Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Síða 16
LAUGARDAGUR 7. JUNI 1997
16
Island og Nepal eru eins og hvítt og svart:
Greiddi már einu sinni viku
- segir Anna Svavarsdóttir, nýkomin úr ævintýraferð
„Þegar maður er búinn að vera í
þessu umhverfi og vinna við þessar
aðstæður í dálítinn tíma hættir
maður að kippa sér upp við hið
óvænta. Ég týndi dýnunni minni í
byrjun febrúar og svaf eftir það
bara á sandinum. Það þýðir ekkert
að vera með eitthvað pjatt þama.
Ætli ég segi nokkuð mjög ósatt þó
ég segi að ég hafi ekki greitt mér
nema einu sinni í viku,“ segir Anna
Svavarsdóttir, 23 ára íslendingur
sem nýkomin er heim af fjögurra
mánaða námskeiði í bátasiglingmn
í Nepal.
Anna vann með Bátafólkinu í
Hvítá sl. sumar og þar kynntist hún
tveimur Nepölum. Hún segir það
síðan einhvem veginn hafa æxlast
lag. Á meðan ég var úti var afar
heitt og gott veður og því notuðumst
við ekki við tjöld, sváfum bara í
svefnpokunum utan dyra.“
Gróf klósettholu1
Á námskeiðinu var Anna í sjö
manna hópi fólks frá ýmsum lönd-
mn. Hún segir að honum hafi bara
verið skellt út á á og þar hafi hann
verið þessa fjóra mánuði. Ár séu
flokkaðar eftir erfiðleikastuðli frá
1-6. Þær sem hafi stuðulinn 6 séu
þær sem enginn fari niður. Komist
einhver niður á verði hún þar með
að á með stuðulinn 5. Anna segir
Hvítá hafa stuðulinn 2-3.
„Þetta voru býsna erfiðar aðstæð-
Á Holy Festival nota innfæddir litaduft í miklu magni, skvetta hver á annan
og gera sér glaöan dag. Félagar Önnu stilltu sér upp á mynd, sumir hverjir
með afar bleikt hár. Anna krýpur fyrir framan og sendir kveðju heim.
þannig að hún ákvað að drífa sig
með þeim út í janúar síðastliðnum.
Viðra fýluna
úr svefnpokanum
Anna kom heim um liðna helgi og
var nýbúin að nudda stírumar úr
augunum þegar DV sló á þráðinn til
hennar á mánudaginn var. Hún var
að „viðra fýluna úr svefnpokanum
og þvo fötin sín“ og reiknar svo með
að halda í Skagafjörðinn þar sem
hún gerir ráð fyrir að vinna við
bátasiglingar á Austari-Jökulsá í
sumar.
„Það er hræðilega erfitt að út-
skýra Nepal. ísland og Nepal era
eins og hvítt og svart, afskaplega
ólík. Samt er sumt svo líkt, hrikaleg
náttúra og óskaplega fallegt lands-
ur og í raun var ég að gera allt aðra
hluti en í bátaferðunum hér heima.
Ég hafði áður komið á þessar slóðir,
þá reyndar bara í skemmtiferð, og
vissi því nokkuð út í hvað ég var að
fara. Á námskeiðinu lærðum við
allt um það hvemig á að panta mat-
inn sem fara á meö og pakka honum
niður í tunnu þannig að hann end-
ist eins lengi og þarf hverju sinni.
Við lærðu að grafa klósettholur,
gera við báta og ýmislegt fleira."
Áin refsar
Aðspurð hvaða gagn hún hafi
haft af þessari ferð segist Anna nú
vera komin með plagg um að hún
geti eitthvað. Þarna hafi hún verið
að vinna verk sem sýni henni að
hún geti unnið undir pressu.
„Maður þarf að vera vakandi fyr-
ir því óvænta. Vaktin stendur allan
sólarhringinn meðan maður þarf að
líta eftir viðskiptavinunum. Ég
lærði margt af því álagi sem starf-
inu fylgdi. Þetta er gott fyrir sjálfs-
traustið en þeir sem ofmetnast
geta verið vissir um að áin refs-
ar þeim,“ segir Anna.
Hún segir að eftir því sem á
námskeiðið í Nepal hafi liðið
hafi hópnum verið falin meiri
og meiri ábyrgð. Prófraun hans
hafi siðan verið að sjá um ferð
hóps viðskiptavina niður á.
Anna segist í raun aldrei hafa
komist í hann krappan enda séu
öryggiskröfur gríðarlega harðar
og miklar hjá þeim fyrirtækjum
sem í þessu standa.
Gíra sig niður
„Við fengum svínslega erfitt
skriflegt próf og þar var spurt
um ótrúlegustu atriði sem okk-
ur fannst ósanngjarnt og smá-
munasamt aö vera að spyrja um.
Það fyndna var síðan að í lokaferð-
inni kom nánast allt það fyrir sem
spurt var um, t.d. hvað maður
myndi gera ef eins metra langt gat
kæmi á bátinn og ekkert efni væri
til viðgerðar. Þessu varð maður að
svara á prófinu og vandamálið urð-
um við síðan að leysa í raun þegar
út í alvörana var komið.“
Anna segir Nepal vera yndislegt
land og fólkið dásamlega afslappað
og gott. Andrúmsloftið sé svo nota-
legt. Allir hluti taki sinn tima og því
sé eins gott fyrir íslendinginn að
gíra sig svolítið niður ætli hann sér
að þrauka á þessum stað.
Margir grétu
Anna viðurkennir fúslega að í
bátasiglingum í Nepal hafi hún
áreiðanlega komist mjög nærri
því sem flesta ævintýramenn og
skrifstofublækur dreymir um.
Hún segir því til staðfestingar að
margt fólk sem fari í þessari
ferðir gráti síðasta daginn. Því
þyki svo miður að ferðin skuli
vera á enda.
„Þegar maður er búinn að
venjast hlutunum í Nepal jafnast
ekkert á við það að dvelja þar.
Maður verður að venja sig við
að einföldustu hlutir geta tekið
ótrúlega langan tíma. Samgöng-
umar era afar frumstæðar og
erfiðar en andrúmsloftið dásam-
legt. Það er kannski ekki fyrir
alla að standa í þessu en ég
kunni því vel að sofa undir ber-
um himni, þvo fötin annað veifið
og greiða mér ef ég mundi eftir því,“
segir Anna sem hefur fengið boð um
að vinna við bátasiglingar í Nepal á
næstu vertíð, eftir að monsúnrign-
ingunum linnir í haust. -sv
Anna Svavarsdóttir er nýkomin heim af nám-
skeiði í bátasiglingum í Nepal. Hún var með
bleikt hár í langan tíma eftir hátíð Nepalbúa þar
sem ungir og aldnir skvetta litadufti hver á ann-
an. Allir nema Ijóshærða stúlkan frá íslandi
náðu að þvo litinn úr hárinu á sér.
Árnar eru sumar hverjar nokkuð erfiðar og þurfa bátsverjar á stundum á allri sinni einbeitingu að halda til þess að
halda fleyinu á réttum kili. Hér er farið niður flúð í Karneli sem kölluð er Gods House.
I
I
habitat
KRINGLUNNI