Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 kvikmyndir , vinna 12 til 14 stundir á dag við mjög erfíðar að- stæður og fengju aðeins brauð - dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið Nýja Bond- myndin hefurfeng- ið nafn Aðalvandamálið við gerð nýrrar Bond- myndar var ekki að manna hana eða fá allra besta tæknilið- ið heldur að finna handrit sem var ásættanlegt. Handritið að átj- ándu Bond-myndinni er búið að fara um margar hendur og verið breytt mikið frá upprunalegum söguþræði. Nú er það þó komið á hreint að myndin gerist að mestu í Kína og að sjálfsögðu er heims- friðurinn í hættu. Upprunalega átti að taka myndina í Víetnam, en á síðustu stundu, eða þegar leikstjórinn Roger Spottiswoode var nánast á flugvellinum með allt sitt lið, dró stjómin í Ví- etnam leyfi sitt til baka, svo Taíland verður að duga eins og svo oft áður. Og nafnið á mynd- inni er Tomorrow Never Dies. Forföll í Cannes Ljóminn yfir afmælishátíðinni í Cannes kann að fólna dálítiö þegar ljóst er að sumir af helstu gestum hátíðarinnar hafa boðað forföll. Nú er alveg ljóst að Ing- mar Bergman kemur ekki til með að taka á móti heiðurspálmanum. Clint Eastwood hefur sent skeyti og segist ekki geta komið til að vera viðstaddur sýningu Absolute Power, sem er lokunarmynd hátíð- arinnar, og kínverska ríkisstjómin hefur sent út þau boð að ef Zhang Yimou láti sjá sig í Cannes með nýjustu mynd sína, Keep Cool, þá verði tekið hart á því, en Keep Cool átti að vera í aðalkeppninni. Ástæðan fyrir því að Clint East- wood kemst ekki er að á mánudag hefjast tökur á Midnight in the Garden of Good and Evil, sem hann leikstýrir og leikur í. De Bont leikstýrir Zero Leikstjórinn Jan De Bont (Speed, Twister) er nú aö leggja síðustu hönd á Speed 2 en hún verður frumsýnd 2. júní. Hann hefur þegar tilkynnt að næsta mynd hans verði Zero Hour, sem fjallar um fráskilda kvenlögreglu hjá FBI og móður átta ára drengs sem rannsakar hótanir sem hryjuverkamaður lætur frá sér fara. Enginn veit hver hryðju- verkamaðurinn er en hann gjör- þekkir konuna og fylgist með hverju skrefi hennar. Kiefer Sutherland bak við myndaválina I maí verður frumsýnd saka- málamyndin Truth and Con- sequences. Hún fjallar um sein- heppna smákrimma sem lenda í höndunum á skotglöðum brjálæð- ingi. Sá tekur þá með sem gisla ásamt tveimur saklausum vegfar- endum og það er ekki bara að lögg- an sé á eftir hópnum heldur á maf- ían óuppgerða reikninga við ræn- ingjann brjálaða. I hlutverki brjál- æðingsins er Kiefer Sutherland og leikstýrir hann einnig myndinni. Hann hefur fengið til liðs við sig ágætt lið leikara, má þar nefna Vincent Gallo, Mykelti William- son, Kevin Pollak og Rod Steiger. Neyðarúrræði Michael Keaton er ekki brosmildur í nýjustu kvikmynd sinni, Desperate Measures. í henni leikur hann dæmdan fjöldamorðingja sem er ekki ósvipaður karakter og Hannibal Lecter, hefur greind á við há- skólaprófessor en er stórhættuleg- ur. Andy Garcia leikur lögreglu- mann sem á ungan son sem mun deyja verði ekki skipt um bein- merg sem passar við hans eigin og það vill svo til að eini bjargvætturinn er morð- inginn. Barbet Schroeder leikstýrir myndinni sem frumsýnd verður í haust. Samkvæmt upplýsingum sem birtar hafa verið er meðalkostnaður við svokallaða A-mynd sem frum- sýnd er í Bandaríkjunum 60 milljón- ir dollara og finnst sumum skiljan- lega komið að því að breyta þurfi um áherslur. Sherry Lansing, for- stjóri Paramount, sagði hreint út í viðtali að kvikmyndafyrirtækin væru að drepa hvert annað. 60 millj- óna dollara talan var fengin þegar reiknaður var meðalkostnaður af 47 kvikmyndum sem frumsýndar eru á þessu ári. Að minnsta kosti fimmtán þeirra kosta meira en 100 milljónir dollara. í þeim pakka eru meðal ann- ars Speed 2, Batman and Robin, Men in Black, Air Force One og The Lost World. „Það hefur aldrei verið og mun aldrei verða markaður fyrir allar þessar dýru kvikmyndir," segir Pet- er Cemin sem er markaðsstjóri hjá 20th Century Fox og hann bætir viö að allir í bransanum séu skithrædd- ir. Ein kvikmynd stendur þó upp úr hvað kostnað varðar. Er það Titanic sem James Cameron leikstýrir. Al- talað er að hún verði fyrsta kvik- mynd sögunnar sem kostar meira en 200 milljónir dollara. Titanic, sem byggð er á mesta sjóslysi sögunnar, átti upprunalega að frumsýna í júli en myndin er langt í frá að verða til- búin og það verður sjálfsagt ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan ágúst sem hún verður frumsýnd. Cameron ertreyst Þaö er ekki nýtt að James Camer- on fari fram úr kostnaðaráætlun, en á móti kemur að brúttótekjur af myndum sem hann hefur leikstýrt, The Terminator, Terminator 2, Ali- ens, The Abyss og True Lies, eru yfir einn milljarður dollara og þessi tala er fyrir utan sjónvarpssölu og myndbandssölu, þannig að þótt skjálfti sé í framleiðendum myndar- innar er kvíðinn ekki mjög mikill, þeir treysta á Cameron, vita sem er að hann er snillingur sem hefur það eina markmið í lífinu að gera betur en hann gerði síðast. James Cameron, sem er 43 ára og fæddur og uppalinn í Kanada, hefúr verið lýst sem samblandi af Eric von Stroheim, Cecil B. De Mille og John Ford. Þegar hann byijar á kvik- mynd er það eins og styrjöld sé skollin á. Cameron stjómar af mik- illi hörku og einn aukaleikarinn sagði að það að vinna fyrir Cameron væri eins og að vinna fyrir Patton hers- höfðingja. Titanic er gerð í samvinnu Fox og Paramount og upphaílegur kostnað- ur var áætlaður 125 milljónir dollar- ar. í fimm ár vann Cameron að myndinni áður en tökur hófust, skrifaði handritið og kafaði niður að Titanic tvisvar sinnum til að kvik- mynda. Til að komast niður að skip- inu þarf fullkomnustu tækni sem til er á sviði köfunar og var ekkert sparað á þessu sviði. Mun Cameron nota sumt af því sem tekið var á hafsbotni í mynd sína og segja þeir sem séð hafa að þær tökur séu stór- mi James Cameron við tökur á Titanic. kostlegar. Titanic fjallar um leiðang- ur sem fer niður að skipinu og finn- ur meðal annars gamla ljósmynd. Sú ljósmynd leiðir síðan til þess að far- ið er að rifja upp ástarsögu tveggja ungmenna, hástéttarstúlku af bandarískum ættum, sem Kate Win- slett leikur, og fátæks listamanns sem Leonardo DiCaprio leikur. /!• II/ Vandamálin hlóðust upp Strax í upphafi fór að bera á ýms- um vandmálum og voru það aðal- lega samskiptavandamál sem Cameron átti hlut að. Sá fyrsti til að yfirgefa skútuna var kvikmynda- tökumaðurinn Caleb Deschanel. Gerði hann það eftir rifrildi við Ca- meron. Það sem hafði samt mest áhrif í byrjun var að átta- tíu manns, meðal hlutverk í myndinni, fengu bráða matareitrun eftir að hafa borðað humar sem reyndist skemmdur. Þessi veikindi töfðu tökur í Halifax. Ekki batnaði ástandið þegar hópur- inn hélt til Mexíkó þar sem Fox hafði byggt nýtt myndver fyrir Cameron. Þar áttu meðal annars neðansjávartökumar að fara ffam. Inni í myndverinu var byggt módel af Titanic í nánast fullri stærð og nú kom fyrst fullkomnunarárátta Camerons í ljós. Hann var aldrei ánægður og skammaðist út í allt og alla og barst mikið að kvörtunum til leikarasamtakanna í Hollywood. Þar á bæ var ekki um arrnað að ræða en senda fulltrúa á staðinn til að kanna aðstæður. Niðurstaða fulltrúans var á þá leið að þrátt fyrir hættur sem fylgdu því að leika í myndinni væru gerðar svo miklar varúðarráðstafnir að leikarar þyrftu ekkert að óttast. Kvartanir hættu samt ekki að berast og brátt fóru mexíkósk blöð að birta fféttir af því að mexíkóskir verka- menn væru látnir og mjólk í morgunkaffinu. Statistar i myndinni voru samt verst settir, þeir urðu að þola hvað eftir annað að vera þéttreyrðir og fá yfir sig nærri fjögur þúsund lítra af vatni. Eftir eitt sérstaklega stórbrot- ið vatnsflóð, þar sem einn ökkla- brotnaði og tveir rifbeinsbrotnuðu, heyrðist Cameron muldra: „Ég vildi að öll atriðin heppnuðust eins vel og þetta.“ Það voru ekki aöeins statistamir sem kvörtuðu, Kate Winslett segist aldrei hafa lent í öðru eins: „Það var erfitt að einbeita sér að leiknum þeg- ar hann (Cameron) var stanslaust að öskra á alla.“ Winslett segist tvisvar við tökumar hafa haldið að nú væri hún að drukkna. Það verður þó að segjast eins og er aö Cameron hlífði síst sjáifum sér. Hvað eftir annað kafaði hann sjálfur og kvikmyndaði og þegar hann var beðinn um að slaka á sagði hann með fyrirlitn- ingu: „Það ríkir stríðsástand og við veröum að halda áffarn." Meira að segja dyggustu aðstoðarmennimir vom famir að efast um geðheilsu hans á tímabili þar sem hann lét eins og bijálaður maður og gleypti verkja- og vítamínpillur í tíma og ótíma til að halda sér gangandi. Árangur erfiðisins Þeir sem séö hafa atriði úr mynd- inni, þar á meðal kvikmyndahúsa- eigendur, eru yfir sig hrifiiir og telja að þijóska og haröfylgi Camerons eigi eftir að borga sig. Sjálfúr sér Cameron mynd sína í anda Dr. Zhi- vagos og telur sig vera með í hönd- unum kvikmynd sem eigi eftir að vinna mörg óskarsverðlaun og er því ekkert leiður yfir seinkunum, telur þær aðeins koma til góða. Eitt er víst að allir em sammála um að Titanic fái ekki sömu útreið hjá gagnrýnendum og Waterworld sem er fyrirrennarinn um titillinn dýrasta kvikmynd sem Titanic fero- ^ gerö hefúr verið. búiö í sína Þeir verða að líta fyrstu og mBm í aðra átt eftir fómar- lambi. annarra Cameron sjálfúr og Bill Paxton, sem leikur stórt hinstu for. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.