Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 T>V *Ó!k Sigurður Sigurjónsson bætir nýrri persónu í sarpinn: Fyrirmynd að Sæla er til Sigurður Sigurjónsson, leikar- inn ástsæli, hefur gert margar per- sónur frægar eins og Ragnar Reykás og Kristján Ólafsson neyt- endafrömuð. í auglýsingu frá Happdrætti DAS er að finna nýja persónu, Ársæl, eða Sæla eins og hann er oftast kallaður, sem Sig- urður leikur. Þetta er frekar ógeð- felld týpa með alltof ljóst hár og skemmtilega leiðinlegur. Sigurður var spurður hvernig hann færi að þegar hann væri að búa til nýjar persónur. „Þessi gaur varð til í samvinnu við Gísla Rúnar Jónsson. Við unn- um saman aö þessari auglýsingu. Það vill svo til að það er til fyrir- mynd að Sæla. Ég hef reyndar ekki séð hann sjálfur en honum var lýst fyrir mér. Þeir sem til þekkja segja að ég hafi náð honum nokkuð vel,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar er engin hætta á því að Sæla-fyrirmyndin þekki sjálfa sig í auglýsingunni. „Þegar ég fer að skoða þetta betur þá sé ég að það eru til nokkrar svona týpur. Þeir eru kannski ekki nákvæmlega eins en með mörg lík einkenni. Það er mjög gaman þegar maður sér það,“ segir Sigurður. Tllviljun ræður Sigurður segir að týpurnar sem hann leikur verði oft til fyrir tilvilj- un. Það sé ekki ákveðið fyrirfram hvemig þær eigi að líta út. Persón- an þróast eftir því sem meira er unnið með hana. „Það eru ekki mjög vísindalegar aðferðir sem ég nota þegar ég er að búa til nýjar persónur. Það fer alveg eftir því hvað er í kollinum á manni hverju sinni. I þessu til- felli kom Gísli Rúnar með ákveðnar hugmyndir til mín og við unnum saman úr þeim. Það er ekkert sérstakt lagt til grundvallar. Maður prufar og flflast svolítið og athugar hvað virkar," segir Sigurður. 10-20 manngerðir Sigurður segir að manngerðirnar sem hann hefur leikið séu ekkert sérstaklegar margar. Þær séu allar likar innbyröis ef vel væri að gáð. Þær séu þó í kringum 10-20. Hann heldur í augnablikinu mest upp á Sæla. Það sem sé ferskt og nýtt sé skemmtilegast hverju sinni. Sigurður hefur að venju i nógu að snúast. Hann leikur út júní í Fiðlar- anum á þakinu. Hann mun leika áfram í leikritinu Á sama tíma að ári sem hefur gengið geysilega vel. „Eg ætla síð- an að reyna að hafa það náð- ugt og fara í nokkra veiði- túra. Ég fer meðal annars í Hörðudalsá og Svartá. Ég var einmitt á flugu- hnýtingamám- skeiði og hnýtti nokkrar flugur. Ég hef að vísu engan tima til þess. Fyrir nokkrum árum gat ég hnýtt flugur á milli at- riða þegar ég var í smáhlutverk- um í leikhús- inu. Ég hef ekki tíma til þess núna,“ segir Sigurð- ur. -em DAS-kallinn Sæli kallar ekki allt ömmu sfna. erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 2. John Grlsham: Runaway Jury. 3. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 4. Jllly Cooper: Apasslonata. 5. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 6. Tom Sharpe: The Mldden. 7. Graham Swlft: Last Orders. 8. Ben Elton: Popcorn. 9. Seamus Deane: Reading In the Dark. 10. Tom Clancy & Steve Plecenlk: Op Centre: Acts of War. Rlt almenns eölls: 1. The Art Book. ; 2. Nlck Hornby: Fever Pltch. 3. The Splce Glrls: Glrl Power. 4. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 5. Herodotus: Tales From Herodotus. 6. Paul Wllson: A Little Book of Calm. 7. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 8. Wlll Huttonn: The State to Come. 9. Rlchard E. Grant: Wlth Nalls. 10. Labour Party Manlfesto 1997. j Innbundnar skáldsögur: 1. John Grisham: The Partner. í 2. Wllbur Smlth: Blrds of Prey. 3. Raymond E. Felst: Rage of a Demon Klng. 4. Arthur C. Clarke: 3001: The Flnal Odyssey. 5. Patricla D. Cornwell: Hornet's Nest. Innbundin rit almenns e&iis: 1. Jean-Domlnlque Bauby: The Dlvlng-Bell and the Butterfly. 2. Tim Smlt: The Lost Gardens of Hellgan. 3. Dava Sobel: Longltude. 4. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 5. Chrlstopher Hlbbert: Wellington: A Personal Hlstory. (Byggt á The Sunday Tlmes) Uti er ævintýri Michael Dorris og Louise Edrich kynna bækur sínar á me&an allt lék í lyndi. Bandaríski rithöf- undurinn Michael Dorris fékk dagsleyfl frá meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga, kom sér fyrir á móteli í New Hampshire, hellti í sig svefntöflum og vodka og festi svo plastpoka yfir höfuð sér. Þannig lauk ævi sem fram til þessa hafði verið ævintýri líkust. Dorris, sem var 52 ára, var af Modoc- indíánum i aðra ættina og ólst að hluta til upp á verndarsvæði þeirra. Honum tókst að kom- ast til mennta og nam mannfræði við háskól- ann í Yale. Árið 1972 stofnsetti hann og stýrði sérstakri deild í indíánafræðum við Dart- mouth College. Hann varð fyrstur einstæðra karlmanna í Bandríkjunum til að fá að ættleiða bam. Það var Abel, drengur af indíánaættum, sem beið alvarlegt heilsutjón vegna áfengissýki móðurinnar meðan á meðgöngunni stóð. Hann ætt- leiddi tvö önnur börn sem þjáðust af hinu sama og skrifaði bókina „The Broken Cord“ um reynslu sina og barnanna og áhrif þessa sjúkdóms sem böm fá í vöggugjöf. Þrátt fyrir vantrú útgefandans sló hún í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum, hlaut ein virt- ustu bókmenntaverðlaun Banda- ríkjanna, National Book Award, var kvikmynduð og hafði þau áhrif að bandarísk stjómvöld fóru að taka á því alvarlega vandamáli sem börn áfengissjúkra mæðra eiga við að stríða. Síðar sendi hann m.a. frá sér tvær skáldsög- ur. Ástin blómstrar Ástin kom inn í líf Michaels Dorr- is þegar stúlka af ættum Chippewa- indíána í Norður-Dakóta kom til náms hjá honum við Dartmouth. Hún hét Louise Erdrich og er nú 42 ára. Þau giftust árið 1976 og náðu Umsjón Elías Snæiand Jónsson bæði, þegar tímar liðu, miklum ár- angri á bókmenntasviðinu. Þau unnu afar náið saman við ritstörfin; ræddu efnistök og per- sónusköpun, lásu yfir hvort hjá öðru, breyttu og bættu. Um árabil sömdu þau smásögur undir höf- undarnafninu Milou North fyrir breskt kvennablað. Fyrsta skáld- saga Louise, „Love Medicine", fjall- ar hins vegar um líf bandariskra indíána og hlaut frá- bærar viðtökur þegar hún kom út, þar á meðal verðlaun gagn- rýnenda. Glötuð paradís Michael og Louise voru nefnd sem sönn- un þess að þrátt fyrir allt gætu Bandaríkja- menn af indíánaætt- um slegið í gegn. Litið var á þau sem glæsi- legt par sem hefði allt sem lifið hefur upp á að bjóða: einlæga ást, þrjár dætur auk fóst- urbamanna, náið samstarf og vinsældir sem leiddu til samn- ings um 1.5 milljóna dala fyrirframgreiðslu vegna skáld- sögu sem birtist undir nöfnum beggja (Crown of Columbus). En á bak viö hið opinbera yfir- borð voru dapurlegir hlutir að ger- ast í lífi þeirra. Abel fórst í bílslysi. Annar fóstuisonur var ákærður fyr- ir að reyna að kúga út úr þeim fé. Fyrir ári óskaði Louise svo eftir skilnaði. Þau átök sem gjarnan fylgja hjónaskilnaði vestra tóku óvænta stefnu er Louise kom á framfæri ásökun um að Michael hefði líklega misnotað eina dóttur þeirra kynferðislega. Louise segir nú að þessi ásökun hafi aldrei átt að verða opinber þótt henni hafi verið komið á framfæri við lögreglu sem var að rannsaka málið. Einnig segir hún Michael lengi hafa þjáðst af sjálfsvígshvöt. Vinir hans segja hins vegar að fyrir hann hafi þessi ásökun verið reiðar- slag. Hann hafi talið vonlaust fyrir saklausan mann í sviðsljósi f]öl- miðla að hreinsa sig af slíkum áburði og því framið sjálfsmorð. Metsölukiljur • ••»••••♦• ••»•••••♦• Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grlsham: The Runaway Jury. 2. Robln Cook: Invaslon. 3. Dean Kootz: Tlcktock. 4. Ursula Hegl: Stones From the Rlver. 5. Wally Lamb: She's Come Undone. 6. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 7. Catherlne Coulter: The Wlld Baron. 8. Tom Clancy & Steve Pleczenlk: Acts of War. 9. Marlo Puzo: The Last Don. 10. John Saul: The Blackstone Chronlcles: Parts 1-4. 11. Susan Isaacs: Llly Whlte. 12. Joseph Wambaugh: Floaters. 13. Steve Perry: Shadows of the Emplre. 14. LaVyrle Spencer: The Camden Summer. 15. Julle Garwood: The Weddlng. Rit almenns eölis: 1. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 2. Vlncent Bugllosi: Outrage. 3. James McBrlde: The Color of Water. 4. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 5. Jonathan Harr: A Clvil Action. 6. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 7. Carmen R. Berry & T. Traeder: Glrlfrlends. 8. Kathleen Norrls: The Clolster Walk 9. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 10. Jon Krakauer: Into the Wlld. 11. Danalel Jonah Goldhagen: Hltler's Wllllng Executloners. 12. Mary Karr: The Llar's Club. 13. Kay Redfleld Jamlson: An Unqulet Mlnd. 14. J.D. Plstone & R. Woodley: Donnle Brasco. 15. Isabel Fonseca: Bury Me Standlng. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.