Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Page 40
44 Qókarkafli LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 JLJ"V Áður óbirtar upplýsingar og myndir úr stríðinu í bókinni Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal: Friöþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, hefur skrifað og gefið út bókina Vígdrekar og vopnagnýr meó undirtitlinum Hvalíjörður - og hlutur íslands í orrustunni um Atlantshafið. í síðari heims- styrjöldinni tók erlendur her og floti sér bólfestu í Hvalfiröi og nœr- liggjandi byggöum og hóf mestu umsvif sem sést hafa þar í sveit. Hverjir voru þar á ferö og hvert var hlutverk þeirra? Lýst er umsvif- um bandamanna í firðinum og nágrenni hans, mannvirkjagerð og varnarviöbúnaöi. Greint er frá hlutverki bœkistöðva bandamanna hér á landi í hildarleiknum á hafinu, siglingum skipalesta og hernaðarað- gerðum sem tengdust landinu. Sagt er frá skipsköðum, ferðum þýskra kafbáta og flugvéla hér við land og birtar eru í fyrsta sinn frásagnir þýskra kafbátsforingja af örlögum íslenskra skipa sem hingað til hafa verið níönnum hulin. Bókin er byggð á heimildum úr skjalasöfnum hers og flota sem Friðþór hefur kannað og sett fram með fjölda áður óbirtra Ijósmynda og ítarlegum skýringum. Við grípum hér niður í hluta af 18. kafla þar sem segir frá kafbátahern- aði Þjóðverja við íslandsstrendur. „Að kvöldi 10. mars var stærsti togari íslendinga, Reykjaborg RE-64 á siglingu í söluferð með ísaðan fisk til Fleetwood um 460 sjómílur suð- austur af landinu og 140 sjómílur norður af Barra Head i Skotlandi. Kafbáturinn U-552 hafði verið á þessum slóðum um nokkra hrið. Síðla dags kom skipherrann auga á skipsmöstur úti við sjóndeildar- hring í sjónpípu sinni. Virtist hon- um þar fara um 1.000 lesta skip sem sigldi í krákustígum í suðausturátt. Samkvæmt leiðarbók kafbátsins kafaði hann þremur og hálfri klukkustund síðar eða klukkan 20.05 að þýskum tíma og hafði þá skip í sigtinu sem kafbátsforinginn taldi vera um 1.000 lestir að stærð og vopnað stutthleyptri fallbyssu. Klukkan 20.52 skaut hann einu tundurskeyti að skipinu á 400 metra færi en það sprakk ekki. Kveikt var á siglingaljósum skipsins sem þó virtust deyfð. Klukkan 21.15 kom kafbáturinn úr kafi og hóf eftirfor. Tungl óð i skýjum og fylgdi kafbát- urinn skipinu eftir í öruggri fjar- lægð án þess að til hans sæist. Klukkan 23.14 sótti kafbáturinn hratt i átt til skipsins og foringi hans gaf skipun um að skjóta að því af fallbyssu kafbátsins. Loftskeyta- maðurinn fékk skipun um að fylgj- ast með því hvort skipið sendi út neyðarkall og fyrsta skotið reið af á 800 metra færi. Annað skotið hæfði mastrið sem féli við og þar með tal- stöðvarloftnetið. Við þriðja skotið bilaði fallbyssan og gaf þá kafbáts- foringinn mönnum sinum skipun um að beita 20 mm loftvamabyss- um kafbátsins til að koma i veg fyr- ir að áhöfninni yxi kjarkur og reyndi að flýja eða berjast. Var nú skothríðin látin dynja á skipinu og brátt komst fallbyssan i lag aftur þótt ekki væri hægt að hleypa af henni sjáifvirkt. Hittu kafbátsmenn illa með henni sökum veltings. Við tíunda skot úr fallbyssunni sáu kaf- bátsmenn hvar eldur gaus upp á miðju skipinu. Breytti kafbátsfor- inginn nú um stefnu en vélbyssurn- ar héldu áfram að ausa skotum yfir skipið og hæfðu gufuketilinn svo það stöðvaðist. Gat kafbátsforing- inn þess í leiðarbók sinni að á með- an árásin stóð hefði áhöfn skipsins ekki beitt fallbyssunni í skut þess. Brátt biluðu báðar vélbyssur kaf- bátsins og stöðvaðist skothríðin við svo búið. Þá er þess getið áð um klukkan 23.40 hafi skipið sokkið en Ráðist á Fróða og Pátursey í bók sinni „Axis Submarine Successes“, sem tilgreinir allar árásir þýskra kafbáta í síðari heimsstyrjöldinni, segir höfundur- inn, Dr. Jurgen Rohwer sem er einn virtasti ffæðimaður á þessu sviði, að U-37 sem gerði árásina á línu- veiðarann Pétursey 12. mars hafi einnig gert árásina á Fróða og hef- ur því verið haldið fram í öðrum ritum um þetta efni. í bréfi til höf- undar þessarar bókar hefur Rohwer hins vegar dregið staðhæfingu sína til baka og vitnað í leiðarbækur U- 74 og U-37 sem leiddu í ljós að það var U-74 sem réðst á Fróða. Lýsing kafbátsforingjans þar kemur heim og saman við lýsingu áhafnarinnar á Fróða, en skipið sneri við, mikið laskað eftir árásina, og náði til Vestmannaeyja með fimm skipverja fallna. Er ítarlega lýsingu skips- manna á Fróða á þessum atburði einnig að finna í „Þrautgóðir á raunastund“. Þriðja skipið sem varð fyrir árás á þessum sömu slóðum var línu- veiðarinn Pétursey frá ísafirði. Pét- ursey var einnig á leið til Bretlands í söluferð með ísfisk. Ólíkt Fróða og Reykjaborgu var enginn til frásagn- ar um afdrif skipsins og því haldið fram að ef til vill hefði sami kafbát- ur verið að verki í öll þrjú skiptin. Svo var þó ekki og er einungis leið- arbók kafbátsins sem þama var að verki til vitnis um atburðinn. í henni segir að áhöfn U-37 hafi séð nokkur skip síðdegis 12. mars, þar á meðal tundurspilla eða fylgdarskip sem hafi varpað djúpsprengjum. Klukkan rúmlega sex að kvöldi að þýskum tíma hafi kafbátsforinginn séð skip sem greinilega var fiski- skip og stefndi í krákustígum í suð- austurátt til Bretlandseyja. Það hafi ekki verið þess virði að eytt yrði f það tundurskeyti. Taldi hann sig sj. Áhöfn U-204 við fallbyssu kafbátsins sem grandaði Hótmsteini aðfaranótt 1. júní 1941. liða þar til Þjóðverjar sökktu honum sjálfir í stríðslok. Kafbátsforinginn, Erich Topp, varð einn sigursælasti kafbátsforingi Þjóðverja. Sökkti hann m.a. banda- ríska tundurspillinum U.S.S. Reu- ben James, sem getið er um í 16. kafla, haustið 1941. Topp varð síðar flotaforingi í vesturþýska flotanum. Skothríð úr fallbyssu Nóttina eftir þennan örlagarika atburð var kafbáturinn U-74 undir stjóm Eitel-Friedrichs Kentrats um 200 sjómilur suðaustur af Vest- mannaeyjum á vesturleið. Varð hann var við ferðir lítils skips sem ekki sýndi nein þjóðareinkenni og sigldi með deyfðum ljósum. Hóf kaf- báturinn skothríð úr fallbyssu en þrátt fyrir hagstæð veðurskilyrði tókst ekki til sem skyldi og fyrsta kúlan sprakk ekki. Gerði kafbátur- inn þrjár atlögur að bátnum, þar af tvær með 20 mm loftvamabyssum, og var árásinni hætt i dögun. Þótti kafbátsforingjanum einkennilegt að skipið skyldi ekki sýna hverrar þjóðar það væri og setti spumingar- merki í leiðarbókina við vangavelt- ur sínar um hvort hér gæti hafa verið tálbeita á ferð sem leiða ætti kafbáta í gildru. Taldi hann enga aðra skýringu að finna á háttemi skipsmanna. Hafa ber í huga að kaf- báturinn hafði gert atlögu að skipa- lest aðfaranótt 9. mars og mátt þola ítrekaðar djúpsprengjuárásir fylgd- arskipa hennar. Gæti sú reynsla hafa vakið tortryggni kafbátsfor- ingjans og hann brugðist við á þennan örlagaríka hátt. Kentrat lifði styrjöldina og var aðstoðar- maður flotamálafulltrúa Þýska- lands i Tókýó í stríðslok. engir skipbrotsmenn hafi sést, enda hafi lífbáturinn farið í spað við fyrstu skotin frá kafbátnum. Af leið- arbók kafbátsins má ráða að foringi hans hafi hvorki gert sér grein fyr- ir því að hér væri íslenskur togari á ferð, né að skipið væri óvopnað. Lýsingar koma heim og saman Rannsóknir breska flotans og breskra og þýskra sagnfræðinga eft- ir stríðið hafa leitt í ljós að þama hafi verið lýst árásinni á Reykja- borg. Kemur hún heim og saman við lýsingu skipbrotsmanna en tveir menn björguðust af skipinu á hálfsundurskotnum fleka. Þrettán menn fómst í árásinni. Er atburði þessum ítarlega lýst m.a. í bókinni „Þrautgóðir á raunastund, II“, en hér birtist í fyrsta sinn lýsing kaf- bátsforingjans á atburðarásinni. Af kafbátnum er það að segja að hann fór í fjórtán árásarferðir og var loks tekinn til notkunar við þjálfun ný Kafbátaherna(lur Þjóðverja við strendur Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.