Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 33
ú *'%//' LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 Fram undan............. 7. júní Akraneshlaup USK hefst kl. 12.00 á Akratorgi. Vega- lengdir 3,5 km 10 km og hálfmara- þon með tímatöku. Flokkaskipt- ing bæði kyn: 14 ára og yngri (3,5 km) 15 - 39 ára (10 km) 16 - 39 ára (hálfmaraþon), 40 - 49 ára, 50 - 59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar hjá Jóhönnu Hallsdóttur í símum 431 2945 og 431 1301. 11. júní Mini-maraþon ÍR hefst kl. 19.00 við ÍR-heimilið við Skóg- arsel. Vegalengd: 4,2195 (tíundi hluti maraþonvegalengdar) með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13 -15 ára, 16 -18 ára, 19 -39 ára, 40 - 49 ára, 50 - 59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsing- ar: Kjartan Ámason í sima 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakims- son í síma 565 6228. 11. júní Víðavangshlaup HSÞ. Upplýsingar á skrifstofú HSÞ í síma 464 3107. 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ fer fram um land allt. Hefst kl. 14.00 við Garðaskóla í Garðabæ fyrir þátttakendur á Höfuðborgarsvæð- inu. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening og bol. Vega- lengdir: 2 km, 5 km, 7 km án tíma- töku. Upplýsingar á skrifstofu ÍFA í sima 581 3377. 17. júnl hlaup UMFS verður á Dalvík. Upplýsingar hjá Vilhjálmi Bjömssyni í síma 466 1121. 18. júní Víðavangshlaup HSÞ. Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í síma 464 3107. 21. júní Óshliðarhlaup hlaupið er á miili Bolungavíkur og ísa- fjarðar. Vegalengdir: 4 km, 10 km, og hálfmaraþon með timatöku. Þetta er jafnframt Meistarmót ís- lands í hálfmaraþoni. Hefst kl. 14.00 (Mæting í rútu kl. 13.00 á Silfúrtorgi á ísafirði fyrir kepp- endur í 10 km og hálfmaraþoni). Flokkaskipting bæði kyn: 14 ára og yngri (4 km), 15 -39 ára (10 km), 16 -39 ára (hálfmaraþon), 40 -49 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlauna- pening. Upplýsingar: Jónas Gunn- laugsson í síma 456 3123. 23. júní Miðnæturhlaup á Jónsmessu hefst kl. 23.00 við sundlaugina í Laugardal í Reykja- vík. Vegalengdir: 3 km án tíma- töku og flokkaskiptingar og 10 km m eð tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19 -39 ára, 40 49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun verð veitt fyrir þrjú fyrstu sæti í hlaupinu í heild og fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki. Útdráttarverðlaunvyrir þátttak- endur í 3 km. Allir sem ljúka hlaupum fá verðlaunapening og bol. Búningsaðstaða í sundlaug- inni og frítt í sund að loknu hlaupi. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons í síma 588 3399. 28. júní Skúlaskeið hefst kl. 14.00 i Viðey við Reykjavík. Vega- lengd um 3 km og er þetta fjöl- skylduhalup án tímatöku. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlauna- pening. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons í síma 588 3399. 28 júnl Mývatnsmaraþon hefst kl. 12.00 við Skútustaði. Vega- lengdir 3 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon eð tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 12 ára og yngri, 13 -17 ára 3 km, 17 ára og yngri (10 km), 16 -39 ára (hálf- maraþon), 18 -39 ára (10 km og hálfmaraþon), 40 - 49 ára, 50 ára og eldri konur, 50 - 59 ára, 60 ára og eldri. Sveitakeppni: Opinn flokkur í sveitakeppni fyrir 3 - 5 manna sveit, nema í 3 km. Upp- lýsingar í símum 464 4177, 464 4189 og 464 4181. 29. júni Egilsstaðamaraþon hefst kl. 12.00 við Söluskála ESSO. VEgalengdir 4 km, 10 km og hálf- maraþon með tímatöku. Flokkaksitping hálftnaraþon, bæði kyn 16 -39 ára, 40 49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og ldri. allir sem ljúka hlaupunum fá verðlauna- pening. Fyrstu þrír í hverjum flokki hljóta verðlaun. Upplýsing- ar á skrifstofu UÍA i síma 471 1353. ______________________________________________ tnmm * Ellefu vikur í Reykjavíkurmaraþon: Æfingaáætlun DV fyrir lengra komna og byrjendur - hver og einn verður að byrja miðað við eigin getu, sem Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingur Frá skemmtiskokkinu á Reykjavíkur maraþoni í fyrra. „Meginatriðið er að byija rólega og æfa síðan reglulega. Mistökin sem flestir gera er að ætla sér um of í byrjun,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari, þegar við ræddum við hann á dögunum. Leiðbeiningar og ráð- leggingar hans, til þeirra sem stefna að þátttöku í Reykjavíkur maraþon- inu hinn 24. ágúst nk., munu birtast hér í blaðinu næstu vikumar. Tæp- lega tólf vikur era þagnað til og Gunnar Páll segir það vera hæfileg- an æfingatíma til að hver og einn geti sett sér raunhæft markmið og náð því með reglulegri æfingu. DV er nú sem áður einn af styrktaraðilum Reykjavíkur mara- þonsins og hér á Trimmsíðunni munum við segja fréttir af undir- búningi jafnframt því að gefa góð ráð þeim sem ætla að taka þátt. Lykilatriði er að byrja rólega og æfa reglulega En er æfinga- og hlaupaáætlunin sem birtast mun hér í blaðinu þá fyrir alla? Spyijum við Gunnar Páll. “Það má segja það í stórum drátt- um,“ svarar hann.“En hafa verður hugfast að hver og einn verður að byija þar sem hann er staddur hvað varðar þol og annað líkamlegt ástand. Vcirast þarf að miða sig ekki of mikið við næsta mann. Lykilat- riði er að byrja rólega og æfa reglu- lega eins og áður sagði. Byrjendum r ráðlagt að ganga og skokka til skiptis í upphafi. Þeir sem era mjög þungir eða í mjög slöku líkamlegu ástandi ættu skilyrðislaust að stunda göngu og sund í upphafi áður en lagt er út í skokkið. Fyrir suma getur verið að röskleg ganga sé það form líkamræktar sem hent- ar þeim best til framtíðar." Gott er að setja sár ákveðið markmið í byrjun Gunnar Páll sagði að gott væri Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari. fyrir alla að setja sér eitthvert ákveðið markmið í byrjun. Það markmið fer auðvitað eftir getu og vilja hvers og eins. Sá sem er kannski í því formi að 15 mínútna ganga er honum nærri ofraun í byrjun getur sett sér það mark að geta sæmilega auðveldlega gengið í 40 mínútur samfleitt innan fjögurra til fimm vikna. Sá sem hinsvegar er í nokkur góðu líkamlegu ástandi getur sett sér það markmið að ná einhveiju tilteknu markmiði í 10 km, í hálfu eða heilu maraþoni í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst nk. Þátttaka í Reykjavíkur maraþoni hentar öllum Þátttaka í Reykjavíkur maraþon- inu hentar öllum því boðið eer upp á þjár keppnisvegalengdir og auk þess þriggja km skemmtiskokk þar sem hver og einn má fara með sínu lagi, gangandi eöa skokkandi að ógleymdum þeim yngstu sem fara í bamavögnum. Skemmtiskokkið er fyrir þá sem lítið eða ekki hafa æft en vilja gjarnan vera með sér og öðrum til gleði og ánægju. Hinar eiginlegu keppnisgreinar eru þjár, 10 km, hálfmaraþon, og maraþonhlaup. Þeir sem fylgja æf- ingaáætlun Gunnars Páls nokkuð reglulega i næstu ellefu vikumar eiga að ráða vel við þátttöku í 10 km. Engum nema þeim sem hafa nokkura ára reglulega þjálfun að baki eer ráðlagt að taka þátt í mara- þonhlaupinu, sem er 42 km. Æski- legt er að þátttakendur í hálfniara- þonhlaupi hafi áður tekið þátt i 10 km hlaupi og viti þannig nokkurn veginn hvað þeir mega ætla sér. Illc-ujiaáæílnií fýrir Reykjavíkur maraþon 1997 Vikal 7. til 13. júní 10 km 21 km 42 km Mánudagur 6 km rólega 8 km rólega 8 km rólega Þríðjudagur Hraöleikur Hraóleikur Hraðleikur Miðvikudagur Hvíld Hvíld eöa 8 km rólega 8 km rólega Fimmtudagur 8 km vaxandi 10 km vaxandi 10 km vaxandi Ftístudagur Hvíld eóa Hvíld eða Hvíld eöa 6 km rólega 6 km rólega 6 km rólega Laugardagur Hlaup, 20 mín. Hlaup, 20 mín. Hlaup, 20 mín. Sunnudagur 10-12 km rólega 10-14 km rólega 12-18 km rólega Hraðleikur: Hlaupa rólega 110 mínútur, síöan til skiptis hraðar í 2 mínútur og rólegt skokk í 2 mínútur, endurtekiö 5 sinnum. (Hraðari kaflarnir séu á 10 km keppnishraöa eöa hraöar). Heildartími um 40 mínútur. Vaxandi: Byrja rólega en auka hraöann eftir u.þ.b. 10 mínútur og halda góöum hraöa. Hlaup: 5x200 m meö 200 m rólegu skokki á milli. Hraöinn sé talsvert meiri en langhlaupshraöi en alls ekki sprettur á fullri ferö. DV Áskrifendur DV í Reykjavíkur maraþoni: Hundrað króna af- sláttur af þátttökugjaldi -fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu DV hefur verið styrktar að- ili að Reykjavíkur maraþoni undanfarin ár og svo er einnig í sumar. Áhugi á þátt- töku í hlaupinu hefur farið vaxandi ár frá ári og hafa þátttakendur komið allstaðar af að landinu. Áksrifendur DV, hvort sem þeir ætla aö taka þátt í 10 km, hálfu mara- Umsjén Ólafur Geirsson þoni, maraþoni eða skemmt- iskokki fá 100 króna afslátt af þátttökugjaldinu. Afsláttur- inn er í formi afsláttarseðils og gildir fyrir alla fjölskyldu- meðlimi áskrifenda. Verða seðlarnir sendir út um mán- aðarmótin júlí/ágúst. Með af- sláttarseðlunum geta hjón með þrjú böm, sem er áskrif- endur að DV, fengið 500 króna afslátt af þátttöku- gjaldinu að Reykjavíkur- maraþoninu. Góð kjör það. Æfingaáætlun fyrir byrjendur Farið rólega af stað í byijun er hin gullna regla allr- ar líkamsræktar, sem aldrei verður of oft ítrekuð. Hún gildir jafnt fyrir hörðustu keppnismenn sem hina hæ- gustu skokkara. Sumir byrjendur eru mjög þungir eða í afskaplega slöku líkamlegu ástandi og þollitlir. Gullna reglan gildir einnig fyrir þennan hóp. Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingur setti upp æfingaáætlun fyrir algjöra byrjendur en óhætt er að fullyrða að íljótlega finnur fólk hvort það geti ekki bætt við sig í hvert sinn, þó svo ekki sé ástæða til að fjölga æfingum í viku hverri, heldur lengja hveria æf- ingu. mánud.ganga/skokka í 15 mín. þriðjud hvíld miðvdganga/skokka í 20 mln. fimmt hvíld eða sund Fóstud hvíld laugganga/skokka í 15 mín. sunnu hvíld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.