Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 39 Island með klaka - nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn „Island - on the Rocks“ er heiti forsíðugreinar ferðablaðs Morgen- avisen, eins stærsta dagblaðs Dana, í síðustu viku. Greinin er prýdd stórskemmtilegri ljósmynd Páls Stefánssonar frá Skeiðarársandi. I yfirfyrirsögn greinarinnar er bent á að ísland hafi fengið nýtt aðdráttar- afl fyrir ferðamenn en það eru einmitt hinir tilkomumiklu „isten- ingar“, sumir hundruð tonna, sem liggja nú á Skeiðarársandi og bera vitni um afleiðingar eldsumbrot- anna i Vatnajökli. Greinin tekur alla forsíðu blaðs- ins og hefur því mikið auglýsinga- gildi. Hún er öll á vinsamlegu nót- unum og blaðamaðurinn, Axel Phil- Andersen, heldur vart vatni af hrifningu yfir því sem hægt er að berja augum á Skeiðarársandi. Axel kemst skemmtilega að orði í grein- inni, segir að öflug náttúruöflin hafl farið í boltaleik fyrir nokkrum mán- uðum með þessi risastóru ísbjörg. Áhugasamir ferðamenn frá Skand- inavíu, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum segir hann að flykkist til íslands til að skoða undrin. Að vísu eru skiptar skoðanir um hve lengi verði hægt að skoða ísbjörgin. Þeir svartsýn- ustu telji að þau verði að mestu horfin í lok sumars. Þeir séu þó fleiri sem telji að það taki þau nokk- ur ár að bráðna og hverfa í sandinn. Fleiri tromp í greininni rekur Axel ítarlega allan aðdragandann að hamför- Afleiöingar hamfaranna í Vatnajökli, áhuga útlendinga. unum og tekur jafnframt fram að at- burðirnir hafi verið lán í óláni fyrir íslendinga. Þrátt fyrir miklar skemmdir á vegakerfinu fái ísland Fyrirbyggjandi á ferðalögum Með auknum fjölda ferðamanna frá íslandi fjölgar þeim sífellt sem lenda í þeirri óskemmtilegu reynslu að veikjast eða slasast á ferðalögum. Þaö er ekki gaman að liggja rúm- fastur hluta eða jafnvel allan þann tíma sem ætlunin er að slaka á og njóta frísins. Algengustu veikindi eða slys hjá ferðamönnum eru magaveiki eða matareitrun, sólbruni, hjartavanda- mál vegna mikils hita, slys á mótor- hjólum eða óhöpp í námunda við sundlaugar, aðallega höfuðmeiðsli. Af því sem hér var talið upp er magaveiki eða matareitrun oftast orsökin fyrir rúmlegu ferðamanns- ins. í mörgum tilfellum stafar það af bakteríum i drykkjarvatni. Því er mikilvægt fyrir ferðamanninn að drekka helst ekki vatn nema úr flöskum, seldum í verslunum, og helst mikið af því, 1,5-2 lítra á dag. ísmolar í drykki eru oft varasamir því i mörgum tilfellum eru þeir úr illa hreinsuðu vatni. Matur er stundum varasamur. Ef farið er á óvandaðri veitingastaði ætti að gæta þess að maturinn sé jafnan gegnumsteiktur/soðinn. Sjávarréttir í skel eru sérlega vara- samir á lélegri veitingastöðum. Eng- in ástæða er til að forðast grænmeti Ferðamaöurinn ætti ávallt aö vera á varöbergi gagnvart mat og drykk er- lendis. eða ávexti en gæta ætti þess þó að afhýða ávexti og skola hvort tveggja vel áður en þess er neytt með flösku- vatni en ekki undir krana. Vatn er- lendis er yfirleitt ekki af sömu gæð- um og íslenskt vatn. Skaðleg sól Þrátt fyrir að nánast allir ferða- menn viti að sólin sé sterkari eftir því sem nær dregur miðbaugnum virðast margir „gleyrna" þeirri stað- reynd þegar á hólminn er komið. Mörgum liggur svo óskaplega á að verða sólbrúnir og sætir að varnaraðgerðir gleymast og fjöl- margir verða rúmliggjandi vegna sólbruna. Ferðamönnum sem fara á sólríkar slóðir er því ráðlagt að nota einungis sólkrem með vörn og óvan- ir byrji með vöm 10-15 fyrstu dag- ana. Börn þurfa sérstakrar aðgæslu við. Barðastór sólhattur er góð vöm, bæði fyrir böm og fullorðna. Margir ferðamenn hafa gaman af að leigja sér mótorhjól eða skelli- nöðru til að komast leiðar sinnar á styttri vegalengdum. Oft gera menn það án þess að hafa neina reynslu af meðferð slíkra ökutækja, enda er sjaldan krafist meira en ökuskír- teinis þegar leigja skal slíka gripi. Ávallt skyldi nota hjálm og helst að hafa aðrar varnir á takteinum, hlífð- arfót af einhverju tagi, helst úr leðri. Á sólarstöðum era oft fjöl- margir sem leigja mótorhjól eða skellinöðrur. Það er misdýrt og ekki er alltaf skynsamlegt að leigja hjá þeim ódýrasta. Mikilvægast er að fylgjast með því að tryggingar séu í lagi, ekki síður en hjólin sjálf. Á sama hátt ættu þeir sem leigja bíla einnig aö kaupa sér góða tryggingu, jafnvel þó að hún kosti nokkrar þús- undir. Þær era fljótar að skila sér ef menn verða fyrir óhappi í umferð- inni. -ÍS sem sjá má á Skeiöarársandi, vekja mikinn fjölda ferðamanna í staðinn. „Island on the rocks“ er þó ekki það eina sem landið hefur upp á að bjóða að mati Axels. Hann telur upp eldfjöll, háhitasvæði, kraftmikil vatnsföll og tilkomumikla jökla sem hafa löngum dregið fjölda útlend- inga til landsins. í fjölda tilfella þurfi um vegleysur að fara til að skoða merkilegustu náttúruundur íslands en islending- ar hafi alla þjónustu á hreinu og út- vegi margs konar farartæki, allt frá hestum og upp í kraftmikla fjór- hjólatrukka sem komist hvert á land sem er. Það eru jákvæð orð fyr- ir íslenska ferðaþjónustu og hafa mikið gildi. Axel ræðir í síðari hluta greinar- innar um fjölda þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Á einum ára- tug hefur þeim fjölgað frá 60.000 upp í 200.000. Að meðaltali dvelji hver ferðamaður 11 daga á landinu og eyði um 100.000 krónum á þeim tíma. Hann veltir fyrir sér hvort landið þoli fleiri ferðamenn. Margir telji að talan megi ekki fara hærra en í 300.000 á ári vegna náttúru- verndarsjónarmiða en þeir eru einnig margir sem telja að marg- falda megi þessa tölu. Axel tekur fram í lok greinar sinnar að íslendingar séu háþróuð þjóð með háan lífsstandard. Reykja- vík sé spennandi borg þar sem með- al annars sé hægt að borða á fyrsta flokks matsölustöðum. En fyrir það þurfi að borga og ísland sé með dýr- ari löndum. Axel ráðleggur þvi ferðamönnum fyrst og fremst að leggja áherslu á náttúruskoðun úti á landsbyggðinni og eyða síður tíma í Reykjavík. -ÍS Portúgalið fjör Ungt fólk er jafnan áhugasamt um fjörlegar ferðir á sólríka staði. Þrír aðilar hafa nú tekið höndum saman og skipuleggja ævintýraferð fyrir ungt og kraftmikið fólk til Algarve í Portúgal dag- ana 2.-16. júlí næstkomandi. Það era útvarpsstöð- I in FM957, greiðslukortafyrirtækið Eurocard og ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn sem standa að þess- ari ferð sem fengið hefur heitið „Portúgalið fjör“. Sérstakir fararstjórar eða „stuðstjórar" frá FM957 og Úrvali-Útsýn hafa skipulagt þétta og fjölbreytta dagskrá þar sem blandað verður sam- an skemmtun, ævintýrum og fjölbreyttu nætur- lífi. Gist verður á Varandas-íbúðahótelinu í Al- bufeira en takmarkaður sætafjöldi er í boði, 40 sæti i fyrstu ferðinni. Verðið í þessa ferð er 49.900 krónur og innifalið í því er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, sér fararstjórn, jeppa- safari, skútusigling, ferð í Big One vatnsrenni- brautagarð, óvæntur glaðningur eitt kvöldið og allir skattar. Áður en lagt verður af stað til Portú- - samvinna þriggja aðila Algarve í Portúgal er skemmtilegur staöur fyrir ungt fólk. DV-mynd ÍS gal mun hópurinn koma saman á Astró laugar- daginn 28. júní. Dagskráin verður að sjálfsögðu fjölbreytt og sniðin að þörfum fjörmikils fólks. Að sjálfsögöu fá allir sinn frjálsa tíma í ferðinni en einnig verð- ur boðið upp á pöbbarölt, ferið á nokkur af fjör- legustu diskótekum Algarve, skroppið í jeppa- safari um sveitir Algarve, farið í skemmti- og verslunarferð til Lissabon, höfuðborgar Portú- gals, skroppið í fótbolta, farið í skútusiglingu og strandveislu um einhverjar fegurstu strandir Evrópu og þriðjudaginn 15. júlí verður lokaparti á stórskemmtilegum brasilískum stuðstað. Dagskráin er að sjálfsögðu sniðin að hópnum sjálfum, en þátttakendum er frjálst að taka þátt í allri annarri starfsemi á vegom Úrvals-Útsýnar, en Algarve er einmitt einn af sumarleyfisdvcdar- stöðum ferðaskrifstofunnar. Áætlun sámstarfsað- ilanna þriggja er með fyrirvara um breytingar á tímasetningum og dagsetningum. ÍS Bæta ímyndina Ferðamálayfirvöld í Grikk- landi hafa miklar áhyggjur af þróun ferðaþjónustu í landinu. Ferðamönnum hefur farið fækkandi að undanförnu og ímynd Grikklands hefur versn- að í augum ferðamanna. Landiö var áöur talið mjög ódýrt fyrir ferðamenn, en verðlag hefur farið hækkandi. Ekki bætir úr skák að tíð verkfoll í Grikk- landi hafa skemmt fyrir ferða- þjónustunni og ferðamenn hafa oft orðið strandaglópar í lengri eða skemmri tíma. Skandinavíska flugfélagið áformar lækkun fargjalda inn- an Svíþjóðar í sumar. Stefnt er að því að lægstu fargjöld lækki um rúmar 3.000 krónur hið minnsta og börn fái að fljúga endurgjaldslaust. Aurskriður Aurskriður af völdum mik- illa rigninga og lélegs áveitu- kerfis hafa valdið gífurlegu tjóni í Búlgaríu, sérstaklega á vinsælum ferðamannasvæðum við Svartahaf. Þau svæði sem Ihafa orðið verst úti í rigningun- um eru sumarleyfisstaðirnir Varna og Balchik, um 500 km austur af höfuðborginni Sofiu. Samtvinnað ferli Bættur efnahagur í Banda- ríkjunum hefur orðið til þess að ferðalögum landsmanna til ann- arra landa hefur fjölgað umtals- vert. Búist er við að á þessu ári muni 9,5 milljónir ferðamanna fara til Evrópu, sem myndi vera fjölgun um hálfa milljón manna frá árinu 1996. Búist er við að um 650 þúsund Bandaríkja- menn fari í ferðalag til Japans á árinu, sem yrði fjölgun um 10 af hundraði frá síðasta ári. Viðvörunarskilti Stór gul viðvörunarskilti hafö verið sett upp á fjórum tungumálum á nokkrum stöð- um á alþjóðlega flugvellinum við Zurich í Svis.s. Þar má lesa viðvaranir eins og „Varist þjófa, ferðatösku var stolið á þessum stað“. Á síðasta ári var tilkynnt um 429 farangursþjófn- aði á flugvellinum. Ný flugálma Ný álma hefur verið opnuð við Palmaflugvöllinn á Mall- orca og er henni ætlað að sinna f allt að 15.000 fai'þegum á dag. 1 Sólar- & öryggisfilma. glær og lituð, stórminnkar sólarfiitann, ver nær alla upplitun. Gerír glerið 300% sterírara, brunavamarstuðull. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt hf. Sími 567 4727 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.