Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 a fréttir Nýtt tæki i barattu gegn ölvunarakstri - öndunarsýni veröa tekin hjá grunuðum ökumönnum Lögreglan hefur tekið í notkun nýtt tæki í baráttunni gegn ölvun- arakstri. Um er að ræða mjög full- komna öndunarsýnamæla frá Bandaríkjunum sem Umferðarráð festi kaup á. Með breytingum á umferðarlög- um á síðasta vori var veitt heimild til að beita nýrri tækni til að ákvarða áfengisáhrif hjá ökumönn- um. Hingað til hefur verið tekið blóðsýni úr ökumönnum en með þessari breytingu verða öndunar- sýni jafngild blóðsýnum. Mæling í öndunarsýnamælunum er talin vera mjög nákvæm. Kostir eru líka þeir að með þessu nýja tæki fá lög- reglumenn og grunaðir ökumenn strax upplýsingar um niðurstöðu rannsóknar á öndunarsýni. Ekki þarf að fara með viökomandi í fylgd lögreglu til læknis. Auk þess á málarekstur aö taka mun skemmri tíma en áður. -RR Nýja tækið i baráttunni gegn ölvunarakstri var afhent í gær. Hér sjást Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Bogi Nilsson, ríkislögreglustjóri og verðandi ríkissaksóknari. DV-mynd S Nýbyggingin við Þórsgötu 2: Lóöarhafinn breytti teikningunum Lóðarhafi að Þórsgötu 2 hefur breytt teikningum að nýbyggingu sem þar á að rísa. Er það gert í kjöl- far þess að umhverfisráöherra felidi úr gildi byggingarleyfi hans vegna kæru frá íbúum við Óðinsgötu, eins og DV greindi frá. Byggingarfulltrúi ríkisins stöðvaöi framkvæmdir við nýbygginguna eftir að umhverfis- ráðherra hafði fellt leyfiö úr gildi. Lóðahafinn hefur breytt teikn- ingunum þannig að dregiö var úr áhrifum á vesturhomi byggingar- innar gagnvart Óðinsgötu 7. Hann Teikningum nýbyggingar að Þórs- götu 2 hefur nú verið breytt í kjölfar kæru nágranna. DV-mynd BG j5§|§g|gigg hefúr nú sótt um byggingarleyfi á nýjan leik. Málinu var frestað í byggingamefnd, en vísað til skipu- lags- og umferðamefndar. Þar verð- ur það tekið fyrir og samkvæmt nýjum byggingarlögum, sem taka gildi um áramótin, mun henni bera að kynna það fyrir nágrönnum Þórsgötu 2. Sú kynning tekur 28 daga og geri nágrannar einhverjar athugasemdir þarf skipulagsnefnd að fara yfir þær og taka afstöðu til þeirra. Síðan fer málið til bygging- arnefndar sem tekur endanlega af- stöðu til málsins. Þetta ferli stend- ur a.m.k. fram í febrúar en þá fyrst getur lóðarhafinn hafið fram- kvæmdir, að því tilskildu að hann fái leyfi. -JSS Schengen-samningurinn: blóra við stjórnarskrána Varla í Schengen-samkomulagið myndi ekki standast ákvæöi íslensku stjórnarskrárinnar ef svið Schengen- ?amningsins um ytri landamæri Evrópu yröi lagt til ESB og ísland nyti ekki sérstakra undanþága varðandi valdsvið stofnana ESB. Schengen-samning- urinn brýtur ekki í bága við ákvæöi stjórnarskrárinnar ef hann verður óbreyttur frá núverandi gerö og heldur ekki þó aö Schengen-sviðiö yrði lagt undir ESB og ísland fengi m.a. aðild að þeim alþjóðastofnunum sem um Schengen-mál fialla. Þetta eru niöurstööur lagapró- fessoranna Davíðs Þórs Björgvins- sonar, Stefáns Más Stefánssonar og Viðars Más Matthíassonar sem fengnar eru að beiðni utanríkis- ráðherra, sem fól þeim sl. sumar að taka saman álitsgerð um hvort væntanlegt samkomulag við ESB um Schengen-samninginn kunni aö brjóta i bága við stjómar- skrána. -SÁ Hátíð í Belfast: Benjamín dúfa vann Kvikmyndin Benjamín dúfa fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Belfast á N-írlandi um síðustu helgi. Hátíðin heitir Cinemagic Intemational Festival for Young People og er haldin árlega og er mjög fjölsótt. Kvikmyndin er byggð á sam- nefndri sögu Friðriks Erlingssonar. Leikstjóri er Gísli Snær Erlingsson og kvikmyndatökumaöur var Bald- ur Hrafhkell Jónsson. Á hátiöinni voru fimm myndir tilnefndar til verðlauna. Friörik Erlingsson sagði í samtali við DV að hann væri mjög ánægöur með gengi myndarinnar á hátíöinni, ekki síst vegna þess að um hefði verið að ræða viðburð í enskumælandi heimshluta -SÁ Lögreglan hafði nóg að gera við að stöðva ökumenn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut i gær. Margir ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir fyrir að tylla fæti of fast á bensíngjöfina. Lögreglan heldur uppi öflugu eftirliti í umferðinni þessa dagana enda mikil umferð í jólaösinni. DV-mynd S stuttar fréttir Landsvirkjun lánshæf Matsfyrirtækið Moody’s In- vestors Services hefur gefið Landsvirkjun lánshæfieinkunn- ina Aa3 um langtímalán og ein- kunnina Pl um skammtímalán. Landsvirkjun hefúr þar með fengið sömu lánshæfieinkunn og íslenska ríkiö. Stjórnendur Landsvirkjtmar telja þessa ein- kunnagjöf þýðingarmikla fyrir starfsemi fyrirtækisins. Gunnarsstofnun Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur sett reglur um stofnun Gunn- ars Gunnarsson- ar rithöfundar að Skriðuklaustri. Hlutverk stofn- unarinnar er m.a, að leggja rækt við bók- menntir með áherslu á rit- verk og ævi Gunnars skálds Gunn- arssonar, reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn og stuðla að at- vinnuþróun á Austurlandi. Minna atvinnuleysi Atvinnuleysi á landinu í nóvem- ber jafngildir því aö 4006 manns hafi veriff atvinnulausir að jafn- aði, eða um 3% mannafla á vinnu- markaði. Á sama tima i fyrra voru 5169 manns án vinnu. Atvinnu- lausir nú eru hlutfallslega flestir á höfúðborgarsvæðinu, 3,5%, en fæstir á Vestfjörðum, 0,9%. Móðgun við notendur Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður gagn- rýndi stjóm- endur Ríkis- útvarpsins harölega á Al- þingi í gær. Hann sagði þá hafa veitt fjár- laganefnd ófúllnægjandi svör við kröf- um um umbætur á dreifikerfi út- varpsins. Svörin hafi verið hrein móðgun við notendur. Blindir gefa gleraugu Blindrafélagið hefúr gefið öll- um gnmnskólanemendum sem fæddir eru árið 1985 hlífðargler- augu og hafa grunnskólar lands- ins afhent þau. Gleraugun eru til að vemda augu krakkanna gegn áramótaflugeldum. Jafnréttisáætlun Páll Pétursson félagsmálaráö- herra hefur lagt fram þingsályktun- artillögu um fjögurra ára framkvæmda- áætlun um að koma á jafii- rétti kynj- anna þar sem raunverulegt kynjajafnrétti hafi enn ekki náð fram aö ganga. Færri teknir fullir Fyrstu 18 daga desembermán- aðar hafa 42 verið teknir fýrir að aka ölvaðir. Á sama tíma í fyrra vom þeir 62, eða um 32% fleiri. Þetta kemur fram í frétt frá VÍS og Sjóvá-Almennum. Sjúklingar greiöi meira Heilbrigðis- og tryggingaráöu- neytið hefur gefið út nýja reglu- gerö um hlutdeild sjúídinga í lyfjakostnaði. Hlutdeild þeirra hækkar um 5%. í frétt frá ráðu- neytinu er talið að greiðslur sjúklinga muni ekki hækka verulega þrátt fyrir breytinguna. Esra til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglu á meintu prentlagabroti Esra Péturssonar vegna upplýsinga I sjálfsævisögu hans er lokið og hefur málinu verið vísaö til ríkissaksóknara. Lögreglustjóraembættið taldi ekki grundvöll fyrir því að gera upplag bókarinnar upptækt. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.