Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Síða 10
REYKJAVÍKVRLISTANS ÁR T/l KOSNlHO^ Borgarstjóri og borgaríulltrúar Reykjavíkurlistans bjóða tU hvítasunnuhátíðar á Hótel Borg á annan í hvítasunnu, 19. maí. Hátíðin hefst kl. 19.00 með fordrykk. Á meðan á borðhaldi stendur verður glæsileg dagskrá undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Ræðumaður kvöldsins verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur Dagskrá: Margrét Pálmadóttir kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur og Halldór Gunnarsson tónlistarmaður leiða sönggleði gesta. Hinn óvenjulegi sönghópur Emil og Anna Sigga flytja þjóðlög og lög frá ýmsurn tímum. Sönghópinn skipa þau Anna Sigríður Helgadóttir Bergsteinn Björgúlfsson Ingólfur Helgason Sigurður Halldórsson Skarphéðinn Þór Hjartarson Sverrir Guðjónsson Jóhannes Kristjánsson stjómmálaskýrandi bregður sér á borgastjómarfund Leynigestur með leyninúmer leynist meðal gesta Undir lok borðhalds mæta Rússíbanar til leiks og með þeim dansparið Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir sem sýna eldheitan atgentínskan tangó á miðnætti Húsið veröur opnað fyrir aðra en matargesti ki. 23.30 og munu Rússibanarnir leika með samba og suður-amerískri sveiflu til kf. 01.00 Verð fyrir þríréttaða glæsimáltíð erkr. 3.200 en miðaverð eftir að borðhaldi lýkur er kr. 1000 Miðasala er í höndum borgarfúlltrúa og varaborgarfulltrúa Reykjavíkurlistans. Einnig er hægt að kaupa miða í bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi viðtal LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 y Sendiherrahjónin í Þýskalandi tekin tali á heitum sumardegi í Berlín: Islendingar í Þýskalandi eru þióðinni til sóma Ingimundur Sigfússon og Valgeröur Valsdóttir fyrir framan Gedáchtniskirche í Berlín, eitt helsta tákn borgarinnar. DV-mynd bjb DV, Berlín:_____________________ „Þetta er búinn að vera mjög góð- ur tími fyrir okkur bæði. Ég hlakka til hvers dags í vinnunni," sagði Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi, þegar blaða- maður DV hitti þau Valgerði Vals- dóttur á heitum sumardegi í Berlín í vikunni. Þau voru þá komin til að vera viðstödd skóflustungu að sam- eiginlegu sendiráðssvæði Norður- landanna. Eftir tvö ár mun sendi- ráðið flytjast til Berlínar en í dag hafa þau Ingimundur og Valgerður aðsetur í Bonn. Umfjöllun um skóflustunguna og sjálfa sendiráðs- bygginguna er að finna aftar i helg- arblaðinu. Ingimundur var sem kunnugt er forstjóri Heklu til langs tíma og síð- ar stjómarformaður, eða til ársins 1994 að hann seldi sinn hlut i fyrir- tækinu og hætti þar störfum. Skömmu síðar, um áramótin 1995, var hann skipaður sendiherra í Þýskalandi. Þau eru því búin að vera úti í rúm tvö ár. Aðspurð sögðu þau breytingu á högum þeirra ekki hafa verið svo mikla í raun. Bæði þessi störf, þ.e. í Heklu og utanríkisþjónustunni, felist fyrst og fremst í því að eiga samskipti við annað fólk. Vel kunnug Þýskalandi Þýskaland er þeim hjónum ágæt- lega vel kunnugt. Á unglingsár- unum var Ingimundur þrjú sumur í Hamborg. Hann dvaldi hjá þýskri fjölskyldu, Ulrich Marth og konu hans, Lore. Ulrich er umboðsmaður Baader-fiskvinnsluvélanna á íslandi en hann rak þá einnig fyrirtæki í Hamborg. Vann Ingimundur i fyrir- tækinu. Hann segir dvöl hans hjá þeim hjónum hafa verið honum mikið happ og gagnast honum vel í gegnum lífið. í tengslum við starfið hjá Heklu átti hann jafnframt mikil samskipti við Þjóðverja og saman hafa þau Valgerður ferðast mikið um Þýskaland. Valgerður dvaldi einnig sumarlangt í Berlín á ung- lingsárum sínum. Eins og gefur að skilja eru verk- efni sendiherrans íjölbreytt og geta oft og tíðum verið mjög annasöm. „Við erum stöðugt að vinna að auknum samskiptum íslendinga og Þjóðverja á öllum sviðum. Við þurf- um að eiga samskipti við yfirvöld í Bonn, sérstaklega utanríkisráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið. Ég er i góðu sambandi við íslendinga sem reka hér fyrirtæki og reyni að greiða götu þeirra. Þannig mætti lengi telja um verkefnin hér,“ sagði Ingimundur. Starfsvettvanpur víða um Þýskalanu Aðspurður kvaðst Ingimundur ferðast töluvert í tengslum við starf- ið enda valddreifing mikil í Þýska- landi. Víða annars staðar sé starfs- vettvangur sendiherrans bundinn við höfuðborg viðkomandi rikis. Ingimundur sagði sambandslöndin t.d. hafa með öll sín mennta- og menningarmál að gera, svo og lög- reglumál að mestu leyti. Þá væru verslunarráð í flestum borgum en þau gegna miklu hlutverki varðandi viðskiptatengsl. „Þó að sendiráðið sé í Bonn þá koma íslendingar sem eiga erindi til Þýskalands sjaldnast þangað. Bók- menntakynningar hafa verið haldn- ar í mörgum borgum Þýskalands. Svipaða sögu má segja um viðskipt- in. íslensku fyrirtækin eru t.d. í Frankfurt, Hamburg, Bremerhaven, Cuxhaven og Rostock. Viðskipti með íslenska hestinn eru einnig mjög umfangsmikil hérna í Þýska- landi og höfum við sinnt þeim mál- um taisvert," sagði Ingimundur. Varðandi útgerðarfyrirtæki eins og t.d. Mecklemburger Hochsee- fischerei i Rostock og Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven þá sagði Ingimundur að íslendingar ættu góða möguleika á auknum við- skiptum við Þýskaland, sérstaklega á þeim sviðum sem þeir kynnu vel til verka eins og í sjávarútvegi. Áhugi á vetni Sem dæmi um viðskiptamál á öðru sviði en sjávarútvegi sagði Ingimundur frá miklum áhuga í Þýskalandi á að nota vetni sem orkugjafa í framtíðinni. Þjóðverjar vilji að það sé framleitt með hreinni orku. „Þama gætu leynst mikil mögu- leikar fyrir okkur þó langt sé enn í það að hægt verði að nota vetni svo hagkvæmt sé. Sjálfsagt er fyrir okk- ur að rækta þau samhönd sem þeg- ar hafa komist á til þess að vera til- búinn þegar þar að kemur. Þá er það verkefni sendiráðsins að vera stöðugt að litast um eftir flárfestum sem gætu haft áhuga á að fjárfesta á íslandi," sagði Ingimundur. Þau segja viðmót Þjóðverja gagn- vart íslendingum vera mjög já- kvætt, þeir séu hvarvetna boðnir velkomnir. Að mörgu leyti séu þjóð- imar líkar en Þjóðverjai- þó form- fastari og agaðri. íslendingar standi sig vel erlendis og þeim gangi vel að aðlaga sig. „íslendingar sem starfa hér í Þýskalandi eru þjóðinni til sóma. Þeir era duglegir, hvort sem þeir eru í viðskiptum, listum eða íþrótt- um, og góð landkynning," sagði Val- gerður. Tveir sendiherrar í raun Eins og lesandinn hefur kannski tekið eftir þá segir Ingimundur gjarncm „við“ enda lítur hann svo á að hann sé ekki einn í starfinu held- ur sé Valgerður honum mikil stoð og stytta. í raun eigi íslendingar tvo sendiherra i Þýskalandi. Valgerður segist nú ekki vera reiðubúinn til að taka undir þetta en segist engu að síður hafa nóg að gera. Hún þurfi m.a. að hugsa um stóran bústað í Bonn þar sem oft og tíðum sé mjög gestkvæmt. „Ég held mig á mínum stað en er svo heppin að við getum ferðast saman. Þannig fæ ég meiri innsýn í starf Ingimundar en ella. Ég kynnist fólki sem hann er í stöðugu sam- bandi við. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími hérna í Þýska- landi. Með því að búa erlendis um einhvern tíma þá verður maður víð- sýnni,“ sagði Valgerður. Þau eiga tvo uppkomna syni, þá Val, 36 ára sagnfræðing sem býr í New York í Bandarikjunum, og Sig- fús, 31 árs framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara í Reykjavík. Fjöl- skyldur þeirra hafa heimsótt Ingi- mund og Valgerði til Þýskalands eft- ir að þau fluttu þangað og þau náð að heimsækja þá. Svo vill til að doktorsritgerð Vals við Columbia- háskólann fjallaði um samskipti Austur- og Vestur-Þýskalands við Bandau-íkin á tímum kalda stríðsins þannig að fjölskyldan tengist Þýska- landi á margan hátt. Aöspurð hvað þau ætluðu að vera lengi í Þýskalandi sögðu þau það óráðið. „Við fáumst við mjög skemmtileg og spennandi verkefni og reiknum með að flytjast aftur heim að þeim loknum," sagði Ingimundur Sigfús- son að lokum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.