Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Síða 34
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
42
&idge
Kjördæmamót BSÍ 1997:
Norðurland eystra sigraði
Kjördæmamót Bridgesambands-
ins var að þessu sinni spilað á
Siglufirði og var mótið aldrei þessu
vant tvisýnt og spennandi. Sveit
Norðurlands eystra fór þó með sig-
ur af hólmi enda skartaði sveitin
fjórum nýkrýndum íslandsmeistur-
Umsjón
— Stefán Guðjohnsen
um, Antoni, Sigurbimi, Pétri og
Magnúsi. Einnig kom þar að verki
framkvæmdastjóri Bridgesam-
bandsins, Jakob Kristinsson, banda-
rískur leiftur-lifemaster með meiru.
Fleiri góðir bridgespilarar stóðu að
sigrinum, enda leyfilegt að nota 24
spilara, þó ekki nema 8 frá sama
bridgefélagi á svæðinu.
Austfjarðakjördæmi varð í öðra
sæti en sveit Reykjavíkur varð að
láta sér lynda þriðja sætið. Sveit
Reykjaneskjördæmis varð í fjórða
sæti, sveit Suðurlandskjördæmis í
fimmta, sveit Norðurlands vestra í
sjötta, sveit Vesturlandskjördæmis í
því sjöunda og Vestfirðingar ráku
lestina.
Mér hefur í gegnum árin þótt
hlutur Reykjavíkur frekar rýr, sér-
staklega sé tekið tillit til þess að
landslið okkar era undantekningar-
lítið skipuð spiluram frá Reykjavík.
Þeir sjást hins vegar sjaldan í kjör-
dæmamótum, hverju sem um er að
kenna.
Ertu mei vandamál í harsuerii ?
Reyndu BIO+ finnsku hársnyrtivörurnar.
Pær virka gegn:
PSORIASIS
EXEMI
FLÖSÍI
SKÁN
KLÁÐA
HÁRLOSI
BIO+ frábær lausn á
vandamálum í hársverði.
Sölustaðir: Apótek og hársnyrtistofur
Hvammstangahreppur
Á Hvammstanga eru eftirtalin störf
laus til umsóknar:
Grunnskóli Hvammstanga
íþróttakennari og almennur kennari. íþróttir, heimilisfræði, tölvufræði, tón-
mennt o.fl.
Leikskólinn Ásgarður
Leikskólakennari eða starfsmaður með sambærilega menntun eða starfs-
reynslu.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri grunnskólans, S: 4512417, leikskóla-
stjóri, s. 4512343, og sveitarstjóri, s. 4512353. Umsóknarfrestur ertil 30.
maí nk. Umsóknir berist til skrifstofu Hvammstangahrepps, Klapparstíg 4,
530 Hvammstanga, fax. 4512307.
Hvammstangi er vaxandi bær miösvæöis á milli Akureyrar og Reykjavikur, og
samgöngur greiöar. Hvammstangi er ekki á jaröskjálftasvæöi né snjóflóöa-
hættusvæöi. Á Hvammstanga er mjög fjölbreytt þjónusta, atvinnulff og félags-
Iff. Hvammstangi er þvf kjörinn staöur til búsetu.
Velkomin á Hvammstanga
ER GRASIÐ GRÆNNA
HINUMEGIN VIÐ HÓLINN?
VIÐ LEYSUM MÁLIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ ÚÐA
FLJÓTANDI NÆRINGU* Á GRAS OG
RUNNA
BJÓÐUM EINNIG UPP Á:
• MOSAEYÐIN GU
• EYÐINGU ÁILLGRESI
• TRJÁÚÐUN
• EITRUN FYRIR ROÐAMAUR OFL.
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
' iTilþrifvhf
GARÐAÞJÓNUSTA
S: 568-3184 OG 897-1092
*GRÓÐURNÆRING ER NOTUÐ Á GÓLFVELLI OG
LISTIGARÐA VÍÐA UM HEIM
En skoðum eitt spil frá mótinu.
Það kom fyrir milli sveita Norður-
lands eystra og Norðurlands vestra
í síðustu umferðinni:
S/0
* AD65
»K65
+ AKG
* 652
é 93
»G102
+ D84
* AD974
N
+ K84
V 83
+ 1096532
* 103
+ G1072
«+ AD974
+ 7
* KG8
A borði 1 í opnum sal sátu n-s
Jakob Kristinsson og Pétur Guð-
jónsson en a-v Jón Sigurbjömsson
og Björk Jónsdóttir.
Sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Norður Austur
2V* pass 2G** pass
3+*** pass 3G pass
pass pass
* Flannery 11-15 HP
** Spyr *** 4-5- 1-3
Ef einhverjir vita ekki hvað
Flannery er þá lofar opnunin fjór-
Jakob Kristinsson, bandarískur leiftur-lifemaster og kjördæmameistari.
Ukák
um spöðum og fimm hjörtum.
Jón spilaði út tígultíu og Jakob
fór inn á hjarta og svínaði spaða.
Hann tók síðan níu næstu slagi og
fékk 460.
í lokaða salnum var mikið mann-
val, m.a. 75% síðasta landsliðs yngri
spilara. Þar sátu n-s Steinar Jóns-
son og Jón Öm Bemdsen en a-v
Magnús Magnússon og Sigurbjöm
Haraldsson.
Suður opnaði á einu hjarta og ICE-
Relay-kerfið náði að stoppa í fjórum
spöðum. Skipting suðurs lá ljós fyrir
og laufútspilið blasti við. Magnús
spilaði því laufatíu og Sigurbjöm tók
drottningu og ás og gaf Magnúsi
stungu. Trompkóngurinn var síðan
fjórði slagur vamarinnar. Einn niður
og 50 í viðbót til Norðurlands eystra.
Það voru 11 impar, leikurinn vannst
25-5 og mótið um leið.
Alþjóðlega Aruna-skákmótið í Kaupmannahöfn:
Dimmblár skuggi yfir glæstum sigri Jóhanns
- Bragi og Guðjón Heiðar skólaskákmeistarar íslands
Meðan Garrí Kasparov glímdi við
ofurkraft tölvunnar Dimmblá í New
York sátu stórmeistaramir Jóhann
Hjartarson og Margeir Pétursson að
tafli í Kaupmannahöfn, þar sem
þeir tóku þátt í alþjóðlegu skákmóti
skákklúbbsins „K-41“. Á mótinu,
sem var af 10. styrkleikafloki FIDE,
tefldu þrtr stórmeistarar, sex alþjóð-
legir meistarar og einn titillaus
skákmaður. Tveir dönsku keppend-
anna, Sune Berg Hansen og Erling
Mortensen, kepptu að því að ná
lokaáfanga að stórmeistaratitli en
til þess þurftu þeir 6 vinninga úr 9
skáikum.
Dönum tókst ekki að fjölga stór-
meisturum sínum á mótinu, sem
sóttu ekki gull í greipar landans.
Margeir varð reyndar að sætta sig
við 50% vinningshlutfall en Jóhann
sigraði glæsilega - varð hálfum öðr-
um vinningi fyrir ofan næsta mann,
sem er dágóð fjarlægð á svo stuttu
móti. Jóhann vann sex skákir og
gerði þrjú jafntefli - við Margeir í 2.
umferð og síðan í tveimur síðustu
skákum sínum.
Lokastaðan varð þessi:
1. Jóhann Hjartarson 7,5 vinning-
ar úr 9 skákum
2. Henrik Danielsen (Danmörku)
6 v.
3. Andrei Sokolovs (Lettlandi) 5,5
v.
4. Ludger Keitlinghaus (Þýska-
landi) 5 v.
5. -6. Margeir Pétursson og Sune
Berg Hansen (Danmörku) 4,5 v.
7.-8. Erling Mortensen og Jacob
Aagard (Danmörku) 4 v.
9. Hillarp-Persson (Svíþjóð) 3 v.
10. Flemming Fuglsang (Dan-
mörku) 1 v.
Jóhann vann flestar skákir sínar
í endatafli, þar sem hann saumaði
jafnt og þétt að mótherjanum. Und-
antekning frá þessu var eftirfarandi
skák, sem tefld var í 7. umferð, þar
sem Jóhann lagði grunn að sigrin-
um í miðtaflinu. Þetta var um
margt dæmigerð skák fyrir
spænska byrjun, þar sem betri
skákmaðurinn yfirspilar þann veik-
ari í þungri stöðubaráttunni. Þegar
Daninn ætlar að sleppa með skrekk-
inn með lítilli leikfléttu spinnur Jó-
hann laglegan vef og hvitur á sér
ekki viðreisnar von.
Hvítt: Flemming Fuglsang
Svart: Jóhann Hjartarson
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7.
Bb3 0-0 8. c3 d6 9. h3 Bb7 10. d4
He8 11. Rg5 Hf8 12. Rf3 He8 13.
Rbd2
Hvítur sýnir enga linkind og
hafnar þráleik með 13. Rg5. Jóhann
slær ekki hendinni á móti þessum
möguleika, því að jafntefli í skák-
inni hefði tryggt honum sigur á
mótinu.
13. - Bf8 14. a3 g6 15. d5 Rb8 16.
a4
Byrjunartaflmennska hvíts er
ekki mjög sannfærandi, sbr. 14. og
nú 16. leik hans.
16. - Rbd7 17. Bc2 c6 18. c4
bxc4 19. dxc6 Bxc6 20. Rxc4 Dc7
21. Bg5 h6 22. Bd2 Hac8 23. Hcl
Db8 24. Ba5 He6 25. Bc3
Fjórir biskupsleikir í síðustu
fimm leikjum sýna ráðleysi hvíts.
Svartur hefur smám saman bætt
stöðuna.
25. - Da8 26. Rfd2 d5! 27. Rxe5?
Hvítur fómar manni um stundar-
sakir en hefur ekki reiknað afleið-
ingarnar nægilega vel. Nú hefst
hröð atburðarás, sem Jóhann stýrir
listilega. Enn var möguleiki að
halda í horfinu með 27. exd5.
27. - Rxe5 28. exd5 Rxd5!
Nú strandar 29. Hxe5 á millileikn-
um 29. - Rxc3.
29. Bxe5 Hce8 30. Rf3
Leppunin á e-linunni er óþægileg.
Hvítur átti ekki aðra kosti en þenn-
an - svara má 30. Rc4 með 30. - Bg7.
Bd6 40. Bf4 Bxf4 41. Hxf4 Hd5 42.
f3 Hg5+
Freistandi en trúlega er 42. -
Dg3+ 43. Kfl He5! einfaldari leið til
vinnings.
43. Kf2 Dh2+ 44. Ke3 Hc5! 45.
Hc4
Ekki 45. Dxc5 Dgl+ og drottning-
in fellur. Hvítur hefur afstýrt því að
verða mát en situr von bráðar uppi
með gjörtapað endatafl.
45. - De5+ 46. Kf2 Hxc4 47.
Dxc4 Dxb2+ 48. Kg3 De5+ 49. Kf2
Da5 50. Db3 Dc5+ 51. Kg3 Dd6+
52. Kg2 h5 53. Dc4 Dd2+ 54. Kg3
Del+ 55. Kg2 a5 56. Dc8+ Kg7 57.
Dc3+ Dxc3
Umsjón
Jón LÁrnason
Aftur eini leikurinn en nú fer
uppskerutíminn í hönd.
31. - Bxf3 32. gxf3 Hd8! 33. Bd2
Hxel+ 34. Dxel Rxc2 35. Hxc2
Dxí3 36. Hc3 Dd5! 37. Hc2
Þvingað - ef 37. Be3 þá 37. - Bb4
o.s.frv.
37. - Dd3! 38. Dcl Dxh3 39. Hc4
- Síðasti leikur hvíts flokkast
undir danska kímnigáfu og eftir að
hafa séð mótleik svarts gafst hann
upp með bros á vör.
Bragi og Guðjón Heiðar
Islandsmeistarar
íslandsmótinu í einstakl-
ingskeppni í skólaskák, sem fram
fór á Akranesi, lauk með sigri
Braga Þorfinnssonar í eldri flokki
og Guðjóns Heiðars Valgarðssonar í
yngri flokki. Þeir eru því íslands-
meistarar í skólaskák 1997.
Bragi sigraði glæsilega í eldri
flokki, vann allar skákir sínar 11 að
tölu. Þetta er frábær árangur hjá
Braga, ekki síst þar sem mótið var
mjög vel skipað. Davíð Kjartansson
varð í 2. sæti með 9 vinninga, Berg-
steinn Einarsson varð í 3. sæti með
8,5 v. og 4.-5. sæti deildu Hjalti Rún-
ar Ómarsson og Stefán Kristjánsson
með 7 v. Þeir era allir úr Reykjavík,
nema Hjalti Rúnar, sem býr í Kópa-
vogi.
Guðjón Heiðar hlaut 9,5 v. af 11
mögulegum í yngri flokki. Næstur
kom Halldór Brynjar Halldórsson,
Norðurlandi eystra, og siðan komu
Birkir Örn Hreinsson, Reykjavík,
og Bjöm ívar Karlsson, Suðurlandi,
sem fengu 8 v.