Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Page 29
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 &lgarviðtalið * andi á það hálfkák sem einkenndi rannsóknina. „Ég hugsaði auðvitað eins og svo margir að ekkert kæmi fyrir mig eða mína. Dauðinn myndi ekki banka upp á hjá mér. Það var ekki fyrr en höggið dundi á að mér varð ljóst hversu ótrygg þessi tilvera er. Síðan blasti sú staðreynd við mér eftir að Æsan fórst að ekkert var gert af viti til að upplýsa um orsak- ir. Það voru tafir á sjóprófum og allt einkenndist af sleni og áhugaleysi.“ Pólitík fyrir tilviljun Kolbrún er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Á tímabili hafði hún afskipti af pólitík og fór þá í framboð fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum. Á þeim tíma vakti málflutningur hennar og örugg framkoma nokkra athygli. Kolbrún segir að hún hafi lent í þessu fyrir tilviljun. „Þetta byrjaði með þvi að ég var skipuð trúnaðarmaður á mínum vinnustað. Ég hef tamið mér að liggja ekki á skoðunum mínum og þótti kjaftfor. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég var valin sem trúnaðarmaður. Það kom svo í framhaldinu að ég fór í fram- boð og skipaði 5. sæti á lista krata. Ég tek þó fram að ég er ekki krati í dag og kýs reyndar frekar eftir mönnum og málefnum en flokkum. Ég tel mig vera sjálfstæðan, fram- sækinn jafnaðarmann. Móðurafi minn var stækur sjálfstæðismaður og foðurafi minn var eldrauður kommi. Ég hef stundum sagt að úr slíkri erfðablöndu hljóti að koma einhvers konar jafnaðarmaöur." Fyrirboði Hún segir að fjölskyldan hafi átt saman góðar stundir á ættarmóti skömmu fyrir slysið sl. sumar. Þar voru bæði Hörður og Sverrir sem voru alla tíð góðir vinir. Allir skemmtu sér konunglega og þetta var reyndar fyrsta ættarmótið hjá foðurfjölskyldu Kolbrúnar. Hún seg- ir ákveðið atvik þó vera sér hugleik- ið. „Pabbi lék þarna á als oddi. Hann spilaði á harmóniku og hafði hana með sér á ættarmótið. Það var táknrænt að þegar hann var búinn að pakka henni niður og ætlaði að taka kassann upp þá slitnaði hand- fangið. Eftir það hefur harmónikan ekki verið notuð. Mér finnst þetta hafa verið eins konar fyrirboði," segir Kolbrún. Mikil umræða hefur verið um öryggismál sjómanna í kjölfar margra sjóslysa undanfarið. Fram hefur komið að stór hluti flot- ans hafi verið á undanþágum. Ekk- ert hefur þó komið fram um að bún- aður Æsu hafi ekki verið í lagi og skipið var með haffærisskírteini sem renna átti út nokkrum dögum eftir slysið. Kolbrún segir að sjó- menn séu oft í erfiðri aðstöðu til að berjast fyrir öryggismálum um borð í eigin skipum, bæði vegna tíma- skorts og einnig vegna þess að þar með sé atvinna þeirra í hættu. „Sjómenn geta ekkert barist 1 ör- yggismálum sínum þann skamma tíma sem þeir hafa í landi. Þeir hafa kannski fjóra daga í hverjum mán- uði. Það er fráleitt að þeir fari þá að berjast fyrir öryggismálum eða bættum kjönun. Það er engin sann- gimi i því að kalla skipstjóra og áhöfn til ábyrgðar fyrir öllu því sem ábótavant er í öryggismálum. Oftar en ekki er slíkt á ábyrgð útgerðar og menn eiga á hættu að missa pláss sín ef þeir segja eitthvað um þau mál. Þá eru þeir jafnvel búnir að loka á það að fá vinnu annars staðar á sjó. Kerfið í dag hefur gert það að verkum að örfáir menn eiga kvótann og stjórna þessari auðlind sem á víst að teljast sameign þjóðar- innar. Þeir sem gera uppsteyt vegna öryggismála eru því oftar en ekki á köldum klaka.“ Lituð haffærisskírteini Hún segir undarlegar þær hug- myndir sem fram hafi komið um að hafa haffærisskírteini í ákveðnum litum eftir því hversu alvarlegar at- hugasemdir væru á þeim. „Hugmyndin er sú að haffæris- skírteini yrðu i lit eftir alvarleika brota. Þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir og þá held ég að við sæjum ekki aðeins siðblinda út- Frá köfuninni í Arnarfirði þar sem sex hlusta á alls konar getgátur og sög- ur um það hvað hafi orðið til að skipið sökk. Nauðsynlegt hafi verið að kanna málið til hlítar. Traustir menn „Pabbi og Hörður voru báðir að Siglingastofnun hafi gefið út haffærisskírteini án þess að bátur- inn væri í lagi. Aðalmálið er að fram komi hver ástæðan var og geti þannig orðið öðrum til viðvör- unar. Ég er tilbúin til að sætta mig við hvaða rökréttu niðurstöðu sem er.“ breskir kafarar leita skýringa á því hvers sóknaraðilar og stjómvöld eru búin að dæma fyrirfram. Þeir voru búnir að afgreiða slysið með því að þama hafi orðið mannleg mistök. Mér finnst óþolandi að mæta þeim hroka sem Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjóslysanefndar, hef- ur sýnt mér í gegnum allt þetta mál. vegna Æsan forst. Leiöangurin er farinn vegna baráttu Kolbrúnar. ! tök hafi átt sér stað, bilun, eða aðr- ar orsakir hafi komið til. Aðalat- riðið sé að upplýsa um orsakirnar. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta getur hafa orðið af mann- legum völdum. En það er einnig mögulegt að þetta hafi gerst fyrir handvömm útgerðarinnar eða þá eina sem hægt er að gera er að lifa með sorginni og það er trú min að við munum öll hittast á ný,“ segir Kolbrún Sverrisdóttir. -rt Kolbrún Sverrisdóttir hefur unniö sigur á kerfinu eftir þrotlausa baráttu fyrir því aö kannaö veröi hvaö varö til þess aö skelbáturinn Æsa fórst í Arnarfiröi fyrir tæpum 10 mánuöum síöan. Samgönguráöuneytiö og fjármálaráöuneytiö hafa nú látið kafa ofan í Æsu til aö finna skýringar á atburðinum. gerðarmenn heldur einnig lit- blinda.“ Kolbrún hefur barist með kjafti og klóm fyrir því að Æsan verði tek- in upp og þannig rannsakað hvað hafi raunverulega gerst. Hún hefur átt ótal símtöl við þá ráðamenn sem hafa með rannsókn málsins að gera. Þeir aðilar hafa tekið ádeilu hennar misjafnlega. Hún segir óþolandi að mjög traustir og áreiðanlegir menn. Þeir voru ábyggilega ekki að leggja sín líf eða annarra í hættu að óþörfu. Það stakk mig þegar mér barst til eyma að sjálfur samgöngu- ráðherra hefði sagt að það yrði leið- inlegt fyrir okkur aðstandendur að komast að því að slysið hefði verið mönnunum sjálfum að kenna. 1 ljósi þessara orða liggur fyrir að rann- Þessi maður hagar sér eins og ein- hver kóngur í ríki sínu og þarna þarf að skipta út manni. Ég vil þó taka skýrt fram að Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður nefndarinn- ar, hefur sýnt mér velvilja og kurt- eisi.“ Hún segist tilbúin að mæta þeirri niðurstöðu sem verði. Ekki skipti þar máli hvort mannleg mis- Láttist um 9 kíló Kolbrún segir framtíðina vera óráðna og henni hafí enginn tími gefist til að hugsa fram á veginni Allur hennar tími og orka hafi farið í að koma heimilinu á réttan kjök eftir fráfall Harðar og knýja á um', rannsóknir frá kerfinu. Sem dæmi' um átökin má nefna að hún léttist um 9 kíló á nokkrum mánuðum en ■ var þó undir kjörþyngd fyrir. . „Ég hef ekkert getað hugleitt ' hvað tekur við í framtíðinni. Ég. hugsa fyrst og fremst um það að' koma börnunum mínum til manns. i Ég reyni að standa í fæturna því i það er enginn annar sem tekur að ; sér uppeldi þeirra. Hvað ég geri er : ómögulegt að segja. Kannski sest ég á skólabekk. Það er þó varla hugs- anlegt að ég færi á þing enda hugsa j ég að ónefndir ráðherrar myndu þáj segja af sér og flýja land,“ segir Kol-; brún og hlær. í Jólin gefins 1 Hún segist hafa haft mikinn styrk i af ísfirðingum og öðrum þegar erf-l iðasti tíminn var vegna slyssins.i' Allir bæjarbúar hafi verið boðnir og búnir að rétta henni hjálparhönd og f hún hafi fundið til þess hversu gott; er að vera ísfirðingur. t „Skömmu fyrir jólin var bankað ‘ hjá mér og þegar ég opnaði stóð- kaupmaðurinn í Vöruvali fyrir1 utan og færði mér hreinlega jólin. Hann gaf okkur allt sem þurfti til jólanna svo ég þurfti ekki einu sinni að fara í búð. Þá hafa bæjar- yfirvöld, félagasamtök og allir bæj- arbúar, og raunar landsmenn, sýnt mér ótrúlegan hlýhug og sumir hafa fært okkur góðar gjafir. Ég get t.d. ekki ímyndað mér að gjaldker- ar í bönkunum i Reykjavík komi fram fyrir borðin og faðmi mann að sér eins og ég upplifði hér. Allt þetta sýnir best þá kosti sem eru við það að búa í þessu samfélagi og það er ljóst að ég er ekki á förum héðan," segir Kolbrún. Grætur í einrúmi Hún viðurkennir að þrátt fyrir hörkuna á yfirborðinu hafi hún átt á stundum erfitt eftir slysið. Slíkt sjáist þó ekki og hún beri harm sinn yfirleitt í hljóði. „Ég er auðvitað búin að gráta of- . boðslega mikið en ég geri það í ein- rúmi. Ég hef tamið mér sjálfsstjórn og finnst ég þurfa að bera mig eins vel og kostur er. Það er margt fólk sem á ekki síður bágt en ég. Það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.