Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Side 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 Dansari í Evítu slasast: Operusviðið hrundi - prímadonnan slapp naumlega en dansarinn er úr leik „Ég sat úti í sal og var að skrifa nótur þegar ég sá allt í einu hvar maðurinn hvarf niður í gólfið og flekinn á eftir honum. „Guð gefi að hann fái ekki flekann ofan á sig,“ hugsaði ég. Mér brá mjög þegar ég sá þetta,“ sagði Andrés Sigurvins- son, leikstjóri söngleiksins Evítu. Mildi er að ekki fór verr þegar Ásgeir Bragason, dansari í mikil- vægu hlutverki söngleiksins, féll illa niður þegar fleki yfir hljóm- sveitargryfju íslensku óperunnar hrundi skyndilega í gærmorgun. Ásgeir ristarbrotnaði er hann kom niður á steingólf fyrir neðan. Andrea Gylfadóttir, sem er í aðal- hlutverki söngleiksins, stóð við hlið Ásgeirs þegar flekinn féll. Hún horfði skelfingu lostin á eftir hon- nm en slapp naumlega sjálf. Fleira fólk var einnig nálægt. „Við vorum að renna yfir atriði sem verið var að æfa,“ sagði Andr- és. „Þetta hefði getað farið verr ef Ásgeir hefði fengið flekann yfir sig eða hann slegist utan í jámsúlu sem er þarna. Það er ljóst að hann verður ekki með okkur í sumar en hann er hluti af danshópnum sem tekur þátt í sýningunni og var Dansarinn féll niöur í hljómsveitagryfjuna undir sviðinu. Dómur í „Gaffallyftaramálinu“ á Eskifiröi: Fjöldi fólks í hættu mjög mikilvægur," sagði Andrés. Hann tók fram að Garðar Cortes óperustjóri harmaði mjög að slysið skyldi hafa átt sér stað í húsinu. Garðar hefði síðan gefið fyrirmæli um að slíkt gerðist ekki aftur. Evíta verður frumsýnd þann 12. júní. Andrés sagði að miðasala væri þegar hafin og eftirspurn lofaði góðu. Hvað varðar dansara i hlut- verk Ásgeirs sagði Andrés að þegar yrði hafist handa við að flnna ann- an í hans stað. -Ótt Tekinn á 171 Ökumaður fæddur 1979 var í fyrrakvöld tekinn á 171 km hraða á Eyrarbakkavegi. Lögreglan á Sel- fossi stöðvaði piltinn og hirti af honum skírteinið á staðnum. Ekki er búist við að ungi ökumaðurinn setjist undir stýri aftur á næstunni. -sv I stuttar fréttir Mefrihluti Skýrr seldur Opin kerfi hf. keyptu 51% | hlutaflár í Skýrr hf. síðdegis í J gær fýrir 161,6 milljónir króna, | greitt út i hönd. Meirihluti rík- I issjóðs, Reykjavikurborgar og J Rai'magnsveitu Reykjavíkur 1 var boðinn út og hæsta tilboði tekið. Naftiverð hlutafjárins er I 102 milljónir og gengið sem J Opin kerfi buðu því 1,58, sagði J í fréttum RÚV. 22 ára gamall Akureyringur, Halldór Öm Kristjánsson, var í gær dæmdur í dómþingi Héraðsdóms Austurlands, sem haldið var á Akureyri, i tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir ýmis brot er hann framdi á Eskifirði 13. mars sl. Hann var m.a. ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað í stórhættu lífi og heilsu ótiltekins Þrir mannanna, sem grunaðir eru um líkamsárás á Vegas sem leiddi til dauða 26 ára Eyrbekkings í síðustu viku, voru í gær dæmdir i 6 mánaða fangelsi. Þeir voru dæmd- ir fyrir að hafa tekið 34 ára íbúa við Flétturima nauðugan út í farang- ursgeymslu jeppabifreiðar og ekið með hann á brott i september sið- astliðinn. Mennirnir þrír, Birkir Herberts- son, 34 ára, Sigurþór Amarson, 25 ára, og Sverrir Þór Einarsson, 35 ára, voru ekki taldir hafa sér nein- ar málsbætur - þeir hafi sammælst um brotið og var það virt þeim til refsiþyngingar. „Það að nema fólk með valdi frá heimili sínu eða dvalarstað og svipta þannig frelsi er alvarlegt af- brot,“ segir m.a. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Neyddur út í bíl Mannránsmálið er óskylt Veg- asmálinu. Réttarhöld höfðu hins vegar staðið yfir og málið lagt í dóm skömmu áður en Vegasárás- in átti sér stað. Tveir aðrir menn voru ákærðir í Flétturimamálinu en þeirra þáttur var aðskilinn þar sem þeir eru fluttir úr landi. Fimmmenningarnir fóru allir fjölda fólks með því að aka undir áhrifum áfengis gaffallyftara viða um bæinn og valda þannig stór- skemmdum. í málsskjölum kom fram að Hall- dór Örn ók gaffallyftaranum frá fiskverkunarhúsi Friðþjófs hf. á lög- reglubifreið á Strandgötu og þá skellti hann lyftaragafflinum undir lögreglubifreiðina að framanverðu að húsi sjómannsins við Flétt- urima í september. Einn þeirra taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hann. Samkvæmt framburði sjó- mannsins komu mennirnir fyrst að íbúð mannsins. Þeir sögðu við hann að bakkað hefði verið á bil hans fyrir utan. Þegar hann fór út úr íbúðinni og leit síðan út um anddyri hússins veittust mennirn- ir að honum og neyddu hann út í farangursgeymslu jeppa sem hafði verið lagt upp við húsið. Síðan hafi verið ekið með hann á brott og honum m.a. sagt að hann skyldi „ekki hugsa meira um skuld“ eins fimmmeninganna við sig - annars þeirra sem nú eru fluttir úr landi. Samkvæmt dóminum var ekið með manninn að Hafravatni og eft- ir nokkra dvöl þar að Úlfarsfellsvegi þar sem lögreglumenn handtóku fimmmenningana við Vesturlands- veg. í fórum þriggja mannanna fund- ust fikniefni - samtals 14 alsælutöfl- ur, 5 skammtar af LSD, 12 grömm af amfetamíni og 3 grömm af hassi. Guðjón Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. og lyfti henni upp þannig að hún skall niður á þakið. Tveir lögreglu- menn voru í bifreiðinni. Náðu þeir að forða sér, og annar þeirra að bjarga sér á hlaupum undan lyftar- anum. Halldór Öm réðst að nýju með lyftaranum á lögreglubiffeið- ina, velti henni og skemmdi enn frekar. Einnig ók Halldór Örn lyftaran- Slökkviliðsmenn frá Norðurlönd- unum halda þessa dagana árlega námsdaga sína í Reykjavik. Þar bera menn saman bækur sinar og miðla upplýsingum sín í milli. Guð- mimdur Jónsson, varaformaður Brunavarðafélags Reykjavíkur, seg- ir íslendinga standa félögum sínum framar á ýmsum sviðum. „Við erum fremstir hvað varðar sjúkraflutninga. Þar getum við um í gegnum grindverk við hús- næði Pósts og síma, á ljósastaur og hann ók ítrekað á anddyri lögreglu- stöðvarinnar og olli þar stór- skemmdum. Þá ók hann á a.m.k. fjórar bifreiðir sem urðu á vegi hans og velti einni þeirra með lyftaragafflinum en í bifreiðinni voru þrjú ungmenni. -gk miðlað félögum okkar ýmsu. Þá búum við að mikilli reynslu á björg- un mannslífa við erfiðar aðstæður," segir Guðmundur og vísar til snjó- flóðanna í Súðavík og á Flateyri. Alls sitja 85 norrænir brunaverð- ir á námsdögunum. Brunaverðir koma saman á 12 ára fresti. Nám- stefhunni, sem hófst í gær, lýkur á mánudag. -rt Ný staða Enn hefur ekki verið hægt að landa úr Bessa ÍS í Grund- arfjarðarhöfn. Verkfallsverðir færðu bíla sína undan löndun- arkrananum í gær og lokuðu í staðinn ysta hluta bryggjunnar með því að leggja þvert fyrir hana. í fréttum RÚV. Mótmæla mengun íbúar við Miklubraut í Reykjavík stöðvuðu umferð á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar kl. 17 í gær. Þeir mótmæla óþolandi og heilsu- spillandi ástandi, sem þeir telja sig búa við, af völdum hávaða og loftmengunar frá urnferð. RÚV sagði frá. Ný björgunarskip Tvö ný björgunarskip Slysa- vamafélags íslands komu til hafnar í gær en þau lögðu af stað frá Bremen 16. maí sl. Áhafnir þeirra eru íslenskar. Skipin verða til sýnis við flot- bryggjuna við Ægisgarð í dag. Bylgjan sagði frá. Gagnlegur fundur Formlegur samningafundur milli islenskra, danskra, fær- eyskra og grænlenskra emb- ættismanna var sl. mánudag haldinn um afmörkun land- svæðanna milli íslands og Grænlands og íslands og Fær- eyja. Bylgjan sagði frá. Norskur sjónvarps- hnöttur Fjarskiptahnötturinn Þór II er kominn á loft. Hann er sá fyrsti sem smíðaður er í Noregi og kostaði u.þ.b. 10 milljarða. Hnötftirinn er í eigu Telenors og í honum verður sjónvarps- efhi dreift á 15 venjulegum rás- um og 75 stafrænum rásum. Talið er að útsendingar frá honum náist þokkalega á ís- landi. RÚV segir frá. -VÁ Grunaðir ódæðismenn á Vegas: Dæmdir fyrir annað sakamál Það var hátíðarbragur á slökkviliðsmönnum þegar árlegir námsdagar nor- rænna brunavarða hófust í gær. Lúörasveit lék viö setninguna. Miklar um- ræður eru alla dagana um málefni slökkviliðsmanna. DV-mynd S íslendingar fremstir í sjúkraflutningum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.