Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 10
io viðtal LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 Linda Pétursdóttir í ævintýra- ferð til Afríku og Indlands Linda Pétursdóttir hin fagra lagði fyrir skömmu land undir fót. Hún fetaði ekki troðnar slóðir að þessu sinni. Ferðinni var heitið til Suður- Afríku, Kenía og Indlands. Linda heimsótti meðal annars vin sinn sem er milljarðamæringur frá Ind- landi. í ferðinni var hún bæði í við- skiptum og fríi. Andstæðumar voru miklar þar sem Linda var í nálægð við náttúr- una og villtu dýrin og bjó í kofa á milli þess sem hún var í einkaflug- vél, spilavíti og á snekkju. „Ég flaug fyrst frá London til Suð- ur-Afríku og hitti þar erlenda vini mína. Indverskur vinur minn, sem ég heimsótti, á safarígarð í Suður- Afríku. Þar var ég í nokkra daga og fór í jeppasafarí. Það er æðisleg upplifun og Afríka er stórkostleg. Ég sá dýr sem ég hef aldrei séð áður nema í bók. Þar sem ljónin halda til eru stórar rafmagnsgirðingar. Fólk má eingöngu keyra réttum megin við girðinguna. Én af því að vinur minn á garðinn fengum við að keyra sömum megin og ljónin voru. Við vorum í opnum jeppa en ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu þar sem við heyrð- um i um. „Ég ákvað að fara aðeins út úr bílnum til þess að taka myndir af fallegu tré. Ég vissi ekki hvert bíl- stjórinn minn ætlaði. Hann benti mér þá á hlébarða sem voru tíu metra frá bílnum og biðu eftir bráð- inni. Hálftíma siðar ætlaði ég aftur að fá að fara út úr bílnum en var aftur stoppuð. Þá voru tvö ljón rétt hjá bílnum. Það var stórkostlegt að sjá ljónin augliti til auglitis þar sem þau voru nýbúin að drepa bráðina og voru að éta hana,“ segir Linda. Linda sagðist ekki hafa haft nógu góða myndavél til þess að mynda það stórkostlega sem hún sá i Ken- ía. Að sögn Lindu er best að fara í safarí á morgnana áður en sólin er orðin heit. Þá eru öll dýrin sjáan- legri. „Eftir eitt safaríið var keyrt niður að ánni og þar var kokkur sem heið okkar með morgunverð. Við sátum þar og borðuðum og horfðum á fjölda krókódila og flóðhesta synda í ánni. Þetta var alveg stórfenglegt. Þegar ég var á leiðinni í kofann minn aftur var mér bent á hvar krókódílarnir biðu eftir sebrahestum sem voru að fara yfir Linda Pétursdóttir fór fyrir skömmu í mikla ævintyra- ferö til Suður-Afríku og Indlands. DV-mynd E.ÓI. alltaf í ljón- unum skammt frá. Strákam- ir hlóðu riffilinn við hliðina á mér til þess að vera viðbúnir ef ljónin réðust á okkur. Adrena- línið fór upp úr öllu þar sem ljónin birtust rétt fyrir framan bílinn,“ segir Linda. Hún fór einnig í þjóðgarðinn Mahsai Mara í Kenya. Það er ein besta ferð sem hún hefur farið. Þar gisti hún í kofa á nóttunni og fór í safarí á daginn með einkabílstjóran- & ^ ána. Þá ætl- uðu þeir að éta þá,“ segir Linda. Hún flaug áfram með vinum sínum til Indlands á einkaflugvél. Þar var hún í fríi á ströndinni. Vin- ur Lindu á snekkju sem áður var í eigu Richards Burtons og Elísabetar Taylor á Ind- landi. Hún fór í siglingu á snekkj- unni og var þar í vellystingum. Þar voru þjónar á hverju strái. -em Indversk kona, mikiö skreytt. Pun, *<$*> 'ttj £ °na, ^nif

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.