Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Síða 27
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
27
(sýiðsljós
r
I stuði
með Guði!
Vel á fjórða hundrað unglingar
flugu með breiðþotu Atlanta frá
Keflavík til Akureyrar um síðustu
helgi til að vera viðstaddir „popp-
messu“ í flugskýli Flugfélags Norð-
urlands á Akureyrarflugvelli. Um
var að ræða unglinga af höfuðborg-
Krakkarnir koma út úr breiöþotu
Atlanta. Viö sjáum sr. Vigfús Þór
Árnason í Grafarvogi (þriðji frá
hægri) heilsa upp á koilega sinn,
Svavar Alfreð Jónsson, sem tók á
móti honum í fullum skrúöa.
arsvæðinu sem starfað hafa með
æskulýðsfélögum þjóðkirkjunnar sl.
vetur. Fjöldi jafnaldra þeirra frá Ak-
ureyri og nágrenni fékk að fljóta
Prestar ganga til messu í flugskýl-
inu ásamt biskupnum yfir Islandi,
herra Ólafi Skúlasyni.
með. Ungdómurinn hlýddi á hoð-
skap nokkurra presta, þ.á.m. bisk-
upsins sjálfs, Ólafs Skúíasonar, og
tók síðan lagið við undirleik hljóm-
sveitarinnar Nýrra manna. Uppá-
koman þótti takast vel til en hefði
að sjálfsögðu ekki orðið að veru-
leika nema með stuðningi Amgrims
Jóhannssonar hjá Atlanta, sem sjálf-
ur flaug þotunni norður. Ljósmynd-
ari DV var á staðnum og tók með-
fylgjandi myndir.
Undir leiösögn Arnar Inga fjöllistamanns komu unglingar á Akureyri upp
þessu altari eöa sviöi í flugskýlinu. Þar hófu söngvarar upp raust sína og
guðsmenn boöuöu fagnaöarerindið. DV-myndir gk
Sumarið byrjað hjá Hallbirni í Kántrýbæ:
Dolly er sérstök vinkona mín
DV, Skagaströnd:_____________________
„Sumarið byrjar vel hjá okkur í
Kántrýbæ. Það hefur verið töluverð
umferð síðan við opnuðum núna
fyrir tveimur vikum. Ég held að
þetta verði bara gott sumar,“ sagði
Haflbjöm Hjartarson á Skagaströnd
er við tókum hús á honum fyrir
fáum dögum. Sex ár eru síðan hann
hóf reksturinn aftur eftir afdrifa-
ríka suðurferð þar sem hann lenti í
umferðarslysi.
Útvarp Kántrýbær hefur aukið
styrk sinn en Haflbjöm keypti sendi
að utan til að ná til fleiri hlustenda.
„Veðurfarið spilcir mikið inn í
ferðamannavertíðina, sól og blíða í
aflt sumar er toppurinn. Það vilja
líka margir hlusta á útvarpið okkar
en við útvörpum til hlustenda fimm
daga vikumar," sagði Hallbjöm og
sneri sér að míkrafóninum og
kynnti næsta lag. Vinkona hans
Dolly Parton var sett á fóninn og
skömmu seinna aftur þessi Dolly.
„Jú, Dolly er sérstök vinkona
mín og þess vegna er hún spiluð
mikið,“ sagði Hallbjöm.
-G.Bender
Hallbjörn Hjartarson er bjartsýnn á gott veöur í sumar en Útvarp Kántrýbær
og Kántrýbær eiga hug hans allan þessa dagana. DV-mynd G.Bender
mm
SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 568 9090
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
óW mllí/ hlrrg^
%
Smáauglýsingar
rs-rai
550 5000