Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 20
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
20 Iföéttir
„Það er almennt álitið að um-
hverfisráðuneytið hafi beðið veru-
legan álitshnekk i vetur. Mat manna
á Guðmundi Bjamasyni umhverfís-
ráðherra, er það að hann hafi ekki
valdið þeim erfiðum málum sem upp
hafa komið.“ Þessi innmæli heimild-
armanns DV endurspegla vel þau
neikvæðu viðhorf sem víða eru uppi
í garö umhverfisráðherra og ráðu-
neytisins sem hann stýrir.
Fjöldi óþægilegra mála
Guðmundur Bjamason umhverfis-
ráðherra og ráðuneyti hans hafa
mikið verið til umfjöllunar í fjöl-
miðlum allt frá því að hann tók við
embætti. Miklar deilur hafa spunn-
ist í kringum hann og störf hans.
Fjöldi óþægilegra mála hefur komið
upp og fjöldi ákvarðana ráðherra
hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á
Alþingi og ekki síður úti í þjóðfélag-
inu. Nýjast dæmið og það alvarleg-
asta er örugglega kr"f"
Hjörleifs Guttorms-
sonar alþlingis-
manns um
að Gu*
varlega röskun á högum 30 starfs-
manna stofnunarinnar og fjöl-
skyldna þeirra, alls yfir 130 manns.
Forseti borgarstjómar sagði ákvörð-
unina valdnýðslu.
Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga, sagði við DV í vik-
unni að staða málsins væri óbreytt.
Unnið væri að því að breyta húsnæð-
inu á Akranesi og starfsmenn hefðu
tima til 1. janúar á næsta ári að
svara því hvort þeir ætluðu að flytja
með fýrirtækinu. Ágúst sagðist ekki
vita betur en að fyrri yfirlýsingar
fólksins stæðumst um að það ætlaði
sér ekki að flytjast með.
Skipulagsslys á Hveravöllum
í júlí 1996 var engu minni deila
uppi í fjölmiðlum. Samvinnunefnd
um heildarskipulag á miðhálendinu
var að störfum og á sama tíma úr-
skurðaöi Guðmundur Bjamason um-
hverfisráðherra að Svínavatnshrepp-
ur hefði rétt til að gera aðalskipulag á
Hveravöllum. Þetta þótti mörgum
afar hæpin ákvörðun. Ferðafélag ís-
lands fór fram á það í byrjun ársins
að aðalskipulagið yrði ógilt en Guð-
mundur neitaði. Félagið benti á
að ef haldið yrði fram fyrirhug-
uðum framkvæmdum væri
mikil hætta á skipulögðu um-
hverfisslysi á svæðinu.
„Skúffuráðuneyti"
Málinu er enn ekki lokið
en Ferðafélagsmenn óttast að
starfsemi þeirra á staðnum
verði látin víkja fyrir hags-
maður Alþýðubandalagsins við DV
um málið.
Starfsleyfi í skjóli nætur
Álverið á Gmndartanga hefur oll-
ið miklu írafári frá því að það komst
á dagskrá. Hér er auðvitað átt við ál-
verið á Grundartanga. Leyfisveiting-
in fór þveröfugt ofan í þingheim.
„Þingmönnum þótti afar vont þeg-
ar hann gaf út starfsleyfi fyrir ál-
verið á Grundartanga, nánast í skjóli
nætur,“ sagði þingmaður sem þekkir
Fréttaljós
Svanur Valgeirsson
vel til ráðuneytisins við DV.
Þessi orð eru léttvæg þegar höfð
er í huga hörð gagnrýni Hjörleifs
Guttormssonar í þinginu í siðustu
viku. Þar kvartaði þingmaðurinn
undan málsmeðferðinni allri og
krafðist þess að innhverfisráðherra
segði af sér. Hann sak-
aði ráðherra
um að
hafa
brotið
lög í
munum Svínvetninga.
Umhverfisráöuneytið viö
Vonarstræti.
mundur segi af sér ráðherradómi.
Krafan kom upp í umræðum á loka-
dögum þingsins.
Landmælingar í loft upp
í júlí á liðnu ári fór allt í háaloft
vegna ákvörðunar Guðmundar
Bjamasonar um að flytja Landmæl-
ingar íslands upp á Akranes. Starfs-
mönnum var mjög heitt í hamsi
vegna þessa og töluðu um að veriö
væri aö eyðileggja áratuga þekkingu
og atgervi. „Það munu mjög fáir ef
nokkur af okkur starfa hjá Land-
mælingum íslands ef stofnunin tek-
ur til starfa á Akranesi 1. janúar
1999,“ sagði starfsmaöur við DV 6.
júlí í fyrra. Talað var um að beinn
heildarkostnaður við flutningana
upp á Skaga yrði aldrei undir 200
milljónum.
Úbreytt ástand
Borgarsfjóm Reykjavíkur reis öll
upp gegn ákvörðunum ráðherrans
og samþykkti einróma mótmæli
gegn flutningunum. Hún taldi þá al-
í mnræðunni um Hvéra-
velli hefur verið talað um að
hagsmunir umhverfisráð-
herra og landbúnaðar-
ráðherra skarist og
þá sé „skúfíú-
ráðneytið"
látið gjalda
fyrir. Því hefur
nefnilega þráfald-
lega verið haldið
fram að bænda-
ráðherrann Guð-
mundur Bjama-
son hafi hvorki
tíma né áhuga á
málefnum um-
hverfisráðu-
neytisins.
„Ég held að
þetta sé
einmitt hluti
af því að mál
hafa ekki þró-
ast eins og
mér þætti eðli-
legt í ráðu-
neytinu. Það
getur ekki far-
ið saman að
stýra þessum
tveimur ráðu-
neytum.
Hagsmunimir
hljóta að skarast,"
segir Margrét Frí-
manssdóttir, for
Landmælingar íslands viö
Laugaveg.
tvígang og sagði með ólíkindum að
hann hefði leyft sér að gefa út starfs-
leyfið áður en frestur til athuga-
semda rann út. Hjörleifur hefúr og
sagt að þetta mál beri allt merki póli-
tískra inngripa til þess að knýja
fram afgreiðslu af hálfu fram-
kvæmdavaldsins. Gengið hafi verið
gegn rétti almennings til íhlutunar.
Hjörleifur sagði opinberlega á sínum
tíma að eftir útgáfuna á starfsleyfinu
hefði hann upplifað það óþægilega
sterkt að hann byggi ekki í réttar-
ríki. Reynt hafi verið að hindra að-
gang og afskipti réttra aðila að mál-
inu æ ofan í æ og að reglugerðar-
valdi hafi verið beitt gegn lögum til
þess að taka mikilvægar ákvarðanir.
Klúður í strandinu
tíma, gróðm-spjöll hefðu verið unnin
á staðnum og að stjómvöld hefðu
fallið á prófinu.
„Þeir sem áttu að grípa inn í at-
burðarásina hafa ýmist ekki gert það
eða allt of seint. Málið hefur bara
snúist um krónur og aura og enginn
hefur greinilega þorað að taka af
skarið,“ sagði Heimir í lok mars.
Ráðuneytinu ekki treyst
Ýmis önnur mál hafa komið upp á
yfirborðið sem mönnum þykja bera
vott um getuleysi ráðuneytisins. Eitt
slíkt er frumvarp til laga um þjóðlend-
ur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta. Ekki náðist að
afgreiða málið en það vakti athygli
stjómarandstöðuþingmanna að for-
sætisráðuneytið færi með málið.
„Þetta er alveg dæmigert mál sem
á heima í umhverfisráðuneytinu en
svo virðist sem því sé ekki treyst fyr-
ir því. Ég held að þetta sé nokkuð
lýsandi fyrir það orðspor sem fer af
ráðuneytinu," sagði stjómarand-
stöðuþingmaðm- við DV fyrir
skömmu.
Það fór fyrir brjóstið á þeim sem
gagnrýnt hafa ráðuneytið í vetur að
heyra Guðmund Bjamason umhverf-
isráðherra segja í sjónvarpi fyrir
nokkm að hann hefði ekki haft tíma
til að setja á fót nefnd sem fjalla átti
um erfðabreyttar örverur. Eftirlits-
stofnun EFTA þrýstir á að sett verði
lög um málið hér á landi. Svo margt
þykir mönnum hafa komið illa mrn-
ið úr ráðueytinu að á Alþingi hefur
verið uppi krafa úr stjómarandstöðu
að láta gera stjómsýslulega endur-
skoðun á ráðuneytinu.
Fræ, tré og rusl
„Eitt af vandamálum ráðuneytis-
ins er að lög um umhverfismat hafa
„Þaö sem mér gremst þó mest er
að íslensk stjómvöld skuli ekki
frá fyrstu tíð hafa tekið af
skarið með hvað gert
yrði, hvemig
að allri
hreinsun og
olíulosun yrði
staðið og þar
fram eftir göt-
unum. Þau
gátu síðan
sótt kostnað-
inn til eigenda
og tryggingar-
aðila skipsins.
Þetta gerðu
þau ekki og
standa uppi á
nýju fotum keis-
arans og eru
eitthvað að reyna
að klóra yfir það,“
sagði Heimir Hafsteins-
son, Oddviti í Þykkvabæ, í
samtali við DV í kjölfar
strands Vikartinds í Háfs-
fjöru.
Mörg stór orð hafa fallið
frá því að Vikartindur
strandaði og mörg þeirra
hafa beinst beint að um-
hverfisráðherra. Talað var
um eina sorgarsögu í sam-
bandi við hreinsunarmál.
Hún hefði tekið allt of langan
ekki fengið það vægi sem þau eiga að
hafa,“ segir Margrét Frímannsdóttir.
Hún er ósátt við hvemig margt hef-
ur þróast í ráðuneytinu og segir það
eiga langt í land með að hafa það
vægi í umverfismálum sem það eigi
að hafa.
„Ráðuneytið hefur vaxið að um-
fangi en svo virðist sem séum enn á
því stigi að umhverfismál snúist enn
fyrst og fremst um að sá fræi, planta
trjám og tína msl. Það er áberandi
hversu illa við höfum verið í stakk
búin til þess að til þess að takast á
við þau alþjóðlegu verkefhi á sviði
umhverfismála sem við höfum feng-
ið og samninga sem við höfum und-
irgengist," segir Margrét.
Annar þingmaður sem DV ræddi
við sagðist óttast að að ráðherrann
hefði ekki nægilegan áhuga og að að-
stoðarmennimir hefðu nægan tíma
til að sinna þeim verkefnum sem
þeim væri ætlað. Hann segir ráðu-
neytisstjórann t.d. vera stóran hluta
ársins úti í löndum að sinna sér-
fræðistörfum sem ráðuneytisstjórar
eigi ekki að vera með. Hann hafi
mikinn áhuga á málefnum sem
varða mengun hafsins," sagði áhrifa-
maður í pólitíkinni við DV.