Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 11
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 11 Hlutabrefavarsla Það hlýtur að vera erfitt að vera milljarðamæringur. íslend- ingar þekktu slíka menn ekki nema af afspum þar til á þessu ári. Við lásum í blöðum af olíu- furstum og sjeikum sem ekki vissu aura sinna tal. Frægustu kvikmyndastjörnur rökuðu sam- an milljörðum en töpuðu þeim jafnharðan í skilnaðarmálum. Þá heyrðist og af kauphallarbrösk- urum sem gátu auðgast ævin- týralega. Á móti kom að menn í þeirri atvinnugrein gátu tapað jafnháum upphæðum á örskots- stund. Fyrir þá sem ekki em innvígð- ir virðast kauphallarviðskipti afar sérkennileg. Ef marka má sjónvarps- og kvikmyndir er allt brjálað, menn tala í fimm síma samtímis og kaupa og selja eftir óskiljanlegum reglum. Þetta hef- ur eflaust breyst með tilkomu tölvuviðskipta. Nú sitja menn væntanlega heima hjá sér og spekúlera. Pistilskrifari hefur ekki komið í kauphöll enda lítið erindi átt þangað. Öll starfsemi á slíkum þingum er með þeim hætti að venjulegt fólk hlýtur að hrökkl- ast út. Kauphallir em lítt skiljan- legri en uppboð hjá vönum upp- boðshaldara. Þar gerist allt svo hratt að óvanir vita ekki hvort þeir era að koma eða fara. Ég var eitt sinn viðstaddur uppboð á fiski í enskri hafnarborg. Boð- inn var upp heill skipsfarmur. Uppboðshaldarinn var fullkom- lega óskiljanlegur. Kaupendur fylgdu honum fast eftir en voru að mati venjulegs landkrabba í sínum sérstaka heimi. Engu að síður gekk allt hratt fyrir sig. Farmurinn var seldur á örfáum mínútum og hver og einn þeysti burt með sitt. Allir virtust vita hvað þeir höfðu keypt og fyrir hve mikið. Milljarðamæringar fslendingar eru að læra á nútím- ann. Verðbréfaviðskipti eru að þróast hér sem og fræg viðskipti með kvóta, þ.e. óveiddan fisk í sjónum. Þessi nýja staða hefur fært okkur fyrstu milljarðamær- ingana. Þetta eru kvótakóngar - útgerðarmenn sem mega veiða fiskinn í sjónum. Frægastir þeirra eru fjórmenningar sem hafnir vom til skýjanna fyrr á þessu ári þegar viðskiptatímarit reiknaði út að hver þeirra ætti þrjá milljarða. Rætt er um þrjá milljarða og menn kippa sér ekkert sérstak- lega upp við það. Það er vegna þess að venjulegur maður skilur lítt eða vill ekki skilja hvað býr að baki. Milljarður er bara orð og talan þrír ekkert sérstciklega há. Alþýða manna áttar sig á hvað ein milljón króna er. Það er vegna þess að árstekjur fólks liggja á bil- inu ein til þrjár milljónir króna. í hverjum milljarði eru hins vegar þúsund milljónir króna. Eignir hvers fjórmenninganna vom því metnar á þijú þúsund milljónir króna. Sem eign einstaklings er nánast um stjamfræðilega upp- hæð að ræða. Huglæg eign Ríkidæmi þetta er þó að sumu leyti huglægt fremur en raun- verulegt. Það er ekki víst að kvótakóngamir hafi merkt það í sínu daglega lifi að þeir ættu þrjá milljarða króna hver. Hvernig eiga menn svo sem að breyta sínu daglega lífi vegna þessa? Ekki er hægt að éta mikið meira en venju- legur meðal-Jón gerir. Kvótakóng- amir eiga sína jeppa. Það er lítið fengið með því að kaupa fleiri. Það er ekki hægt að keyra nema einn bil í einu. Þeir gætu að vísu farið eins að og Brésneff karlinn, öreigaforingi í hinu liðna Sovéti. Hann safnaði Kadiljákum, Bjúkk- um og Rollsum. Þá búa sægreifarnir vel en það gerir líka þorri þjóðarinnar. Þeir verða að mæta i vinnuna líkt og flestir aðrir. Ekki þýðir að skilja veldið eftir stjórnlaust. Það er því varla inni í myndinni að dvelja langdvölum á suðrænum ströndum. Þessir menn virðast því lifa venjulegu lffi þrátt fyrir meinta milljarðaeign. Huglægt tap Það raskar þá síður sálarró þeirra ef hlutabréfln eða kvótinn lækka í verði. Frá því var til dæmis greint í gær að helstu sæ- greifar landsins, Samherjafrænd- ur, hefðu tapað 30 milljónum á Jónas Haraldsson dag frá því að fyrirtæki þeirra kom fyrst á hlutabréfamarkaðinn í vor. Það er sama að segja um gróðann og tapið. Allt er þetta huglægt. Það er óvíst að þeir frændur hafi fundið sérstaklega fyrir því að þeir væru að tapa tugmilljónum á degi hverjum. Það er líka eins gott. Það gerði hvern mann vitlausan ef hann sæi 30 milljónir króna hverfa úr veskinu á hverjum degi. Það er meira en milljón krónur á klukkustund eða nær fjórar millj- ónir á tímann ef aðeins er miðað við átta stunda vinnudag. Venjulegur borgari þarf ekki að hafa áhyggjur af því að tapa 30 milljónum króna á dag. Það er hærri upphæð en hjónum í Vest- urbænum í Reykjavík, Breiðholt- inu, á Akureyri eða Egilsstöðum tekst að öngla saman alla ævina. Hlutabréfakaup Eins er það með okkur hjónin. Við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af svona tapi. Við erum sátt við okkar stöðu og litlar sveiflur eru á efnahag heimilisins frá ári til árs. Afgangurinn þvælist ekki fyrir og því þarf öngvar áhyggjur að hafa af honum. Við eram því lítið á verðbréfamörkuðunum. Þó keypti ég eitt sinn hlutabréf í fyrirtæki fyrir nokkra tugi þús- unda. Það hafði ekki mikil áhrif á heimilishaldið og gróðavon var lítil. Það kom enda á daginn að fyrirtækið gaf upp öndina áður en kom að arðgreiðslunum. Kon- an hefur ekki mikla trú á fjár- málaviti mínu en hefur þó hlíft mér við athugasemdum vegna þessara viðskipta. Sjálf reyndi hún lítUlega fyrir sér í hlutabréfakaupum. Ríkið seldi hlut í einu ágætu fyrirtæki sínu og fengu færri en vildu. Há- mark var sett á kaup hvers og eins. Það skipti frúna ekki öllu því hún keypti aðeins helming af því sem hver einstaklingur mátti kaupa. Það var því ekki um stór- ar upphæðir að ræða. Arðgreiðslur og línurit Með þessum kaupum sinum skapaði hún sér nokkra sérstöðu á heimUinu. Hún fór að fá arð- greiðslur árlega. Þessi árlegi tékki gladdi konuna þótt hún færi fínlega með það. Hann sýndi muninn á fjármálaviti okkar hjóna. Tékkinn lá ekki á glám- bekk. Það gerði aftur á móti línu- rit sem fylgdi sendingunni og sýndi stöðu fyrirtækisins á fjár- málamarkaði. AUt var þar á upp- leið. Af hátterni konunnar mat ég stöðuna svo að hún stjómaði þessari velgengni. Þegar iffa stóð á i heimUisbók- haldinu gerði ég nokkrum sinn- um atrennu að hlutabréfaeign konunnar. Það var vonlaust með öllu. Hún hélt í sinn feng og hleypti engum óvitum eða óráðsíumönnum að. Nýtt línurit Hlutabréfamarkaðurinn er hins vegar hverfuU líkt og þeir Samherjafrændur vita. Það mátti frúin reyna á dögunum. Ég rakst á línurit í Viðskiptablaðinu um gengi fyrirtækja á markaðnum. Þar sá ég að bréfin í fyrirtæki frú- arinnar höfðu lækkað talsvert. í stað þess að halda um það ræðu lagði ég línuritið á eldhúsborðið. Línuritið fór ekki fram hjá henni. Engar stómpphæðir höfðu tapast en ég kom því enn að hvort ekki bæri að selja. Oft væri þörf á aukafjárveitingu til heimilisins en aldrei sem um jól og áramót. Konan hugsaði sig um og kvað svo upp sinn dóm. Hún var ákveð- in í að halda sínum bréfum og fá árlegar arðgreiðslur. Dagprísar á bréfunum snertu hana ekki. Hún vildi ekkert óðagot og allra síst að eiginmaðurinn kæmist í fjársjóð- inn. Samkvæmt grófum útreikning- um hennar höfðu tapast 30 krónur á dag. Það var fjarri 30 milljónun- um hjá Samherjafrændum. í hnotskurn er það sennilega munurinn á búreikningi okkar hjóna og stórveldisins á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.