Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
stuttar fréttir
Nýjasta vélin fórst
Boeing 737-300 vélin frá Singa-
púr, sem fórst með 104 innan-
borðs yfir Indónesíu í gær, var
nýjasta vél flugfélagsins Singa-
pores SilkAir. Vélin var aðeins 10
mánaða.
Saknaði Chelsea
~T~~, Bill Clinton
fSjjtfljfflHfe Bandaríkjaforseti
‘ *í-: greinir frá því í
g , viðtali sem birtist
'' | í gær að hann
■jjS t hefði fundið fyrir
1 söknuði þegar
—I Chelsea dóttir
hans flutti að heiman til að heíja
nám við Stanfordháskólann í
Kaliforníu. Forsetinn sagði einnig
að eitt af brýnustu verkum hans
nú væri að fá köttinn Socks og
hundinn Buddy til að búa saman
í friði.
Stærrí þorskkvóti
Sjávarútvegsráðherrar Evrópu-
sambandsins náðu í gær sam-
komulagi um veiðikvóta næsta
árs. Samkvæmt því verður heim-
ilaður stærri þorskkvóti í Norð-
ursjó.
Hallasýning
Aöstoðarforsætisráðherra
íraks, Tareq Aziz, sýndi í gær
fréttamönnum tvær hallir Sadd-
ams íraksforseta í Bagdad.
Havel til Kanarí
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, fer í dag í þriggja vikna frí
til Kanaríeyja samkvæmt læknis-
ráði. Mun hann dvelja í bústað
Spánarkonungs.
Svíi í gíslingu
Maður sem talinn var vopn-
aður tók starfsmann sænska
sendiráðsins í Moskvu í gíslingu í
gær. Krafðist maðurinn 3
milljóna dollara í lausnargjald.
Botha mætti ekki
P.W. Botha, fyrrverandi forseti
S-Afi-íku, mætti ekki hjá Sann-
leiks- og sáttanefndinni í gær.
Var þetta í þriðja sinn sem hann
mætti ekki og var gefin út hand-
tökuskipun á hann.
Til Bandaríkjaforseta
Forsætisráð-
herra Bandaríkj-
anna, Benjamin
Netanyahu og
Yasser Arafat, leið-
togi Palestínu,
hafa þegið boð um
aö hitta Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseta snemma á
næsta ári.
Lengri hvíld
Læknar sem rannsökuðu
Jeltsín Rússlandsforseta í gær,
mæltu með því að hann dveldi
viku til viðbótar á hvíldarheimili.
Reuter
Dansk-kanadískt
samstarf
Danir og Kanadamenn hafa gert
með sér samning um kvikmynda-
gerð og framleiðslu kvikmynda fyr-
ir kvikmyndahús og myndbönd.
Menningarmálaráðherra Dana og
sendiherra Kanada í Danmörku,
Brian E. Baker, undirrituðu samn-
inginn nýlega.
Samkvæmt samningnum fá
danskir og kanadískir kvikmynda-
gerðarmenn gagnkvæman rétt til
opinberra styrkja. Tvö dönsk kvik-
myndafyrirtæki, Latema Film og
Egmont Imagination, hafa ýtt á að
þessi samningur taki gildi því að
bæði fyrirtækin undirbúa fram-
leiðslu á kvikmynd og sjónvarps-
myndum í samvinnu við kanadíska
aðila. Kanadamenn hafa staðið
framarlega í kvikmyndagerö, eink-
um í gerð fræöslumynda. Vagga
kvikmyndagerðar er hins vegar tal-
in vera í Danmörku en Danir voru
öflugasta kvikmyndaþjóðin á tímum
þöglu myndanna og urðu kvik-
myndaver Nordisk Film i Valby fyr-
irmynd kvikmyndaveranna í
Hollywood.
Nýr leiðtogi Afríska þjóðarráðsins:
Engar þvinganir
- til að breyta viðhorfum hvítra
Thabo Mbeki tekur við formennsku Afríska þjóðarráösins af Nelson
Mandela. Símamynd Reuter.
Hinn nýi leiðtogi Afríska þjóðar-
ráðsins í Suður-Afríku, Thabo
Mbeki, ætlar sjálfur að leiða barátt-
una fyrir því að breyta viðhorfum
hvítra. Hann ætlar sérstaklega að
beina athyglinni að stórfyrirtækjun-
um til þess að hvetja til fjárfestinga
og auka skilning á markmiðum rík-
isstjórnarinnar.
Mbeki segir að þrátt fyrir aug-
ljósa andstöðu hvítra við hina nýju
stjórn ætli hann ekki að grípa til
lagabreytinga. Hann ætlar til dæm-
is ekki að þvinga fyrirtæki til að
láta fé af hendi rakna til menntunar
blökkumanna eða bæta skilyrði
þeirra á annan hátt.
Búist er við að Mbeki, sem er 55
ára, verði forseti S-Afríku þegar
Nelson Mandela lælnr af embætti
1999. Hann er varaforseti landsins
og það er í raun hann sem stýrir
daglegum ríkisrekstri. Augljóst þyk-
ir að hann hafi lengi stefnt að for-
setaembættinu.
Faðir Mbekis, sem er kennari,
var á sjötta áratugnum einn af
þekktustu leiðtogum Afríska þjóðar-
ráðsins. Árið 1962 flúði Thabo
Mbeki til Bretlands. Nokkrum árum
seinna útskrifaðist hann frá Sussex
háskólanum með mastersgráðu í
hagfræði. Á námsárunum starfaði
hann fyrir útlagastjórn Afríska
þjóðarráðsins. Eftir að náminu í
Bretlandi lauk var Mbeki eitt ár í
herþjálfun í Sovétríkjunum. Hann
gekk síðan í kommúnistaflokkinn í
Suður-Afríku og varð varð hægri
hönd Olivers Tambos, þáverandi
forseta Afríska þjóðarráðsins.
En það var ekki fyrr en 1984 sem
Mbeki kom fyrst fram í sviðsljósið
er hann var tilnefndur opinber tals-
maður Afríska þjóðarráðsins. Þá
hafði starfsemi ráðsins veriö bönn-
uð í 25 ár, Nelson Mandela sat enn í
fangelsi og áróðursvél yfirvalda
lýsti ráðinu sem kommúnískum
hryðjuverkasamtökum.
Mbeki kom öðruvísi fyrir en
hvitir bjuggust við af talsmanni
Afríska þjóðarráðsins. Hann var nú-
tímalegur, menntaður og yfirvegað-
ur. Hann hafði auk þess mikla út-
geislun. Ári eftir tilnefninguna sem
talsmaður ráðsins var Mbeki í for-
svari nefndar sem átti viðræður við
hvíta kaupsýslumenn í Sambíu.
Tveimur árum seinna var aftur
fundað með hvítum og í þetta sinn
með breiðari hópi. Þáverandi forseti
S-Afríku, P.W. Botha, varð ösku-
reiður. Hann sá þá líklega fyrir sér
upphafið að endalokum stjómar
hvítra. Þegar Mandela var látinn
laus 1990 hvarf Mbeki úr sviðsljós-
inu en hélt stöðu sinni í innsta
hring. Nú er hann kominn í sviðs-
ljósið á ný.
Reuter
í þorramatinn
Pólitík
DV, Ósló:
„Þetta er bara hinn pólítíski
veruleiki. Við viljum selja og Islend-
ingar vilja kaupa en við getum tæp-
ast hætt á að grafa undan stefnu
okkar í hvalveiðimálum meö því að
heimila útflutning,“ segir Hallvard
P. Johannsen, deildarstjóri í norska
sjávarútvegsráðuneytinu, við DV
um þá ósk Nóatúns að fá 100 tonn
af hvalspiki keypt í Noregi.
í Noregi eru nú rúmlega 700 tonn
af spiki í frysti en vegna alþjóðlegs
banns á viðskiptum með hvalafurð-
ir er ólíklegt að norska sjávarút-
vegsráðuneytið gefi leyfi fyrir út-
flutningi. Norðmenn hafa ekki sam-
þykkt viðskiptabanniö en vilja samt
ekki ögra almenningsálitinu í heim-
inum. íslendingar verða því að not-
ast við „pólitískan veruleika" í stað
hvalspiks á þorranum nú eins og
imdanfarin ár.
„Við höfum ekki afgreitt málið
endanlega og það verður trúlega
ekki gert fyrr en eftir áramótin
þegar sjávarútvegsráðherrann
kemur úr jólafrii,“ segir Hcillvard.
Hann sagði þó að stefna Noregs í
útflutningsmálinu væri skýr eftir
aö Angelsen sjávarútvegsráðherra
sagði á ársfundi hrefnuveiðimanna
að ekki yrði um útflutning að ræða
í bráð.
GK
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
8500 iDowJoncs
8000
7500
7000
6500
?D2U,Ha
S 0 N D
London
5500 j R-SE100 |gg j
5000 (
4500
4000j 5168,3
c ; 0 N D
Sykur
400
200 ý
306,2
$/t ™ o * N D
Kafff
2000
1500
1000
500
0 1812
$/t S 0 N D
Bertsín 95 okí.
220
160
$/‘ S 0 N D
Tokyo
180 Nlkkel
170 H
160
150
140 16161,64 B 0 N D
Bensín 98 okt.
220
Hráolia
25
15 /'
io jjjj
5 í;
0 17,23
$/ S
tjinna S 0 N D
Aflífa gæludýr
af ótta við
fuglaflensu
Yfirvöld í Hong Kong gáfú í
gær út yfirlýsingu um að ekki
j væri mikil hætta af fúglaflens-
unni sem tveir hafa látist úr. í yf-
irlýsingunni sagði að Hong Kong
s væri ekki hættusvæði fyrir ferða-
I menn. Hópar ferðamanna eru
/ farnir að aflýsa ferðum til Hong
j Kong.
| Yfirlýsingin var gefm út um
leið og flensufræðingur frá Al-
' þjóðaheilbrigðismálastofnuninni
Íkom til Hong Kong til að aðstoða
við að koma í veg fyrir út-
breiðslu flensunnar. Lítil hætta
væri á að fá flensuna létu menn
vera að gæla við fugla og þvægju
sér um hendur. Bent var á að
Íekki heföi verið staðfest að flens-
an bærist milli manna. Tveir
Hong Kong búar hafa látist af
völdum fuglaflensu og átta smit-
ast. Fleiri hafa látið aflífa gælu-
dýr sín en venjulega og er ástæð-
| an talin ótti við smit.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
; in sagði einnig í gær ástæðulaust
aö óttast að flensan yrði faraldur.
Draugurí
j háskólanum
í Cambridge
Dularfull vera gengur nú aftur
ií í Cambridge-háskólanum. Óró-
! legir prófessorar vilja nú fá að-
:j stoð særingamanns. Þrír aðilar,
i sem taldir eru áreiðanlegir, hafa
’ sagst hafa séð drauginn. Einum
í þeirra, sem hafði setið við vinnu
j: síðla kvölds, sagðist svo frá:
„Það fyrsta sem ég tók eftir
jj var að það var mjög kalt í her-
jj berginu þó að kveikt hefði verið
upp í því. Ég heyrði hávaða en
hélt að það væri í miðstöðvar-
kerfinu. Svo fann ég fyrir nær-
veru einhvers og sneri mér við. í
fjarlægu horni herbergisins var
vingjarnleg vera.“
Talið er að það sé Francis
Dawes, sem hengdi sig eftir um-
j deildar skólakosningar á 18. öld,
1 sem gangi aftur. Dawes liggur
' grafinn í kirkjugarði við hliðina
J á háskólanum.
Minni lífvarðar
Díönu lagast
ekkert
Lífvörður Diönu prinsessu,
í Trevor Rees-Jones, var yfirheyrð-
J ur í gær í París í þriðja sinn um
• mögulega ástæðu bílslyssins sem
* olli dauða prinsessunnar og ást-
j manns hennar. Lífvörðurinn var
; yfirheyrður í tvær klukkustund-
j ir en kvaðst ekkert muna um at-
j vikin sem leiddu til bílslyssins.
Rannsóknaraðilar eru sann-
j færðir um að bíllinn sem
prinsessan var í hafi lent í
f árekstri við annan bíl. Tuttugu
j og fjórir lögreglumenn vinna enn
að rannsókn málsins.
Rees-Jones virtist utan við sig
| er hann kom til Parísar í gær.
' Djúp rauð ör voru í kringum
j: vinsfr-a auga lífvarðarins og
; vinstra megin á andliti hans.
Hástéttirnar
velja sór
labrador
íbúar í hástéttahverfum Stokk-
hólms fá sér labradorhund en
: scháfer er algengasta hundateg-
| undin i verkamannahverfum, að
því er sænska dagblaðið Dagens
Nyheter greinir frá. Labradorinn
þykir hreinlegur og glæsilegur
en scháferinn gagnlegur til
margs. Flestir smáhundar í
Stokkhólmi eru í hverfinu
j Östermalm sem þykir fínt hverfi.
Talsmaður sænsks hundafé-
lags kveðst telja að þrátt fyrir
I þessar staðreyndir láti menn
hjartað ráða þegar þeir kaupa sér
j hund.