Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 JL#"V stuttar fréttir Kennaraverkfall Norskir kennarar tilkynntu í gær að þeir myndu heíja verkfall eftir tvær vikur náist ekki árang- ur i samningaviðræðum. Ánægður með Blair Jacques Chirac Frakklandsfor- seta þykir Tony Blair, nýr forsæt- isráðherra Bret- lands, mjög op- inn og jákvæð- ur varðandi málefni Evr- ópusambands- ins. Talsmaður forsetans sagði hann hafa kom- ist að þessari 8 niðurstöðu eftir símtal við Blair í vikunni. Pyntingar í ísrael Sameinuðu þjóðirnar hvetja ísraelsk yfirvöld til að hætta að j pynta palestínska fanga við yfir- heyrslur. Árás á S-Kóreu :J Kim Jong-il, leiðtogi N- Kóreu, J gerði áætlun 1992 um að hertaka S-Kóreu á þremur dögum. Hann féll frá hugmyndinni þar sem fað- ir hans var andvígur henni. Stríösglæpamenn Finnar eru reiðubúnir að rýma I til í fangelsum sínum fyrir dæmda stríðsglæpamenn frá fyrrum Júgóslavíu. Mótmæla lokun skóla Lögregla í bænum Bingol í | Tyrklandi handtók í gær 24 mú- slíma sem tóku þátt í óleyfilegri ; mótmælagöngu gegn kröfu hers- | ins um lokun skóla þeirra. Tryggja kosningar Franz Vranitzky, sáttasemjari Evrópusambandsins í Albaníu, sagði í gær að 10 helstu stjómmála- flokkamir hefðu undirritað áætlun um að halda brátt kosningar. Fyrirsæta verður nunna ítölsk blondína, Antonella j Moccia, sem yfirgaf fyrirsætustarf Htil að starfa kauplaust með fátækum, komst aftur í sviðsljós- ið í gær er hún greindi frá köll- un sinni á ráð- stefnu í Páfa- garði. Á ráð- stefnunni er fjallað um hvernig gera megi trú- arlíf aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ant- j onella hóf að starfa með fátækum á j meðan hún var enn í fyrirsætu- s bransanum. Nú er hún alveg hætt að sýna fót og vill verða nunna í reglu sem hjálpar ungu fólki. Tífaldur barnadauði Ungbarnadauði í írak er tifalt j meiri nú en hann var áður en sett var viðskiptabann á írak vegna I innrásarinnar í Kúveit. Heilbrigð- isráðherra íraks segir engin lyf | hafa borist til landsins þrátt fyrir samkomulagið um lyf og matvæli fyrir olíu. Reuter Hlutabréfamarkaöur: Met í London Hlutabréf í London náðu meti á fimmtudaginn fimmta timabilið í röð, hvött af kauphöllinni í Wall Street. Þar tóku hlutabréf kipp eftir verulegt tap yfir nóttina. FTSE- vísi- talan hækkaði um 42,9 punkta, nærri því eitt prósent, upp í 4.580,9 punkta. Hún var komin niður í 4.580,4 í gær en stóð engu að síður vel að vígi. Dow Jones vísitalan var á góðu skriði á fimmtudag, var þá komin upp fyrir 71 punkt. Góður gangur er í hlutabréfum í Tokyo og Hong Kong en heldur lakari í Frankfurt. Verðið á 95 oktana bensíni rokk- ar í kringum 200 dollara, 98 oktana bensínið heldur sig í kringum 208 dollara tonnið og hráolían heldur góðu verði, kostaði í gær 18,52 doll- ara tonnið. -sv Mobutu frestar heimferð til Saír Varaforseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, hélt til Gabon í gær til við- ræðna við Mobutu Sese Seko, forseta Saír. Áður hafði Mbeki fengið loforð frá uppreisnarleiðtoganum Laurent Kabila um að hann ætlaði ekki að halda hernaði áfram fyrr en að lokn- um fundi með Nelson Mandela, for- seta Suður-Afriku, 1 næstu viku. Mobutu frestaði heimferð sinni til Kinshasa til þess að eiga fund með Mbeki. Kabila hefur samþykkt að koma til fundar við Mandela og Mobutu á herskipi á miðvikudaginn. Kabila og Mobutu ræddust við fyrir viku á her- skipi S-Afríkumanna og stýrði Nel- son Mandela S-Afríkuforseti viðræð- unum. Mbeki kvaðst í gær vonast til að Mobutu tæki einnig boði Mandela um viðræður á miðvikudaginn í næstu viku. Fyrr um daginn höfðu uppreisnar- menn itrekað kröfu sína um að Mob- utu afhenti Kabila völdin. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu í gær uppreisnarmenn um að hindra rannsókn á meintum fjöldamorðum á flóttamönnum af ættbálki hútúa frá Rúanda í austurhluta Saír. Neit- uðu uppreisnarmenn rannsóknarað- ilum Sameinuðu þjóðanna um að- gang að yfirráðasvæði sínu. Rann- sóknaraðUarnir, sem beðið hafa í nær viku í Rúanda eftir leyfi frá upp- reisnarmönnum, ætluðu að opna fjöldagrafir á svæðinu. Þeir hyggjast nú snúa til Genfar um helgina. Yfirvöld í Rúanda lýstu því yfir í gær að nú væru aðeins 55 þúsund flóttamenn af ættbálki hútúa í Saír. Telja rúandísk yfirvöld að helming- ur þeirra komist heim innan tíu daga með loftbrú Sameinuðu þjóð- anna. Reuter WB 1 1 >• V\ ÍÉ&' m $ Æ% ■ Sp « 1 Rússar fögnuðu því í gær að 52 ár voru liðin frá sigri bandamanna á nasistum í heimsstyrjöldinni síðari. Sjóliðinn á myndinni teygar vodka í tilefni dagsins. Símamynd Reuter Bretland: Forsætisráðherrafrúin tekur Framtíð kattarins Humphreys í Downingstræti er tryggð. Hinn op- inberi músaveiðari í húsakynnum háttsettustu pólitíkusanna í London þarf sem sé ekki að víkja þrátt fyrir yfirburðasigur Tonys Blairs, leið- toga Verkamannaflokksins, í kosn- ingunum í síðustu viku. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Humphrey þyrfti að fara vegna þess að Cherie, nýja forsætisráð- köttinn herrafrúin, er á þeirri skoðun að óþrifnaður fylgi köttum. Börn Blair- hjónanna, Euan, Nicholas og Kathryn, hafa aldrei fengið að hafa gæludýr. Humphrey birtst fyrst í Downing- stræti, þar sem forsætisráðherrann býr og starfar, fyrir átta árum. Þá- verandi forsætisráðherrahjón, John Major og Norma, skutu skjólshúsi yfir köttinn. í sátt Til þess að sýna að Humphrey væri tekinn í sátt faðmaði Cherie hann að sér fyrir framan ljósmynd- ara í gær. Hún brosti meira að segja þó að svartur jakki hennar yrði all- ur útataður í hvítum kattarhárum. Að sögn embættismanns í London hafði borist fjöldi bréfa og símhring- inga til Downingstrætis vegna „rangra“ frétta um að Cherie vildi losna við köttinn. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis tomfon Frankfurt 3400 3200^ jSf 3000 | 2800 DAX-40 2600 338349 F M A M 20,061,81 F M A M Hong Kong Fangelsisdómur fyrir að birta bók Ritt j Ritstjóri Politiken í Dan- j mörku, Seidenfaden, sem birti dagbók Ritt Bjerregaard með lýs- ingum á fundum Evrópusambands- ins án hennar leyf- is, var í gær j dæmdur í 20 daga ) skilorðsbundið fangelsi. Dagbókin 1 vakti mikla at- > hygli vegna berorðra lýsinga á | Chirac Frakklandsfbrseta, Kohl Þýskalandskanslara og Gonzales, | fyrrum forsætisráöherra Spánar. | Britt hefúr krafist 65 milljóna ís- fi lenskra króna vegna brota á höf- j undarrétti. Það mál hefur ekki p verið tekið fyrir. Fíkniefnaneysla leyfileg á geð- sjúkrahúsum | Geðveikir fikniefnaneytendur | fá leyfi til að reykja hass, neyta j annarra fíkniefna og drekka |s áfengi á nokkrum geðsjúkrahús- um í Danmörku. Á Teglgárdshu- set í Middelfart, sjúkrahúsinu þar sem þetta var fyrst leyft fyrir tæpum tveimur árum, hefur reynslan verið sú að dregið hefur úr vímuefnaneyslu sjúklinganna. Sala á vímuefnum er ekki leyfð á sjúkrahúsinu en enginn hindrar sjúklingana í að fara út í bæ til að kaupa þau. Forstöðumaður Teglgárdshu- set segir að sjúklingamir séu vanir því að þeim sé refsað vegna þess að þeir eru fikniefhaneyt- endur. Þess vegna snúist líf þeirra um að halda neyslunni leynilegri. Sé neyslan samþykkt 1 fari þeir að velta fyrir sér eigin ■ misnotkun. Fara á nám- skeið vegna prófhræðslu Fíöldi nemenda í dönskum Iframhaldsskólum og háskólum sækir námskeið til þess að vinna bug á angist fyrir próf. Flestir framhaldsskólar I Danmörku hafa síðan á síðasta áratug - neyðst til þess að bjóða námskeið j vegna prófhræðslu. Unglingarnir I borða ekki, sofa ekki, verða 1 kaldsveittir og fá niðurgang. í | verstu tilfellunum falla þeir í yf- irlið yfir prófunum. Þrír fjórðu I þeirra sem leita meðferðar eru ■ stúlkur. i Angistin stafar af pressu sem ) unglingamir sjálfir setja á sig og vegna væntinga sem til þeirra eru gerðar, að því er ráðgjafi í há- 1 skólanum í Óðinsvéum greinir frá. Hann segir að þrýstingur sé á unglingana frá foreldrum og ann- | ars staðar firá í samfélaginu. | Unga fólkinu sé bent á að án | menntunar fari það á sveitina. j Það eru einkum duglegir og | metnaðarfullir nemendur sem I ekki þola álagið. Díana leið vegna skrifa um veikindi hennar s Diana prinsessa er leið vegna ' fréttar í breska blaðinu Mirror um frásögn hennar af baráttunni j við lotugræðgi. j Prinsessan hafði | greint sjúklingum | á sjúkrahúsi í | London frá því ! hvernig aðdáun | hennar á eldri systur hennar j Söru og samkeppnin við hana ; leiddi til þess að hún fékk lotu- I græðgi. Sjúkdómurinn hefði síð- ) í hjónabandinu með Bnsessan vonaðist til ■ásögn hennar myndi ngum með lotugræðgi /on mn bata. Sjálf seg- fa verið laus við lotu- þrjú ár. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.