Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 30
38
!
Listin
Risiö á ferðamanninum er ekkert
sérlega hátt. Það er laugardagssíð-
degi í París, klukkan er 6, allir
bankar lokaðir og verða það fram á
mánudagsmorgun. Paris er
skemmtileg borg og margt hægt að
gera þar en allt kostar það peninga.
Á þramminu um götumar gengur
ferðamaðurinn skyndilega fram á
áberandi neonskilti þar sem stendur
„Money exhange, 24 hours a day, no
■i commission“.
Ferðamaðurinn þykist hafa himin
höndum tekið, rýkur inn með ferða-
tékkana sína og réttir fram einn feit-
an, upp á 30.000 krónur, til að skipta
í franska franka - jú, það stendur
: „no commission". Afgreiðslumaður-
J inn er mjög kurteis og flugmælskur á
ensku sem er ekki of algengt í Frakk-
landi. Á meðan hann skiptir pening-
unum heldur hann ferðamanninum
uppi á snakki og spyr áhugasamur
um ferðalagið, hve lengi hann hafi
dvalið í Paris og hvort timi hafi gef-
ist til að skoða Eiffeltuminn og Sig-
urbogann. í lokin gefur hann ferða-
manninum kort af París og bendir á
góðan veitingastað.
Of seint í rassinn gripiö
Ferðamaðurinn er ánægður með
sjáifan sig þegar hann hefur lokið
viðskiptunum og veltir ekki fyrir
sér hve mikia peninga hann fékk í
hendumar fyrr en nokkra síðar.
Fyrir 30.000 krónumar fengust 1950
franskir frankar. Ferðamaðurinn
fer að rifja upp gengisskráninguna
og minnir að frankinn sé á rúmar 12
krónur íslenskar. 30.000 deilt með 12
' er 2.500 frankar og ferðamanninum
er ljóst að hann hefur verið prettað-
| ur illilega. En hann er kominn of
\ langt í burtu og vill ekki niðurlægja
I sjáifan sig með því að gera vesen út
af öllu saman.
Þúsundir ferðamanna láta pretta
| sig á þennan hátt, ekki bara í
f Frakklandi heldur í flestum löndum
heims. Skrifstofumar sem skipta
peningum ferðamanna eru ekki
: neinar góðgerðarstofnanir. Þær era
í settar upp gagngert til þess að
græða á ferðamanninum. Af-
greiðslufólkið fær í mörgum tiifell-
um sérstaka þjálfun í því að pretta
feröamenn sem aðallega felst í því
að dreifa athyglinni á meðan pen-
i ingunum er skipt.
Á sama hátt er það áhrifaríkt aö
þykjast gefa eitthvað, eins og til
I
i
Ss
Tilslakanir
í síðasta mánuði riðu borg-
aryfirvöld í Toronto í Kanada á
vaðið í baráttunni gegn reyking-
um með því að setja lög sem
bönnuðu reykingar fólks á öll-
um krám og veitingastöðum.
Þessar reglur voru þó ekki í
gildi nema í einn mánuð, því
eigendur staðanna snerast önd-
vegir gegn þessum nýju reglum.
Þeir halda því fram að síðan lög-
in vora sett, hafi velta staðanna
minnkaö um 30%. Borgaryfir-
völd hafa neyðst til þess að
nema þessi nýju lög úr gildi.
Aukning
farþega
Breska flugfélagið British
Airways hefur um árabil státað
af arði í rekstri sínum og
stöðugri aukningu farþega. BA
er með starfsemi í sjö stórborg-
um á Bretlandseyjum og blaða-
fúlltrúi félagsins tilkynnti í sið-
ustu viku að BA hefði þjónustað
98 milljónir flugfarþega í þess-
um borgum á síöasta ári. Það er
aukning sem nemur um 4,6% frá
árinu á undan.
Fjölmenn ráðstefna um
framtíð ferðaþjónustu
að pretta ferðamenn
DV, Fljótnm:
„Það hefur sýnt sig að feröaþjónust-
an hentar mjög vel sem hliðarbúgrein
með hefðbundnum búskap. Margir
hafa náð góðum tökum á þessu og hafa
af þvi talsverðar tekjur. Þeir hafa þá
með þessu móti bærilega afkomu þrátt
fýrir samdrátt í sauðfjárræktinni. Aðr-
ir hafa kosið að hætta búskap og snú-
ið sér alfarið að ferðaþjónustu heima á
jörðunum og nýta í sumum tilfellum
þær byggingar sem fyrir vora í sam-
bandi við ferðafólk. Ég tel að sveita-
fólk eigi enn ónýtta möguleika í ferða-
mennskunni. T.d. er stöðug sókn í
hestamennsku og margs konar hesta-
sport," sagði Guðmundur Bjamason,
landbúnaðar- og umhverfisráðherra,
þegar hann ávarpaði ráðstefriu um
framtíð ferðaþjónustu á Sauðárkróki
fyrir skömmu.
Ráðstefnan var haldin að tilstuðlan
Héraðsnefndar Skagfirðinga og Siglu-
fjarðarbæjar. Auk framsöguerinda var
á ráðstefhunni kynnt Tröllaskagasaga
sem er sameiginlegt verkefni ráð-
stefnuhaldara sem María Hildur
Maack hefur unnið að undanfama
mánuði. Tröllaskagasagan miðar að
því að auka fjölbreytni ferðaþjónustu
Gestir á ráöstefnunni í fundarsal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
DV-myndir Örn
og auka aðdráttarafl Skagafjarðar og
Siglufjarðar sem ferðaáfanga með því
að kynna og fræða um sögu þjóðarinn-
ar og menningu. Er í því sambandi
ekki síst ætlunin að höfða til Islands-
sögunnar. Þannig era í Skagafirði
sögusvið Sturlungu og síðasti dvalar-
staður Grettis sterka. Þá settu Hóla-
biskupar og kraftaskáld svip á mann-
lífið í gegnum árin, auk fjölda minna
þekktra einstaklinga sem settu mark á
sína heimabyggð og urðu jafiivel þjóð-
kunnar persónur. Auk þessa er verk-
efiiinu ætlað að koma á framfæri upp-
lýsingum til jafiit innlendra sem er-
lendra ferðamanna um verklag og bú-
skaparhætti, byggingarlist, trúarlíf og
matargerð fyrr á tímum. -ÖÞ
Það er illt aö verða peningalaus í París.
dæmis kortið af París í áðurgreindu
tilfelli. Ferðamanninum finnst hann
vera í skuld við fyrirtækið og njóta
sérréttinda. Oftast nær eru settar
upp töflur í glugganum sem segja til
um gengi gjaldmiðlanna. í mörgum
tiifellum era töflumar villandi og
jafnvel ómarktækar hjá þeim
svæsnustu.
Breytt hegöun
Reynslan hefur sýnt að þrír af
hverjum fiórum viðskiptavinum
spyrja ekki um gengisskráninguna
heldur vaða áfram beint af augum
og treysta auglýsingaskiltunum sem
segja „no commission“. Ef ferða-
maðurinn áttar sig í tíma á
svindlinu og reynir að fá leiðrétt-
ingu verður „kurteisi“ afgreiðslu-
maðurinn yfirleitt hinn þverasti og
gleymir jafnvel góðu enskunni
sinni.
Ferðamaðurinn verður jafnvel
fyrir enn einu áfallinu þegar hann
sér að kortið af París, sem honum
var „gefið“, var alls ekki ókeypis. Á
kvittuninni sem fylgir peningaskipt-
unum er smátt letur sem segir að
kortið kosti 19 franka stykkið.
Sjaldnast dugar fyrir ferðamanninn
að gera nokkuð í málinu eftir að við-
skiptin hafa farið fram. Gangi hann
svo langt að kalla á lögregluna
kemst hann sjaldnast neitt áfram. Ef
lögreglan er vinsamleg er hringt á
skrifstofu fyrirtækisins en sjaldnast
er unnt að láta viðskiptin ganga til
baka eftir að búið er að „slá þau inn
í kerfið".
Það er fátt til varnar gegn svona
svindli. Ferðamaðurinn verður ein-
faldlega að sýna fyrirhyggju. Helst
verður hann að nota bankana áður
en þeim er lokað þvi þar er minni
hætta á stórtæku svindli. Ef menn
lenda í þeirri aðstöðu að bankar eru
lokaðir og skipta þurfi peningum í
einhverjum af þessum „money ex-
change-stöðum" er best að sýna
ferðatékkann strax og spyrja hve há
upphæð fáist fyrir hann. Gengis-
skráninguna skyldi ávallt hafa með-
ferðis og helst lítinn vasareikni.
Ferðamaðurinn gerir svo upp við
sjálfan sig hvort hann er tilbúinn að
ganga að þeim kostum sem honum
era boönir.
Oftast nær borgar sig að skipta
eins lítilli upphæð og hægt er að
komast af með. Einnig er það oftast
skárri kostur að taka út peninga á
debet- eða kreditkort i sjálfsala, þó
að þóknunin sé nokkur, heldur en
að treysta á „no commission" sem
aldrei stendur undir nafhi. -ÍS
Ólafsvík: ,
Hvalaskoðunarferðir frá Olafsvík
DV, Vesturlandi:
Gistiheimilið Höfði mun í næstu
viku hefia daglegar hvalaskoðunar-
ferðir frá Ólafsvík. Tilraun var gerð
með þetta í fyrra og hittifyrra en þá
voru það fiskibátar á staðnum sem
önnuðust þessa þjónustu. Ekki þótti
það þó hentugt þar sem oft var erfitt
að fá báta frá Ólafsvík til þessa.
Nú er væntanlegur bátur sem
mun annast þessa þjónustu. „Þetta
verða daglegar feröir af öllum gerð-
um: hvalaskoðun, sjóstangaveiöi,
fuglaskoðun, útsýnisferðir, miðnæt-
urferðir og margt fleira. Auk þess er
hægt að leigja bátinn eftir því hvað
hver vill, bæði fyrir hópa og ein-
staklinga.
Þessax ferðir munu hefiast fljót-
lega í maí og annast báturinn Hófi
frá Dalvík þessa þjónustu. Mjög
margar fyrirspurnir hafa borist
hingað til mín því að ég hef auglýst
þessar ferðir og séð um markaðs-
setninguna. Við erum búin að svara
bréfum og foxum frá útlöndum í all-
an vetur og ég er bjartsýn á að þetta
verði vinsælt og allar upplýsingar
um þessar ferðir verða geftiar hér í
Gistiheimilinu Höfða,“ sagði Eygló
Egilsdóttir, eigandi gistiheimilisins,
í samtali við DV. -DVÓ
H
LAUGARDAGUR 10. MAI1997
Truflanir
Miklar truflanir hafa orðið á
innanlandsflugi í Frakklandi
vegna verkfalis flugmanna hjá
Air France-flugfélaginu, sem
starfar einungis innanlands.
Traflanimar hafa aðallega ver-
ið á flugleiðunum París-Nice,
París-Marseilles og París-Tou-
louse. Verkfall flugmanna fé-
lagsins er vegna ráðagerða um
yfirtöku flugfélagsins Air Inter
á Air France.
Andsnúnir samfloti
Breska flugfélagið British
Airways hefur undanfarið lok-
að innritunarborðum sínum á
Charles de Gaulle-flugvellinum
við París á sama tíma og Air Al-
gerie-flugfélagið afgreiðir sina
farþega frá Alsír. Hryðjuverk
bókstafstrúarmanna frá Alsír
hafa verið algeng undanfarin ár
og British Airways hefur engan
áhuga á að stofna öryggi sinna
flugfarþega í hættu með sam-
floti við Air Algerie. Á Charles
de Gaulle-flugvelli er sama færi-
bandið notað fyrir farangur far-
þega Air Algerie og British
Airways. Air Algerie hóf flug
aftur til Parísar í síðustu viku
eftir tveggja ára hlé.
Aldamótahátíð
Yfirvöld i Egyptalandi
áforma mikil hátíðahöld við
pýramída landsins og Sphinx-
inn um áramótin 1999-2000.
Fjölmargir erlendir aöilar
verða kallaðir til samstarfs og
tilkynnt verður nánar um há-
tíðarhöldin í haust.
Ódýrt flug
Nýstofhað flugfélag, CityBird
sem er dótturfyrirtæki Virgin
Express, ætlar að hefia áætlun-
arflug frá Brussel til fiölda
borga í Bandaríkjunum. Verð-
lag á miðum gæti valdiö bylt-
ingu í fargjöldum, því áformað
er að bjóða miða á mjög lágu
verði, allt niður í tæpar 11.000
krónur fyrir aðra leiðina. Flug
frá Brassel til Los Angeles eða
San Fransisco verður á um
21.000 krónur og til Mexíkó-
borgar á 24.500 krónur.
Samstarf
Breska flugfélagið British
Midland og þýska flugfélagið
Lufthansa ætla að hefia sam-
starf á flugleiðunum London-
Köln-Róm. British Midland
mun útvega flugvélar á þessar
flugleiðir en bæði flugfélögin
selja miða í þessar ferðir. Þann
fyrsta apríl gengu í gildi þær
reglur innan EES, að öllum
flugfélögum landanna er heim-
ilt að fljúga á flugleiðum innan
Evrópusambandsins. Fjöldi
flugfélaga innan EES hafa uppi
áform um viðlíka samstarf.
Neðanjarðargöng
Borgarbúar í Hong Kong hafa
beðið lengi eftir því að neðan-
jarðargöng undir borginni
verði tekin í notkun til að létta
á umferðarþunganum þar. Um-
ferð er óvíða þyngri á jarðar-
kringlunni en í Hong Kong.
Göngin vora óhemjudýr, kost-
uðu um 70 milljarða króna, og
ætlunin er að ná því fé til baka
að stórum hluta með þvi að
rukka vegfarendur um toll.
%
I
i
1