Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Qupperneq 40
44 Qókarkafli LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 JLJ"V Áður óbirtar upplýsingar og myndir úr stríðinu í bókinni Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal: Friöþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, hefur skrifað og gefið út bókina Vígdrekar og vopnagnýr meó undirtitlinum Hvalíjörður - og hlutur íslands í orrustunni um Atlantshafið. í síðari heims- styrjöldinni tók erlendur her og floti sér bólfestu í Hvalfiröi og nœr- liggjandi byggöum og hóf mestu umsvif sem sést hafa þar í sveit. Hverjir voru þar á ferö og hvert var hlutverk þeirra? Lýst er umsvif- um bandamanna í firðinum og nágrenni hans, mannvirkjagerð og varnarviöbúnaöi. Greint er frá hlutverki bœkistöðva bandamanna hér á landi í hildarleiknum á hafinu, siglingum skipalesta og hernaðarað- gerðum sem tengdust landinu. Sagt er frá skipsköðum, ferðum þýskra kafbáta og flugvéla hér við land og birtar eru í fyrsta sinn frásagnir þýskra kafbátsforingja af örlögum íslenskra skipa sem hingað til hafa verið níönnum hulin. Bókin er byggð á heimildum úr skjalasöfnum hers og flota sem Friðþór hefur kannað og sett fram með fjölda áður óbirtra Ijósmynda og ítarlegum skýringum. Við grípum hér niður í hluta af 18. kafla þar sem segir frá kafbátahern- aði Þjóðverja við íslandsstrendur. „Að kvöldi 10. mars var stærsti togari íslendinga, Reykjaborg RE-64 á siglingu í söluferð með ísaðan fisk til Fleetwood um 460 sjómílur suð- austur af landinu og 140 sjómílur norður af Barra Head i Skotlandi. Kafbáturinn U-552 hafði verið á þessum slóðum um nokkra hrið. Síðla dags kom skipherrann auga á skipsmöstur úti við sjóndeildar- hring í sjónpípu sinni. Virtist hon- um þar fara um 1.000 lesta skip sem sigldi í krákustígum í suðausturátt. Samkvæmt leiðarbók kafbátsins kafaði hann þremur og hálfri klukkustund síðar eða klukkan 20.05 að þýskum tíma og hafði þá skip í sigtinu sem kafbátsforinginn taldi vera um 1.000 lestir að stærð og vopnað stutthleyptri fallbyssu. Klukkan 20.52 skaut hann einu tundurskeyti að skipinu á 400 metra færi en það sprakk ekki. Kveikt var á siglingaljósum skipsins sem þó virtust deyfð. Klukkan 21.15 kom kafbáturinn úr kafi og hóf eftirfor. Tungl óð i skýjum og fylgdi kafbát- urinn skipinu eftir í öruggri fjar- lægð án þess að til hans sæist. Klukkan 23.14 sótti kafbáturinn hratt i átt til skipsins og foringi hans gaf skipun um að skjóta að því af fallbyssu kafbátsins. Loftskeyta- maðurinn fékk skipun um að fylgj- ast með því hvort skipið sendi út neyðarkall og fyrsta skotið reið af á 800 metra færi. Annað skotið hæfði mastrið sem féli við og þar með tal- stöðvarloftnetið. Við þriðja skotið bilaði fallbyssan og gaf þá kafbáts- foringinn mönnum sinum skipun um að beita 20 mm loftvamabyss- um kafbátsins til að koma i veg fyr- ir að áhöfninni yxi kjarkur og reyndi að flýja eða berjast. Var nú skothríðin látin dynja á skipinu og brátt komst fallbyssan i lag aftur þótt ekki væri hægt að hleypa af henni sjáifvirkt. Hittu kafbátsmenn illa með henni sökum veltings. Við tíunda skot úr fallbyssunni sáu kaf- bátsmenn hvar eldur gaus upp á miðju skipinu. Breytti kafbátsfor- inginn nú um stefnu en vélbyssurn- ar héldu áfram að ausa skotum yfir skipið og hæfðu gufuketilinn svo það stöðvaðist. Gat kafbátsforing- inn þess í leiðarbók sinni að á með- an árásin stóð hefði áhöfn skipsins ekki beitt fallbyssunni í skut þess. Brátt biluðu báðar vélbyssur kaf- bátsins og stöðvaðist skothríðin við svo búið. Þá er þess getið áð um klukkan 23.40 hafi skipið sokkið en Ráðist á Fróða og Pátursey í bók sinni „Axis Submarine Successes“, sem tilgreinir allar árásir þýskra kafbáta í síðari heimsstyrjöldinni, segir höfundur- inn, Dr. Jurgen Rohwer sem er einn virtasti ffæðimaður á þessu sviði, að U-37 sem gerði árásina á línu- veiðarann Pétursey 12. mars hafi einnig gert árásina á Fróða og hef- ur því verið haldið fram í öðrum ritum um þetta efni. í bréfi til höf- undar þessarar bókar hefur Rohwer hins vegar dregið staðhæfingu sína til baka og vitnað í leiðarbækur U- 74 og U-37 sem leiddu í ljós að það var U-74 sem réðst á Fróða. Lýsing kafbátsforingjans þar kemur heim og saman við lýsingu áhafnarinnar á Fróða, en skipið sneri við, mikið laskað eftir árásina, og náði til Vestmannaeyja með fimm skipverja fallna. Er ítarlega lýsingu skips- manna á Fróða á þessum atburði einnig að finna í „Þrautgóðir á raunastund“. Þriðja skipið sem varð fyrir árás á þessum sömu slóðum var línu- veiðarinn Pétursey frá ísafirði. Pét- ursey var einnig á leið til Bretlands í söluferð með ísfisk. Ólíkt Fróða og Reykjaborgu var enginn til frásagn- ar um afdrif skipsins og því haldið fram að ef til vill hefði sami kafbát- ur verið að verki í öll þrjú skiptin. Svo var þó ekki og er einungis leið- arbók kafbátsins sem þama var að verki til vitnis um atburðinn. í henni segir að áhöfn U-37 hafi séð nokkur skip síðdegis 12. mars, þar á meðal tundurspilla eða fylgdarskip sem hafi varpað djúpsprengjum. Klukkan rúmlega sex að kvöldi að þýskum tíma hafi kafbátsforinginn séð skip sem greinilega var fiski- skip og stefndi í krákustígum í suð- austurátt til Bretlandseyja. Það hafi ekki verið þess virði að eytt yrði f það tundurskeyti. Taldi hann sig sj. Áhöfn U-204 við fallbyssu kafbátsins sem grandaði Hótmsteini aðfaranótt 1. júní 1941. liða þar til Þjóðverjar sökktu honum sjálfir í stríðslok. Kafbátsforinginn, Erich Topp, varð einn sigursælasti kafbátsforingi Þjóðverja. Sökkti hann m.a. banda- ríska tundurspillinum U.S.S. Reu- ben James, sem getið er um í 16. kafla, haustið 1941. Topp varð síðar flotaforingi í vesturþýska flotanum. Skothríð úr fallbyssu Nóttina eftir þennan örlagarika atburð var kafbáturinn U-74 undir stjóm Eitel-Friedrichs Kentrats um 200 sjómilur suðaustur af Vest- mannaeyjum á vesturleið. Varð hann var við ferðir lítils skips sem ekki sýndi nein þjóðareinkenni og sigldi með deyfðum ljósum. Hóf kaf- báturinn skothríð úr fallbyssu en þrátt fyrir hagstæð veðurskilyrði tókst ekki til sem skyldi og fyrsta kúlan sprakk ekki. Gerði kafbátur- inn þrjár atlögur að bátnum, þar af tvær með 20 mm loftvamabyssum, og var árásinni hætt i dögun. Þótti kafbátsforingjanum einkennilegt að skipið skyldi ekki sýna hverrar þjóðar það væri og setti spumingar- merki í leiðarbókina við vangavelt- ur sínar um hvort hér gæti hafa verið tálbeita á ferð sem leiða ætti kafbáta í gildru. Taldi hann enga aðra skýringu að finna á háttemi skipsmanna. Hafa ber í huga að kaf- báturinn hafði gert atlögu að skipa- lest aðfaranótt 9. mars og mátt þola ítrekaðar djúpsprengjuárásir fylgd- arskipa hennar. Gæti sú reynsla hafa vakið tortryggni kafbátsfor- ingjans og hann brugðist við á þennan örlagaríka hátt. Kentrat lifði styrjöldina og var aðstoðar- maður flotamálafulltrúa Þýska- lands i Tókýó í stríðslok. engir skipbrotsmenn hafi sést, enda hafi lífbáturinn farið í spað við fyrstu skotin frá kafbátnum. Af leið- arbók kafbátsins má ráða að foringi hans hafi hvorki gert sér grein fyr- ir því að hér væri íslenskur togari á ferð, né að skipið væri óvopnað. Lýsingar koma heim og saman Rannsóknir breska flotans og breskra og þýskra sagnfræðinga eft- ir stríðið hafa leitt í ljós að þama hafi verið lýst árásinni á Reykja- borg. Kemur hún heim og saman við lýsingu skipbrotsmanna en tveir menn björguðust af skipinu á hálfsundurskotnum fleka. Þrettán menn fómst í árásinni. Er atburði þessum ítarlega lýst m.a. í bókinni „Þrautgóðir á raunastund, II“, en hér birtist í fyrsta sinn lýsing kaf- bátsforingjans á atburðarásinni. Af kafbátnum er það að segja að hann fór í fjórtán árásarferðir og var loks tekinn til notkunar við þjálfun ný Kafbátaherna(lur Þjóðverja við strendur Islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.