Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 11 DV Fréttir Útflöggun heföi ekki áhrif á stöðu áhafnar - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja um Guðbjörgu ÍS „Við erum alltaf opnir fyrir þess- um erlendu verkefnum. Við erum að skoða þessi mál í Þýskalandi en það liggur ekkert fyrir um hvað við gerum. En hvað sem verður þá mun það engin áhrif hafa á stöðu áhafn- ar,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja hf. á Akureyri um mögulega útflögg- un Guðbjargar ÍS, til Þýskalands. Eins og DV hefur greint frá er um þriðjungur áhafnar Guggunnar hættur eða að hætta störfum á skip- inu, sumir eftir áratugastarf. „Það er út af fyrir sig rétt að laun hafa lækkað en það er fyrst og fremst af markaðslegum ástæðum. Þeir flokkar sem launin hafa að hluta til byggst á hafa lækkað og þess vegna hafa launin lækkað verulega," segir Þorsteinn Már Þor- steinn Már segir enga rækju hafa verið selda af skipinu í gegnum Royal Greenland, eins og fram kom í samtali við Víði Ólafsson, fyrrver- andi yfirvélstjóra. Þvert á móti hafi rækjan af skipinu verið seld í gegn- um Seif hf., svo sem var meðan Hrönn hf. gerði skipið út, og söluskrifstofa Samherja hf. hafi síð- an tekið við sölumál- um. Ástæður verðfalls- ins séu því eingöngu markaðslegar og sú staðreynd að rækjan á Flæmska hattinum sé ljósari og því ekki jafh góð markaðsvara. „Japansmarkaður er erfiður og hefur ekki jafnað sig eftir fárið í fyrrasumar. Meðan markaðurinn getur valið um rækju vill hann síður þessa rækju af Flæmska hattinum vegna þess hversu ljós hún er. Það hefur allt verð lækkað þegar á heildina er litið,“ segir Þorsteinn. Um mannabreytingar þær sem orðið hafa á skip- inu segir Þorsteinn að Þorsteinn Már Bald- ekki sé þar um óeðlilegar vinsson. hreyfingar að ræða. „Ég held að það séu um 5 menn hættir fyrir utan þá sem eru að leita sér menntunar og þá aðallega í Stýr- imannaskólanum en sumir sögðu upp og hættu áður en við tókum við rekstrinum. Ég get ekki talið það stóran hóp og við erum að komast niður í þá tölu sem eru á öðrum rækjuskipum," segir Þorsteinn og nefnir að við sameiningu fyrirtækj- anna hafi nokkur hluti áhafnar þeg- ar búið annars staðar en á landinu en á Vestfjörðum. -rt Morten og Niels Rydahl ásamt fjölskyldum í skútunni í smábátahöfninni í Keflavík rétt áður en þeir sigldu af stað til Danmerkur. DV-mynd Ægir Már Danskir bræður keyptu hér skútu og standsettu: Flugu til Islands vikulega í hálft ár DV, Suðurnesjum: „Það var mikil erfiðisvinna að koma skútunni í stand en svo sann- arlega þess virði,“ sögðu dönsku bræðumir Morten og Niels Rydahl við DV í smábátahöfhinni í Kefla- vík. Þar voru þeir að leggja loka- hönd á glæsilega skútu sína. Skútan er 40 feta löng og bræð- umir keyptu hana í Keflavík í jan- úar, varla hálfkláraða. Bræðumir eru báðir flugstjórar hjá SAS. „Þegar við áttum frí, og það að- eins í tvo daga, þá flugum við með Flugleiðum nánast í hverri viku í hálft ár til íslands til að vinna við skútuna. Nú er hún tilbúin á sjóinn og við munum sigla henni til Dan- merkm-. Yfir vetrartímann höfum við hana í Nice í Frakklandi. Þetta er búinn að vera afar skemmtileg- ur tími hér á íslandi," sögðu Mort- en og Niels Rydahl. Þeir komu hingað á annarri skútu 1996. Þá sáu þeir skútuna sem þeir festu síðan kaup á. -ÆMK íslenska grœnmetið grillað (O I i s I °S « D 1 ÍSLENSK GARÐYRKJA £attu/ jijL'v ú&o/ <le£' Noröur Viking 97: Skipaumferð bönnuð Á vamaræfingunni Norður Vik- ing 97 verður æfð lagning tundur- dufla á æfingasvæði sem er um 1.000 metra langt og 500 metra breitt. Öll skipaumferð verður bönnuð á svæðinu, sem er SV af Reykjanesi, á tímabilinu frá klukk- an 8 að morgni þess 3. ágúst til klukkan 12. Æfingasvæðið er um 1,2 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og mun varðskip verða á svæðinu til að l’eið- beina sjófarendum sem ætla fyrir Reykjanes á umræddu tímabili. Alls Lágflug * Æfingasvæði, 4. ágúst kl. 8.15-16 5. ágúst kl. 10.15-13 nær lokun til 6 sjómílna radíusar út frá punkti sem er á 63 gráðum 48 mínútum norður og 22 gráðum 44 mínútum vestur. -rt tlLBOÐ tlLBOÐ 49.900 29.930 IBERNA LBI-2610T þvottavél 5 kg/ 1000 sn. IBERNA IWD-5100TX þvottavél/þurrkari 5 kg/ 1000 sn. IBERNA LBI-218T þvottavél 5 kg / 800 sn. IBERNA ABI-25 tauþurrkari 5 kg/barki fylgir IBERNA LSI-56W uppþvottavél 5 kerfi / 12 manna riiberno VANDAÐAR VÉLAR Á VÆGU VERÐI p/FOniX fra ll^- HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.