Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Síða 47
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
51 ■v
Tyrkir banna reykingar
Tyrkir hafa ákveðið að láta ekki
sitt eftir liggja í að banna reykingar
á opinberum stöðum. Nú er bannað
að reykja á skrifstofúm þar sem
fleiri en fjórir starfa. Þá er bannað
að reykja í abnenningsfarartækjum,
á íþróttaleikvöngum, á sjúkrahús-
um, í skólum og á stöðum þar sem
menningarlegir atburðir fara fram.
Glæpatíðni eykst í Mexíkó
Mexíkó-borg hefúr ailtaf haft
slæmt orð á sér þegar glæpi ber á
góma. Borgarbúum og ferðamönn-
um til skelfíngar hefúr glæpum í
borginni flölgað um þriðjung M
því á síðasta ári. Vasa- og töskuþjóf-
ar eru afar kræfir í borginni einnig
hafa óprúttnir náungar fúndið nýja
leið til að rýja ferðamenn inn að
skinninu. Þjófamir byija á því að
ræna leigubílum og síðan er haldið
á túristaveiðar. Ferðamenn sem
hafa lent í slíkum leigubílum segja
farir sínar ekki sléttar því ekið er
með þá á milli hraðbanka þar sem
þeir eru neyddir til að taka út á
kort sín þangað til ekkert er eftir.
Hraðlest til London
Senma í mánuöinum verður ný
hraðlest á miili Heathrow-flugvailar
og miðborgar London sett af stað.
Fyrirhugað var að lestin hæfi ferðir
fýrir nokkru síðan en öryggisatriö-
um hefúr verið ábótavant. Þeim at-
riðum hefúr nú verið kippt í liðinn
og reiknað er með að full áætlun
verði komin í gagnið í júní næsta
sumar. Lestarferðimar verða á
miili Paddington og Heathrow og er
gert ráð fyrir því að ferðatíminn
verði mun styttri en nú er.
Þrír tenórar í París
Nú hefúr verið ákveðið að tenór-
amir þrír, Carreras, Domingo og
Pavarotti, muni koma fiam á opn-
unarhátíö heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspymu.
Opnunar-
hátíðin mun
farafram
þann 10. júní
á næsta ári,
á Mars-vell-
inum sem er
staðsettur
við hliö Eif-
feltumsins.
Yfirvöld í
París gera
ráö fyrir
miklum
straumi
ferðamanna dagana sem keppnin
stendur yfir og hafa gefið út yfírlýs-
ingu þess efnis að mikiö verði um
dýrðir og eiga þá ekki bara við
sparklistina heldur hefúr fjöldinn
allur af listamönnum verið boðaður
til borgarinnar til þess að skemmta
fólki á milli leikja.
Þeir sem hyggjast sækja leiki
keppninnar þurfa að bóka sig hiö
fyrsta því nú þegar era hótel á
þeim stöðum sem keppnin fer Mm
í Frakklandi aö verða fullbókuö.
@.afyr:Háloftaveiki eða timbur-
menn
Nýjar rannsóknir í Bandaríkjun-
um hafa leitt í ljós að fjöldi fólks
sem dvelur á skíðastöðum sem em
ofar en 2600 metrar yfir sjó þjáist af
háloftaveiki. Sérfræðingamir segja
ferðamenn oft ekki átta sig á hvað
amar að enda telji flestir sig vera
með timburmenn. Háloftaveiki get-
ur verið alvarleg og kann að draga
menn til dauða. Því er fólk sem
dvelur á fjöllum hvatt til að leita
læknis ef það finnur fyrir óþægind-
um og slappleika.
Gljúfrin þrjú undir
vatn
í Sichuan-héraði í Kína em þrjú
undurfogur gijúfúr í Yangtseánni
sem hingað til hafa laðað til sín
ferðamenn i miklum mæli. Dagar
gljúfranna era hins vegar taldir því
á næsta ári hyggja Kínveijar á
mikla stíflugerð í ánni og þá munu
gljúfrin tæmast. Ferðaskrifstofan
Explore Worldwide hyggur á sið-
ustu ferðina að gljúfrunum í núver-
andi mynd þann 23. apríl næstkom-
andi. Ferðin tekur sextán daga og
verður meðal annars farið i þriggja
daga siglingu um gljúfiin.
Drangaskörð á Ströndum.
DV-mynd GVA
KápUVfrá kr. 7.900
Jakkarfrá kr. 6.900
fjlpUVfrá kr. 6.900
Pelsarfrá kr. 9900
Nylon-jakkar
frá kr. 6.900
Mörg sttiö — margir litit
ffíáfiusalan
Snorrabraut
56
562
4362
K ;T
Strandasýsla:
Ferðaþjónusta
í örum vexti
DV, Hólmavík:
Kynningarátak ferðaþjónustuað-
ila um kosti Strandasýslu sem án-
ingarstaðar áhugafólks um útivist
og unnenda náttúrufegurðar var
haldið með fúiltrúum frá velflestum
fiölmiðlum landsins 6. desember á
Drangsnesi. Opnun upplýsingamið-
stöðvar á Hólmavík, þátttaka í at-
vinnuvegasýningu og útihátíðir var
meðal þess sem fram kom á fjöl-
mennum fúndinum sem Ferðamála-
félag Strandasýslu stóð fyrir.
Dorothee Lubecki ferðamálafull-
trúi sagði frá fjölmörgum atriöum
sem unnið er að hjá Atvinnuþróun-
arfélagi Vestfjarða þar sem hún er
starfsmaður. Þættir sem skapa fleiri
störf í ferðaþjónustu svo og bætt að-
gengi ferðafólks að helstu náttúru-
perlum svæðisins er veigamikill
þáttur. Hvað Strandasýslu áhrærir
voru merktar 2 gönguleiðir og hald-
ið vel sótt hleðslunámskeið. Ferða-
fulltrúinn telur að slík verkefni falli
velaö framtíðarskipán svæöisins.
Á fundinum flutti erindi Valur
Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi
ferðamálaráðs, um umhverfisstjóm-
un fyrirtækja. Fór yfir helstu þætti
þeirra umhverfisbætandi að-
gerða,sem stjómendur bæði stórra
og smárra fyrirtækja þyrftu af
mörgum ástæðum að huga betur að
og bæta. Vera meðvitaðri um
hversu þýðingarmikið það er á þess-
um tímum.
Á fundinum var staðfest aö Jón
Jónsson, þjóðfræðingur frá Steina-
dal, sem mest og best hefur í ræðu
og riti bent á þá kosti sem Stranda-
sýsla hefúr sem útivistarsvæöi, mun
næsta sumar halda áfram því starfi
sem hann hefur unnið aö tvö imdan-
farandi sumur fyrir Héraðsnefnd
Strandasýslu og ferðamálafélagið.
Elín S. Óladóttir hótelstýra, Laugar-
hóli, er formaður félagsins.
-Guðfinnur
Sendum í póstkröfu, sími 566-8977
SONY
Playstation
14.490:
hvaðT annaðT ?