Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 Áj"\T
i6 leiðarvísir
, , ■ — 1 —
Þegar vinir konunnar koma í heim-
sókn er algengt að karlinn fari að gera
eitthvað allt annað, dunda sér í bíl-
skúrnum, leika sér í tölvunni eða eitt-
hvað sem varir þar til vinirnir eru
farnir. Lausnin á þessu er að byggja
hægt og rólega upp jákvætt samband
eða þar til honum finnst að vinirnir
séu bara allt í lagi. Ef þetta virkar ekki,
þá fáðu þér bara nýja vini!
2. Fara í kvöldmat til
tengdó
Mörgum karlinum þykir hundleið-
inlegt að fara til tengdaforeldrana,
ekki síst þegar þeim finnst þau gömlu
halda að stelpan þeirra hafi átt eitt-
hvað annað og betra skilið! Til að
bæta þetta hugarástand má gera
þrennt: Vara hann við tímanlega, fara
í stuttar heimsóknir og segja honum
að þér finnist þau ekki heldur vera
neitt sérlega skemmtileg!
3. Skrifa þér ástar-
bréf
Til að auðvelda honum verkið út-
vegið honum frímerkt bréf með heim-
ilisfanginu á og hundrað Ijósrituð ein-
tök af óútfylltu, stöðluðu ástarbréfi
þar sem hann getur fyllt í eyðurnar og
sent þér vikulega. Beinagrindin gæti
litið svona út:
Elsku------.
Ég sakna þín alveg ofboðslega. Þín
-------er mér eins og súrefni. Án
hennar myndi ég deyja. Þín fallega
-----fær mig til að------í hvert
sinn sem ég-----. Ég veit ekki hvað
ég gerði ef þú færir frá mér. Kannski
myndi ég ------- í ------ með
-----. En engin kvöl myndi jafnast
á við samveru með þór, elsku-.
Þinn ástkæri,----.
4. Innrétta íbúðina
Erfitt getur reynst að fá karlana í
verkefni af þessum toga. En það tekst
með því t.d. að árétta við hann að
hluturinn sem þú ert að staðsetja sé
stutt frá ísskápnum, fullum af
svalandi bjór. Fá hann líka til að lyfta
þungu hlutunum og dást af hreysti
hans. Það fengi hann til að sýnast
endalaust fyrir þig.
5. Kaupa túrtappa
Til að þetta gangi upp þarf undir-
búningur að vera þrælskipulagður.
Sniðugt gæti reynst að lauma þeim á
innkaupalistann, og hafa þá allra
neðst. Fyrir ofan mætti setja kippu af
bjór, svínarif, Bleikt og blátt og
næstneðst kæmu smokkar. Með
smokkakaupum gætu karlhormón-
arnir verið komnir á það mikið skrið
að túrtappakaup yrðu ekkert feimnis-
mál.
6. Klæða sig betur
Flér gætu komið upp erfiðleikar.
Finna þarf réttu tilefnin til að koma
því að að fatasmekkurinn gæti verið
betri. Éndilega að nota tilefni eins og
afmæli, árshátíðir eða helgidaga.
Einnig mætti fara út að borða á dýr-
um veitingastöðum, fara á sinfóníu-
hljómleika eða í leikhús. Bara ein-
hvers staðar þar sem klæðnaður er í
flottari kantinum. Þá ætti hann ekki
aðra kosti í stöðunni en að klæða sig
upp - nema að hann vilji bara bíða út
í bíl á meðan þú nýtur lífsins!
7. Fá hann
í heilsurækt
Gefið honum kennslutíma hjá at-
vinnumanni í t.d. golfi eða badmint-
on. Laumið því að kennaranum að
hvetja síðan ykkar mann til að fara í
alvöru líkamsrækt ítækjum og tólum.
Fá hann t.d. til að segja: „Þér gengur
ágætlega en ef þú kæmist í almenni-
legt form þá yrðirðu frábær." Þetta
myndi duga á hann!
8. Leigja tíu
klúta mynd
Mörg sambönd slitna þegar annar
aðilinn er staðinn að óheiðarleika,
ótrúnaði eða slæmu líferni. Oft byrja
vandræðin strax við giftingu. Gott ráð
Léttar leiðbeiningar til kvenna:
(20 aðferðir við að
fá HANN til að gera
hvað sem ÞÚ vilt
-jafnvel þegar hann vill ekki gera það!
Hvaða kona kannast ekki við þegar bóndinn segir: Æi, ég nenni þessu ekki. Afhverju
núna? Má þetta ekki bíða til morguns? Þetta segja þeir jafnvel þrátt fyrir að vera taldir
fullkomnir, þ.e. kroppar góðir, í vellaunuðu djobbi og skemmtilegir á allan hátt. En hér
koma 20 aðferðir til að fá hann til að gera það sem þú vilt að hann geri, jafnvel þótt
hann vilji það ekki! Konur, endilega reynið eitthvað af þessu á hann. Að því loknu skul-
uð þið farga blaðinu því ef þeir sjá þetta þá erfjandinn laus!
við þessu er að gera strax gagn-
kvæma samninga. Til að fá t.d. að
horfa á tíu klúta mynd eins og Love
story er heillaráð að leigja næst
hasarmynd með Van Damme. Þannig
ætti þörfum ykkar beggja vera full-
nægt.
9. Skipta um
klósettpappír
Margir karlar vanrækja venjubund-
in heimilisstörf, eins og til dæmis
þann eðlilega hlut að skipta um kló-
settpappír á rúllunni. Ráð við þessu er
að fela allan pappír fyrir honum og
bíða þar til hann situr á klóinu án
þessa þarfaþings! Eftir það lítur hann
á það sem skyldu sína að sjá um verk-
ið.
10. Að verða pabbi
Flestir karlmenn vilja verða pabbi
en margir óttast þá upplifun hins veg-
ar. Hræddir við að „Ijúfa lífinu" Ijúki
þar með og við taki munkalíf heima
fyrir. Eitt ráð við þessu er að heim-
sækja vini ykkar sem þegar hafa eign-
ast börn og sýna honum hvað þetta
er lítið mál og yndislegt. Að það sé til
líf eftir barneign!
11. Slökkva
á sjónvarpinu
Mörg ráð eru við þessu. Eitt er að
fara út í garð og gera sér dælt við
garðyrkjumanninn. Það er ótrúlegt
hvað þeir eru snöggir upp úr sófan-
um þegar þeir sjá að makinn skemmt-
ir sér án þeirra!
12. Gráta
Grátur hefur ekki verið talinn
ímynd sannrar karlmennsku. Einfalt
gæti verið að stökkva upp í bíl og
keyra yfir golfkerruna hans en það er
ekki nógu frumlegt. Skapið þægilegra
umhverfi með því t.d. að leigja tíu
klúta mynd á næstu vídeóleigu. Segið
honum að það sé allt í lagi þótt hann
felli tár.
13. Elda mat
Kaupið handa honum matreiðslu-
bók, ekki með Sigga Hall eða ein- Æ
hverjum álíka meistara, heldur mjög ™
einfalda bók. Til dæmis Unga fólkið
og eldhússtörfin, þessa rauðu, munið
þið?
14. Tjá tilfinningar
Líkt og með gráturinn þá er mikil-
vægt að skapa hér rétta umhverfið.
Sannfærið hann um að ykkur sé sama
þótt hann rasi út tilfinningalega, sama gm
hvað hann segi um þig. Jafnvel þótt ™
hann segði að þú ættir að skipta um
hárgreiðslu eða fara í brjóstastækkun.
Jah, kannski ekki þetta síðasta en gef-
ið honum séns...
15. Fara
í hjúskaparráðgjöf i
Þetta gæti reynst áhættusamt þar ^
sem hann gæti haldið að vandamál í ^
sambandinu séu eingöngu af hans
völdum. Munið að tryggja að ráðgjaf-
inn sé hliðhollur báðum kynjum, helst
karlkyns. Til að fá hann inn fyrir þrösk-
uldinn hjá ráðgjafanum skuluð þið
fullvissa hann um að þið ætlið að
leysa málin í sameiningu.
16. Bera upp bónorðið
Gott samband getur varað lengi án
hjónavígslu en allt getur gerst. Þess
vegna er vissara að taka af skarið og
hvetja hann til aðgerða, þ.e.a.s. ef þú
ert fullviss um að hann sé sá eini rétti.
Ráð er að segja honum að ekkert nýtt
sé að gerast í sambandinu og þú vilj-
ir fara að hitta annað fólk. En farðu
varlega, hann gæti tekið þetta öfugt
og sagt: „Já, endilega. Hvenæreigum
við að detta í'ða næst?"
17. Kaupa inn
Nokkur úrræði eru til að fá hann
með þér út í búð að versla. Oftast
virkar að segja að þú ætlir að kaupa
eitthvað handa honum. (Já, já, það
eru mútur en mútur virka. Spyrjið
pólitíkusana!) Gefið í skyn að þú ætlir
að máta á hann sportlegar gallabuxur
sem muni taka langan tíma. Mælið
ykkur mótfyrir utan herraverslun og í
leiðinni tækist að fara með hann í
matvörubúð.
I
i
'Ú
i
a
i
18. Spyrja til vegar
Karlmenn vilja sjaldan viðurkenna
að þeir séu vegvilltir, það þykir slæmt
fyrir egóið. Fáðu hann því til að segja:
„Við erum villt" í staðinn fyrir „ég er
villtur". Einnig má auðvelda honum
að biðja um leiðsögn með því aö
segjast þurfa aö komast á klósett á —
næstu bensínstöð. Á meðan gæti 9
hann notað tækifærið og vonandi
spurt bensíntittinn til vegar.
19. Tiltekt og þrif
Hér verður aö fara varlega. Ekki
vera stöðugt að biðja hann um að
gera þetta og hitt. Frekar að gera
þetta að samvinnuverkefni. Biðja
hann t.d. um að aðstoða þig við upp-
vaskið eða taka af snúrunni. Á end- 4
anum ætti hann að fá samviskubit
þegar hann sér þig púla eina við þrif á
klósettinu eða að fara út með ruslið.
Ef það gerist ekki skaltu losa þig við
hann í endurvinnsluna ásamt dag-
blaðapappírnum og mjólkurfern-
unum!
20. Kaupa æsandi
undirföt 4
Lofaðu honum að þetta verði sú
gjöfín sem haldi áfram að gefa....
Þýtt og endursagt úr Cosmo-
polltan/bjb
i
€