Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 27
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 27 +ðtal Hermann getur orðið meðal þeirra bestu í ensku knattspyrnunni: Framtíðarmaður - segir Steve CoppeL framkvæmdastjóri Crystal Palace Steve Coppel er framkvæmda- stjóri Crystal Palace. DV hitti hann að máli eftir stutta æfingu á æfinga- svæði félagsins í Mitcham daginn fyrir leikinn gegn Liverpool um síð- ustu helgi. Hann brást vel við beiðni um stutt spjall um íslenska knattspyrnumanninn sem leikur með liði hans. Coppel lék sjálfur um árabil í ensku knattspyrnunni, m.a. með Manchester United og enska landsliðinu, og þykir vera að gera góða hluti með Crystal Palace. Coppel leyndi engu um ánægju sína með Vestmannaeyinginn unga, bæði sem leikmann og ekki síður sem manneskju. „Hermann hefur staðið sig afar vel og hefur tekið meiri framforum en nokkur hér gat ímyndað sér eða þorað að vona. Hann kemur hingað 23 ára gamall frá 5.000 manna byggðarlagi, í London búa um 11 milljónir manna og maður verður að gera ráð fyrir að margt geti trufl- að unga menn við slíkar aðstæður, heimþráin t.d. Ég reiknaði því ekk- ert frekar með því að geta notað hann á þessu tímabili en mér til mikillar furðu hefur hann náð að laga sig að öllu hér á ótrúlega skömmum tíma,“ segir Steve um strákinn og er ekkert að skafa af þvi. Margir vilja starfið Steve segir að Hermann komi úr áhugamannaknattspyrnu þar sem áhorfendur séu yfírleitt í kringum þúsund. Hann hafi varla leikið á grasvöllum í meira en fjóra mánuði á ári og leikmenn sem komi úr slík- um aðstæðum þurfi yfirleitt alveg eitt tímabil til þess að venjast breyttum aðstæðum. Þeir fari yflr- leitt ekki að sýna sitt besta fyrr en að fyrsta tímabilinu liðnu og því eigi Hermann mikið inni. Það von- ar hann að minnsta kosti. „Hér skipta áhorfendur oft tugum þúsunda á leikjum og Hermann á í harðri samkeppni. Þeir eru ófáir sem sækjast stíft eftir starfinu hans á vellinum. Hermann hefur vissu- lega gert mistök eins og aðrir en hann lærir af þeim. Fram til þessa hefur strákurinn spjarað sig í gegn- um þetta allt,“ segir framkvæmda- stjórinn. Aðspurður hvernig það hefði komið upp að Crystal Palace fékk augastað á Hermanni segir Coppel að forseti félagsins eigi góðan vin sem sé kvæntur íslenskri konu. Hún hafi spurst fyrir og menn hafi bent á Hermann. Hann segir að Dave Basset hafi verið fram- kvæmdastjóri þá og honum hafi ekki likað við Hermann. Honum hafi fundist að það sem þeir þegar hefðu væri jafngott. Sjálfum fannst Steve Hermann betri en það sem þeir voru með. Hann sá strákinn síðan spila í Keflavík á liðnu sumri og varð ekki fyrir neinum vonbrigð- um. Forsetinn hafi aðeins fengið að kynnast honum og líkað vel við hann sem manneskju. Menn hafi séð í honum saklausan ungan mann sem því miður sé sjaldséð í London. Stendur ekki á sama „Hermann hefur líka fallið vel inn í liðið. Hann er vinstrifótarmað- ur og getur því líka spilað stöðu vinstri bakvarðar. Við höfum bara einn í þeirri stöðu í liðinu og því gefur hann okkur meiri breidd. Hann er góður skallamaður og snöggur en það sem er þó mest um vert; honum stendur ekki á sama. Atvinnumenn þurfa að láta hjartað fylgja sér til þess liðs sem þeir fara. Hermann vill gera vel, fyrir sjálfan sig, félagið og ekki síst félagana í liðinu." Aðspurður hversu langt Her- mann gæti náð á næstu árum sagð- ist Coppel ekki vera í neinum vafa um að hann gæti náð eins langt og hann sjálfur vildi. Hann hefði sann- arlega hæfileikana til þess að verða meðal þeirra bestu í deildinni. Allt væri þetta þó undir honum sjálfum komið hvernig hann brygðist við og hvernig lífið þróaðist. „Hvað svo sem verður mun hann geta séð vel fyrir sér sem knatt- spyrnumaður hér. Hann hefur reynst okkur vel og gefið okkur margt. Það sem hann kemur með í Steve Coppel er hæstánægöur meö Hermann Hreiöarsson og hælir hon- um í hástert í samtali við DV. DV-myndir Pjetur fótboltann er sakleysið sem svo sannarlega á heima i honum. At- vinnumenn eru of oft of miklir at- vinnumenn. Hermann á það til að sparka á milli með krökkunum í hverfinu og það þykir okkur vænt um. Slíkt gera atvinnumenn aldrei í dag,“ segir Coppel og bætir við að Hermanni hafi ekki fylgt nein vand- ræði. Hann hafi einu sinni komið tíu mínútum of seint, það sé allt of sumt. „Hann hlýtur að sakna margs frá íslandi en þegar ég spurði hvort hann væri haldinn einhverri heim- þrá neitaði hann því. Það er gott fyrir okkur. Hann má fá heimþrá í júni,“ sagði þessi skemmtilegi fram- kvæmdastjóri í viðtali við DV. -sv Kaup aldarinnar í breskum fjölmiðlum hefur verið rætt um kaup aldarinnar þegar C. Palace keypti Hermann en drengur- inn segist ekki láta athyglina trufla sig. „Ég verð feginn ef þeir segja það þegar tímabilinu lýkur. Ég er héma til þess að læra. Heima var ég að vinna í síldarfrystingu, loðnu- bræðslu, netagerð og ýmsu öðru og það þarf varla að fara um það mörg- um orðum hversu mikil forréttindi það eru að fá að lifa af því að spila fótbolta. Um leið og hægt er að ein- beita sér að þessu breytist allt. Þá láta framfarirnar ekki á sér standa. Þetta er hreint út sagt frábært, að fá borgað fyrir að spila fótbolta og hafa meira að segja meira upp úr því en á vertíð. Þá vann maður tólf tíma á sólarhring og svitnaði eins og á fimm æfingum." Þekkja gallana Aðspurður hvað þurfi til þess að hann geti endað á meðal þeirra bestu segir Hermann að sjálfsgagn- rýni leiki þar stórt hlutverk. Hann þurfi að læra að þekkja gallana og vinna í þeim. Geri hann það og leggi sig fram eins og hann frekast geti sé varla hægt að ætlast til að hann geri meira. Þá verði hann bara að sjá hvert það skili honum. Hann segist lítið spá í framhaldið í fótboltanum, ný lið eða þess háttar. Hann ætli fyrst að standa sig hjá C. Palace. Unnusta Hermanns er knatt- spyrnukonan Ragna Lóa Stefáns- dóttir sem komst í fréttir eftir al- varlegt fótbrot í leik í sumar sem leið. Hún veiktist alvarlega í kjöl- farið og var vart hugað líf fyrst á eftir. Allar aðstæður hafa hagað því þannig að hún fylgdi unnustanum ekki utan, hefur reyndað skroppið nokkrum sinnum og dvelur ytra nú um jólin. Lifnar yfir heimilinu „Maður hefur ekkert verið að svekkja sig á þessu og þegar allt er skoðað má kannski segja að þetta hafa verið ágætt svona. Ragna Lóa á tvö börn á skólaaldri og maður þarf tima til þess að finna heppilegt hús- næði í barnvænu hverfi. Við stefn- um að því að hún flytji utan með börnin í haust og þá lifnar yfir heimilinu. Maðm- hefm- vissulega verið nokkuð mikið einn fram til þessa,“ segir Hermann Hreiðarsson sem fagnar veru Stefáns Þórðarson- ar hjá félaginu. Hann geti alltaf far- ið með honum heim á hótel eftir æf- ingar til þess að fá sér að borða. -sv í skólann kr. 96.900 Raðgreiðslur nnKim Stórhöfða 16 sími: 587-1135 jMENSWEAR LAUGAVEGI 61 • SÍMI 551 8001 • OPIÐ FRÁ 10:00-22:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.