Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 24. MAI 1997 25 Iútlönd Borgarstjórinn í París á kafi í spillingarmálum Þótt kosningarnar í Frakklandi snúist aðallega um atvinnumálin, efnahaginn og hver eigi að verða næsti forsætisráðherra er pólitísk spilling mál málanna í París. Skoðanakönnuðir segja að alls kyns spillingarmál, sem hafa plagað flokksbræður Jacques Chiracs for- seta, geti kostað gaullistaflokkinn um helming þingsætanna fyrir Par- ís en hún hefur lengi verið höfuð- vígi forsetans. Sósíalistar mundu hagnast á þeim flótta kjósenda ef af yrði. GauUistaflokkurinn getur rakið óhamingju sína til eins manns. Hann heitir Jean Tiberi og er borg- arstjóri 1 París, dyggur undirsáti sem tók við embættinu af Chirac árið 1995 þegar Chirac flutti sig yfir í forsetahöllina Élysée. Tiberi, sem er 62 ára og af kor- sísku bergi brotinn, sætir nú rann- sókn vegna meintra launa sem bæj- arstjóm á Parísarsvæðinu, sem er undir sfjórn gaullista, greiddi eigin- konu hans, Xaviere. Mútugreiðslur í sjóði flokksins Tiberi var forseti húsnæðisnefnd- ar Parísarborgar þegar gaullista- flokkurinn RPR fékk ólögleg fjár- framlög í formi mútugreiðslna frá verktökum sem gerðu samninga fyr- ir húsnæðisnefndina. Svo segir í það minnsta í málskjölum sem snerta enn aðra rannsóknina á ferli Tiberis. Tugir hyggingaverktaka og meintra milliliða sæta einnig rann- sókn í máli þessu. Háðsblaðið Le Canard Enchainé, sem stundar mjög öfluga rannsókn- arblaðamennsku, upplýsti árið 1995 Erlent fréttaljós á laugardegi að tvö böm Tiberis byggju í glæsi- íbúðum í eigu Parísarborgar, þótt hæði ættu íbúðir sem þau leigðu út og hirtu leigugróðann af. Uppistand- ið varð til þess að bömin fluttu úr bæjaríbúðunum. Saksóknarinn í París ákvað að aðhafast ekkert í málinu þar sem Tiberi hagnaðist sjálfur ekkert á því og því væri ekki hægt að sækja hann til saka fyrir hagsmunaá- rekstra. Le Canard Enchainé segir nú að það hafi uppgötvað að stuðnings- menn Tiberis hafi skráð milli þrjú og fjögur þúsund kjósendur í kjör- dæmi hans, þótt þeir búi þar ekki. Tiberi vísaði þessum ásökunum á bug með þeim orðum að hann þyrfti ekki á atkvæðunum að halda. Ofvöxtur í kjörskrá 5. hverfis í 5. hverfi, vígi Tiberis og kjör- dæmi í París, er gjaman bent á ákveðið hús þar sem tvær fjölskyld- ur búa. Engu að síður eru 26 kjós- endur skráðir þar. Þá segja Parísar- búar sögu af því að kona ein sem fékk bæjaríbúð í 13. hverfi hafi nán- ast verið skikkuð til að skrá sig sem kjósanda í 5. hverfi. Lyne Cohen-Solal, frambjóðandi sósíalista, hefur reynt að bera brigð- ur á kjörskrána fyrir dómstólum en hefur ekki orðið ágengt til þessa. Frambjóðandi flokks græningja, Yves Fremion Danet, hefur einnig höfðað mál gegn óþekktmn aðilum vegna offjölgunar á kjörskránni. Saksóknari hefúr því neyðst til að hefja rannsókn á málinu. Hvorki fleiri né færri en 28 menn og konur hafa boðið sig fram gegn Tiberi í 5. hverfi. Og ekki eru allir Jean Tiberi, borgarstjóri Parísar, og Xaviere, eiginkona hans, á göngu um vígi sitt í 5. hverfi frönsku höfuðborgarinnar. Tiberi þarf að slást við á þriðja tug frambjóðenda í kosningunum um helgina. Símamynd Reuter úr röðum stjórnarandstæðinga, heldur er þar að finna samflokks- menn Tiberis úr gaullistaflokknum. Xaviere, eiginkona borgarstjórans, er líka bálreið og sakar andstæð- inga manns síns um samsæri gegn honum. „Allar þessar árásir á fjölskyldu okkar eru ekki runnar undan rifj- um stjórnarandstöðunnar, heldur eru upphafsmenn þeirra í okkar eig- in herbúðum. Vinstriflokkarnir gera sér bara mat úr þeim. Það þarf ekki að fara mjög langt til að finna aðalsökudólginn. Það nægir að skipta um hverfi,“ sagði Xaviere Tiberi nýlega, konan sem Korsíku- búar í París kalla bakarakonuna frá Corte. Ráðherra sendi þyrlu upp í Himalajafjöll Þar átti hún við 13. hverfið og Jacques Toubon, dómsmálaráð- herra í stjórn Alains Juppés. Skoð- anakannanir benda til að gaullistar kunni að tapa 11 þingsætum af því 21 sem þeir hafa í París. Meðal fórn- arlambanna, ef eitthvað er að marka kannanirnar, verður enginn annar en áðurnefndur Toubon. Hann reyndi þó árangurslaust að koma Tiberi til hjálpar með því að reyna að stöðva rannsókn á högum hans. í því skyni sendi Toubon meira að segja þyrlu upp í Himala- jafiöll til að leita þar að frönskum saksóknara í fríi. Lyne Cohen-Solal, helsti keppinaut- ur Tiberis, borgarstjóra í París, um þingsæti 5. hverfis. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, réðst gegn pólitískri spillingu á aðalkosningafúndi sínum í höfuð- borginni um daginn þar sem fimm þúsund ungmenni voru saman kom- in. „Spilling, hneykslismál og leyni- leg fiármögnunarkerfi hafa gert Par- ís að einkaeign hinna fáu frá árinu 1977,“ sagði Jospin. Chirac varð borgarstjóri Parísar árið 1977. Fáir frambjóðendur gaullista vilja láta sjá sig með Tiberi. Flokk- urinn hefur forðast að efna til stórra útifunda í París þar sem Ala- in Juppé forsætisráðherra yrði að koma fram með borgarstjórann sér við hlið. Pierre Mauroy, borgar- stjóri í Lille og einn helsti foringi sósíalista, tók hins vegar í höndina á Tiberi um daginn. Mauroy var í fylgd Cohen-Solal á kosningaferða- lagi hennar um 5. hverfið. Tiberi var mjög ánægður með handaband- ið, enda þótti honum það sanna að hann væri ekki úrhrak i frönskum stjómmálum. Stolt baráttukona sósíalista Tiberi hefur setið á þingi frá ár- inu 1968 og skoðanakannanir benda til að hann sé ekki á fórum. Hins vegar stefnir allt í að hann verði aö beijast gegn Lyne Cohen-Solal í síð- ari umferðinni. Það yrði nokkur nýlunda þar sem Tiberi hefur alltaf fengið meira en helming atkvæða í fyrri umferðinni og þar með náð kjöri. „Ég er stolt yfir því að taka þátt í baráttu sósíalista gegn RPR-kerfinu sem hefur lengi verið við lýði í Par- ís,“ sagði Cohen-Solal í samtali við Reuters fréttastofuna Aðspurð um hvað henni fyndist um að berjast gegn frambjóðanda sem hefði jafnmikil ítök og Tiberi, sagði Cohen-Solal: „Þetta hljómar kannski undarlega en það er ekki svo erfitt af því að almenningur er vel upplýstur og hann hefur heyrt um hneykslismálin sem kjömir full- trúar í París eru flæktir í.“ Chirac hefur staðið með Tiberi, þrátt fyrir háværar kröfur um að honum verði vikið úr embætti. For- setinn gerir sér líka ljósa grein fyr- ir því að Tiberi heldur uppi merki kerfis sem hann kom sjálfur á lagg- irnar fyrir átján ámm þegar hann var borgarstjóri. Eina nýmælið sem Tiberi hefur staðið fyrir á tveggja ára borgar- stjóraferli sínum er afmörkun sér- stakra hjólreiðabrauta á helstu göt- um borgarinnar. Þá stendur til að takmarka umferð bíla þegar loftm- engun fer yfir ákveðin hættumörk. Því hefur þó ekki verið hrint í fram- kvæmd. Tiberi sagði fréttamönnum sem ræddu við hann á göngu um hverf- ið sitt fyrir skömmu að árásirnar á sig væru ömurleg pólitísk belli- brögð til að beina athygli kjósenda frá öllu því sem hefði misfarist hjá sósíalistum á fiórtán ára forsetaferli Francois Mitterrands. Hann nefndi sérstaklega símahleranir hjá mörg- um framámönnum í frönsku þjóð- lífi. „Sósíalistar, sem hafa skaðað Frakkland svo mikið, eiga ekkert með að segja mönnum til í siðferði- legum efnum,“ sagði Tiberi og ítrek- aði að samherjar hans hefðu ekki yfirgefið hann. „Þvert á móti. Ég nýt meiri stuðn- ings en nokkru sinni,“ sagði Jean •Tiberi, borgarstjóri Parísar og syndaselur gaullistaflokksins. Byggt á Reuter og Le Nouvel Observateur. 1 £ Hún skartgrípi frá Silfurbúðinni frh SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - Einstakt tækifæri Kawasaki Z1-900, árgerð 1973, býðst nú til sölu. Hjólið er sérlega glæsilega uppgert og mikið krómað. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í síma 564-4716. y •v> 'o i S?//i ^ootafyl: AFYLLTAR BRAUÐSTANGIR Og svo eru það líka brauðstangirnar með kryddi og þremur tegundum af osti ofan á. g 533 2000 Hótel Esja • Kringlan Ekki biæs byrlega fyrir gaullistum í höfuðborg Frakklands:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.