Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 50
ir LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 58 Háskólabíó - Háðung *** Mælskusnilld í Versölum Hirðlífið í Versölum á seinni hluta átj- ándu aldar í Frakk- landi, þegar Louis XVI ríkti, er um- gjörðin utan um Háðung (Ridicule), einstaklega frumlega og skemmtilega kvikmynd þar sem tekist er á um hylli konungs. Sá sem hefur mælskulistina á sínu bandi hefur mikið forskot á aðra og nýtur aðdáunar annarra. Verkfræðingurinn Ponceludon de Mala- voy, fátækur aðals- maður, sem er aðal- persóna myndarinn- ar hefur þessa náð- argáfu í ríkum mæli og þessi náðargáfa hefði átt að koma honum til góða þeg- ar-... hann leitar áheyrnar hjá kon- ungi með þá beiðni sína áð hann fái að veita úr mýrlendi við heimili sitt svo aðbúnaður fyrir vinnufólk hans veröi betri en mýr- arkalda er algeng meðal fólksins. Malavoy kemst þó fljótt að því að enginn við hirðina hefur áhuga á úrþótum og þrátt fyrir góðan talanda reynist það honum þrautin þyngri að ná til konungs. Það er ekki fyrr en hin útsmogna og samviskulausa Madame de Blayac gerir Malavoy að elskhuga sínum að hjólin fara að snúast. Malavoy tekur þátt í leiknum um að koma sér í mjúkinn hjá kóngi en þegar hann tekur unga stúlku fram yfir madömmuna er ekki von á góðu. Það sem byrjar sem ósköp venjuleg búningamynd með uppskrúfuðum frönskum aðli snýst fljótt upp í stórskemmtilega skopádeilu þar sem engum er hlíft. Snilldarlega skrifað handrit ásamt sérlega skemmtilegum persónum gefa myndinni létt yfírbragð þar sem húmorinn og rómantíkin nýtur sin vel innan um mikla spillingu. Búningar og förðun er með miklum ágætum. Margar persónur eru eftirminnilegar, til dæmis læknirinn Marquis de Bellegarde, sem Jean Rochfort túlkar af snilld. Hann gerir sér grein fyrir að hann er ekki í fremstu röð í mælskulistinni, en enginn rembist jafn mikið við að læra sniðugar orðhendingar. Þá túlkar Fanny Ardant hina fláráðu de Blayac af stakri snilld. Það er eiginlega sama hvar niður er borið, Háðung er skemmtileg og gefandi kvikmynd, er dálítinn tíma að taka við sér en er einstaklega vönduð að allri gerð. Leikstjóri: Patrice Leconte. Handrit: Remi Waterhouse. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Tónlist: Antoine Duhamel. Aðalhlutverk: Fanny Ardant, Charles Berling, Bernard Giraudeau, Judith Godreche og Jean Rocheford Hilmar Karlsson. Regnboginn - Supercop ★★ Engar venjulegar löggur Eftir að Jackie Chan sló í gegn í Bandaríkjunum í fyrra með Rumble in the Bronx var farið að dusta rykið af eldri myndum hans og þeim gef- ið nýtt líf. Supercop er ein af nýrri myndum kappans, gerð í Hong Kong og þar er við stjórn- völinn Stanley Tong sem leik- stýrði honum í Rumble in the Bronx. Kryddið í myndinni er svo mótleikari Chan, Michelle Khan, ókrýnd drottning hasarkvikmynda í Hong Kong. Þegar þau Chan og Khan snúa bökum saman eru þau ekki árennileg, bæði fimaflínk í slagsmálum og veigra ekki fyrir sér að taka áhættu, leika bæði öll sín áhættuhlutverk. Það sem veitir mesta ánægju við að horfa á Supercop er einmitt þegar þetta einstaka par tekur til við að lemja á tugum manna á nokkrum sekúndum. Sagan er ekki merkileg en ber þó með sér að þiða er í samskiptum Kína og Hong Kong. Chan leikur súperlöggu frá Hong Kong sem fengin er til að aðstoða Kínverja við að koma höndum yfir eiturlyfjakónga. Satt best að segja held ég að allar Kung Fu-myndir frá Hong Kong hafi eiturlyfjabaróna sem vondu kallana og eru þeir eins og steyptir i sama formið og eru þeir sem prýða Supercop engar undantekningar. Það er því ekki söguþráð- urinn eöa handritið sem gerir Supercop að sæmilegustu afþreyingu heldur útgeislun Chan og Khan og hæfileikar þeirra i sjálfsvarnaríþróttum og svo hæfileikar Stanley Tong til að láta hlutina ganga upp hversu vitlausir sem þeir eru. Þetta gerir hann með útsjónarsamri klippinu og áflogaatriðum sem oft minna á vel æfðan ballett. Á móti kem- ur að myndin er ákaflega illa döbbuð yfir á ensku og fær sérstaklega Chan að kenna á hroðvirknislegum vinnubrögðum við talsetningu. Leikstjóri: Stanley Tong. Handrit: Edward Tang, Fibe Ma, Lee Wai Yee. Kvik- myndataka Ardy Lam. Tónlist Joel McNeely. Aoalleikarar: Jackie Chan, Michelie Khan, Maggie Cheung, ken Tsang og Bill Tung. Hilmar Karlsson Lefty Ruggiero (Al Pacino) þykir mikiö til koma að Donnie Brasco (Johnny Depp) skuli líta upp til hans. Donnie Brasco Sam-bíóin frumsýna i dag sakamálamyndina Donnie Brasco, en mynd þessi hefur fengið góð- ar vitökur og þykir eiga heima í flokki með GoodFellas- og Godfather- myndunum. Donnie Brasco er síðust í röð margra mynda sem fjalla um mafiusfarfsemi og er hún byggð á sönnum atburðum. í myndinni segir frá FBI- löggunni Joe Pistone, sem tekur sér nafnið Donnie Brasco þegar hann kemur sér bakdyramegin inn í mafiuna. Pistone nær að vinna sig í álit og nær trúnaði tortrygginna mafíuglæpona. Uppljóstranir hans urðu til þess að einhver stærsta herferð sem farin hefúr verið gegn maf- íunni heppnaðist. Það sem gerði för Pistones jafn árangursríka og raun ber vitni var fyrst og fremst að hann vann sér traust Lefty Ruggiero, sem var virtur atvinnumorðingi innan mafíunnar en hafði aldrei náð á toppinn. Lefty hafði aldrei gert nein mistök í starfi en þegar hann hóf að treysta Donnie Brasco þá gerði hann stærstu mistök lífs síns. Donnie Brasco er gerð eftir bókinni Donnie Brasco, My Undercover Life in the Mafia, eftfr Joe Pistone. í hlutverki Pistone er Johnny Depp og í hlutverki Lefty Ruggiero er A1 Pac- ino, sem er vel sjóaður í mafíuhlutverkum. Einn munur er þó á Lefty og öðrum mafíósum sem Pacino hefur túlkað, Lefty náði aldrei að slá í gegn innan mafíunnar, hefur stöðu en hef- ur alltaf verið utangarðs hjá mafíuforingjunum þegar myndin hefst en önnur mafíuhlutverk Pacino hafa yffrleitt verið menn á toppn- um. Bókin sem handritið er gert eftir kom út 1989 og þá strax tryggði framleiðandinn, Louis DiGiaimo, sér kvikmyndaréttinn. Það var engin tilviljun að hann hafði áhuga á sögunni. Hann þekkti Joe Pistone og höfðu þeir ver- ið félagar í mörg ár og DiGi- aimo var í nánu sambandi við hann þegar Pistone lifði tvöföldu lífi. DiGiaimo grun- aði þó aldrei hvemig í pott- inn var búið hjá félaga sínum og var jafn undrandi og aðrir sem þekktu Pistone þegar fréttir um handtökm- mafíósa fóra að berast og hvemir þær höföu komið til. Mike Newell Leikstjóri Donnie Brasco er Mike Newell, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Four Weddings and the Funeral og er Donnie Brasco fyrsta kvik- myndin sem hann gerir í Bandaríkjunum. Kemur það dálítið á óvart að Mike Newell skyldi vera fenginn til að leik- stýra jafh ameriskri sögu og Donnie Brasco er, en hann stóðst prófið. Newell lagði ekki upp í kvikmyndanám þegar hann kaus sér lífsstarf. Hann þótti góður náms- maður og innritaðist í Cambridge-háskólann þar sem hann lauk mastersprófi í ensku. Fór hann að kenna að námi loknu, en kennsla átti ekki við hann svo hann fékk sér vinnu sem að- stoðarmaður í myndaveri Granada-sjónvarps- stöðvarinnar. Þar var hann fljótur að vinna sig i álit og var farinn að leikstýra sjónvarpsmynd- um tveimur árum síðar. Fyrsta kvikmynd Newells var endurgerð klass- ískrar ævintýramyndar, The Man in the Iron Mask og voru leikarar í myndinni Richard Chamberlain, Louis Jordan, Ralph Richardson og Jenny Agutter. Hann fylgdi henni eftir með ágætri spennumynd, The Awakening, þar sem Charlton Heston <?g Susannah York fóru með aðalhlutverkin. Árið 1984 leikstýrði hann Dance with a Stranger, sakamálamynd með Mirinda Richardson, sem vakti verðskuldaða athygli og fékk góða dóma. Var myndin verð- launuð á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Næst kom The Good Father með Anthony Hopkins í aðalhlutverki. 1991 gerði hann hina dramatísku kvikmynd Enchanted April og var hún tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna og fengu leikkonumar í myndinni, Mirinda Richardson og Joan Plowright, Golden Globe-verð- launin fyrir leik smn. Áður en hann gerði Four Wedd- ings and a Funeral fór Newell til írlands og leikstýrði Gabriel Byme og Ellen Bark- in í Into the West. I fyrra gerði hann svo An Awfully Big Adventure með Hugh Gr- og Alan Rick- i. Fékk sú mynd óblíðar viðtökur og fór nánast beint á myndbanda- markaðinn. -HK Johnny Depp leikur Joe Pistone sem tekur sér nafniö Donnie Brasco þegar hann gengur á mála hjá mafíunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.