Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 Sími 564 3535 Tilbob I 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- brauði/Margaritu eba 21. af Coca Cola + einn boðs- mibi á LIAR-LIAR. Kr. 1480 Þú sœkir Tilbob II 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- braubi/Margaritu eba 21. af Coca Cola + einn bobs- mibi á LIAR-LIAR Sími 564 3535 ^ Bláa lónið: Atta dauðsföll og fiöldi slysa „Við erum fyrst og fremst óhress með að öryggi fólks skuli ekki vera betur tryggt en raun ber vitni. Án þess að ég vilji vera að dæma ein- hvem sýnist mér það vera í þessu eins og ýmsu öðm hér á landi að menn taka gildandi reglur ekki nægilega alvarlega. Það sem nefnd- in gerði var fyrst og fremst að ít- reka fyrri kröfur um að öryggis- þættir verði í lagi. Við leggjum mesta áherslu á aukið eftirlit," seg- ir Jón A. Jóhannsson, formaður heilbrigðisnefndar Suðumesja, eftir fund nefndarinnar um málefni Bláa lónsins. Fréttaljós Svanur Valgeirsson Mikil umræða hefur spunnist um öryggi baðgesta í Bláa lóninu í kjöl- far þess hörmulega slyss þegar sautján ára stúlka lét lífið í lóninu fyrir viku. Dánarorsök liggur nú fyrir og sýnir að stúlkan drukknaði. Sjö dauðaslys Raunar var engin starfsemi í lóninu þegar stúlkan fór ásamt vinum sínum í vatnið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Grindavík er það nánast vikulegur viðburður að ungt fólk laumi sér inn á svæðið um helgar í skjóli nætur. Lögreglan segist líta þessir ferðir mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að stórhætta geti skapast af því að fara í lónið undir áhrifum áfengis. Til þess að koma í veg fyrir þessar ferðir seg- ir lögreglan að nauðsynlegt sé að koma upp vakt á svæðinu frá að- faranótt fóstudags og fram yfír helgina. Til þess að undirstrika alvarleika málsins hefur lögreglan i Grindavík tekið saman lista um dauðsföll og alvarleg slys í lóninu. Það er langur og ljótur listi. í ljós kemur nefnilega að hvorki fleiri né færri en sjö hafa látist í Bláa lóninu síðan 1984. Nokkur alvarleg slys hafa enn frem- ur orðið á svæðinu, slys þar sem legið hefur nærri dauða en viðkom- andi verið bjargað á síðustu stundu. Eitt á ári Fyrsta dauðaslysið, sem skráð var í Bláa lóninu, varö 13. mars 1984. Dauðaslys urðu í lóninu bæði 1985 og 1986, enginn dó 1987 en síð- an einn á ári næstu þrjú árin. Skoskur ferðamaður lést í lóninu 1994 og loks unga stúlkan um síð- ustu helgi. Þess ber að geta að reglu- leg starfsemi hófst ekki við lónið fyrr en 1. febrúar 1987. Eins og fyrr segir hafa auk dauða- slysanna orðið mörg alvarleg slys í lóninu. Meðal þeirra má nefna að tíu ára stúlka brenndist mjög illa í lóninu 29. maí 1989. Hún haföi verið að synda á vindsæng og stungið sér út af henni ofan í sjóðandi straum. Vatnið er mjög lagskipt í lóninu þannig að þeir sem standa í því geta verið í köldu vatni neðst en sjóð- andi efst. Bjargaö frá drukknun í mars 1990 fékk ung kona krampakast í vatninu. Hún hafði verið að synda í heitu vatni innan bannsvæðis og þegar hún kom til baka úr því fékk hún krampa. í ágúst sama ár fékk maður aðsvif á sundi. Hann komst upp á hraun- dranga og var fluttur þaðan á land og síðan á sjúkrahús. í ágúst ári sið- ar fannst blóðug og rænulaus kona á grúfu í vatninu. Hún fór að anda eftir hjartahnoð hjúkrunarkonu. Kona fékk hjartastopp í lóninu í júlí 1993. Henni var bjargað með hjartahnoði. í júní 1994 var kallað á lögreglu vegna konu sem átti erfitt með andardrátt á sundi í vatninu. Hún var flutt á Landspítalann. Loks björguðu fjórir piltar japönskum ferðamanni frá drukknun í mars 1995. Auk þessara slysa hefur fjöldi minni slysa átt sér stað á svæðinu, beinbrot og smærri skrámur. Alvarlegar athugasemdir „Við gerðum mjög alvarlegar at- hugasemdir þegar litla stúlkan brenndist og þá var brugðist vel við. Keyptur var bátur og svæðið girt betur af. Síðan þá sýnist mér að slakað hafi verið á kröfunum,“ seg- ir Sigurður Ágústsson hjá lögregl- unni í Grindavik. Bláa lónið sækja um 140 þúsund gestir á ári. Til samanburðar er meðaltalið í Laugardcdslauginni í Reykjavík um 600 þúsund manns á ári. Þar hafa samkvæmt upplýsing- um DV þrír menn látist á tæpum 30 árum, eða frá 1968. Tveir þeirra munu hafa drukknað. í ljósi þessara talna er ljóst að ör- yggi baðgesta í lóninu er ekki nægi- lega mikið. Menn viðurkenna að vitaskuld sé erfitt að hafa eftirlit með gestunum vegna litarins á vatninu og gufunni og þess vegna komi myndavélar ekki að gagni eins og í sundlaugum. í þess stað þurfi bara eitthvað annað að koma til. Skerma lóniö betur af Margir hafa nefnt þann mögu- leika við DV að þrengja bæri lónið og minnka þannig það svæði sem gestirnir hafi til umráða. Undir þá skoðun tekur Jón A. Jóhannsson, formaður heilbrigðisnefndar Suður- nesja. „Ég er á því að skerma beri lónið betur af til þess að gott sé að hafa eftirlit með þvi. Þetta er vissulega bráðabirgðasvæði og í raun stóð til að nýtt lón yrði risið 1997. Ég sé hins vegar ekki að það gerist á næstu árum og því verður að búa svo um hnúta að þama séu menn ekki í hættu,“ segir Jón. Samkvæmt heimildum DV mun heilbrigðisnefnd Suðumesja jafnvel vera tilbúin til þess að láta loka lón- inu verði ekki bmgðist við kröfum hennar um auknar slysavarnir. Reikna má með að það myndi ekki vekja mikla ánægju þar sem um 130 þúsund erlendir gestir koma í lónið á hverju ári. Erfitt aö loka „Ég reikna með að erfitt sé að ætla sér að loka svæðinu og þess vegna verður að gera ýtrastu kröfur um slysavamir,“ segir Jón A. Jó- hannsson. Reglur um sundstaði era mjög skýrar en þær eiga ekki við um Blóa lónið. Þar gilda frekar ein- hvers konar baðstrandarreglur, reglm- sem Jón segir að séu heima- smíðaðar. Ljóst er að neðansjávar- myndavélum verður ekki við kom- ið vegna þess hversu litað vatnið er. Vélar á yfirborðinu era sömu- leiðis gagnslausar vegna gufunnar. Krafa heilbrigðisnefndarinnar miðast því að því að fjölga vakt- mönnum. Forstöðumenn sundlauga sem DV hefur talað eru á einu máli um að stokka þurfi núverandi kerfi alger- lega upp. Hamra beri á því við bað- gesti að lónið geti verið hættulegt. Það gefi augaleið að sjö dauðaslys á 13 áram sé allt of mikið og algerlega óviðunandi. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, vildi ekkert tjá sig um málið við DV í gær. Hann sagðist hafa fengið kröf- ur heilbrigðisnefndarinnar í hendur og að hann myndi ræða málið við hana. -sv í Kópavogslauginni er fylgst með baðgestum með fjölda myndavéla og fimm sjónvarpsskjám. Erfitt er að koma slíkum búnaði við í Bláa lóninu en menn vilja aukna vörslu í þeirra stað. DV-mynd E.ÓI. '88 I Átta dauðaslys i - í Bláa lóninu - k 1997 I 4. maí: Sautján ára stúlka fannst látin í lóninu. 1 1994 1 1. maí: Skoskur ferðamaður fannst látinn. Maðurinn var sykur- |/ sjúklingur og ósyndur. Hann er talinn hafa fengið aðsvif og drukknaö. 1 1990 i 30. júlí: Belgi, fæddur 1945, fannst meðvitundarlaus í lóninu. Hann lést. 1989 /1. apríl: Fullorðinn íslendingur fékk hjartaáfall og dó. 1988 1. sept.: Frönsk stúlka drukknaði. 1986 22. jan.: Ölvaöur Islendingur hljóp út í lóniö og lést skömmu síðar. Hjartað var talið hafa gefið sig. 1985 9. júlí: Fulloröinn Norðmaður lést í lóninu. Maðurinn var sjúkling- ur, gestur á hótelinu. 1984 13. mars: íslendingur fæddur 1941 lést. Engin starfsemi var hafin við lónið. Reglur baðstaða Stórar sundlaugar Bláa lónið 2 baðverðir Myndavélar og/eða útsýnisturn ff r 1 baövörður f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.