Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 r>v Fjölbrautaskóli Suðurlands: Kostir hins villta lífernis Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Suðurlands frumsýndi fyrr í mánuðinum söngleikinn Kostir hins villta lífemis eftir Bjöm Þór Jóhannsson, Björgvin Rúnar Hreiðarsson, Eyrúnu Björg Magnúsdóttur, Lenu Björk Kristjánsdóttur og Rúnar Þórisson. Lög og textar eru frumsamin og þess má geta að hjómsveitina skipa fimm ungir menn sem allir nema við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Leikhús Verkið fjallar um unga krakka sem em í vímuefna- neyslu og þeir sjá bara það góða við það en eftir hörmulegan at- burð fara krakkamir að sjá að þeir stefna ekki í rétta átt. Þeir fara því að hugsa um hin réttu gildi lífsins. Leikstjóri er Guð- mundur Karl Sigurdórsson, fyrrverandi nemandi við F.S., og er þetta frumraun hans sem leikstjóri. Sýnt verður í Hótel Selfoss í kvöld og annað kvöld. Miðaverð er 800 kr. fyrir félaga N.F.Su. en 1.000 kr. fyrir aðra nemendur og utanaðkomandi. Samkór Kópavogs Samkór Kópavogs heldur ár- lega vortónleika sina í Digranes- kirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni eru lög úr ýmsum átt- um, bæði innlend og erlend. Með kómum er Anna Sigríður Helga- dóttir messósópran, píanóleikari er Katrín Sigurðardóttir og stjórnandi Stefán Guðmundsson. Gistivefurinn Opnuð hefur verið á Alnetinu heimasíða Áningar undir heit- inu íslenski gistivefurinn. Á vefnum er að fmna upplýsingar i máli og myndum um rúmlega 300 gististaði á landinu. Ef farið er á slóðina http: //www.mmedia.is/aning birtist gistivefurinn. Ný aðföng framlengd Vegna mikillar aðsóknar hef- ur verið ákveðið að framlengja sýninguna Ný aðfóng í Listasafni íslands til sunnudagsins 20. apr- íl. Sýningin samanstendur af innkaupum og gjöfum sem safn- inu hafa borist á undanfórnum tveimur árum. Safnið er opið frá 11 til 17. Samkomur Guðrún sýnir Guörún Ingibjartsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði. Guðrún er frá Hesti í Hestfirði við ísafjarðardjúp og hefúr verið á námskeiðum í Myndlistarskóla Kópavogs. Opið er virka daga frá 7-22, laugardaga 8-22 og sunnu- daga 11-22. Sýningin stendur til 30. april. Þorvaldur og sjónvarpið Þorvaldur Þorsteinsson sýnir íslenska myndlist í samvinnu við fréttastofu sjónvarpsins i Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- daga frá 14 til 18. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar í kvöld: Jóhann Smári í Óperunni Fimmtu og síðustu styrktartónleikar ís- lensku óperunnar á þessum vetri verða í kvöld. kl. 20.30. Tónleikadagskrá vetrarins hefur verið með fjölbreyttu sniði og allt tón- listarfólkið sem þar hefúr komið fram hlot- ið mjög góðar viðtökur og dóma. Síöastur á dagskrá tónleikaraðarinnar er bassasöngvarinn Jóhann Smári Sævarsson sem kemur hingað til lands ásamt lettnesk- um píanóleikara, Maris Skuja. Þeir ráðast Skemmtanir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur hvað verkefnaval varðar en á tónleikunum gefur að heyra aríur eftir Verdi, Rossini, Beelini og Beethoven, ljóðasöngva eftir Tjækovskí og Rachmaninoff auk nokkurra íslenskra laga. Þrátt fyrir mikla velgengni Jóhanns Smára á erlendri grund hefur ekki farið mikið fyrir honum hér heima. Hann fékk að námstíma loknum starf hjá Óperustúdíói Kölnaróperunnar og eftir tveggja mánaða starf þar fékk hann fastráöningu við óper- una sjálfa. Jóhann Smári Sævarsson hefur verið að gera góða hluti í Köln- aróperunni og syngur á styrktartónleikum (slensku óperunnar í kvöld. Aurbleyta á ýmsum útvegum Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Vegna hlýinda er farið að bera á aurbleytu á ýmsum útvegum og af þeim sökum hefur Færð á vegum öxulþungi stórra bifreiða víða verið lækkaður og það kynnt með merkj- um við viðkomandi vegi. Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstöðu Lokað 0 Vegavinna-aögát m Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir © Fært fjallabílum Karen Karen litla Helenudótt- ir fæddist á fæðingardeild Barn dagsins fædd Landspítalans 3. desem- ber 1996. Hún var 2.490 grömm við fæðingu og 47 sentímetrar. Móðir Karenar er Helena Levís- dóttir. Byrjaði á fjölunum Aidan Quinn leikur eitt af að- alhlutverkunum í nýrri mynd Neils Jordans, Michael Collins, sem sýnd er í Kringlubíói þessa dagana. Margir muna án efa eft- ir honum frá þvi að hann lék í Legends of the Fall ásamt Ant- hony Hopk- ins, Brad Pitt og Juliu Ormond. Hann lék einnig Captain Walton í mynd Kenn- eths Branagh um Frankenstein. Quinn byrjaði á fjölunum á Broadway, lék þá meðal annars i Fool for Love, leikriti Sams Shepardd, og í Hamlet. Árið 1984 lék hann fyrst í kvikmynd, þá í Reckless á móti Daryl Hannah. Aidan Quinn hef- ur leikið í fjöl- mörgum þekktum myndum. Kvikmyndir Frá þeim tíma hefur hann leikið í meira en fimmtán myndum, t.a.m. í Desperately Seeking Sus- an og The Mission, auk áður- nefndra mynda. Hann fékk síðan tilnefningu til Emmyverðlauna fyrir leik sinn í mynd NBC-sjón- varpsstöðvarinnar, An Early Frost, fyrstu myndinni sem gerð var um Alnæmi. Nýjar myndir: Stjömubíó: Undir fölsku flaggi Ragnboginn: Englendingurinn Kringlubíó: Lesið í snjóinn Bíóborgin: Lesið í snjóinn Saga bíó: Aftur til fortíðar Bíóhöllin: Undir fólsku flaggi Laugarásbíó: Stjömustríð 2 Háskólabíó: Stjömustríð 2 « Krossgátan F" 5i r T~ 8 IO ii nr* l’i \tf rr \5 I I ii/ J w Lárétt: 1 lið, 6 mynni, 8 þjáist, 9 út- limi, 10 skort, 11 keyrðu, 13 alur, 15 ánægðir, 17 komast, 19 frá, 20 vaf- ann, 22 námsgrein, 23 kvenmanns- nafn. Lóðrétt: 1 undrandi, 2 svipað, 3 sjálfsögð, 4 sári, 5 stía, 6 són, 7 hægðir, 12 þekkt, 14 gróður, 16 þjálfa, 18 kindina, 21 þögul. Lausn á síðustu krossgátu. 1 brýna, 6 þý, 7 lútu, 8 græ, 10 óminni, 11 magnist, 13 agn, 15 urta, 16 ál, 17 orkan, 19 ræðna, 20 ró. Lóðrétt: 1 blóma, 2 rúma, 3 ýti, 4 nunnur, 5 agnir, 6 þristar, 9 æstan, 12 gnoð, 14 glæ, 16 ár, 18 KA. Gengið Aimennt gengi LÍ nr. 106 15.04.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,450 71,810 70,940 Pund 115,970 116,560 115,430 Kan. dollar 51,020 51,340 51,840 Dönsk kr. 10,8400 10,8980 10,9930 Norsk kr 10,2420 10,2980 10,5210 Sænsk kr. 9,2910 9,3420 9,4570 Fi. mark 13,8070 13,8890 14,0820 Fra. franki 12,2680 12,3380 12,4330 Belg. franki 2,0003 2,0123 2,0338 Sviss. franki 48,6200 48,8900 48,0200 Holl. gyllini 36,6900 36,9100 37,3200 Pýskt mark 41,2800 41,4900 41,9500 ít. lira 0,04194 0,04220 0,04206 Aust. sch. 5,8630 5,8990 5,9620 Port. escudo 0,4127 0,4153 0,4177 Spá. peseti 0,4899 0,4929 0,4952 Jap. yen 0,56590 0,56930 0,58860 írskt pund 109,870 110,550 112,210 SDR 96,76000 97,34000 98,26000 ECU 80,7200 81,2100 81,4700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.