Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 JLÍ’V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skritstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
Það kostar klof að ríða röftum
Nokkur atriði benda til, að Bandaríkin valdi ekki for-
ustuhlutverki sínu sem eina heimsveldið eftir fall Sovét-
ríkjanna. í vaxandi mæli eru Bandaríkjamenn farnir að
draga sig inn í skel og láta öðrum og einbeittari aðilum
eftir leikvelli og vígvelli veraldarsögunnar.
Þar með eru Bandaríkin að hverfa aftur til fyrri sjón-
armiða. Þau voru einangrunarsinnuð, áður en þau voru
dregin út í aðild að tveimur heimsstyrjöldum á þessari
öld. Áður töldu menn að þetta nýja himnaríki á jörð ætti
ekki að sinna erjum gamla heimsins.
Bandarískir fjölmiðlar endurspegla áhugaleysi al-
mennings á erlendum málum og bandarískir þingmenn
telja sér vænlegt til framdráttar í kosningum að reka
einangrunarstefnu. Með sífelldum hótunum hafa þeir
kjarklítinn forseta meira eða minna í gíslingu.
Nú er svo komið, að Bandaríkin neita beint eða óbeint
að taka þátt í margvíslegu samstarfi ríkja, með tilvísun
til þess, að slíkt fáist ekki samþykkt í þinginu. Eða þá að
stjórnarerindrekar reyna að hafa sitt fram á alþjóðavett-
vangi með því að nota þingið sem Grýlu.
Bandaríkin menga andrúmsloftið tvöfalt meira á
hvern íbúa landsins en Evrópumenn gera. Samt vildu
sendimenn Bandaríkjanna á mengunarfundinum í
Kyoto ekki ganga eins langt og Evrópumenn í aðgerðum
gegn mengun og fengu dregið úr markmiðunum.
Það fylgir sögunni, að niðurstaða fundarins í Kyoto
verði ekki lögð fyrir bandaríska þingið, því að þar verði
hún felld. Þess í stað ætlar forsetinn að setja málið í salt
og bíða betri tíma með blóm í haga. Þetta er skólabókar-
dæmi um kjarkleysi framkvæmdavalds.
Bandaríkin greiða ekki skuldir sínar við Sameinuðu
þjóðirnar, en vilja samt nota samtökin sér til framdrátt-
ar gegn einkaóvinum sínum á borð við Persa. Aftur er
vísað til bandaríska þingsins, sem gerir þó ekki annað
en að meta, hvað sé hægt að bjóða kjósendum.
Bandaríkjastjórn neitar að taka meira en málamynda-
þátt í kostnaði við stækkun Atlantshafsbandalagsins og
vísar til þess, að bandariska þingið muni ekki telja slíkt
vera boðlegt kjósendum. Evrópuríkin verði að fara að
sjá meira um sig sjálf, sem vel má satt vera.
Ef bandarískir kjósendur láta ekki bjóða sér að taka
til jafns við aðra þátt í kostnaði við rekstur Sameinuðu
þjóðanna, við minnkun á mengun andrúmsloftsins og
við stækkun Atlantshafsbandalagsins, er forustuhlut-
verk Bandaríkjanna á fjölþjóðavettvangi að molna.
Bandaríkin eru um það bil að koma sér út úr húsi hjá
samanlögðum ríkjum íslams. Ráðstefna á vegum Banda-
ríkjanna um efnahagsmál Miðausturlanda var hunzuð af
fyrrverandi bandamönnum þeirra úr Persaflóastríðinu,
svo sem Egyptalandi og Marokkó.
Þetta stafar af innanríkismálum vestra. Þeirra vegna
draga Bandaríkin taum ísraels gegn Palestínu. Öflugur
þrýstihópur í Bandaríkjunum ræður stefnunni, þótt það
geri þeim ókleift að hafa hemil á stjórn ísraels og skaði
þannig heimsveldishagsmuni Bandaríkjanna.
í hernaði hafa Bandaríkin átt erfitt síðustu áratugina.
Þau flúðu af hólmi í Víetnam, Líbanon og Sómalíu. Og
yfirburðir þeirra í hernaðartækni munu mega sín
minna, þegar kjarna- og efnavopn dreifast svo mjög um
heiminn, að þau komast í hendur skæruliða.
Þegar hverfulir kjósendur þola ekki að sjá hermenn
sína falla á skjánum, er ríkisvald þeirra að molna sem
heimsveldi. Það kostar nefnilega klof að ríða röftum.
Jónas Kristjánsson
Bráðavaktin
Við 19da stræti í Washington, á
leiðinni frá sendiráði íslands við
15da stræti í áttina að Hvíta hús-
inu, er skrifstofubygging, sem til-
sýndar gæti verið tryggingarfélag
í minni kantinum. Ef nánar er að
gáð er það ekki svo fjarri lagi. Því
að þetta er eins konar slysavarð-
stofa eða gjörgæsludeild heims-
hagkerfisins: Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn, öðru nafni IMF.
Þeir sem þarna grúfa sig yfir
tölvuskjáina eru um eitt þúsund
talnabryðjar (öðru nafni hagfræð-
ingar) af öllum heimshornum.
Þeir eru á bráðavaktinni allan sól-
arhringinn. Ef ríkisstjórnum 180
aðildarríkja hlekkist á í hagsveifl-
unni eru björgunarleiðangrar
sendir á staðinn með röntgen
(greiningu), blóð (skammtímalán)
og fyrirmæli um endurhæfingu
(kerfisbreytingar). Ríkisstjórnir
borga fyrir læknismeðferðina með
því að afsala sér efnahagslegu full-
veldi meðan á meðferð stendur.
Þjóðir í gjörgæslu
Sjötíu og fimm aðildarþjóðir
eru nú í gjörgæslu, í misjafnlega
alvarlegu ástandi. Frá Albaníu til
Zimbabwe og allt þar á milli.
Rússland og A-Evrópa eins og hún
leggur sig. Nýjustu innlagnir á
bráðavaktina eru hagvaxtarvilli-
dýrin frá Asíu, sem áður léku sér
spræk og frjáls í frumskóginum.
M.a.s. Japan h/f þurfti mikið blóð
um daginn. S-Kórea er hins vegar
þegar komin í súrefniskassann.
Sérfræðingarnir á bráðavakt-
inni varðveita sjúkrasögu sjúk-
linga sinna (betur en Esra) út yfir
gröf og dauða. Þeir birta ekki
sjúkraskýrslur sínar. En þeir
krefjast skilyrðislausrar hlýðni af
þeim tæplega tveimur milljörðum
jarðarbúa, sem nú sæta meðferð.
Ella er læknismeðferð einfaldlega
hafnað. Gjörgæslan hefur nú um
200 milljarða dala til ráðstöfunar.
Ríkisstjómir sem hafa sólundað
lánstrausti sínu eða em komnar í
gin lánahákarlanna á frjálsum
markaði hafa ekki efni á að hafna
læknisráðum IMF. En það kostar
þá frelsið - sem ekki kunna hvort
eð er með það að fara.
Eyða um efni fram
Syndir ríkisstjórna era eins og
venjulega að eyða um efni fram.
Hallarekstur, viðskiptahalli,
skuldasöfnun, seðlaprentun, verð-
bólga. Þetta endar í fjárflótta og
gengisfellingum. Það þýðir verð-
bólgu, okurvexti, samdrátt, skatta-
hækkanir og atvinnuleysi fyrir al-
menning. Og ríkisstjórnir leita
aldrei á náðir slysadeíldar fyrr en
um seinan. Þá er venjulega búið
að nota öll kvalastillandi lyf sem
tiltæk eru: Styrki, niðurgreiðslur,
kvótakerfi, millifærslur - öll þessi
gömlu og ofnotuðu fúkkalyf
vemdarstefnunnar, sem voru ær
og kýr þjóðríkisins fyrir daga al-
Erlend tíðindi
Jón Baldvin Hannibalsson
þjóðavæðingar. En nú duga þau
ekki lengur. Sjúklingurinn hefur
smám saman byggt upp mótefni -
er kominn með ofnæmi.
Lyfseðill bráðavaktarinnar er
satt að segja alltaf sá sami: Hættið
hallarekstri. Leggið af styrki og
niðurgreiðslur. Skerið niður út-
gjöld eða hækkið skatta. Skráið
gengið rétt (eða leggið af veik-
burða gjaldmiðla). Seljið vernduð
ríkisfyrirtæki (t.d. P&S). Opnið
fyrir samkeppni, sérstaklega á
fjármála- og fjarskiptamörkuðum.
Ella verður ykkur ekki bjargað.
Var einhver að spyrja um lýð-
ræði? Fáktækur maður er ófrjáls
maður. Þjóðir eru undir sömu sök
seldar. Fullveldið mælist í gjald-
eyrisforðanum.
Framfarir töfðust
En hvemig hafa læknisráðin
gefist í reynd? Misjafnlega. Þeir
klikkuðu í Rússlandi og fyrrum
samveldislöndum, með því að
hengja þau aftan í ónýta rúblu.
Þar með töfðust framfarir í ára-
tug. Albanía og Búlgaría misstu
meðvitund í höndunum á þeim.
Þeir voru gripnir sofandi á vakt-
inni með Mexíkó 94 - en tóku sig
á og redduðu sjúklingnum á sein-
ustu stundu. Hvað með Asíu? Fyr-
ir fáeinum mánuðum hældu sér-
fræðingarnir Asíuríkjum upp í
hástert, í ársskýrslum sínum, fyr-
ir heilbrigt líferni. Nú heimta þeir
allt í einu innlögn í súrefniskassa.
Landlækni þætti það skrýtið.
Hvað er að? Bráðavaktin í Was-
hington hefur ekkert að kenna As-
íubúum í hagfræði: Þeir höfðu
hagstæðan viðskiptajöfnuð, tekju-
afgang í ríkisbúskapnum, hátt
spamaðarhlutfall, lága verðbólgu
og sterka samkeppnisstöðu á út-
flutningsmörkuðum. Hvað var þá
að? Pólitík. Sjúkdómurinn flokk-
ast undir K-in þrjú í anatómíunni:
Kvótakerfi, klíkuveldi og kerfís-
spilling. Við þessum (pólitísku)
meinsemdum kann bráðavaktin
engin ráð. En þessar memsemdir
geta dregið til dauða - nema farið
sé í uppskurð.
Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóöa gjaldeyrissjóösins, IMF, í
ræöustóli í Hong Kong fyrr í vetur.
Símamynd Reuter
Qíoðanir annarra
Nýir menn í Afríku
„Stór hluti Afríku hefúr í minna mæli en önnur
j lönd fengið að njóta alþjóðlegra fjárfestinga og mörg
I Afríkulönd era að hruni komin vegna blóðugra ætt-
flokkaátaka. En á síðasta ári varð hagvöxturinn
meiri, í prósentum talið, en manngjölgunin í 33
löndun sunnan Sahara . Hagvöxturinn varð sjö pró-
sent eöa meiri í fimm þeirra. Hópur nýrra leiðtoga
I hefur komið í stað gamalla harðstjóra og í sumum
tilvikum hafa þeir reynt að koma á nýjum siðum.“
j Úr forystugiein Washington Post 17. desember.
Auga með Microsoft
„Þaö er rétt hjá bandaríska dómsmálaráðuneyt-
Iinu að hafa vökult auga á Microsoft. Það getur eng-
inn ásakað fynrtæki sem skapar sér einokunar-
stöðu vegna einstakrar framleiðslu. Málunum er
öðruvísi farið sé einokunarstöðunni náð með harka-
legum viðskiptaaðferðum eins og virðist vera hjá
| Microsoft. Heimurinn hefur fengið mikið vegna
liHiiMglBMiiigMniii-ir-iiniiriiir'MviiriiimnnfiiiwmwriTi'-11 ■...nfwnniinniii
Microsoft en á á hættu að tapa því öllu og meiru
verði niðurstaöan sú að frjáls samkeppni verði und-
ir.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 15. desember.
íranir víkja ekki
„Það er erfitt að túlka skilaboðin frá Teheran en
það er enn erfiðara að ala von í brjósti um að yfir-
völd í íran óski í raun og veru að taka upp stefnu
sem umheimurinn sættir sig við. Mohammed
Khatami forseti gat þess fyrir nokkrum dögum að
þjóð sín hefði áhuga á betri samskiptum við „hina
stóru amerísku þjóð“ en bætti því við stjórnmála-
menn Bandaríkjanna kæmu því miður í veg fyrir
viðleitni í þá átt. Fyrra atriði yfirlýsingarinnar má
með góðum vilja túlka sem að Khatami geti verið
svolítið frjálslyndari en stjórnin sem hann stýrir.
Seinna atriðið er í þágu byltingaraafla innan stjóm-
arinnar, prestanna sem líta á Bandaríkin sem djöf-
ulinn.“
Úr forystugrein Aftenposten 18. desember.
mmmmmmsm