Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Page 14
14
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 TIV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslða: httpY/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Túrbínur komandi aldar
Heimurinn stendur á barmi byltingar. Að sönnu ekki
þeirrar gerðar sem Marx og Engels prédikuðu, heldur af
tæknilegum toga. Hraðstígar breytingar á sviði
upplýsingatækni eru að bylta veröld þeirra sem komust
til vits og ára á líðandi öld.
Fyrir milljarðafyrirtækiö sem Ólafur Jóhann Ólafsson
stýrir senn á Wall Street skiptir ekki máli hvort hann er
staddur á Manhattan eða í Skuggahverfmu. Tæknin
gerir honum kleift að vera í jafn nánu sambandi við
starfsmenn og viðskiptavini á hvorum staðnum sem er.
Upplýsingatæknin hefur skorið á íjötur íjarlægðarinnar.
Landfræðileg einangrun hefur torveldað íslendingum
að njóta forskotsins sem þeir hafa í krafti frábærs
skólakerfis og menningarlegra hefða. Þetta forskot hefur
til dæmis fært þeim fleiri tölvur og meira tölvulæsi en
flestum öðrum þjóðum. íslendingar verða að búa sig
undir möguleikana sem opnast þegar upplýsinga-
byltingin tætir einangrun þeirra endanlega sundur.
Hugvitið má rækta eins og urt í aldingarði. Það þarf
hins vegar áburð og aðra virkt. Jarðvegurinn er fyrir
hendi: Fádæma vinnusemi, gamalgrónar lærdómshefðir
og útsjónarsemi sem þróaðist í fámenni harðbýls og
einangraðs lands.
Fiskurinn, fallvötnin og fegurð landsins eru að sönnu
mikilvæg. Brátt mun þó skiljast að mengun af völdum
þrávirkra efna er líkleg til að veikja undirstöður
norðlægra fisksöluþjóða, nýir orkugjafar kunna að
úrelda fallvötnin sem alþjóðlega markaðsvöru og við
höfum ekki þurft hjálp til að spilla náttúru landsins.
Auðlind framtíðarinnar eru hinar hljóðlátu túrbínur í
kolli kynslóðanna sem ekki eru komnar á legg.
Upplýsingatækni næstu aldar mun gera okkur kleift að
dreifa afurðum þeirra, íslensku hugviti, á alþjóðlegan
markað sem innan skamms verður heimurinn allur.
Stjórnvöld, meira og minna ólæs á tölvur og
fákunnandi um möguleika upplýsingatækninnar, skilja
þetta ekki. Þau eru föst í slorinu og sjá varla fram fyrir
rollurassana. Þau lifa í fortíðinni og skilja ekki
framtíðina. Samanburðurinn er sláandi.
Háskóladeildir sem eiga að sinna kennslu og rann-
sóknum í tölvutengdum vísindum eru að grotna niður
vegna skorts á fjármagni og tækjum. Á sama tíma er
milljörðum ausið í ósamkeppnishæfan landbúnað sem á
núverandi formi er ekki líklegur til að lifa langt fram á
næstu öld, og til að greiða niður sjávarútveg.
í dag kostar hið opinbera nær engu til rannsókna á
sólrisugreinum hugbúnaðarvísindanna. Á meðan þeim
er haldið í svelti borga skattgreiðendur fyrir fokdýrar
rannsóknarstofnanir til að styrkja framleiðslu á
landbúnaðarvörum sem hægt er að kaupa erlendis frá á
miklu lægra verði.
Útgerðin skilar meiri hagnaði en nokkru sinni en
skattgreiðendur borga þó stórkostlegar upphæðir með
henni. Úr þeirra vasa kemur hluti af launum sjómanna
í formi skattaafsláttar, sem útgerðin ætti vitaskuld að
greiða sjálf. Þeir borga líka fyrir rannsóknir sem skipta
sköpum fyrir þróun og velferð sjávarútvegs á íslandi.
Þetta er kolröng forgangsröðun. Það er heimska að
eyða margfalt hærri upphæðum í rannsóknir á úreltum
landbúnaði en sólrisugreinum framtíðarinnar. Það er
óráðsía að láta sjávarútveginn ekki greiða fyrir eigin
rannsóknir, svo ekki sé minnst á kvótann sjálfan.
Það þarf hins vegar pólitískan kjark til að breyta
þessu. Hann er ekki fyrir hendi í dag. Á meðan bíða
túrbínurnar ógangsettar og framtíðin dankast.
Össur Skarphéðinsson
Markaðstorg
hugmyndanna
Evrópskt samfélag byggir á
óskráðum sáttmála fólks og fjár-
magns um velferðarríkið: jafnan
rétt allra til að njóta menntunar,
heilsugæzlu og almannatrygginga. í
Evrópu unnu jafnaðarmenn (sósíal-
demókratar) hugmyndafræðistrið
20ustu aldar. Velferðarríkið var fest
í sessi eftir stríð. Gullöld þess stóð
frá 1950 til 1970. Þjóðir Evrópu voru
ungar og hagvöxturinn malaði gull.
Hagvöxturinn stóð undir vaxandi
útgjöldum. Kerfið var í jafnvægi.
Enn í dag nýtur kerfið stuðnings
yfirgnæfandi meirihluta kjósenda.
Evrópumenn liða engum stjóm-
málaflokki að rústa velferðarkerfið.
Leiðtogafundur Evrópusam-
bandsins um atvinnuleysisháskann
fyrir mánuði í Lúxemborg hefur
hleypt nýju lífi í umræðuna um
framtíð velferðarríkisins. Þrátt fyrir
uppgang i heimshagkerfmu (líka í
ESB) sækist seint að kveða niður at-
vinnuleysið (yfir 30 milljónir at-
vinnulausra - nærri því allir íbúar
Spánar). Þessi tala ein og sér nægir
til að fylla menn efasemdum um
framtíð „kerfisins". Öldmn Evrópu-
þjóða og Cárhagsbyrðar vegna at-
vinnuleysis og lífeyrisbóta vekja
upp efasemdir um samkeppnishæfni
Evrópusambandsins á alþjóðavædd-
um samkeppnismarkaði heimsins.
Þemað um hnignun gömlu Evrópu -
um „Untergang des Abendlandes" -
er aftur í tízku.
Japan hefur beðið
hnekki
í tvo áratugi hafa andstæðingar
veiferðarríkisins bent á hraðvaxtar-
löndin í Asíu sem fyrirmynd.
Tuttugasta og fyrsta öldin yrði öld
Asíu. En Japan hf. - rikiskapítal-
isminn að hætti Japana - hefur beð-
ið mikinn hnekki. Káin þrjú -
kvótakerfi klíkuveldis og kerfisspill-
ingar - em ekki kennitölur framtíð-
arinnar. Þessi ríki em i pólitískri
Erlend tíðindi
Jón Baldvin Hannibalsson
tilvistarkreppu og í alþjóölegri gjör-
gæzlu. Eftiröpim vestrænnar tækni
var grædd á lénsveldi liðinnar tíðar.
Standa þá ekki Bandaríkin -
„gamli, góði Yankeekapitalisminn"
- uppi sem hinn mikli sigurvegari
20ustu aldar? Er það ekki ameríska
öldin sem bíður okkar, undir óskor-
aðri forystu eina risaveldisins sem
eftir er? Margir vilja trúa því. Lífs-
seigla og kraftur hins ameríska
kapítalisma lætur ekki að sér hæða.
Á sl. 4 árum hefur bandaríska hag-
kerfið skapað 12 milljónir nýrra
starfa; á sama tíma hefur Evrópa
glatað 2 miUjónum starfa. Vaxtar-
broddur framfaranna í Bandaríkj-
unrnn er lítil hátækni- eða þjónustu-
fyrirtæki. Forstjórinn er frjáls að
þvi að ráða eða reka starfsfólk að
vild. Verkalýðsfélög þrífast ekki -
eða breytast í bófafélög. Forstjórinn
á greiðan aðgang að ódým áhættu-
fjármagni og hlutafé. Heimamarkað-
urinn býður upp á stærðarhag-
kvæmni sem er nóg veganesti til að
sigra heiminn.
Skuggahliðarnar
En Robert Reich, fyrrv. atvinnu-
málaráðherra Clintons forseta, er
ekki sannfærður um að yfirburðir
amerísks kapítalisma standist til
lengdar. Hann bendir á skuggahlið-
arnar. Meirihluti hinna nýju starfa
era láglaunastörf ófaglærðra. Þrátt
fyrir hagvöxtinn hafa lífskjör 60%
bandarískra fiölskyldna versnað á
sl. áratug. Þeim sem búa undir fá-
tæktarmörkum fiölgar ískyggilega.
Sá hluti ríkustu þjóðar heims, sem
hefur hvorki efni á almennilegri
menntun eða boðlegri heilsugæzlu,
er ótrúlega stór. Þjóðfélagiö snýst
um hámarkshagnað, en hefur „ekki
efni á“ lágmarksþjónustu. Misskipt-
ing eigna og tekna tendrar falda
elda sundurvirkni og óánægju.
Roosevelt, eitt af mikilmennum ald-
arinnar,' forðaði bandarískum
kapítalisma frá hruni heimskrepp-
unnar á sínum tíma. Þarf ekki Am-
eríka annan „New Deal“?
Evrópumenn leita nú lausna sem
duga til að varðveita velferðarríkið,
en lækka tilkostnaðinn og deila hon-
um miili einstaklinganna sem njóta,
fyrirtækjanna og ríkisins. Lausnirn-
ar er að finna ekki aðeins í skyldum
(ríkisins) við einstaklinginn, heldur
líka í skyldum einstaklingsins við
aðstandendur og afkomendur. Það á
ekki að borga mönnum fyrir iðju-
leysi heldur fyrir nám og starf.
Austurrikismenn, Danir, Bretar,
Hollendingar, Portúgalir og írar
hafa tekið upp nýjar aðferðir við að
reka velferðarþjónustuna á grund-
velli samkeppni miili hins opinbera
og einkageirans - og með minni til-
kostnaði. Viðnámið gegn nauðsyn-
legum breytingum er á undanhaldi.
Það er of snemmt að afskrifa gömlu
Evrópu. Fréttir af lamandi uppdrátt-
arsýki hennar era stórlega ýktar.
Hver veit nema siðmenntuð samfé-
lög, sem taka mark á kristilegu sið-
gæði, geti átt framtíðina fyrir sér?
Frá atvinnumálaráöstefnu ráöamanna Evrópusambandsríkjanna í Lúxemborg í síöasta mánuöi. Reuter-mynd
skoðanir annarra
Evrópa taki þátt
„Með því að framlengja dvöl bandarískra her-
manna í Bosníu kann Bill Clinton Bandaríkjaforseti
að vera að varðveita óstöðugan frið. En friðargæsla
NATO-hermanna leysir ekki ein pólítísk, efnahags-
leg og þjóðemisleg vandamál Bosníu. Það yrði auð-
veldara fyrir Bandarikjamenn að styðja ákvörðun
Clintons ef þeir héldu að hann hefði á takteinum
raunverulega lausn og ef þeir væru vissir um að
Evrópa tæki á sig meiri ábyrgð.“
Úr forystugrein New York Times 21. des.
Eftirmaður Mandela
„Fátæklingar S-Afríku voru þolinmóðir vegna
hrifningar sinnar á Mandela. Almenningur virðir
hinn lærða Mbeki en hann er ekki ástsæll. Hætta er
á aö hann svari nýjum þrýstingi frá fátæklingum
með valdbeitingu eða lýðskrumi.“
Úr forystugrein New York Times 22. des.
DV
Jeltsín og KGB
„Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er kominn á
fætur eftir veirusýkingu en fyrir helgi komst hann
með naumindum niður á fætuma er hann tók nokk-
ur söguleg danspor með því að fjalla um rússnesku
leyniþjónustuna KGB, í vikulegri útvarpsræðu
sinni. KGB er ekki lengur til heldur hefur leyni-
þjónustunni verið skipt í þrjár stofhanir. Jeltsín
fullyrti að fullt eftirlit væri meö þeim og aö þær
væru ekki lengur ríki í ríkinu. Forsetinn sagði að
verkefnin núna væru að berjast gegn hryðjuverk-
um og koma í veg fyrir smygl á hemaðarlega mik-
ilvægum málmum og gimsteinum. En það er ekki
langt síðan Jeltsín nefndi annað verkefiii, iönaðar-
njósnir erlendis, til þess að koma efnahag Rúss-
lands i gang.“
Úr forystugrein Aftenposten 22. desember.