Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 47
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 55 Til hamingju með afmælið 25. maí 85 ára Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdótt- ir, Gullsmára 11, Kópavogi. 80 ára Sigurpáll Ámason, Furulundi 6, Varmahlíð. Þórður Arason, Sléttuvegi 13, Reykjavík. 75 ára Gyða Amórsdóttir, Þorragötu 9, Reykjavík. 60 ára Guðjón Sveinsson, Ásvegi 19, Breiðdalsvík. Sólveig Jóhannsdóttir, Ljósheimum 18a, Reykjavík. 50 ára Helga Kristinsdóttir, Víðinesi II, Hólahreppi. Jóndóra E. Jónsdóttir, Stuðlaseli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheim- ili Seljakirkju á afmælisdag- inn, milli kl. 16 og 19. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Dísarási 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sig- urjón Bolli Sigurjónsson. Þau verða með opið hús í Sunnusal Hótel Sögu á afmælisdaginn, milli kl. 17 og 19. Helga Friðbjömsdóttir Skógarstíg 1, Varmahlíð. Walter Lesley, Reykjanesvegi 2, Njarðvík. Elín Agnarsdóttir, Garðsenda 17, Reykjavík. 40 ára Erna Stefánsdóttir, Bakkavegi 14, Hnífsdal. Pétur Óli Þorsteinsson, Flúðaseli 74, Reykjavík. Þorsteinn G. Benediktsson, Vesturvangi 36, Hafnarfirði. Þórarinn Örn Hallgrímsson, Ásbraut 11, Kópavogi. Öm Guðmundsson, Hlaðhömrum 18, Reykjavík. Karitas Hrönn Hauksdóttir, Bjamastaðavör IV, Bessastaða- hreppi. Marc Einar Jóhannsson, Laugavegi 140, Reykjavík. Anna Heiðrún Jónsdóttir, Höíðabraut 14, Akranesi. Emelía Jóhannsdóttir, Helgamagrastræti 7, Akureyri. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000 María Jóhannsdóttir María Jóhannsdóttir, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Flat- eyri, Eyrarvegi 9, Flateyri, verður níræð á morgun. Starfsferill María fæddist að Hólmum í Reyðarfirði og ólst þar upp til sex ára aldurs en síðan á Flateyri. Að loknu skyldunámi stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reykja- vík og við kvennaskóla í Noregi. María vann við talsímaaf- greiðslu á Flateyri og tók við starfi stöðvarstjóra af móður sinni 1942. Hún var stöðvarstjóri Pósts og síma þar til hún lét af störfum vegna aldurs 1977. María hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum á Flateyri frá ungum aldri. Hún er nú heiðursfélagi kvenfélagsins Brynju, en var for- maður félagsins í sautján ár. María starfaði auk þess í slysavarnadeild- inni Sæljós, Rauða kross-deildinni á Flateyri og var einn af stofnend- um Leikfélags Flateyrar. Hún hef- ur tekið virkan þátt í tónlistarlífi á Flateyri frá æskuárum, aðallega sem undirleikari. Hún starfaði með kirkjukór Flateyrar um árabil og var orgelleikari við Flateyrar- kirkju. María hefur búið á Flateyri óslit- ið frá því hún fluttist þangað 1913. Fjölskylda María giftist 29.9. 1938 Kristjáni Ebenezerssyni, f. 18.10. 1897, d. 8.3. 1947, skipstjóra. Hann var sonur Ebenezers Sturlu- sonar, skipstjóra á Flat- eyri, og k.h., Friðriku Halldórsdóttur, húsmóð- ur frá Hóli á Hvilftar- strönd í Önundafirði. Börn Maríu og Krist- jáns eru Jóhanna Guð- rún, f. 11.3. 1941, nú sér- kennsluráðgjafi við Skólaskrifstofu Vestfjarða, áður kennari og skóla- stjóri við Öskjuhlíðarskóla í Reykja- vík, var gift Erlingi E. Halldórssyni rithöfundi en þau skildu og eiga þau tvö börn; Einar Oddur, f. 26.12. 1942, alþm., kvæntur Sigrúnu Gerði Gísla- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú böm. Börn Jóhönnu Guðrúnar og Erl- ings eru Kristján, kvæntur Lesley Wales og eru dætur þeirra Jóhanna Guðrún og Katherine Barbara; Vig- dís, gift Bjarna Harðarsyni skipstjóra en dóttir þeirra er Júlía Ósk, auk þess sem Vigdís á dótturina Maríu Rut frá þvi áður. Börn Einars Odds og Sigrúnar Gerðu eru Brynhildur, nemi við HÍ; Kristján Torfi, nemi í MH; Teitur Björn, nemi í MR. Systkini Maríu; Mar- grét, f. 1904, var gift Hallgrími Tulinius stór- kaupmanni; Torfi, f. 1906, lögfræðingur, var kvæntur Ólöfu Jónsdótt- ur frá Seglbúðum; Björn, f. 1911, verslunar- maður, var kvæntur Helgu L. Craig. Fóstursystur Maríu voru Jakobína Gríms- dóttir, húsfreyja að Burstarfelli í Vopna- firði; Ingibjörg Thorarensen, hús- freyja á Flateyri og í Reykjavík. Systkini Maríu og fóstursystur eru öll látin. Foreldrar Maríu: Jóhann Lúter Sveinbjarnarson, f. 9.3. 1854, d. 11.9. 1912, prestur að Hólmum í Reyðar- firði, og s. k. h., Guðrún Torfadóttir, f. 2.10. 1872, d. 7.8. 1956, húsfreyja að Hólmum í Reyðarfirði og símstöðvar- stjóri á Flateyri. Ætt Jóhann Lúter var sonur Svein- bjarnar Magnússonar, b. í Skáleyj- um, og Maríu Jónsdóttur, Ólafsson- ar, bónda í Látrum, og k. h., Stein- unnar Guðbrandsdóttur. Sveinbjörn var sonur Magnúsar Einarssonar og k. h., Sigríðar Einarsdóttir, systur Þóru, Guðmundar og fleiri barna hjónanna Einars Ólafssonar og k. h., Ástríðar Guðmundsdóttur er bjuggu í Skáleyjum. Alsystir sr. Jóhanns var Sigríður á Hvilft, amma Gunnlaugs Finnssonar og þeirra systkina. Jó- hann Lúter var fyrst aðstoðarprestur að Hrafnagili í Eyjafirði, en prestur og síðar prófastur að Hólmum í Reyðarfirði til dauðadags. Guðrún var fædd og uppalin á Flateyri. Hún var dóttir Torfa Hall- dórssonar, skipherra og skólastjóra fyrsta íslenska sjómannaskólans, og konu hans, Mariu Össurardóttur.' Þau hjón voru bæði af vestfirskum ættum, Torfi fæddur að Amarnesi, Dýrafirði, og María fædd að Bæ, Súg- andafirði (Arnardalsætt/Vigurætt). Guðrún lauk handavinnukennar- anámi í Noregi 1897. Hún var sím- stöðvarstjóri á Flateyri 1913-1942. Systkini Guðrúnar voru: Páll „at- hafnaskáld", er dvaldist lengst af í Kaupmannahöfn. Halldór, læknir, er fluttist vestur um haf; Kristján, fram- kvæmdastjóri á Sólbakka, Flateyri; Ástríður, hjúkrunarkona, Sólbakka; Ásgeir, skipstjóri á Sólbakka; Ólafur, verslunarm. á Sólbakka, og Sigríður Elín, húsmóðir. María tekur á móti gestum í mat- sal Kambs á Flateyri kl. 15.00 á af- mælisdaginn. María Jóhannsdóttir. Dr. Gwyn Jones, fyrrv. prófessor í Wales, til heimilis að Castle Cottage, Sea View Place, Aberystwyth, Cer- edigion, SY23 IDZ, er níræður í dag. Starfsferill Dr. Jones lauk BA-prófl frá Uni- versity of Wales 1927 og MA-prófi það- an 1929. Dr. Gwyn var skólastjóri á árunum 1929-35, lektor við University College of South Wales í Cardiff 1935-40, pró- fessor í ensku og bókmenntmn við University College of Wales, Aber- Fréttir Gwyn Jones ystwyth 1940-64 og við University College í Car- diff, 1965-76. Þá var hann Ida Beam gistiprófessor við Iowa University 1982. Dr. Gwyn hefur um árabil verið einn virt- asti fræðimaður Breta í menningarsögu víkinga og í íslenskum fornrit- um en meðal rita hans um þau efni má nefna Kings, Beasts and Her- oes, útg. 1972; A History Gwyn Jones. og the Vikings, útg. 1984, og The Norse Atl- antic Saga, útg. 1986. Hann hefur þýtt fjölda íslendingasagna, s.s. Egilssögu og Vatns- dælasögu, og fjórar ís- lendingasagna sem komu út undir titlinum Four Icelandic Sagas, Hrafnkelssögu Freys- goða, Kjalnesinga sögu, Þorsteins sögu hvíta og Vopnfirðingasögu. Þá er Mesta athygli vakti glæsilegt brúðarpar. DV-myndir Melkorka Glæsisýning í Búðardal Gestum á Jörvagleði i Dölum kom án efa mest á óvart glæsileg hár- greiðslu- og förðunarsýning í umsjá Jóhönnu B. Einarsdóttur og Sigrún- ar Evu Þórisdóttur frá Hárhúsi Hönnu í Búðardal og Önnu Lísu Hilmarsdóttur sem sá um förðun. Módelin, sem sýndu, voru 19 og með umsjónarfólki og kynni tóku alls 24 þátt í sýningunni. Tæplega 300 manns sóttu kvöldskemmtunina og að henni lokinni var stórdansleikur með hinni vinsælu hljómsveit Pöp- unum og hann sóttu hátt í 400 manns. MB hann þýðandi Eiríkssögu rauða og átta annarra íslendingasagna sem út komu undir heitinu Eirik The Red‘ and Other Icelandic Sagas í bóka- flokknum World’s Classics á vegum Oxford University Press. Dr. Jones var formaður Viking Society for Northern Research 1950-52 er meölimur Arts Council for Great Britain og formaður The Welsh Arts Council 1957-67. Hann er heiðursdoktor í bókmenntum við University of Wales frá 1977; Uni- versity of Nottingham frá 1978 og University of Southhampton frá 1983. Hann var sæmdur riddara- krossi íslensku fálkaorðunnar 1963, er stórriddari breska heimsveldisins frá 1965, voru veitt Christian Gauss- verðlaunin 1973, og var sæmdur stórriddarakrossi íslensku fálkaorð- unnar 1987 fyrir fræðistörf sín er lúta að íslenskri menningu og forn- ritum. Eiginkona hans er Mair Jones. Útfararstofa Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar Stofnuð 1899 D.H. Osvaldsson Vesturhlíð S. 551-3485 (Sólarhringsþjónusta) í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.