Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
Fréttir i>v
Fulltrúi Alþýðubandalags hjá Pósti og síma:
Studdi hækkunina
unni. Hins vegar hefði hún viljað óska þess
að stjómin hefði komið fram með þær
hækkunartillögur sem Halldór Blöndal
samgönguráðherra kynnti eftir fimd sinn
með Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
„Við hefðum einnig viljað að betur yrði
staðið að kynningu þessara breytinga. Ég sé
ekki heldur ástæðuna fyrir þessari leynd á
forsendumun fyrir gjaldskrárbreytingum
fyrirtækisins,“ segir Elín Björg. -Sól
- segir Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir, fulltrúi Alþýðu-
bandalags í stjóm Pósts og síma hf., segist
hafa greitt atkvæði sitt með tillögum um
gjaldskrárbreytingar fyrirtækisins á símtöl-
um innanlands. Þessar breytingar hafi leg-
ið fyrir stjóminni í vor og stjómarmenn
hafi reynt að vinna sig út úr þeim skref fyr-
ir skref.
Elín Björg segist hafa verið fylgjandi
ákvörðun Alþingis vun jöfmm símakostnað-
ar í landinu þó svo að hún hafl
ekki verið ánægð með þær
miklu hækkanir sem lagðar
voru fram.
„Ástæðan fyrir því að ég
studdi tillögu stjómarinnar var
sú að ég taldi að mér hefði tek-
ist að ná fram ákveðnum þætti
sem mér fannst mjög mikilvæg-
ur - það er að 200 skref væm
Elín Björg
Jónsdóttir
innifalin í fastagjaldinu," segir
Elín Björg. „Mér fannst að það
yrði að gerast vegna þeirra fjöl-
mörgu sem nota símann sem ör-
yggistæki.“
Eftir að hafa náð þessu fram
segist Elín Björg telja að það
hefði verið óheiðarlegt af henni
gagnvart samstarfsmönnum sín-
um í stjórninni að hafna tillög-
Helgi Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, um „hrunið“ í gær:
Forstjóri Hagkaups:
Vonum aö þetta séu
bara eftirskjálftar
Metafli hjá línubátnum Skarfi
„Það var ágætis afli hjá bátunum.
Það er greinilegt að þaö er gífúrlegt
magn af þorski hér á ferðinni," seg-
ir Pétur Jóhannsson, skipstjóri á
Skarfi GK sem landaði 70 tonnum af
þorski eftir þrjá daga á veiðum út af
Seyðisflrði. Aflinn nemur 375 kíló á
bala að jafnaði sem er fáheyrt.
Pétur segir að síld sé að ganga á
slóðinni.
„Við beittum blóðsíld sem hefur
gefið vel,“ segir hann. „Þetta sannar
það sem ég hef haldið ff am að það er
allt fullt af þorski," segir Pétur. -rt
Eiríkur Sigurðsson í 10-11 um Reiknistofubilunina:
Kerfið ræður
ekki við kortin
„Þetta kom mismunandi mikið
niöur á verslunum okkar. Þetta er
mjög alvarlegt ef þetta
heldur svona áfram.
Bankarnir verða að fara
að taka á þessu máh. Það
er timi til kominn," sagði
Eiríkur Sigurðsson hjá
10-11 verslununum við DV
um bilunina hjá Reikni-
stofu bankanna.
Hann telur að kerfið
ráöi ekki við öll þau kort
sem „dælt hefur veriö inn
á markaðinn“.
„Menn eru auðvitað búnir að
vera að vinna í þessu vandamáli,“
sagði Eiríkur. „En að vandræði
komi upp um hver einustu mán-
aðamót er mjög alvarlegt. Bank-
arnir eru með ákveðna
þjónustu sem er ekki í lagi.
Menn verða að taka sig á.
Ég held að aðalatriðið sé aö
það var tekið allt of seint á
þessu. Það átti að vera búið
að taka á þessu miklu fyrr.
Þaö er dælt endalaust af
kortum inn á markaðinn
með mikilli tækni sem
kerfið ræður ekkert við.
Auðvitað er þetta alvar-
legt. Menn standa ekki í
stykkinu og hafa verið sofandi of
lengi. Það er ekkert flóknara en
það,“ sagði Eiríkur. -Ótt
Eiríkur
Sigurðsson.
„Upp úr klukkan eitt kom upp
vandamál í rekstri okkar aðal-
gagnagrunns. Það leiddi til þess að
hraðbankar og þjónustusími urðu
úti, sem og debetkort, sá hluti
þeirra sem nefnist síhringikort.
Vandamálið var viðvarandi þang-
að til klukkan fjögur. Þá komust
hraðbankar í gagnið nema að því
leyti að þá var ekki hægt að nota
síhringikortiö í svokölluðum pos-
um,“ sagði Helgi Steingrímsson,
forstjóri Reiknistofu bankanna, við
DV, aðspurður mn þau vandamál
sem upp komu í bönkum, spari-
sjóðum, verslunum og víðar í gær
þegar bilun varð í hugbúnað-
arkerfi reiknistofunnar.
„Að sjálfsögðu hefur þetta íþyngt
afgreiðslu í bönkum og sparisjóð-
um,“ sagði Helgi. „En það vinnur
vaskur hópur manna að því að
finna út úr þessum vandamálum,
bæði hér heima og erlendis, af
hálfu þeirra aðila sem hafa selt
okkur hugbúnaðinn.“
- Nú hafa síendurtekin vandamál
skapast undanfarin mánaðamót. Er
þetta ekki orðið alvarlegt?
„Þaö hafa komið upp vandamál
um mánaðamótin. Mikið rétt. Þau
hafa verið af ýmsum toga. Hluti
vandans hefur verið sá að þurft hef-
ur að stækka okkar megintölvu. Það
var gert um næstsíðustu helgi og
gekk vel. Orsaka vandans nú er
ekki að leita í tölvunni sjálfri held-
ur í hugbúnaðinum.“
- Menn eru að láta þau orð faila
nú að ástandið sé orðið óþolandi.
Vandamálið sé orðið of langvarandi.
Áfengis- og byssu-
þjófar teknir
Brotist var inn í þrjú herbergi á
Hótel Loftleiðum aðfaranótt laugar-
dags.
Stolið var áfengi úr mínibörum
herbergjanna. Lögregla handtók
karlmann skömmu síðar í nágrenni
hótelsins. Viðurkenndi hann að
hafa stolið áfenginu.
Sömu nótt handtók lögregla karl-
mann með stolinn riffil fyrir utan
veitingahús í borginni. Maðurinn
hafði stolið rifflinum úr íbúð við
Vesturás á fimmtudagskvöld.
-RR
Fjöldi manns lenti í vandræðum með debetkortin sín í gær vegna vandamála sem upp komu í Reiknistofu bankanna.
DV-mynd E.ÓI.
endur og aðra. Mun þetta vandamál
endurtaka sig um næstu mánaða-
mót?
„Það eru okkur vonbrigði að þetta
kom upp núna. Sannarlega áttu menn
ekki von á því. En vandamál gera
ekki boð á undan sér. Ég vonast ein-
dregið til að þetta gerist ekki um
næstu mánaðamót. En það er svo í
þessum rekstri að afskaplega erfitt er
að fullyrða nokkuð í því sambandi,"
sagði Helgi Steingrimsson. -Ótt
- Getur þú sagt til um hve oft
vandamál hafa komiö upp hjá
Reiknistofunni frá áramótum?
„Ég get ekki sagt um það. Stund-
um stendur þetta yfir í mjög
skamman tíma, bara nokkrar mín-
útur, þannig að það væri ekki eðh-
legt að nefna slík tilvik sérstak-
lega.“
- Hvað segiö þið á þessari stundu
við alla viðskiptavini banka og
sparisjóða, verslana, verslunareig-
„Við höfum staðið frammi fyrir
því gagnvart breytingum á okkar
tölvubúnaði aö fara einnig í gegn-
um stórar breytingar á okkar hug-
búnaði sem óhjákvæmilega hefúr
fylgt. Við lítum svo á að hér sé um
að ræða eftirskjálfta af þeim breyt-
ingum. Við vonum að það sé ekki
annað."
Oþolandi
„Við höfum lent í því að allt
hefur farið til andskotans. Þetta
er óþolandi. Það hefúr tekið allt
of langan tima að koma þessum
breytingum á koppinn," sagði
Óskar Magn-
ússon, for-
stjóri Hag-
kaups, um
bilunina hjá
Reiknistofú
bankanna.
Óskar
sagði að bil-
unin hefði
ekki komið
beint niður á
Hagkaups-
verslununum í gær. Undanfama
daga hefði hins vegar orðið vart
við vandkvæði vegna lokunar
Reiknistofunnar fyrir rúmri
viku.
„Á Orku-bensínstöðyjinum er
þetta búið að vera skélfilegt þeg-
ar bilanir verða,“ sagði óskar.
„Á þessum bensínstöðvum höf-
um við orðið af miklum við-
skiptum og fyrir verulegum
óþægindum. Þar er ekki gott við
það að eiga þegar kort .yirka
ekki og stöðvarnar eru ójnann-
aðar.
Við höfum verið að gefa
Reiknistofunni tækifæri til að
koma þessum hlutum i lag. Þeir
lokuðu á sunnudeginum fyrir
rúmri viku. Það átti að duga. En
sú lokun hefur greinilega ekki
dugað. Það eru ennþá vand-
kvæði sem við höfum orðið vör
við undanfama daga,“ sagði
Óskar Magnússon. -Ótt
Stuttar fréttir
Rifrildi
Hörö deila er milli borgar-
stjóra og fjármálaráðherra um
Sjúkrahús Reykjavíkur. Fjár-
málaráðherra segir borgarstjóra
ekki hafa gert minnstu tilraun
til að reka spítalann innan eigin
áætlana. Borgarstjóri mótmælir
því. RÚV sagði frá.
Lög gegn spilakössum
Guðrún Helgadóttir mælir á
Alþingi fyrir frumvarpi sem
bannar spilakassa. Einar Oddur
Kristjánsson þingmaður segir að
verði frumvarpið að lögum
muni það kippa fótunum undan
SVFÍ, SÁÁ, Landsbjörg og fleiri
liknarfélögum.
Verkfallsfjón
íslensk fiskútflutningsfyrir-
tæki gætu tapað miklu á verk-
falli franskra flutningabUstjóra
sem nú stendur yfir. Stöö 2 sagði
frá.
Álverskostnaður
Kostnaöur iðnaðarráðuneytis-
ins vegna álversins, sem aldrei
var byggt á KeUisnesi, er kom-
mn í 1,5 milljarða króna. Skelfi-
legt og óþolandi sóun segir Hjör-
leifur Guttormsson alþingismað-
ur við Stöð 2. -SÁ