Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Qupperneq 23
23 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 X^'V^ jitnglingar Krakkarnir í 8., 9. og 10. bekk Austurbæjarskóla að byrja í prófum: Nú er próftíminn að byrja eða er byrjaður í skólunum. Eins og oft vill verða á vorin getur verið erfitt að húka yfir bókunum þegar sólin skín og gott er veður. Nokkrir krakkar í Austurbæjarskóla höfðu fengið að fara út og njóta veðursins í vikunni og DV tók þá tali. Þessir krakkar eru í 8., 9. og 10. bekk og sögðu prófin byrja í næstu viku. Þau sögðust vera búin að lesa nær allt en eitthvað væri þó eftir. En hvaða fag finnst þeim skemmtileg- ast? „Stærðfræðin er langskemmti- legust,“ sögðu þau flest. „Enskan er létt og skemmtileg," sagði Grímur og sum hinna tóku undir. Margur er knár þó hann sé smár. En þegar kom að leiðinlegasta faginu stóð ekki á svari. Danskan nýtur þess vafasama heiðurs að vera leiðinlegasta fagið að áliti krakkanna og eðlisfræðin er líka neðarlega á listanum. Reyndar var fátt um svör þegar spurt var af hverju en Hrafnhildur sagði: „Jeg snakker ikke dansk i dag.“ Krakkamir voru að hamast í fót- bolta þegair DV-menn bar að garði. Þau ætluðu ekki á tónleikana í kvöld með Skunk Anansie, sögðu þá UJttkiwlNS $fXk£& Krökkunum í Austurbæjarskóla finnst danskan leiöinlegust en létu þá staöreynd ekki trufla sig viö boltaleik í góöa veörinu. í efri röö eru, f.v.: Magnús, Grímur og Kristján. í neöri röö eru Hrafnhildur, Birna og Hekla. DV-myndir E.ÓI. hljómsveit bara vera fyrir gamla liðið. En hvað á að gera í sumar? „Ég ætla í sumarbúðir sem mamma mín rekur í Svíþjóð," sagði Grímur. Hekla ætlaði líka til Svíþjóðar en hin ætluðu öll í unglingavinnuna og ein ætlaði aö passa. „Unglingavinnan er alveg ágæt. Það er bara svo leiðinlegt að reyta arfa,“ sögðu þau. Krakkarnir voru á iöi meðan við spjölluðum og nenntu síðan ekki lengur og fóru að sparka. Var skipt í liö stráka og stelpna. Var ekki að sjá að stelpurnar gæfu neitt eftir þó strákarnir færu mikinn. Skipt var í liö stráka og stelpna á vellinum viö Austurbæjarskóla og sýndu stelpurnar mikil tilþrif. hin hliðin Gunnar Berg Viktorsson, nýr liðsmaður Fram í handknattleik: Skemmtilegt að veiða lunda Gunnar Berg Viktorsson hefur vakið at- hygli fyrir frammistöðu sína hjá handknatt- leiksliði ÍBV. Þrátt fyrir að vera ungur þykir Gunnar skotfastur mjög og um leið lipur leikmaður. Kom því engum á óvart þótt félögin á fastalandinu föluöust eftir honum. Nýveriö skrifaði Gunn- ar undir samning við Fram og vænta Safamýrarmenn góðs af hon- um. Gunnar vill ekki gera mikið úr skothörku sinni en segir að verið sé að kenna sér eitt og ann- að varðandi skottækni. Mark- menn ættu því að hafa gott auga með honum í leikjum gegn Fram næsta vetur. Gunnar brást vel við beiðni um að sýna á sér hina hliðina. Fullt nafn: Gunnar Berg Viktorsson. Fæðingardagur og ár: 27. júlí 1976. Maki: Enginn en það er ýmis- legt á döfinni. Börn: Engin. Bíll: Enginn. Starf: Vinn á skrif- stofu Samskipa hér í Eyjum. Laun: Ágæt miðað við starfið og menntun- ina. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég er alveg laus við það. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er frábært að fara út í eyju að lunda og svo er ekki amalegt að fara í s bústaðinn í góðum félagsskap. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Læra, en maður verður víst aö gera það. Uppáhaldsmatur: Hamborgarhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Malt og appelsín. Hvaða íþróttamaður stendiu- fremstur i dag? Sigurvin Ólafsson, atvinnumaður með Stuttgart í fótbolta. Hann gerir góða hluti með ÍBV í sumar. Uppáhaldstímarit. íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mamma. Hvaöa persónu langar þig mest til að hitta? Það væri gaman að hitta snilinginn Pele. Uppáhaldsleikari: Bruce Willis. Uppáhaldsleikkona: Cindy Crawford. Uppáhaldssöngvari: Ámi Johnsen. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Lúðvík Bergvinsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og dýralifsmyndir. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Hard Rock. Hvaöa bók langar þig mest til að lesa? Þetta er ekki mín deild. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þór Bæring er minn maður. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gaupi (Guö- jón Guðmundsson). Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel ísland. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Arsenal. Stefiiir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Ég ætia að mennta mig og reyna síð- an að komast á samning hjá einhverju liði er- lendis. En ég spái fyrst í það þegar ég er bú- inn í skóla. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrunu: Hafa gaman af að lifa meðan ég er enn ungur og frískur og laus og liðugur. Það er best að nota tækifærið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.