum veriö frjáls-
lyndir, Hollendingar. Nú ætlar
háskólinn í Amsterdam aö bjóða
nemendum sínum námskeið um
amerísku kynþokkapoppstjöm-
una Madonnu, tónlist hennar og
annað sem henni við 'kemur. Fyr-
irlestrar verða fjórar klukku-
stundir á viku S tíu vikur þar sem
verk Madonnu verða skoðuð og
lesnar blaðagreinar um hana. Nú
þegar hafa 63 skráð sig í kúrsinn.
Kona Billys
Bobs vill skilja
Eiginkona kvikmyndaleikstjór-
ans, leikarans og óskarsverð-
launahafans Billys Bobs Thomt-
ons hefur farið fram á skilnað frá
manni sínum og ber við óbrúan-
legum ágreiningi milli þeirra.
Frúin fer fram á að fá forræði yfir
bömunum tveimur. Svo vill hún
fá framfærslueyri en ekki fylgir
sögunni hvort hún óski eftir ósk-
arsstyttunni líka.
Miðvikudaginn 23. apríl mun
aukablað um sumarbústaði fylgja DV.
Karl á ástarfund með
Camillu í Skotlandi
Þeir sem hafa áhuga á aS koma efni í blaSiS
hafi samband við Ingibjörgu ÓSinsdóttur,
ritstjórn DV, í síma 550-5000.
ATH. ! Bréfsími ritstjórnar er 550-5999.
Þeir sem hafa áhuga á aö auglýsa í jaessu
aukablaSiS vinsamlega hafi samband viS
Gústaf Kristinsson í síma 550-5731.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 17. apríl.
Karl Bretaprins
hefur að undan-
förnu undirbúið
rómantíska dvöl
með ástinni sinni,
henni Camillu, í
Skotlandi. Sjálfur
mun hann dvelja í
Balmoralkastala
en hefur fengið
inni fyrir Camillu
hjá vinum ekki
langt þar frá.
Bresku slúður- Karl Bretaprins.
blöðin segja að þetta verði fyrstu
samverustundir þeirra síðan blöðin
komust að því fyrir átta mánuðum
að þau hefðu eytt helgi saman í
Wales.
Karl er nýkom-
inn heim úr
safaríferð um
Kenýu í Afríku.
Prinsarnir Vil-
hjálmur og Harry
voru með í ferð-
inni og þótti föð-
ur þeirra ánægju-
legt að sjá hvað
þeir skemmtu sér
vel. Karl er sagð-
ur yfir sig spennt-
ur að fá að hitta
Camillu. Hann hafði farsíma með
sér til Afríku en þorði ekki að
hringja þar sem hann er hættur að
treysta símum, að því er haft er eft-
ir vinum prinsins.
BlaSiS verSur fjölbreytt og efnismikiS en í
því verSur fjallaS um flest þaS sem viSkemur
sumarbústöSum. TalaS verSur viS eigendur
sumarhúsa, bent á skemmtilegar tómstundir í
bústaSnum. Einnig verSur fjallaS um kostnaS
viS byggingu sumarhúsa og hvar hægt er aS
fá upplýsingar um lausar lóSir. Þá verSa ábend-
ingar varSandi gróSursetningu og grasatínslu
í kringum bústaSinn.
Carolyn Bessette óhamingjusöm:
Vegur aðeins 40 kíló
Það hefur gengið nærri Carolyn
Bessette að giftast eftirsóttasta
piparsveini Bandaríkjanna, John
F. Kennedy yngri. Samkvæmt
fréttum bandarískra tímarita er
Carolyn bara skinn og bein, föl og
kinnfiskasogin. Carolyn er 1,80 m
á hæð og vegur nú ekki nema 40
kíló.
Gestum í samkvæmi í New
York brá þegar þeir sáu Carolyn
og ekki síst vegna þess að hún
virtist eiga erfitt með að brosa.
Mataræðiserfiðleikar hinnar
nýgiftu Carolyn eru taldir stafa af
ýmsu. Henni líður illa í sviösljós-
inu og einnig vegna þess að ný-
lega stóð hún eiginmanninn að
því að hitta gömlu kærustuna
sína, Daryl Hannah.
Stórleikarinn leikur sér með tíu ára syni sínum:
Harrison í drullumalli
\,
á brasilískri baðströnd
Þeir innfæddu héldu að Harrison
Ford og tíu ára sonur hans væru
orðnir stjömuvitlausir. Feðgamir
vom að drullumalla á brasilískri
strönd fyrir skömmu og áður en
varði vom þeir forugir upp fyrir
haus, hárið uppsett í móhíkana-
greiðslu, með aðstoð leirdrullunn-
ar.
Hollywoodleikarinn og fjölskylda
hans, eiginkonan Melissa og áður-
nefndur sonur, Malcolm, og dóttirin
Georgia, dvöldu í nokkra daga á
ferðamannastaðnum Lagoa de
Lama Negra í Brasilíu þar sem sagt
er að leirinn hafi lækningamátt.
Ekki var hreystimennið þó þangað
komið til að leita sér lækninga,
heldur til að sitja fund bandarískra
umhverfisvemdarsamtaka.
„Harrison var aðalmaðurinn á
fundinum og hann tekur samtökin
og baráttumál þeirra mjög alvar-
lega,“ sagði einn félagi leikarans í
umhverfissamtökunum.
'
Harrison Ford hvilir sig eftir drullumallið.
„Hann var ekkert að leika neina
stórstjömu og heimamenn voru
stórhrifnir af honurn."
Þar er Harrison Ford rétt lýst.
Hann hefur leikið í sex af tíu tekju-
hæstu kvikmyndunum í Hollywood
og margir mundu ekki hika við að
skipa honum í flokk ofúrstjama.
Okkar maður hefur þó engan áhuga
á að vera með hinu fræga liðinu í
Hollywood. Nei, konan hans, sem
reyndar skrifaði handritið að hinni
hugijúfu ET á sínum tíma, og böm-
in eiga hug hans allan. Hann tekur
þvi undir með gamla íslenska slag-
aranum, að vísu örlítið breyttum,
og kyrjar: Því heima vil ég helst
vera, ó, Melissa, hjá þér.
Harrison neitar meira að segja að
búa í Los Angeles, segir borgar-
skrímslið alltof hættulegt, en dvel-
ur þess í stað á stómm búgarði sín-
um í Wyoming þá mánuði ársins
sem hann er ekki við kvikmynda-
tökur og sinnir náttúrunni.