Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 19
3ö1tir LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 Anna Jóa að opna myndlistarsýningu í sjálfri París: r sem mönnum „Sýningin fjallar um kviku, bæði um eldgos i jörðinni og kvikuna í mannfólkinu. Hún er þarna undir yfirborðinu, hvort sem fólk sýnir hana eða ekki. Ég hef verið að vinna verkin frá áramótum þannig að þetta er sjóðheit kvika,“ sagði Anna Jóa listmálari í spjalli við helgarblaðið. Hún er að opna sýn- ingu í París næstkomandi fimmtu- dag á yfir 40 málverkum og teikn- ingum. Sýningin fer fram í 14. hverfi Parísar í boði tveggja franskra lögfræðinga og Elliott Barnes arkitekts. Hún ber yfir- skriftina Kvika íslands eða á frönsku Le Magma d’Islande. Anna segir sýninguna vera að frumkvæði Barnes sem kenndi henni arkitektúr við listaskóla í París, 1’EcoIe Nationale Supérieure des Arts Décoratifs. Anna var þar í tveggja ára framhaldsnámi og lauk því sl. haust. Barnes keypti málverk af Önnu og hreifst svo að list henn- ar að hann setti sig í samband við vini sína, lögfræðingana Dominique Eitt málverka Önnu á sýningunni, Kvika. Tricaud og Jean Marie Biju-Duval. Þeir eru reglulega með listsýningar í húsakynnum sínum sem vakið hafa mikla athygli ytra. Þetta er fyrsta sýning Önnu Jóa á erlendri grund en hennar þriðja einkasýning. Hún hefur áður sýnt á Sólon Islandus, Galleri Greip og Höfðaborg i Hafnarhúsinu. Þá hefur hún tekið þátt í tveimur samsýning- um. „Þetta er rosalega spennandi verkefni og skemmtilegt. Ég hef staðinn til umráða um helgar og get boðið þangað fólki til léttra veit- inga. Ég verð eina viku í París en eftir það getrn- fólk haft samband við Elliott Bames til að sjá sýning- Anna Jóa listmálari verður með málverkasýningu í París í sumar. DV-mynd BG una. Með þessum hætti verður hún persónulegri og til þess er leikurinn .einmitt gerður," sagði Anna Jóa. Sýningin í París verður opin til 19. júlí og um helgar eingöngu eins og áður sagði. Áhugasömum er bent á að hringja í síma (01) 40289158 til að mæla sér mót á staðinn sem er 4, Place Denfert-Rocherau. -bjb Kvika Islands í moldu I forgrunni myndarinnar er franska listakonan Catherine Peff og fyrir aftan hana 600 fermetra málverk sem komið hefur verið fyrir á framhlið byggingarinnar þaðan sem Cannes-hátíðinni er stjórnað. Símamyndir Reuter Cannes í hálfa öld Kvikmyndahátíöin í Cannes í Frakk- landi, sú 50. í röö- inni, hófst í vik- unni. Mikiö er um dýróir eins og venjulega og engu til sparaö í glœsi- legheitum. Hver stjarnan á fœtur annarri flykkist til borgarinnar. Stjörnufansinn er þaö mikill aö fjöl- miölar fara ham- förum í umfjöllun sinni. Viö förum milliveginn! Michael Jackson hefur sem fyrr vakið athygii í Cannes. Hér er hann umkringdur Ijós- myndurum á leið sinni til sýningar á kvikmyndinni Ghosts sem hann leikur í. Myndin, sem Stan Winston leikstýrir, keppir ekki í aðalhátíöinni en Jackson hefur eölilega vak- ið mikla athygii á henni. pÉIÍÍf; U ER KOMIN TIÐIN TIL 1AT HEIMSÖKJA FÖROYAR ! EINSTÖK NÁTTÚRUFEGURÐ VMCO VERÐ fxd kr. I* £&■<!#: -á mann* *Verð mibast vib 4. manna fjölskyldu á eigin bíl í svefnpokapldssi. Tveir fullorbnir og tvö börn yngri en 15 dra. Vikuferbir 5. og 12. júní. s § % '< os œ VERÐ frd kr. - d mann* 'Verb mibast vib vikuferb fyrir 4. manna fjölskyidu d eigin bíl. Tveir fúllorbnir og tvö böm ynqri en 15 dra. Gistinq d Hótel Foroyar í 5 daga meb morgunjnat. fcf 2 í bíl þd er verbio 38.550 kr d mann. — naanKrrs KiUltli • I t'1*' E) * VFSiA f<i7>''OCS WKm NORRÆNA FE RÐAS KRIFSTO FAN LAUGAVEGUR 3 • SÍMI: S62 6362 AUSTFAR ehf. og umboðsmenn 472 1111 S o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.