Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 30
38
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
A T 1
Fr A
íslenskir flugáhugamenn ætla aö skoöa Airbus-flugvélaverksmiöjurnar. Á myndinni er A3XX risaþotan en Airbus
mun hugsanlega tilkynna um smíöi hennar á Parísaflugsýningunni en þangaö leggja flugáhugamennirnir einnig leiö
sfna.
Alþjóðaflugsýningin i Paris,
Cargolux-flugfelagið og flugvéla-
verksmiðjur Airbus og ATR í borg-
inni Toulouse í Suður-Frakklandi
verða meðal þeirra staða sem ís-
lenskir flugáhugamenn hyggjast
heimsækja í sérstakri hópferð til
Mið-Evrópu dagana 20-24. júní.
Fyrsta flugs félagið, sem er félag
flugáhugamanna, gengst fyrir ferð-
inni og fararstjórar eru þeir Gunnar
Þorsteinsson ritstjóri og Ómar
Ragnarsson fréttamaður, báðir
landskunnir fyrir sína yfirgrips-
miklu þekkingu á flestu er lýtur að
flugmálum.
Flogið verður frá íslandi að
morgni fóstudagsins 20. júní. Þann
dag verður starfsemi Cargolux-flug-
félagsins á Findel-flugvelli skoðuð í
fylgd íslenskra flugmanna hjá félag-
inu. Um kvöldið verður ekið með
rútu til Parísar og þar gist næstu
tvær nætur. „Við höfum einu sinni
áður heimsótt Cargolux og þá var
tekið á móti okkur eins og þjóðhöfð-
ingjum," segir Gunnar Þorsteins-
son. Hann bætir við að í síðustu ferð
hafi farþegum þótt heimsóknin til
Cargolux jafnáhugaverð og sjálf al-
þjóðaflugsýningin í París.
Dagana 21. og 22. júní verður
dvalið í París. Það eru lokadagar al-
þjóðaflugsýningarinnar í París sem
nú er haldin í 42. skipti. Parísarflug-
sýningin er langstærsta og glæsileg-
asta alþjóðaflugsýning í heimi. Að
þessu sinni munu 1.750 fyrirtæki frá
41 landi sýna framleiðslu sína og
reiknað er með yfir 400.000 gesturn
frá 144 löndum til Parísar þá viku
sem sýningin stendur yfir. Sýndar
verða 224 flugvélar af öllum stærð-
um og gerðum og 3-4 klukkustunda
flugsýning verður á hverjum degi.
„Sjón verður sögu ríkari í París
þessa tvo daga og íslendingar fengu
nasasjón af þvi í frægum sjónvarps-
þætti sem Ómar Ragnarsson gerði
um sýninguna árið 1995.“
Airbus-verksmiðjurnar
Um kvöldið þann 22. júní verður
haldið til borgarinnar Toulouse í
Suður-Frakklandi en hún er gjarnan
nefnd hátækniborg Evrópu. Þar eru
Airbus-flugvélaverksmiðjurnar þar
sem smíðaðar eru samnefndar far-
þegaþotur og ATR-verksmiðjumar,
sem smíða 40-70 sæta skrúfuþotur.
„Okkur hefur verið boðið að eyða
einum degi í þessum heimsþekktu
flugvélaverksmiðjum og ekki mun
veita af, því margt áhugavert er að
sjá í jafnhátæknivæddri iðngrein og
flugvéMramleiðsla er,“ segir Gunn-
ar. Síðdegis þennan sama dag held-
ur hópurinn til Lúxemborgar og þar
verður gist um nóttina.
Fyrir hádegi þann 24. júni gefst
farþegum kostur á að versla í Lúx-
emborg en haldið verður til íslands
skömmu eftir hádegið.
„Þetta verður sérstök og fjölbreytt
ferð. Við bjóðum í einum pakka
skoðunarferð um flugfélag sem ís-
lendingar hafa alltaf haft taugar til,
stærstu alþjóðaflugsýningu í heimi
og skoðunarferð um tvær af þekkt-
ustu flugvélaverksmiðjum heims.
Þetta er áhugaverður kostur sem ís-
lenskum ferðamönnum býðst afar
sjaldan og þvi er rétt að láta hann
ekki fljúga frá sér,“ segir Gunnar að
lokum.
Ferðin er opin öllum og mun
kosta 45.000-50.000 krónur en endan-
legt verð liggur ekki fyrir þegar
þetta er skrifað. Unnt er að greiða
ferðina með raðgreiðslum. Frekari
upplýsingar um ferðina gefur
Fyrsta flugs félagið í síma 561 2900
eða símboða 846 0490, alla daga vik-
unnar frá kl. 9 til 22.
-ÍS
Nokkurgóð
ráð fyrir
ferðamenn
Ekki treysta myndum í aug-
lýsingabæklingum. Myndir
ljúga oft og glamúrinn og flott-
heitin eru ekki eins mikil þeg-
ar á staðinn er komið og
myndirnar sína. Þetta á sér-
staklega við þegar bóka á gist-
ingu á hóteli.
Taktu verðmæti og hluti
sem þú getur ekki verið án
meö þér í handfarangur þegar
þú tékkar þig inn í flugvél.
Þetta á t.d. við um dýrar
myndavélar, kreditkort, lyf,
gleraugu, linsur o.fl.
Ekki kaupa hluti sem eru
þungir og erfitt að bera. Á
löngum ferðalögum er þreyt-
andi aö þurfa að burðast með
mikinn farangur.
Nauðsynlegt er að fylgjast
vel með að áætlunartími flug-
vélar standi. Það er leiðinlegt
að þurfa að bíða timunum
saman eftir flugi og jafhvel er
enn leiðinlegra að koma of
seint og missa af flugvélinni.
Sól án áfengis
Ný ferðaskrifstofa, ÍT-
ferðir, sem sérhæflr sig í
ferðalögum iþróttahópa
ásamt frí- og skemmtiferð-
um fyrir alls konar sér-
hópa, ætlar að bjóða
óvenjulegar sólarlandaferð-
ir í sumar og haust. Margar
fjölskyldur, félagar, pör,
vinir og fleiri kjósa að eyða
frítíma sínum, innan lands
sem utan, án áfengis og
annarra vímuefna. Því ætla
ÍT-ferðir að bjóða upp á
ferðir við þeirra hæfi.
Fyrsta ferðin er fyrirhug-
uð 10.-17. júní ef næg þátt-
taka fæst og er fórinni heit-
ið til Mallorca. Flogið verð-
ur í beinu leiguflugi Sam-
vinnuferða-Landsýnar,
samstarfsaðila ÍT, og gist á
góðu íbúðahóteli á Cala
d’Or. Boðið er upp á fræð-
andi skoðunarferðir á aðra
staði en hingað til hefur
tíðkast hjá íslenskum ferða-
skrifstofum, farið saman út Þaö er enginn vandi aö skemmta sér í sólinni án
að borða á kvöldin og margt áfengis.
fleira. Sneitt verður hjá
áfengistengdu umhverfi en
í staðinn blandað geði við
íbúa Mallorca.
Læknatúlkur og reyndur
áfengisráðgjafi verða á
staðnum, einnig reynslu-
mikill fararstjóri. Þeir
gista með hópnum og
verða alltaf til taks. Aðeins
25 sæti verða í boði í júní-
ferðina, en fleiri í ferðun-
imi sem ráðgerðar eru í
haust. Verðið er krónur
39.700 miðað við 4 saman í
tveggja herbergja íbúð. Við
þetta bætist flugvallar-
skattur, 2.440 krónur. Fjöl-
skylduverð 35.700 miðað
við 2 fullorðna og 2 börn.
Innifalið í þessum verðum
er flug Keflavík-Palma-
Keflavík, akstur mflli flug-
vallar og hótels, gisting,
sérhæfð fararstjórn, ráð-
gjöf og fundir á staðnum.
-ÍS
Starfsmenn samgöngufyrir-
tækja hjá hinu opinbera á Ítalíu
fóru í sólarhringsverkfall í síð-
ustu viku og lamaði það mest-
allt samgöngukerfi stærstu
borga landsins. íbúar þurftu að
treysta á einka- og leigubifreið-
ar og allsherjar öngþveiti skap-
aðist á meðan á verkfallsað-
gerðum stóð.
Neyðarþjónusta
Um síðustu helgi var aðeins
starfrækt neyðarþjónusta í
belgískum sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum vegna
verkfalls lækna þar í landi.
Samningur
Yfirvöld í Hong Kong og á
Filippseyjum hafa náð sam-
komulagi um að viðhalda öllu
tengiflugi á milli landanna
þrátt fyrir aö Kínverjar muni
taka í sínar hendur stjóm Hong
Kong frá 1. júlí næstkomandi. Á
síðasta ári ferðuðust 1,7 milljón-
ir manna á flugleiðum land-
anna.
Mánudagur til mæðu
Algjört neyðarástand mynd-
aðist í belgísku borginni Bruss-
el síðastliðinn mánudag þegar
starfsmenn í samgöngumálum
efndu til verkfalls með engum
fyrirvara. Fjöldinn allur af
strætisvögnum, sporvögnum og
neðanjarðarlestum var stöðvað-
ur á punktinum og tugþúsundir
manna lentu í hinum mestu
vandræðum með að komast
Árleg fjölgun
Því er spáð að 230 milljónir
Bandaríkjamanna verði á far-
aldsfæti fram í septembermán-
uð og myndi það vera fjölgun
ferðamanna um 2% frá því í
fyrra. Batnandi efnahagsástand
| í landinu er ein meginástæða
þess að Bandaríkjamenn eru
duglegri að ferðast.
Viðurkenna vandræði
EÁstand í flugmálum í Ind-
landi er með því versta sem ger-
; ist. Mönnum er í fersku minni
eitt mannskæðasta flugslys sög-
unnar í nóvember síðastliðn-
um, nálægt Delhi, þegar tvær
flugvélar rákust saman með
þeim afleiðingum að 349 farþeg-
ar létu lífið. Indversk flugmála-
yfirvöld hafa viðurkennt að síð-
an það slys varð hafi 10 sinnum
legið við árekstri í lofti í ind-
verskri lofthelgi, þar af eitt til-
vik aðeins fjórum dögum eftir
hið mannskæða slys. Lélegum
radarbúnaði og yfirkeyrðum og
illa þjálfuðum flugumferðar-
stjórum er að mestu kennt um
j ástandið.
Hættulegt
Hættulegt er talið að sigla á
gríska Eyjahafinu, nálægt
landamærum Albaníu. Fjöl-
mörg tilvik eru skráð um ferða-
langa sem hafa verið rændir af
albönskum sjóræningjum og
breskur ferðamaður var skot-
• inn til bana í síðasta mánuði í
átökum við sjóræningjana.