Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Side 20
20 frettaljos
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
Síendurteknar stórdeilur um nýbyggingar í gömlum hverfum:
Ekkert deiliskipulag skapar úlfúfl
Lóðin við Laugaveg 53. Skipulagsnefnd hefur samþykkt byggingu nýs húss. íbúar hússins á myndinni, sem tilheyrir
Grettisgötu, telja að húsið muni byrgja þeim útsýni og sólarsýn. Árekstrar af þessu tagi milli íbúa og húsbyggjenda
og borgaryfirvalda hafa veriö tíðir undanfarið.
Síendurtekin upphlaup og vand-
ræði í sambandi við nýbyggingar í
eldri hverfum Reykjavíkur hafa ver-
ið í fréttum fjölmiðla síðustu mán-
uði og er skammt að minnast fyrir-
hugaðrar nýbyggingar við Lauga-
veg 53 sem nýlega var samþykkt í
skipulagsnefnd borgarinnar eftir
hatrammar deilur bæði innan
nefndarinnar og við íbúana í húsun-
um á bak við nýbygginguna og til-
heyra Grettisgötunni. Þá er ekki
langt síðan önnur nýbygging við
Grettisgötuna komst í fjölmiðla
vegna hatrammra deilna íbúasam-
taka á Skólavörðuholti við borgaryf-
irvöld. Enn varð upphlaup vegna
fyrirhugaðrar stórbyggingar við
Skúlagötu í haust og nú í desember
stöðvaði umhverflsráðuneytið ný-
byggingu húss við Þórsgötu.
Endurtekin
upphlaup
I þessari grein verður ekki tæm-
andi upptalning á þeim deilum sem
sprottið hafa síðustu mánuði vegna
nýbygginga í gömlu hverfunum. Af
nógu er af taka og því aðeins stiklað
á þeim viðburðum sem mest áber-
andi hafa verið í fjölmiðlum.
Allar þessar deilur eru af sömu
rót runnar: íbúar grannhúsa ný-
bygginganna telja að nýbygging
muni byrgja þeim útsýni og sólar-
sýn og þrengja að þeim að öðru
leyti. í sambandi við endurteknar
uppákomur af þessu tagi bendir allt
í sömu átt: Það vantar deiliskipulag
fyrir eldri hverfin, þ.e.a.s. Skugga-
hverfið, Þingholtin, miðbæinn og
vesturbæinn. Væri til deiliskipulag
er ólíklegra að endurteknar uppá-
komur af þessu tagi ættu sér stað.
Að minnsta kosti er líklegt að þær
yrðu færri og ekki jafn hatrammar.
Hörkudeilur
Deilan um byggingu verslunar-
húss við Laugaveg 53 er hat-
rammasta deilan af þessu tagi en
tvö önnur nýleg dæmi um árekstra
af þessu tagi milli húsbyggjenda,
skipulagsyfirvalda og ibúa er fyrir-
huguð bygging stórhýsis við Skúla-
götu framan viö blokk með íbúðum
eldri borgara og fyrr var nefnd og
húsbygging viö Þórsgötu.
Við Skúlagötuna er byrjað að
reisa hús sem íbúamir fullyrða að
sé í fyrsta lagi stærra en byggingar-
reiturinn er sem það á að standa á.
Því til viðbótar verði húsið mun
hærra en reglur leyfi. Sú umfram-
hæð segir talsmaður íbúanna að sé
fengin með því að hártoga bygginga-
reglugerð og kalla efstu hæðimar
eitthvað annað en hæðir og að kalla
neðstu hæðina kjallara þótt hún sé
öll ofanjarðar. Talsmaðurinn er
gamalreyndur byggingameistari.
Þórsgata 2
Síðasta dæmið af þessum toga er
bygging á lóð við Þórsgötu 2. Sú
bygging var stöðvuð af umhverfis-
ráðuneytinu fyrir skemmstu eftir að
íbúar í nágrenninu höfðu kært
teikningar af húsinu. Ásteytingar-
steinninn var þar sá að horn hins
fyrirhugaða húss skagaði út á móti
húsi við Óðinsgötuna. Uppákoman
oli húsbyggjandanum miklum vand-
ræðum, eins og fram kemur í frétt
DV þann 20. desember og þurfti
hann að láta breyta teikningum á
nýjan leik og sækja svo enn um
byggingarleyfi. Við vanda húsbyggj-
andans bætist það að ný bygginga-
lög taka gildi um áramótin og sam-
kvæmt þeim ber að leggja teikning-
ar fyrir skipulags- og umferðar-
nefndir og skipulagsnefnd ber síðan
að kynna nágrönnum þær. Þessi
framgangsmáti tekur samkvæmt
lögunum 28 daga.
Geri nágrannar athugasemdir
enn á ný þarf skipulagsnefnd að
taka afstöðu til þeirra. Síðan þarf
hún að senda málið til byggingar-
nefndar sem tekur endanlega af-
stöðu til málsins. Allt þetta ferli
mun því standa fram í febrúar og
fái húsbyggjandinn leyfi eftir þetta
getur hann loks byrjað framkvæmd-
ir á ný í febrúar.
Hvað er
deiliskipulag?
Deiliskipulag er í rauninni innra
skipulag hvers hverfis eða svæðis
fyrir sig. Aðalskipulag tekur til
heildarmyndarinnar, hvernig
byggðin er hugsuð, hvar íbúðir
skulu vera og hvar atvinnustarf-
semi og hvernig byggðin á að liggja
í landslaginu og samgönguleiðir
vera að henni og innan hennar.
Deiliskipulagið tekur síðan til
nánari útfærslu hverfisins, hvað
hús mega vera há o.s.frv. og hvern-
ig götumyndin á að líta út í megin-
atriðum. Þegar engin fyrirmæli um
slíkt liggja fyrir, þ.e.a.s. ekkert
deiliskipulag fyrirfmnst, er hættan
augljós á því að deilur rísi um ný-
byggingar, eða þá að hreinlega verði
slys og hús rísi sem eru í litlu sam-
ræmi við það sem fyrir er, eins og
fiölmörg dæmi eru um í miðbænum.
í flestum evrópskum borgum er í
gildi deiliskipulag fyrir eldri hverfi
og í því er mælt fyrir um hvemig
hús eigi að vera, hversu há o.s.frv.
Um leið og gamalt hús er rifið og
nýtt byggt, vita menn nákvæmlega
að hverju þeir ganga, bæði hús-
byggjandinn og nágrannarnir.
Laugavegur 53
Byggingin fyrirhugaða að Lauga-
vegi 53 er sem fyrr segir alvarleg-
asti áreksturinn sem orðið hefur á
árinu. Á því svæði sem lóðin til-
heyrir eru um 70 íbúðir og nánustu
grannar nýbyggingarinnar eru mjög
ósáttir viö hæð og fyrirferð hennar.
—ft. AJft..ÉI!nlp"?r~ ■
Innlent
fréttaljós
-------- ' ",..........—
Stefan Asgrimsson
Umfangið sé þvilíkt að það byrgi
þeim útsýni og myrkvi nánasta um-
hverfi þeirra auk þess sem aðgengi
og aðkoma verði stórum erfiðari.
Kaupmenn og þeir sem reka at-
vinnustarfsemi við Laugaveginn og
i miðbænum almennt benda á hinn
bóginn á að endumýjun verði að
gerast í takt við nútímakröfur og ef
ekki megi endumýja nokkum skap-
aöan hlut á miðbæjarsvæðinu þá
einfaldlega lognist það út af og
breytist smám saman i niðumítt ör-
birgðarhverfi.
Báðir hafa mikið til síns máls:
Miðbæjarsvæðið er í flestra huga
svæði þar sem er verslun, þjónusta
og íbúðir. Á slíku svæði eru vissir
annmarkar hvað varðar búsetu,
ekki sist fyrir barnafólk, en íbúarn-
ir ganga sjaldnast að þeim
gruflandi, enda vita þeir líka að bú-
setu í sliku hverfi fylgja líka ótví-
ræðir kostir, svo sem þeir að stutt
er í alla þjónustu sem er í göngu-
færi.
Þó að íbúamir geti ekki vænst
sömu aöstöðu þar eins og í úthverf-
um borgarinnar, þar sem eru leik-
svæði og öryggi fyrir böm, hefur
búsetan ótvíræða kosti en nábýli at-
vinnurekstrarins og íbúðabyggðar-
innar kallar líka á umburðarlyndi
af beggja hálfu. Það þarf að taka til-
lit til íbúanna og húseigna þeirra,
að ekki sé að þeim þrengt. Því hlýt-
ur að teljast eðlilegt að taka tillit til
íbúðabyggðarinnar og að þar sé
birta, öryggi og umhverfið ofbjóði
ekki íbúðarhúsunum, eins og Guð-
rún Jónsdóttir arkitekt orðar það
við DV.
Sex bakhús
Á Laugavegi 53 em sex hús sem
standa á bak við hið fyrirhugaða
hús við Laugaveg. Guðrún Jónsdótt-
ir, sem sæti á í skipulagsnefnd borg-
arinnar fyrir R-listann, lagði þar
fram tillögu að breytingum á ný-
byggingunni sem gekk lengra en sú
sem nefndin samþykkti á dögunum
gegn mótatkvæðum Guðrúnar og
annars fulltrúa R-listans. Hún segir
að til að forðast að nýbyggingin
byrgi fyrir útsýni frá húsinu hefði
þurft að stalla nýja húsið niður til
samræmis við það og hin húsin sem
á bak við það verða.
Sátt um
meginlínuna
Almennt má segja að íbúar og
þeir sem stunda atvinnustarfsemi í
gömlu hverfunum séu sammála um
að þau endumýist eðlilega og að ný
hús séu byggð í stað úr sér geng-
inna húsa og auðra lóða.
Búseta fólks í verslunarhverfum
styrkir líka hverfin og dregur úr
hættu á því að þau verði herfang
drykkju- og húsbrotaskríls eftir lok-
un verslana og fyrirtækja. Skortur á
skýrum fyrir fram samþykktum og
ákveðmnn línum kallar hins vegar
á endurtekna árekstra vegna ný-
bygginga miUi íbúa og atvinnurek-
enda sem þó eiga sameiginlegra
hagsmuna að gæta.
Varðandi bygginguna að Lauga-
vegi 53 gerði Guðrún Jónsdóttir þá
tillögu í skipulagsnefnd að hún yrði
lækkuö eða stölluð til austurs inn í
baklóðina og þar með skyggði hún
síður á útsýni íbúanna i bakgarðin-
um sem tilheyra Grettisgötunni.
Húsið er í raun þrjár hæðir þvi að
bílageymsla undir því er að mestu
ofanjarðar. Síðan kemur önnur
hæðin og þá sú þriðja sem Guðrún
lagði til að yrði um 200 fermetrum
minni og yrði stölluð.
Deiliskipulag er eins konar
stefnumörkun og ítrekun aðalskipu-
lags. Scunkvæmt því er bygginga-
magni innan hvers reits skipt upp
milli lóða og fyrir fram ákveðið
hvar á að byggja, hvaða lóðir á að
rýma. Sú stefnumörkun sem í
deiliskipulagi felst er ekki til og
þess vegna komast allir málsaðilar,
borgaryfirvöld, húsbyggjendur og
íbúar gömlu hverfanna, æ ofan í æ í
sama vandann.
En hvernig á að vinna deiliskipu-
lag? Guðrún telur eðlilegast að
vinna það út frá vilja þess fólks sem
býr og starfar í viðkomandi hverfi
og skipulagsfræðingar og arkitektar
tækju síðan við og útfærðu þá
vinnu. Deiliskipulag sem unnið
væri á þann hátt að yfirvöld ákveða
einhliða hvemig hlutimir eiga að
vera gæti hins vegar viðhaldið
vanda af því tagi sem nú er glímt
við og hér hefur verið gerður að
umtalsefni. Þess vegna væri eðlileg-
ast að vinna frumdrög slíks skipu-
lags í samráði við íbúa, bæöi sam-
tök þeirra og einstaklinga, sem og
þá sem atvinnurekstur stunda. Út
frá slíkri undirbúningsvinnu
myndu síðan skipulagsfræðingar og
arkitektar vinna. Með þessu móti
ætti að vera auðveldara að ná sátt
um endurbætur gamalla hverfa án
þess að allt fari í bál og brand. Sátt
um meginlínurnar væri einfaldlega
til fyrir fram og hagsmunir allra
viðkomandi tryggðir innan þeirra
meginlína.
Ekkert deiliskipulag er til fyrir gömlu hverfin í borginni. Þess vegna hefur komiö upp ósamræmi milli nýbygginga og
eldri húsa jafnframt því sem uppbygging og endurnýjun í gamla bænum tefst vegna deilna. Línur eru ekki nægilega
skýrar.