Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 X^'V^ jitnglingar Krakkarnir í 8., 9. og 10. bekk Austurbæjarskóla að byrja í prófum: Nú er próftíminn að byrja eða er byrjaður í skólunum. Eins og oft vill verða á vorin getur verið erfitt að húka yfir bókunum þegar sólin skín og gott er veður. Nokkrir krakkar í Austurbæjarskóla höfðu fengið að fara út og njóta veðursins í vikunni og DV tók þá tali. Þessir krakkar eru í 8., 9. og 10. bekk og sögðu prófin byrja í næstu viku. Þau sögðust vera búin að lesa nær allt en eitthvað væri þó eftir. En hvaða fag finnst þeim skemmtileg- ast? „Stærðfræðin er langskemmti- legust,“ sögðu þau flest. „Enskan er létt og skemmtileg," sagði Grímur og sum hinna tóku undir. Margur er knár þó hann sé smár. En þegar kom að leiðinlegasta faginu stóð ekki á svari. Danskan nýtur þess vafasama heiðurs að vera leiðinlegasta fagið að áliti krakkanna og eðlisfræðin er líka neðarlega á listanum. Reyndar var fátt um svör þegar spurt var af hverju en Hrafnhildur sagði: „Jeg snakker ikke dansk i dag.“ Krakkamir voru að hamast í fót- bolta þegair DV-menn bar að garði. Þau ætluðu ekki á tónleikana í kvöld með Skunk Anansie, sögðu þá UJttkiwlNS $fXk£& Krökkunum í Austurbæjarskóla finnst danskan leiöinlegust en létu þá staöreynd ekki trufla sig viö boltaleik í góöa veörinu. í efri röö eru, f.v.: Magnús, Grímur og Kristján. í neöri röö eru Hrafnhildur, Birna og Hekla. DV-myndir E.ÓI. hljómsveit bara vera fyrir gamla liðið. En hvað á að gera í sumar? „Ég ætla í sumarbúðir sem mamma mín rekur í Svíþjóð," sagði Grímur. Hekla ætlaði líka til Svíþjóðar en hin ætluðu öll í unglingavinnuna og ein ætlaði aö passa. „Unglingavinnan er alveg ágæt. Það er bara svo leiðinlegt að reyta arfa,“ sögðu þau. Krakkarnir voru á iöi meðan við spjölluðum og nenntu síðan ekki lengur og fóru að sparka. Var skipt í liö stráka og stelpna. Var ekki að sjá að stelpurnar gæfu neitt eftir þó strákarnir færu mikinn. Skipt var í liö stráka og stelpna á vellinum viö Austurbæjarskóla og sýndu stelpurnar mikil tilþrif. hin hliðin Gunnar Berg Viktorsson, nýr liðsmaður Fram í handknattleik: Skemmtilegt að veiða lunda Gunnar Berg Viktorsson hefur vakið at- hygli fyrir frammistöðu sína hjá handknatt- leiksliði ÍBV. Þrátt fyrir að vera ungur þykir Gunnar skotfastur mjög og um leið lipur leikmaður. Kom því engum á óvart þótt félögin á fastalandinu föluöust eftir honum. Nýveriö skrifaði Gunn- ar undir samning við Fram og vænta Safamýrarmenn góðs af hon- um. Gunnar vill ekki gera mikið úr skothörku sinni en segir að verið sé að kenna sér eitt og ann- að varðandi skottækni. Mark- menn ættu því að hafa gott auga með honum í leikjum gegn Fram næsta vetur. Gunnar brást vel við beiðni um að sýna á sér hina hliðina. Fullt nafn: Gunnar Berg Viktorsson. Fæðingardagur og ár: 27. júlí 1976. Maki: Enginn en það er ýmis- legt á döfinni. Börn: Engin. Bíll: Enginn. Starf: Vinn á skrif- stofu Samskipa hér í Eyjum. Laun: Ágæt miðað við starfið og menntun- ina. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég er alveg laus við það. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er frábært að fara út í eyju að lunda og svo er ekki amalegt að fara í s bústaðinn í góðum félagsskap. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Læra, en maður verður víst aö gera það. Uppáhaldsmatur: Hamborgarhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Malt og appelsín. Hvaða íþróttamaður stendiu- fremstur i dag? Sigurvin Ólafsson, atvinnumaður með Stuttgart í fótbolta. Hann gerir góða hluti með ÍBV í sumar. Uppáhaldstímarit. íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mamma. Hvaöa persónu langar þig mest til að hitta? Það væri gaman að hitta snilinginn Pele. Uppáhaldsleikari: Bruce Willis. Uppáhaldsleikkona: Cindy Crawford. Uppáhaldssöngvari: Ámi Johnsen. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Lúðvík Bergvinsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og dýralifsmyndir. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Hard Rock. Hvaöa bók langar þig mest til að lesa? Þetta er ekki mín deild. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þór Bæring er minn maður. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gaupi (Guö- jón Guðmundsson). Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel ísland. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Arsenal. Stefiiir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Ég ætia að mennta mig og reyna síð- an að komast á samning hjá einhverju liði er- lendis. En ég spái fyrst í það þegar ég er bú- inn í skóla. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrunu: Hafa gaman af að lifa meðan ég er enn ungur og frískur og laus og liðugur. Það er best að nota tækifærið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.