Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1997, Side 63
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 F I I l l I l I l j » I i » » » » » viðtal 67 Mér er það alveg ljóst að þetta er diskur sem mun ekki falla öllum í geð. Unga fólkið grettir sig yfir fiðlunni en flestir þeir sem komið hafa til min hafa lýst yfir ánægju með hann. Flestir tala um að þetta sé svona diskur sem þeir geti hugsað sér að gefa móður sinni. Það finnst mér ágætt og í raun nokkuð fyndið því ég hugsaði með mér frá upphafi að ég vildi gera disk sem mamma mín yrði ánægð með,“ segir Dan Cassidy, bandarískur fiðluleikari, sem starfað hefur hér á landi í nokkurn tíma. Hann sendi frá sér geisladiskinn, On the Fiddle, á haustdögum. Dan var fyrstu tuttugu ár ævi sinnar í Ameriku, fluttist þá til Evrópu með fiðluna og hefur æ síðan verið á faraldsfæti. Hann hefur búið í Þýskalandi og Bret- landi, fór í smátima aftur vestur og lagði fiðluna til hliðar í ein þrjú ár. Hann fór að vinna á skrif- stofu og greip bara í hana sem aukabúgrein. En síðan fór hann að klæja verulega í fiðlufinguma. Vinur hans var í skóla með ís- lenskum tónlistarmanni, Stefáni Ingólfssyni, í Los Angeles og þá kviknaði hugmynd um að prófa að fara til íslands. Dan Cassidy meö fiðluna ína. Meö nýja disknum vildi hann kynna fiöluna fyrir íslendingum. sem allir þekkja," segir Dan og er ekki frá því að það hafi tekist. Sá einstaklingur sem mest áhrif hefur haft á Dan Cassidy er fiðlu- leikarinn og íslandsvinurinn Stephan Grappelli sem nú er ný- látinn. Aðspurður hvers slags tón- list sé á diskinum segist hanri' hafa sett eitthvað af öllu á hann, þar sé allt nema rokk. Það eina sem tengi lögin saman sé að hann spili á fiðluna í þeim öllum, ýmist þar sem hann leikur listir sínar með fiðluna í forgrunni eða undir í söng. Tileinkaður systurinni „Ég tileinka diskinn systur minni sem lést úr krabbameini fyrir ári. Hún er án efa besta söng- kona sem ég hef þekkt og nafp. hennar, Eva Cassidy, er vel þekkt í Ameríku. Hún syngur lög á plöt- unni. Því miður hitti ég hana lítið síðustu árin en ég á efni sem hún gerði áður en hún dó og meö nýj- ustu tækni get ég bætt fiðlunni við það sem hún hafði gert,“ segir Dan og það er greinilegt að hann hefur verið nátengdur systur sinni. Dan segist áreiðanlega eiga eft- ir að gera fleiri plötur og stefnir að því að mennta sig pínulítið meira í klassísku hlið tónlistarinnar. Hann segist vel geta hugsað sér að kenna og á ekki von á öðru en að hann verði áfram á íslandi. Hér líði honum vel. „Síðustu orð systur minnar^. voru að ég væri mjög góður fiðlu- leikari og að ég gæti spilað með þeim sem ég vildi. Það gaf mér aukið sjálfstraust og mig lcmgar til þess að gefa meira út af efhi með okkur saman,“ segir þessi viðkunnanlegi fiðluleikari. Disk- urinn er hinn áheyrilegasti, Ijúfur og notalegur og það er greinilegt að hér er mjög góður tónlistarmað- ur á ferð. -sv Fannst Island stórkostlegasta land sem hann hafði komið til: Góður fyrir mæður - segir fiðluleikarinn Dan Cassidy um nýja geisladiskinn sinn Varð að flytja „Ég hafði verið í ferðabransan- um og gat því fengið ódýran flug- miða. Því ekki að komahérna við og skemmta sér svolítið? Síðan var eitthvað við þetta land sem gerði það að verkum að mér fannst ég þurfa að flytja hingað. Mér fannst strax að þetta væri stórkostlegasta land sem ég hefði komið til. Hér fannst mér að ég gæti byrjað í tónlistinni aftur.“ Dan segir það hafa tekið nokkurn tíma að komast inn í bransann hér. Það sé ekki fyrr en fyrir um tveimur árum sem hann hafi farið að njóta virðingar. Aðal- vinnan hans hefur verið að spila með Pöpunum og síðan hefur hann verið fenginn til þess að spila inn á hinar og þessar hljómplötur. „Einn góöan veðurdag fannst mér vera kominn tími til þess að ég sýndi hvað í mér býr. Ég var ekki viss um hvemig ég ætlaði að borga fyrir þaö en ég ætlaði að gefa út disk. Fiðlan er ekki mjög vinsæl hér og mér fannst að ég þyrfti að reyna að breyta því, leyfa fólki að heyra aðra hlið á henni en þá klassísku FJORÐA UTKALLSBOK OTTARS SVEINSSONAR TEtÉis: i efstii sætum .. IIII PTO I I I I I O *T" fl METSOLULISTA DV OG MBL. OTTAR SVEINSSON ALLIR LESA ISLENSKA BÓKAÚTGÁFAN SÍÐUMÚLA 11, stmi 581 3999 Ingvi Hallgrlt á Dísatleih *. ■ og óvart skili eftir úti ÍAtlar ui Ih-Lir a liug, t„ losa flæktan spilvír. í Vikartindí. var vio pao av íai oogum i mars. Uji. t-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.