Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. JUNI1997 15 Ég hef lengi þráð að eignast gúmmískó en ekki látið það eftir mér. Þegar rætt er um gúmmískó koma aðeins til greina þessir með hvítu botnunum. Ég átti svona skófatnað sem strákur í sveit en síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í sönglagatext- anum. Gott ef þessir gúmmískór voru ekki búnir til í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía en er nú skipt upp í tvö ríki, Tékkland og Slóva- kíu. Gúmmískólegt land Ekki veit ég i hvoru landinu gúmmískórnir eru búnir til. Miðað við útlit þeirra og tískustuð- ul finnst mér þó líklegra að þeir séu búnir til í Slóvakíu. Ég ók í gegn- um bæði þessi lönd í fyrrasumar. í mínum huga er enginn vafi á því að Slóvakía er gúmmískólegra land en Tékkland. Tékkar eru óðum að verða vestræn- ir svo lítinn mun sér á þeim og nágrönnum þeirra Þjóðverjum. Allt var austur-evrópskara að sjá í Slóvakíu. Þróun- in hefur greinilega geng- ið hægar þeim megin. Peningarnir eru nær þýsku landamærunum. í okkar augum hefur austur-evrópsk fram- leiðsla þótt heldur púka- leg. Það er ekki fjarri lagi að sú lýsing eigi við gúmmískóna með hvítu botnunum. Þeir hafa verið eins í áratugi og verða það væntanlega um ókomin ár. Enda er engin ástæða til þess að breyta því sem er vel lukkað þótt eflaust megi halda því fram að vam- ingurinn sé hallærisleg- ur miðað við vestrænt gildismat. Ómetanlegt kaupamönnum Þegar ég fór sem kaupamaður í sveitina mátti treysta því að nýir gúmmískór væru í far- angrinum. Það gljáði á svart gúmmíið og legi skófatnaður nánast horfinn. Bændur gengu á fínni skóm en þetta inn í fergusonana og kaupamenn í sveit gengu um í körfu- boltaskóm með loftbotnum. Tékknesku gúmmískórnir stóðust engan samanburð og urðu undan að láta um hríð. En fínir strigaskór með loftbotnum hafa þann ókost að þá þarf að reima. Það er vont í hröðum skiptingum í sveitinni þótt menn láti sig hafa það á mölinni. Því lifn- uðu gúmmískórnir við. Þeir sjást nú aftur á fótum ungmenna og fá þá skil- greiningu tískufrömuða að vera sæt-ljótir. Þeir eru púkó sem forðum og svo hallærislegrir að þeir eru komnir yfir strikið. Um leið og slíkt gerist verður fint að klæðast búnaðinum. Strákar og stelpur í sveit og bæ láta því sjá sig í hvít- botnuðum túttunum á ný. Uppreisn æru Yngri dóttir okkar hjóna, sem er á besta gúmmískó- aldri, á svona skó og elskar þá ekki síður en faðir henn- ar þegar hann var á sama aldri. Hún fer stundum að hitta afa og ömmu í sumar- bústaðnum og þá eru túttu- skómir nauðsynlegir. Afar hennar báðir, miklir sum- arbústaðamenn, eiga líka sitt parið hvor af þeim hvít- botnuðu. Þeir eru kátir með bomsurnar þótt því verði ekki neitað að þeir fara stelpunni betur. Annar af- inn á líka aðra gerð af gúmmískóm. Þeir eru froskagrænir og í laginu líkt og afskorin stigvél. Með fullri virðingu fyrir fram- leiðendum þeirra þá stand- ast þeir engan samanburð við þá tékknesku. Fulla uppreisn fengu gúmmískornir þó dag nokkurn þegar ég mætti tengdamóður minni og mágkonu austur í sveit, báðum á gúmmískóm. Þá áttaði ég mig á að gúmmí- skómir voru ofan á. Ég sá ekki annað en þær gengju um kinnroðalaust í túttu- skóm. Að nafninu til voru þær að setja niður kartöflur en þó frekar að spranga um í glansandi nýjrnn skónum. Skómir hólkuðust svolitið á frúnum þar sem þær voru ósnertan hvítan botninn. Það var því tilhlökkun að prófa skóna. Með eðlilegri notkun í sveitinni urðu þeir þó fljótt mattir og gúmmíið gráleitt. Hvítu botnamir gulnuðu og mynstrið eyddist. En notagildið hélst. Aðalkosturinn við það að eiga gúmmískó er hve auðvelt er að fara í þá og úr. Sá kostur er ómetanlegur kaupa- mönnum í sveit. Það er ekki gert ráð fyrir því að þeir gangi til eld- húss eða stofu i útiskóm, nýkomn- ir úr fjósi eða fjárhúsi. Þegar ég var í sveitinni vom allir strákar og flestir bændur á gúmmískóm. Mér fannst þá að gúmmískór væru fyrir stráka frekar en karla. Þeir fóm betur á smærri fótum en fullvöxnum. Gúmmískór með hvítmn botnum, númer 44-46, em ekkert sérstak- lega sexí. Þess vegna hef ég ekki látið þann draum minn rætast að kaupa gúmmískó eftir að ég komst á fullorðinsár. Með ullarsokkum Ullarsokkar fylgdu gjarnan notkun þessa hentuga skófatnað- ar. Því þurftu gúmmískómir að vera vel rúmir. Þá þótti betra að gyrða buxnaskálmamar með ull- arsokkunum. Þá fyrst var hægt að bregða sér af bæ. Ekki veit ég hvort þessi háttur var hafður á í Tékkóslóvakíu forðum en vel fór þetta leggjum íslenskra bænda og gerir enn. Á ferð minni um Slóvakíu i fyrra man ég ekki til þess aö hafa séð bónda á hvit- botna gúmmískóm og því síður í Tékklandi. Vera kann að skómir séu eingöngu til útflutnings. ís- lendingar hafa hrifist af þessum búnaði og frést hefúr af hvítbotna gúmmískóm í búðarglugga i Fær- eyjum. Sambúðarslit Ég og allir jafhaldrar mínir gengum á gúmmískóm. Ekki bara í sveitinni heldur líka þegar heim kom. Á ákveðnum tímapunkti æv- innar kom þó að því að menn slitu sambúðinni við gúmmí- skóna. Það gerðist snögglega og Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri var talið algerlega nauðsynlegt. Þetta var þegar menn höfðu lokið bamaskólaprófi í 12 ára bekk og hófu nám að hausti i gagnfræða- skóla. Fyrstu dagana í gagnfræða- skólanum mátti sjá slatta af gúmmískóm utan skólastofunnar. Þeim fækkaði þó ört og þegar vika var liðan af skólavist var enginn strákur lengur á gúmmískóm. Og stökkið var líkt og frá tertíertíma- bilinu til nútíma. Menn fóm beint úr ullarsokkunum og gúmmískón- um í támjóa bítlaskó, helst háhæl- aða. Rúskinnsskór vom og gjald- gengir. Gúmmískómir vora algerlega forsmáðir þótt þeir væru heitt elskaöir fyrr. Sveinar á þrettánda ári vora ekki tilbúnir til þess að taka þeirri striðni sem fylgdi því að ganga á gúmmískóm. Þeir vora því lokaðir inni í skáp þar til mæðram sveinanna þóknaðist að henda síðasta parinu. Framhaldslíf túttunnar Ég hef því ekki átt hvítbotna gúmmískó frá því að ég var tólf ára. Um tíma virtist þessi merki- í silkisokkum í túttunum. Það fer ekki saman. Það er sama hversu hlýr sumardagurinn er, ullar- sokkar eiga best við tútturnar. Út úr skápnum? Enn hef ég ekki séð mína eigin frú á túttum en hef hana þó grun- aða um að eiga par í skáp í kjall- aranum. Komi það par út úr skápnum hika ég ekki. Þá skal steðja í nærliggjandi kaupfélag og splæsa í eina hvítbotnaða. Það dugar ekki annað en hafa þá vel stóra, líklega númer 46, svo hægt sé að bregða sér í tútturnar í tvennum ullarsokkum. Támjóir bítlaskór heyra sög- unni til og skítt með rúskins- skóna. Það eru gúmmískórnir sem hafa haldið velli þótt ekki hafi blásið byrlega um hríð. Sennilega þætti púkalegra nú að láta sjá sig á bítlaskóm en túttum. Þær tékknesku, með hvítu botnunum, teljast því sígildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.