Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Side 33
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 mm 4i Fram undan... 10. maí. Neshlaup TKS á Sel- Itjarnarnesi hefst kl. 11 við Sundlaug Seltjamarness. Vega- lengdir 3,25 km, 6,5 km og 13 km með timatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 12 ára og yngri (3,25 km), 13-16 ára (6,5 km) 17-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Verðlaun veitt fyrir 1.-3. sæti í öllum flokkum. 30 pitsumáltíðir frá PizzaBasta í útdráttarverðlaun. Skráning frá kl. 10. | 11. maf. Smárahlaup hefst kl. í 13 við Smáraskóla í Kópavogi. Vegalengdir 2,5 km og 7 km með tímatöku. Allir sem ljúka í hlaupunum fá veðlaunapening § og T-bol. Upplýsingar í Smára- | skóla í síma 5546100. 15. maí. Námsflokkahlaup Reykjavíkur hefst kl. 19 við Miðbæjarskólann. Vegalengdir 3 km án tímatöku og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Þriggja manna sveitakeppni, bæði kyn: 39 ára 1 og yngri, 40 ára og eldri. Öllum þátttakendum boðiö upp á frítt pasta eftir hlaup. Upplýsingar: Pétur I. Frantzson í síma 551 | 4096. 17. maí. Breiðholtshlaup Leiknis hefst kl. 13 við sund- laugina í Austurbergi. Vega- lengdir: 2 km án tímatöku og | flokkaskiptingar, 5 km og 10 s km með timatöku. Flokkaskipt- 1 ing, bæði kyn: 12 ára og yngri | (2 km), 13-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Um- sjón með framkvæmd hlaups- i ins hefúr unglingaráð Leiknis. ij Upplýsingar: Ólafur 1. Ólafsson í síma 5579059 og Jóhann Úlf- | arsson í síma 5050189. | 24. maí. Landsbankahlaup fer | fram um land allt. í Reykjavík : hefst það kl. 13 í Laugardal. s Rétt til þátttöku hafa börn, fædd 1984, 1985, 1986 og 1987. Skráning fer fram I útibúum Landsbankans. " 31. maí. Almenningshlaup Húsasmiðjunnar og FH-keppni ij í hálfmaraþoni og 10 km með | tímatöku hefst viö Húsasmiðj- una við Helluhraun í Hafnar- firði kl. 12.15. Flokkaskipting, i bæði kyn: 15-39 ára, 40-49 ára, I 50-59 ára, 60 ára og eldri. j Keppni í 3,5 km án tímatöku hefst á sama stað í Hafnarfírði j kl. 13 og einnig sama vegalengd við Húsasmiðjuna í Reykjavík j kl. 14. Flokkaskipting, bæði i kyn: 14 ára og yngri, 15 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Sigurveg- } arar í hverjum aldursflokki fá verðlaunagrip til eignar. Skrán- ing í verslunum Húsasmiðjunn- ar frá kl. 10 keppnisdag. Upp- lýsingar: Sigurður Haraldsson í síma 5651114. 1. júní. Hólmadrangshlaup hefst kl. 14 við hafnarvogina í j Hólmavík. Vegalengdir: 3 km án tímatöku og 10 km með ( tímatöku. Flokkaskipting, bæði j kyn: 12 ára og yngri (3 km), 13-16 ára, 17-39 ára, 40 ára og eldri. Verðlaun fyrir 3 fyrstu í | hveijum flokki, auk þátttöku- viðurkenninga. Upplýsingar: | Vignir Pálsson í símum 451 | 3310 og 451 3332 og á skrifstofu 1 Hólmavíkurhrepps 1 síma 451 3510. 1. júní. Grandahlaup hefst kl. 13 við Norðurgarð í gömlu höfninni í Reykjavík. Vega- lengdir 2 km án tímatöku og 9,3 km með tímatöku. Upplýsingar á skrifstofu Granda í síma 562 2800. Námsflokkahlaupið fellur niður Námsflokkahlaupið sem vera átti fimmtudaginn 15. þessa mánaðar fellur niður að þessu sinni af óviðráðanlegum orsök- um. 50 km undirbúningur umhverfis Þingvallavatn: Prófessorinn fer í 90 km ofurmaraþon til Suður-Afríku Ágúst Kvaran, prófessor í efna- fræði og langhlaupari í fjölda ára, ætlar að taka þátt í 90 km hlaupi sem fram fer í Suður-Afríku 16. júní nk. Þetta hlaup, sem er ein erfiðasta þolraun hlaupara í heimi, nefnist Kamerat-hlaupið. Ágúst er nú á lo- kakafla langs og strangs undirbún- ings fyrir ferðina til Suður-Afríku. Liður í honum var 50 km hlaup um- hverfis Þingvallavatn sem Ágúst hljóp 27. apríl sl. ásamt nokkrum fé- lögum sínum. Þeir Sigurður Gunn- steinsson og Gísli Ragnarsson fóru alla leið með honum og tók það rétt um 5 klukkustundir. Auk þess komu nokkrir hlaupafé- Umsjón Ólafur Geirsson lagar þeirra inn í hlaupið á mis- munandi stöðum og fóru allt frá rúmlega 30 km til 13 km. Tólf hlauparar luku síðan hlaupinu með þá Ágúst, Gísla og Sigurð í farar- broddi við Nesbúð við Nesjavelli. Þar borðuðu þeir saman pastamál- tíð og hvíldu lúin bein í heitum pottum sem þar eru við hótelið. Þeir hlaupafélagar hyggjast beita sér fyr- ir áframhaldi á hlaupi umhverfls Þingvallavatn eða þessa 50 km leiö og vilja gjarnan kalla það „ultramaraþon". Ágúst Kvaran t.h. og Sigurður Gunnsteinsson á ferð. Sá sið- arnefndi hefur ásamt Gísla Ragn- arssyni hlaupið að staðaldri með Ágústi þann tíma sem undirbúning- ur fyrir 90 km Kamerat-hlaupið í Suður-Afríkur hefur staöið yfir. Rútuferð á Mývatnsmaraþon Mývatnsmaraþon er rómað fyrir fallegt hlaupaumhverfi enda Mý- vatnssveit víðfræg fyrir náttúrufeg- urð og fuglalíf. Hlaupið er hið eina hér á landi þar sem þeim sem fara vilja heilt maraþon býðst að hlaupa einn heilan hring en ekki tvo. Þykir mörgum þetta verulegur kostur. Auk heils maraþons eru famir 3 km, 10 km og hálft maraþon. Boðið verður upp á mjög hag- stæða hópferð frá Reykjavík og verður lagt af stað um kl. 15 fímmtu- uaginn 26. júni með rútu. Kostnaður með ferðum, nesti á leiöinni og gist- ingu í uppbúnum rúmum í tveggja og þriggja manna herbergjum og út- sýnisferðum á föstudaginn verður aðeins 10 þúsund krónur fyrir manninn. Skráning og frekari upp- lýsingar eru hjá Pétri Frantzsyni í símum h. 553 5362, v. 551 4096 og boðtæki 846 1756. Isjakar eru algeng sjón á fjörðum og víkum Grænlands. Göngufólk á ferð á Grænlandi. Grænland: Gengið, siglt og fortíð og nútíð skoðuð Ganga, skokk og útivist þéttbýlis- búa þarf síður en svo að einskorðast við götur og göngustíga í borg og bæ. Ekki er síður hægt að sameina göngur almennri náttúruskoðun hér á landi sem erlendis. Náttúru- skoðun og gönguferðir eru líka mjög á dagskrá hjá ýmsum skokk- og gönguhópum, til dæmis á höfuð- borgarsvæðinu. Má þar til dæmis nefna TKS á Seltjamarnesi en félag- ar þar ganga vikulega á Esju og fara auk þess lengri og skemmri ferðir á hverju sumri. Göngu- og náttúruskoðunarferðir erlendis eiga einnig vaxandi vin- sældum að fagna og við fréttum á dögunum af einni bráðáhugaverðri ferð sem farin verður til Grænlands í lok þessa mánaðar. Þar má segja að sameinuð sé rösk ganga og úti- vist ásamt náttúruskoðun, sigling- um og skoðun sögustaða, auk þess að kynnast nútímalífi á Grænlandi. Óhætt er að segja aö þama sé boðið upp á sannkallaða ævintýraferð því auk þess sem upp hefur verið talið verður veiðimaður með í ferð og mun hann afla gönguhópnum vista með veiði bæði fiska og fugla. Frá Reykjavík verður flogið til Narssarssuaq en þaðan verður ferð- ast gangandi og á bátum. Ferðum verður hagað þannig að vönum göngumönnum gefst kostur á löng- um göngum en aðrir geta farið í styttri ferðir þaðan sem báturinn kemur að landi. Gist verður í bændagistingu, skólum og farfugla- heimilum. í feröinni verða gamlar byggðir norrænna manna á Grænlandi skoðaðar. Má þar nefna rústir Hvalsneskirkju, Brattahlið og Garða. Þá verður farið um gamlar veiðislóðir Inúita og skoðaðar grafir þeirra. Farið verður m.a. um svæði þar sem hreinkýr með kálfa eru og villt dýralíf með örnum svifandi yfir. Göngu- og siglingaferðin um nátt- úru, nútíð og fortíð Grænlands er þannig skipulögð að þátttakendum gefst kostur á að heimsækja skóla- og menningarbæinn Qaqortoq (Jul- ianeháb) sem þykir fallegur heim að sækja og listir og menning þar í blóma. Ferð þessi, sem er á vegum Úrvals-Útsýnar, verður farin 24. maí og stendur til 30. Fararstjóri er Anna Dóra Hermannsdóttir en hún hefur starfað á Grænlandi, m.a. við skipulag leiða um landsvæði fyrir ferðamenn og fararstjóm. áf> r»- OÍ j / \ -• ,, /í Hún Valdi skartgripi frá Silfurbúöinni SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.