Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 Erfið samskipti IBEX/FÍB-tryggingar og Skráningarstofunnar hf: Vísvitandi skemmdarverk - samkeppnislög brotin, segir Gísli Maack hjá FÍB-tryggingu Gísli Maack tryggingamiðlari, sem annast bílatryggingar fyrir fé- lagsmenn Félags ísl. bifreiðaeig- enda, segir i samtali við DV að fyr- irtækið Skráningarstofan hf., sem rekur og annast hina opinberu bif- reiðaskrá, ástundi skemmdarverk á starfsemi IBEX-tryggingafélagsins og FÍB-tryggingar. Gísli segir að Bifreiðaskoðun Is- lands fyrst og nú Skráningarstofan hf. þverskallist við því að setja nafn IBEX/FÍB-tryggingar á bílaskrán- ingar- og eigendaskiptaeyðublöð þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og setji skilyrði fyrir því sem engin laga- stoð sé fyrir, en þau eru að IBEX undirriti yfirlýsingu um að það tryggi alla bila þeirra sem merkja í væntanlegan IBEX/FÍB-reit á skrán- ingarblaðinu. Skráningarstofan hf. hefur í fram- haldinu gert þeim sem hyggjast skrá bíla sína og tryggja þá hjá IBEX/FíB-tryggingu að leggja fram staðfestingu frá tryggingafélaginu. Gísli Maack segir í samtali við DV að slík vanhöld hafi orðið á móttöku faxa með þessum staðfestingum að ekki sé einleikið. Þannig hafi FÍB- trygging sent fimm sinnum á faxi slíka staöfestingu vegna skráningar á nýjum bíl, en þrátt fyrir það hafi starfsmenn Skráningarstofunnar fúllyrt að ekkert fax hafi borist. Þetta sé ekki einsdæmi því daglega fullyrði starfsmenn Skráningarstofú ranglega við tryggingartaka að stað- festingar hafi ekki borist og neita þeim um þjónustu á þeim grxmd- velli. Sérstök vinnubrögö í bréfi sem Högni Eyjólfs- son.framkvæmdastjóri Skráningar- stofúnnar, ritar Vátryggingaeftirlit- inu 7. apríl sl. segir hann að meðan beðið hafi verið svara frá IBEX um hvort fyrmefnd yfirlýsing verði undirrituð hafi hafi skapast ástand sem valdið hafi vandræðum við skráningu og eigendaskipti hjá tryggjendum hjá IBEX/FÍB-trygg- ingu. Því hafi Skráningarstofan neyðst til að krefjast staðfestingar á tryggingu áður en ökutæki eru ný- skráð eða þau skráð á nýjan eig- anda. Þessar vinnureglur tóku gildi þann 7. apríl sl. en tilkynning um það barst IBEX/FÍB-tryggingu rúmri viku síðar, samkvæmt póst- stimpli á bréfinu til FÍB-trygging£ir. Lögfræðingur FÍB-tryggingar hef- ur ritað Skoðunarstofúnni hf. harð- ort bréf. Hann mótmælir því að sú staðreynd að IBEX hafi ekki undir- ritað umrædda yfirlýsingu hafi valdið vandræðum. Lögmaðurinn sakar Skoðunar- stofúna hf. um að brjóta á IBEX/FÍB-tryggingu og séu vinnu- brögðin í engu samræmi við hug- tökin jafnræði og frjálsa samkeppni og brjóti gegn samkeppnislögum og ákvæðum um bann við samkeppnis- hömlum. Lögmaðin-inn krefst þess að úr málinu verði bætt hið fýrsta og lýsir því yfir að IBEX áskilji sér allan rétt gagnvart Skráningarstof- unni vegna málsins. -SÁ Hermenn við vinnu í Kanasjónvarpinu. DV-mynd ÆMK Utilokað að opna Kanasiónvarpið Ný sjónvarps- stöð í burðar- liðnum DV, Akureyri: „Það er verið aö setja upp send- inn þessa dagana og ætlunin er að fara af stað með tilraunaútsending- ar í lok maí,“ segir Páll Sólnes, einn af eigend- um Aksjón ehf. á Akur- eyri sem hyggst hefia sjón- varpsút- sendingar í bænum í haust. Páll segir að smnar- mánuðimir verði notað- ir til að prófa alla hluti og 1. septem- er hefjist svo reglubundnar útsend- ingar sem verði um klukkustundar langar 6 daga í viku. „Við munum einbeita okkur algjörlega að málefii- um Akureyrar og Akureyringa," segir Páll. Fyrirtækið hefúr sent erindi til bæj- arráðs þar sem m.a. var leitað undir- tekta ráðsins við hugmyndina um beinar útsendingar frá fúndum bæjar- sfjómar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að fela bæjarstjóra að ræða við fyrirtækið um það mál. -gk Forsetabílstjóri: Frami bíður átekta Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, hefúr ekki komist að niðurstöðu með hvað gera skuli í sambandi við mál forsetabílstjórans sem fékk svo- kallað útgerðarleyfi fyrir leigubíl sinn hjá samgönguráðherra og DV sagði frá nýlega. Félagið telur að leyfisveitingin sé andstæð lögum og reglum um starfsemi og rekstur leigubíla og til greina kemur að fé- lagið kæri málið til umboðsmanns Alþingis. „Það verður líklega stjómarfund- ur í Frama á miðvikudaginn þar sem ákveðið verður um framhald málsins af hálfu félagsins," sagði Sigfús Bjamason, formaður Frama, í samtali við DV. -SÁ DY Suðurnesjum: „Ef þessir aðilar era að tala um að opna Kanasjónvarpið þá veit ég ekki almennilega eftir hveiju þeir óska. Kannski vilja þeir gamla, svarthvíta Kanasjónvarpiö sem ís- lendingar þekktu á sínum tíma með þáttum eins og Gunsmoke og Com- bat,“ sagði Friðþór Kr. Eydal, blaða- fulltrúi vamarliðsins, við DV. Samkvæmt heimildum DV hefúr hópur manna verið að kanna hvort hægt sé að opna að nýju sjónvarps- stöð vamarliðsins fyrir íslendinga „Móttökumar hafa verið góðar á sölustöðum og greinilega margir beðið eftir þessu blaði. Ég er mjög og jafiivel án endurgjalds. „Það er ekki tilgangurinn með sjónvarpinu hjá vamarliöinu að sýna það öðrum en eigin fólki. Þegar það var við lýði var ekkert sjónvarp annað i landinu. Þegar fór að hilla undir feL sjónvarp var dregið úr sendistyrk Kanastöðvarinnar vegna þrýstings frá framleiðendum efnis sem vildu selja á íslenskan markaö. Það vora ekki svokallaðir 60-menn- ingar eöa menningarvitar sem höfðu þar einhver áhrif," sagði Friðþór. Efnið í sjónvarpinu á Keflavíkur- flugvelli er það sama og íslendingar sátt við útkomuna en auðvitað er endalaust hægt að gera betur. Vinnslan gekk ótrúlega hratt og sjá nú þegar í sjónvarpsstöðvimum, fjölvarpi og með gervihnattamóttök- urum. Raunverulega ekki meira að hafa innan vallar. Sjónvarpsstöðin er með 20 rásir í lokuðu kapalkerfi. „Það sem hópurinn er að velta fyrir sér er óframkvæmanlegt þegar tekin er afstaða til höfúndarréttar. Herinn fær efiiið fyrir lítið sem ekk- ert vegna þess að efiiið er ekki splimkunýtt. Það er eingöngu til dreifingar í lokuðu kerfi. Hér era engir sendar fyrir hendi til að senda út efiii í loftinu," sagði Friðþór. vel,“ segir Ólöf Rún Skúladóttir, rit- stjóri tímaritsins Allt, sem kom í fyrsta sinn út síðdegis í gær. -RR stuttar fréttir Island á næstu öld Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Kvennalisti og Þjóð- vaki halda ráðstefnu í Rúg- brauðsgerðinni í dag. Ráðstefn- an ber yfirskriftina ísland á næstu öld. Umræöum í lok fundar stýrir Sigmundur Emir Rúnarsson fréttamaður. Þróttur í Laugardalinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur fyrstu skóflustungu að nýjum æfinga- völlum Þróttar í Laugardal kl. 13.30 í dag en þangað flyst félag- ið voriö 1998. 100 gengnir út 100 manns af 250 félagsmönn- um Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði afhentu úrsagnir sínar stjóm félagsins og gengu þar með úr félaginu í gær. Hundraðmenningarnir era stuðningsmenn fjögurra bæj- arfúlltrúa sem reknir voru úr félaginu á dögunum. 5 milljónir söfnuðust Um fimm milljónir króna söfiiuðust í söfnuninni Bömin heim á útvarpsstöðvunum sl. miðvikudag. Söfnunin var til stuðnings baráttu Sophiu Han- sen fyrir því að endurheimta dætur sínar frá Tyrklandi. Sophia skuldar nú um 20 millj- ónir króna vegna baráttu sinn- ar. Nýtt tilboð frá ASV Alþýðusamband Vestfjarða lagði nýtt tilboð fyrir viðsemj- endur sina í gær. Nýr sátta- fundur hafði ekki verið boðað- ur í gærkvöld. Þinglok óviss Ljóst verður um helgina hvort Alþingi tekst að ljúka störfum á tilsettum tíma sem er 16. maí. Eftir er að afgreiða nokkur stórmál. Þeirra á meöal era lifeyrisfrumvarpið, Lána- sjóðsfrumvarpið og frumvarp um háskóla. Menningarsjóðsúthlutun Úthlutað var úr Menningar- sjóði útvarpsstööva í gær, alls 58 milljónum króna. 21 millj- ón fór til útvarpsefnis en 37,5 milljónir til sjónvarpsefiiis. -SÁ Cl Isjtt -ÆMK Tímaritiö Allt: Mjög sátt við útkomuna Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í sima 904 1600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Handboltalandsliðið: Rúnar féll úr hópnum Eiga íslendingar að hætta þátttöku í söngvakeppninni? Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, valdi í gær þá 16 leikmenn sem taka þátt í heims- meistarakeppninni í Japan síðar í þessum mánuði. Síðasti leikmaðurinn sem féll út úr æfingahópi Þorbjöms var Rúnar Sigtryggsson úr Haukum. Þeir sem fara til Japans á mánu- daginn era því eftirtaldir: Reynir Þór Reynisson, Guðmund- ur Hrafiikelsson, Bergsveinn Berg- sveinsson, Róbert Sighvatsson, Björgvin Björgvinsson, Bjarki Sig- urðsson, Valdimar Grímsson, Dag- ur Sigurðsson, Patrekur Jóhannes- son, Gústaf Bjamason, Konráð Olavsson, Ólafúr Stefánsson, Geir Sveinsson, Róbert Julian Duranona, Jason Ólafsson og Júlíus Jónasson. í gær var jafnframt tilkynnt að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. yrði aðalstyrktaraðili HSÍ á heims- meistaramótinu í Japan. -VS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.