Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Qupperneq 4
Sími 564 3535 Tilbob I 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- braubi/Margaritu eða 21. af Coca Cola + einn bo&s- mi&i á LIAR-LIAR. Kr. 1480 M sœkir Tilbob II 16" pizza m/ 3 áleggstegundum ásamt 12" hvítlauks- brau&i/Margaritu e&a 21. af Coca Cola + einn bo&s- mi&i á LIAR-LIAR Sími 564 3535 i&'éff/r ---------.— - -------- — - ..... - 4- LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 i J~V Rannsókn Æsumálsins hefur kostaö milljónatugi: Svör á hafsbotni Köfunarleiðangur bresku kafar- anna að flaki kúfisksbátsins Æsu í Amarfirði hefur vakið mikla at- hygli. Þarna er um að ræða aðgerð sem kostuð er af íslenska ríkinu með samþykki bæði samgönguráð- herra og fjármálaráðherra. Leiðang- urinn var farinn nú þegar 10 mán- uðir voru liðnir frá því slysið varð og virðist vera örvæntingarfull til- raun stjómvalda til að koma til móts við ættingja þeirra tveggja manna sem fómst með bátnum. Ekki veröur annað séð en stjóm- völd séu þegar búin að leggja i sama kostnað til skoðunarferðar bresku kafaranna og tilboð íslenskra aðila til að bjarga skipinu á þurrt hljóðar upp á. Ekki íslendinga Djúpmynd, sem sérhæfir sig í að bjarga skipsflökum af hafsbotni, bauðst til að taka Æsu af hafsbotni fyrir 18 milljónir króna. Tilboðið var háð árangri og vildi fyrirtækið fá 9 milljónir þegar skipið væri komið upp á 20 faðma dýpi og af- ganginn, aðrar 9 milljónir, þegar það væri komið í slipp á ísafirði. Fleiri islenskir kafarar höfðu sam- band við stjómvöld og vfldu fá verk- ið en fengu engin svör. Ekki verður dæmt um það hér hvort fyrirtækið hafi átt möguleika á að standa við tilboð sitt. Það verður þó að teljast afar undarlegt í ljósi framhaldsins að ekki skuli hafa verið rætt við fyr- irtækið. Djúpmynd er í málaferlum við ríkið fyrir hönd sjóslysanefndar. Þetta mál hefur m.a. valdið því að samskipti framkvæmdastjóra sjó- slysanefndar og framkvæmdastjóra Djúpmyndar hafa verið stirð. Marg- ir hafa velt upp þeim möguleika hvort það sé ástæða þess að ekkert hefur verið talað við fyrirtækið. Sjóslysanefnd gagnrýnd Þáttur sjóslysanefndar í rann- sókn málsins er mjög gagnrýndur. í gögnum um sjópróf vegna málsins em alvarlegar gloppur og svo er að sjá sem þeir menn sem best þekktu skipið hafi ekki verið kallaðir fyrir. Þannig var Rúnar Garöarsson ekki formlega kallaður tfl yfirheyrslu þrátt fyrir að hafa um árabil verið * skipstjóri. Róbert Hallbjörnsson vél- stjóri var heldur ekki kallaður fyrir nefndina en hann starfaði á skipinu frá því að það kom til landsins og í hartnær áratug. Aðrir sem þekktu skipið vom heldur ekki kallaðir til. Útgerðarmaður skipsins var ekki yf- irheyrður þrátt fyrir að bönd bær- ust að stöðugleika skipsins þar sem hluti málsins er að olíutankar vom ekki fylltir þegar beðið var um oliu um borð. Þannig þurfti vélstjórinn að mæla á tönkum strax eftir olíu- töku tfl að komast að því hversu mikið væri á þeim. Það var útgerð- in sem ákvað magnið en ekki vél- sfjórinn sem hlýtur að teljast afar sérstakt. Teiknaöur stö&ugleiki Það er að sjá sem rannsókn sjó- slysanefndar beinist að þætti mann- anna sem vom um borð en ekki því hveijar aðstæður þeir bjuggu við þegar litið er til stöðugleika skips- ins. Einu gögnin sem til em varð- andi stöðugleikann em þau sem hol- lenska skipasmíðastöðin útfæröi. í þeim felst samkvæmt heimfldum DV fáheyrður stöðugleiki. „Skipið átti að vera nánast eins og klettur í hafinu. Það átti ekki að geta sokk- ið,“ sagði sérfræðingur á þessu sviði sem DV ræddi við. Þrátt fyrir teiknaðan stöðugleika og reiknaðan er reynsla sumra þeirra sem gjör- þekktu skipið aflt önnur. Þannig lýsti Rúnar Garðarsson skipstjóri því í samtali við DV að það hefði verið beinlínis hættulegt og aðgátar þörf. Þrátt fyrir að stöðugleiki eigi að miðast við verstu aðstæður hafði Rúnar þá „heilögu reglu“ að brenna aldrei olíu úr fremri tönkum skips- ins. Hann taldi nauðsynlegt að hafa þá kjölfestu. Þegar Æsan fórst var búið að brenna úr framtönkum hennar í tvo til þijá daga. Þá hefúr DV þær heimfldir að skipinu hafi í hans tíð ekki verið siglt á milli fjarða án þess að dælt væri sjó í lest- ar þess sem kjölfestu. Þá var stafn- hylki skipsins notað til að auka stöðugleikann eftir því sem við átti en líklegt er að það hafi verið tómt. Sérfræðingar sem DV ræddi við eru sammála um að ekkert eitt hefði getað orðið til þess að þennan skelfi- lega atburð bar að höndum á sól- björtum júlídegi. Einn þeirra nefiidi að 14 rúmmetra þurrrými hefði ver- ið við lest Æsunnar. Ef dælubúnað- ur hefði gefið sig er eins líklegt að rýmið hefði tekið inn sjó og þannig sett stöðugleikann enn meira úr skorðum og orðið til að velta skip- inu. Skipinu breytt Það er athyglisvert að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á skip- inu án þess að Siglingamálastofnun, Fréttaljós Reynir Traustason nú Siglingastofnun, kæmi þar nærri. Þannig var stýri skipsins stækkað og skoriö ofan af lestarlúg- um svo eitthvað sé nefnt. Vandséð er þó að þessar breytingar hafi ein- ar getað orðið tfl að rýra stöðugleik- ann. Það er þó ljóst að öflugra stýri hefur aukið líkur á að óstööugu skipinu hvolfdi í beygju. Stærri skelplógur hefur síðan leitt af sér aukinn yfirþunga þegar skipið er ekki að veiðum. Stöðugleikavandi er ekkert nýtt fyrirbrigði við íslandsstrendur. Fjöldi skipa hefur ekki verið stöðug- leikamældur og því viðbúið að manndrápskollur séu víða á floti. Þegar Mýrafell valt og sökk á Am- arfirði var búið að stöðugleikamæla það og haffærisskírteini sýndi und- anþágu. Þær mælingar voru þó ekki reiknaðar út fyrr en daginn eftir að skipið sökk. Þannig var áhöfn ókunnugt um þá hættu sem hún var í við störf sín. Skipið greitt út Ástæður þess að Æsunni var ekki bjargað af hafsbotni og slysið kann- að til fúlls eru óljósar. Það er ljóst að tæknilega var slikt mögulegt og menn búa að þeirri reynslu sem fékkst með björgun Mýrafells. Vandinn var hins vegar sá að trygg- ingar skipsins töldu ekki borga sig að bjarga skipinu og gera við það. DV er þó kunnugt um að trygging- amar vildu líta á þann þátt sem sneri að öryggismálum almennt. Þannig höfðu þær gefið vilyrði til að leggja fjármagn í það að ná skipinu upp á þeim forsendum einum að sá lærdómur sem hægt væri að draga af slíku yrði til þess að fyrirbyggja slys í framtíðinni. Af því varð þó aldrei því að máliö komst aldrei á það stig að reyndi á það hversu miklir peningar vom í boði. Trygg- ingarnar greiddu Vestfirskum skel- fiski út skipskaðann sem altjón og þar með var þeirra hlut lokiö. Hefði verið ákveðið að reyna að ná upp skipinu hefði komið upp biðstaða varðandi tryggingabætur og rekstr- arstöðvim hjá fyrirtækinu um ófyr- irsjáanlegan tíma. Reynslan af björgun Mýrafells er sú að kostnaður er svo mikill að ekki skiptir máli fyrir tryggingam- ar hvort þær hefðu greitt út altjón. Þannig var glórulaust að ætla að bjarga skipinu á þeim forsendum einum að lagfæra það og koma í rekstur á ný. Skeytingarleysi Aftur á móti undrast margir það skeytingarleysi sem stjórnvöld sýndu málinu. Þannig var ekki far- ið að rannsaka neitt af viti fyrr en í nóvember þegar Djúpmynd mynd- aði flakið öðra sinni. Ekki skflaði sú ferö fullnægjandi árangri þrátt fyrir að varpa nokkru ljósi á að- stæður. Margir undrast að samtök útgerðarmanna og sjómanna skyldu ekki beita sér fyrir því að skipið yrði tekið upp og rannsakað. Það viðhorf er víða uppi að nauðsynlegt hafi verið að svara þeirri brennandi spurningu hvaö gerst hafi og engin vitræn niðurstaða fáist nema taka skipið upp og stöðugleikamæla það. Það sjónarmið heyrist að afgreiða eigi málið með kattarþvotti og reyna að skella skuldinni á áhöfn- ina, jafnt lífs sem liðna. Óvanir menn Það er öllum sem vflja vita ljóst að áhöfnin þekkti skipið sáralítið. Bæði Hörður skipstjóri og Sverrir stýrimaður vora samviskusamir og reyndir sjómenn en þeir höfðu að- eins verið örfáar vikur á skipinu. Yfirvélstjórinn hafði sáralitla reynslu til sjós og hafði einnig ver- ið nokkrar vikur á Æsu. Sömu sögu er að segja af öðrum í áhöfninni sem voru nýbyrjaöir. Það er nokkuð víst að enginn þessara manna gat gert sér grein fyrir því að stöðug- leiki skipsins væri svo brenglaður að mögulegt væri að skipið færi nið- ur í logni innanfjarðar. Stöðugleiki skipa á ætíð að miðast við verstu aðstæður. Þannig getur ekki talist eðlflegt að skipstjóri þurfi að hafa hugfast að ekki megi beygja hart í borð. Þá er varla eðlflegt heldur að vélstjóri megi ekki brenna nema hluta af olíubirgðum skips án þess að til stórháska komi. Það hljóta að vera margir samverkandi þættir sem verða til þess að svona fer. Þrýst á ráðherra Það var ekki fyrr en þrýstingur á samgönguráðherra var orðinn fll- bærflegur að farið var að huga að frekari rannsóknum. Gengið var til samninga við breska kafara um að leita að likum mannanna og rann- saka ýmsa þætti sem varpað gætu ljósi á ástæðumar. Leiðangurinn hefur af mörgum verið fyrirfram dæmdur tfl aö mistakast. Erfiðar að- stæður á hafsbotni hafa valdið töf- um og mikill leir hefúr þyrlast upp þannig að kafararnir hafa ekki séð út úr augum. Vegna þrengsla gátu þeir ekki kannað vélarrúm skipsins og aðra staði. Það má því segja að þeir hafi kafað í sortann. Að vísu fundu þeir lík Harðar Bjamasonar skipstjóra en stöðugleikarannsóknir geta auðvitað ekki farið fram af neinu viti. Það sem þó stingur hvað mest er aö breski leiðangurinn, þar sem múgur manns kom að starfinu, kostar á endanum svipað og áætlan- ir um að ná upp skipinu gerðu ráð fyrir. Svörin á hafsbotni Það er borðleggjandi að árangur rannsóknar á hafsbotni getur aldrei varpað sama ljósi á slysið og ef skip- ið yrði tekið upp. Vafasamt er að hægt verði að rannsaka málið frek- ar þar sem þegar er búið að leggja í það milljónatugi. Hin vota gröf mun því hugsanlega geyma þau svör sem brenna á öllum sem á annað borð láta sig öryggismál varða. Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja Harðar skipstjóra og dóttir Sverris stýrimanns, barðist hatrammlega fyrir því að skipið yrði tekið upp og rannsakað. Síðast en ekki síst vfldi hún fá upp lík mannanna. Kolbrún hefur mjög gagnrýnt þátt sjóslysa- nefndar í málinu sem hún segir með endemum. Hún bendir á að fram- haldsrannsóknin sé að hluta í hönd- um Siglingastofhunar og allir þræð- ir liggi í samgönguráðuneytið þar sem bæði formaður og fram- kvæmdastjóri hafi aðsetur í ranni samgönguráðherra. Það er nokkuð ljóst að Kolbrún mun áfram verða á vaktinni og stjómvöld þurfa að færa fram trúverðugar niðurstöður ef þau vilja frið um málið. Bresku kafararnir gera sig klára til að fara niöur í hyldýpið þar sem Æsan liggur. Mjög erfiöar aöstæöur hafa veriö til athafna og vegna þrengsla gátu þeir aöeins kannaö hluta skipsins. DV-mynd Hilmar Pór Kúfisksbáturinn Æsa viö bryggju á Flateyri. Báturinn sökk í blíöskaparveðri á Arnarfiröi og meö honum fórust skipstjóri og stýrimaður. Stjórnvöld hafa lagt milljónatugi f rannsókn skipskaðans og er beöiö niöurstööu rannsókn- anna. Taliö er aö hægt heföi veriö aö ná skipinu upp fyrir sömu upphæö. DV-mynd rt . ó«ú'e9 MUP 3 Nú 9e*ut P“ 9, s«e9 9én>asa'a eVr'nni 'suparda9 09 stendurV" 3,60'^' eennude^'8” B6nuso9Rum'a ætti.beW'd. vötur rueO a"WU"' \SAR —'C— FösWdag. :00.a7..oo LaU9arda9.' a3;00-A7-.00 SunnudaQ- 50 1vr\r l-0°° Kr' h\á LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.