Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 24. MAI1997 1)$enning Vigdís með norrænu- fræðingum í Ameríku Vestur i Ameríku, þar sem allt er stærra og meira en við eigum að venjast, eru norræn fræði að fornu og nýju víða kennd undir einum hatti. Þeir sem velja sér þau að kjör- sviði þurfa því að sækja námskeið í svo óskyldum greinum sem Ara fróða, kvikmyndum Ingmars Berg- mans og sögu barnaskóla á Suður- Jótlandi til að teljast fullmenntaðir í sinni grein. Dagana 24.-27. apríl sl. hittust á þriðja hundrað manns í há- skóla Ulinoisríkis í Bandaríkjunum á 87. ársfundi Félags um framgang norrænna fræða þar í landi, SASS, báru saman bækur sínar og fluttu liðlega 130 erindi undir styrkri stjórn Marianne Kalinke. Marianne er ábyrg fyrir kennslu í forníslensk- um bókmenntum í IUinoisháskóla sem státar af þriðja stærsta bóka- safni landsins - næst á eftir Harvard og Yale. Hún er mörgum íslendingum að góðu kunn, hefur dvalið hér langdvölum á sumrum og einkum rannsakað helgisögur frá miðöldum. Stúdentum snarfjölgar hjá Max Segja má að félagar i SASS séu framvarðasveit í landkynningu Norðurlanda í Vesturheimi. Þeir út- breiða þekkingu á menningu þeirra, tungu og sögu og vekja þannig áhuga fólks á því sem norrænt er. Slíkur áhugi er oft undanfari ferða- laga og innkaupa eins og kunnugt er. Mesta stjaman á þessu sviði var á allra vörum fyrir frábæra frammi- stöðu sína: nýráðinn lektor við há- skólann í Colorado, Max Olmstead, sem fór beint frá námi og rannsókn- um sínum á Ólafs sögu Odds munks hér heima í fyrravetur til Colorado og hefur nú á einu ári fjölgað stúd- entum í sinni grein úr 14 í 170. rakti sögu kvennabaráttunnar og hvaða aðferðir hefðu dugað til að ná árangri. Meðal annars upplýsti hún um ýmis innhússleyndarmál úr her- búðum norrænna kvenna, eins og um það hvemig sænskum þingkon- um hefði tekist með hótunum um samstöðu kvenna á þinginu að fá eðlilegt hlutfaU ráðherra í ríkis- stjórn Ingvars Carlssonar. Eftir ræðuna og næstu daga var greini- legt að áhrif Vigdísar ná langt út fyrir raðir áhugamanna um norræn fræði í Bandaríkjunum því hún var í stöðugum viðtölum og á fundum með framáfólki í borginni þann tíma sem ráðstefnan stóð. Giffarður riddari fundinn Af fornfræðasviðinu er sjaldan hægt að segja jafnafgerandi tíðindi og þegar læknar finna lyf gegn eyðni en þó var ein sérlega skemmtHeg tilgáta sett fram á fund- inum af Kari EUen Gade við Indi- anaháskóla. Hún hefur nú um ára- bU unnið að enskri útgáfu á Mork- inskinnu í félagi við Theodore M. Andersson sem varð frægur á 7. ára- tugnum fyrir að umbylta viðhorfum tU uppruna íslenskra fornsagna. Hún leiddi líkur að því að Giffarður riddari af VaUandi, sem kemur tU hirðar Magnúsar berfætts 1100/01 og fær af því hina mestu skömm í sögunni, eins og Eldjám Húsvíking- ur yrkir um, hafi sennUega verið að bera fé á Magnús svo hann kæmi vestur um haf að taka þátt í upp- reisn gegn Hinriki I. Englandskon- ungi. Og Kari benti m.a.s. á Giffard nokkurn sem er að höggva lík Har- alds Guðinasonar eftir að hann fékk ör í augað á hinum fræga Bayeux- refli sem lýsir innrás Normanna í England árið 1066, og stakk upp á að sá níðingur væri sami Giffarður og sagan segði frá. Af samstöðu sænskra Islenskar nútímabók- þingkvenna menntir útundan ísland og íslenskar fornbók- menntir voru mjög áberandi á árs- fundinum að þessu sinni, þökk sé Vigdísi Finnbogadóttur sem var sér- stakur heiðursgestur flmdarins, og Flugleiðum sem vora svo rausnar- legar að bjóða íslendingum þrjá flugmiða vestur, að beiðni Mariönnu. Vigdís flutti hátíðarfyr- irlestur fyrsta kvöldið í stærsta samkomusal háskólans sem dró að fjölda manns úr borginni og vakti mikla athygli fjölmiðla. í lestri sín- um lýsti Vigdís stöðu kvenna á Norðurlöndum og ís- landi sérstaklega, Þeir íslendingar sem fluttu erindi á fundinum voru Gísli Sigurðsson, Guðrún Nordal og Torfi Tulinius og töluðu þau öU um sín sérsvið: munnlegan bakgrunn fornsagna, dróttkvæðalist og fræðaiðkun og túlkun EgUs sögu. Athygli vakti að íslenskar nútímabókmenntir voru ekkert á dagskrá enda þótt 19. og 20. aldar höfundar frá Norðurlöndun- um fengju töluverða umfjöUun. Ýmsum fannst þó sennilegt að HaU- dór Laxness kæmist von bráðar í þá hringiðu eftir frábærar viðtökur s ■s Frá háskólanum í lllinois. Styttan á myndinni gegnir sams konar hlutverki og Sæmundur á selnum við Háskóla íslands. nýrrar útgáfu á Sjálfstæðu fólki þar vestra - en norskur miðaldafræð- ingur hafði á orði að íslendingar hlytu nóga frægð út á sín fomu fræði og ættu því ekkert með að troða sér inn í nútímann líka. Stað- festist því enn að ekki er alveg kuln- að í tilfinningaglæðum þjóðernis- hyggju og þjóðarstolts þrátt fyrir sjónvarpssamruna menningar- heima og markaðssvæða. -GS Vigdís Finnbogadóttir með Marianne Kalinke (t.v.), skipuleggjanda ráöstefnunnar, og Jenny Jochens sem hefur nýlega birt tvær bækur um sögu norrænna kvenna á miööldum og ímynd þeirra í bókmenntum. Hér gefur á aö líta hluta af hinu 70 metra langa veggteppi sem kennt hefur veriö viö Bayeux. Teppiö var saumaö út á 11. öld og þykir einstakt í sinni röö. Um er aö ræöa konungasögu í myndskreyttu formi. Kraftur Endiifb- ðryggi Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar — B R Æ Ð U R N I R wmtmr 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.