Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
26 1
)aður ársins
Maður ársins í íslensku viðskiptalífi:
Þeir sem fylgjast með atvinnu- og
viðskiptalifmu hafa orðið vitni að
góöu gengi Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað, en fyrirtækið hélt upp á 40
ára afmæli sitt þann 11. desember sl.
Rekstur fyrirtækisins hefur imdanfar-
ið ár verið mjög traustur og fréttnæm-
ar uppákomur í rekstri þess óþekktar.
Fyrirtækið hefur jafnt og stöðugt eflst
frá upphafi og það er nú eitt af öflug-
ustu sjávarútvegsfyrirtækjum lands-
ins og ekkert bendir til annars en það
haldi sínum hlut í náinni framtíð.
Undanfarin ár hefur fyrirtækið fjár-
fest gríðarlega í nýrri tækni og tækja-
búnaði á sjó og landi. í þeim verkum
hefúr verið farið fram af skynsemi og
framsýni með þeim árangri að skulda-
staða fýrirtækisins hefur ekki breyst.
Finnbogi Jónsson hefur verið fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins síðan
árið 1986. Hann hefúr sýnt og sannað
hæfhi sína sem farsæO stjómandi
þessa gamalgróna fyrirtækis því að
undir hans stjóm hefur það dafnað
sem aldrei fyrr. Það var mat dóm-
nefndar að Finnbogi væri vel að Við-
skiptaverðlaununum DV, Stöðvar 2 og
Viðskiptablaðsins 1997 kominn og að
titlinum „Maður ársins í íslensku við-
skiptalífi". Finnbogi Jónsson er í helg-
arviðtali DV og hann var fyrst spurð-
ur hver væri galdurinn við hið góða
gengi fyrirtækisins:
„Við höfum sjálfsagt verið heppnir
í ákvörðumun og hitt á rétta hluti á
hverjum tíma. Við höfum reynt að
laga okkur að því starfsumhverfi sem
sjávarútveginum hefúr verið skapað.
Við fækkuðum skipum strax þegar
ljóst var að horfúr vora á miklum
samdrætti í þorskveiðunum. Við
byggðum mjög mikið á þorski áöur og
gerðum út þrjá togara sem vora að
stórum hluta á þorskveiðum, auk
tveggja loðnuskipa. Togurunum var
fækkað, við sameinuðum aflaheimild-
ir og hösluðum okkur völl í rækju-
veiðum þegar ódýrt var að fjárfesta í
rækjukvóta. Jafnframt keyptum við
verulegar aflaheimildir í loðnu og juk-
um þær um 50% á þessi tvö loðnuskip
sem við gerum út. í stuttu máli höfúm
við reynt að aðlaga flotann kvótastöðu
okkar á hverjum tíma. Þetta tel ég að
hafi skipt miklu máli í okkar rekstri.
Kvótakerfið hefúr boðið upp á hag-
ræðingarmöguleika og þessa mögu-
leika höfum við nýtt eins og kostur er
og reynt að ná sem mestum verðmæt-
um út úr þeim aflaheimildum sem við
höfúm haft á hverjum tíma. Þessu til
viðbótar höfum við haft afburðagott
fólk bæði til sjós og lands til að nýta
þessi tækifæri. Það hefur skipt sköp-
um.“
Miklar fjárfestingar
en góð afkoma
- Síldarvinnslan hefur fjárfest
verulega undanfarin ár án þess að
þess sjái merki í skuldastöðu fyrir-
tækisins. Á þessu ári og í fyrra hef-
ur fiskimjölsverksmiðjan verið end-
urnýjuð frá grunni og nýtt fullkomið
fiskiðjuver verið tekið í notkun.
Þrátt fyrir þessa miklu fjárfestingu
var afkoman mjög góð í fyrra og
stefnir i að verða það einnig á þessu
ári.
Finnbogi kveðst aðspurður ekki
telja að stjórnendur Síldarvinnsl-
unnar séu eitthvaö skynsamari en
almennt gerist. Hins vegar hafl
lengst af verið farið mjög varlega i
fjárfestingum. „Á árunum 1986-1990
var staða félagsins þannig að við
máttum alls ekki misstíga okkur á
nokkum hátt 1 því sem við vorum að
gera. Það var ekki fjárfest nema það
stórum og mjög tryggum kjarna þess.
Þótt starfsmannastefha fyrirtækisins
sé ekki sérstaklega skjalfest þá sé hún
vissulega fýrir hendi og til í fram-
kvæmd. „Við erum t.d. með sveigjan-
lega stefnu gagnvart starfslokum hjá
almennum starfsmönnum, en ég hef
sagt, bæði í gamni og alvöra að við
miðum við að vinna helst ekki lengur
en til 86 árs aldurs," segir Finnbogi.
Aðspurður um hver sé uppskriftin
að góðu fýrirtæki segir hann: „Ég
held að gott fýrirtæki sé þar sem
starfsfólki liður vel og finnur fýrir ör-
yggi, þar sem starfsfólk hefur það að
markmiði að fýrirtækið gangi vel og
skili góðri afkomu, þar sem allir
stefna að sama marki, róa í sömu átt.“
- Hvemig á rekstrarumhverfið að
vera?
„Það þarf að vera stöðugt svo hægt
sé að skipuleggja reksturinn nokkur
ár fram í tímann. Við þurfum að vita
um hvaða reglur og lög menn eiga að
búa við og vinna eftir. Efnahagsum-
hverfið þarf vitanlega að vera stöðugt
eins og nú er, sem er auðvitað stór-
kostlegur ávinningur frá því sem var
fýrir nokkrum árum. Það er allt ann-
að að reka fýrirtæki nú en þegar hér
ríkti bullandi verðbólga og allt var á
fljúgandi ferð. Það skiptir miklu máli
að geta gert áætlanir fram í tímann
sem líklegar era til að standast og
jafnframt lagt eithvað til hliðar til
þróunar og nýsköpunar sem ekki er
mögulegt í hinu tilvikinu.
Þá skiptir það sköpum fyrir okkur
að búa við fiskveiðistjómunarkerfi
sem ekki er háð stöðugum breyting-
um. Það hefur sýnt sig að núverandi
veiðistjómunarkerfi hefur gefið
möguleika til hagræðingar í rekstri
sem er að mínu mati meginástæöan
fýrir því að sjávarútvegurinn hefur
komist út úr þeim mikla samdrætti
sem var í þorskveiðunum fýrir
nokkrum árum. Sjávarútvegurinn
hefði ekki lifað af, og varla þjóðarbúið
heldur, ef ekki hefði verið möguleiki
til að hagræða í skjóli kerfisins. Ég
óttast hins vegar hvert sú umræða
sem uppi er um fiskveiðistjómunar-
kerfið leiðir. Samt sem áður held ég
að þegar upp er staðið séu menn svo
skynsamir að þeir sjái að aflamarks-
kerfið skiptir sköpum til að unnt sé að
reka fýrirtækin með sæmilegri hag-
kvæmni. Síðan geta menn auðvitað
deilt um það hvort útgeröin eða eig-
endur útgerðarfyrirtækja greiði nægi-
lega mikla skatta eða ekki. Það er
hins vegar allt annað mál.“
- Sérðu fyrir þér einhveijar breyt-
ingar sem gætu orðið af pólitískum
rótum? Telurðu stjómmálaástandið
það traust að núverandi stöðugleika
verði viðhaldið?
„Ég verð að játa það að vera dálítið
smeykur, sérstaklega í ljósi yfirlýs-
inga sumra stjómmálamanna sem
era hreinlega skelfilegar og benda
ekki til þess að þeir séu í miklu jarð-
sambandi við undirstöðuframleiösl-
una í landinu."
- Era þeir nógu framsýnir?
„Ef til vill ekki. Ef svo er kann það
að stafa af starfsumhverfi stjómmála-
manna. Það kann að vera að vandi
þeirra felist í því að þeir leyfi sér ekki
að horfa fram á við í þeim mæli sem
þeir þyrftu og ættu að gera.“
- Hvemig sérðu framtíðar efna-
hags- og viðskiptaumhverfi fýrir þér?
„Ég trúi því að stöðugleikinn haldi
áfram. Ég held að allir sjái hversu
mikilvægur hann er og að honum
verði viðhaldið. Ég held að við fórum
varla inn á þær gömlu brautir sem
við fetuðum áður.“
- Hvemig sérðu framtíð SOdar-
vinnslunnar fyrir þér á næstu árum,
jafrivel næstu fjöratíu árum?
„Ég sé Síldarvinnsluna fyrir mér
þannig að hún verði áfram eitt af öfl-
ugri fýrirtækjum í sjávarútvegi á fs-
landi og með margar stoðir undir
rekstrinum, eins og verið hefur ein-
kenni í rekstri fýrirtækisins, það er
að segja fjölbreyttur rekstur. Ég trúi
því að hún haldi áfram að eflast og
starfsemin komi til með að víkka
bæði rekstrarlega og landfræðilega
með auknu samstarfi við önnur fýrir-
tæki í sjávarútvegi. Slík þróun er að
mínu mati nauðsynleg til að unnt sé
að sinna betur hvers konar þróunar-
og nýsköpunarstarfi, ráða fleira fólk
með fjölbreyttari menntim til starfa
og sækja á ný mið með aukna verð-
mætasköpun fýrir fyrirtækin og þjóð-
arbúið í huga.“
Akureyríngur—verkfræðingur
—hagfræðingur
„Ég er Akureyringur,
fæddur þar og uppalinn,
Eskfirðingur í aðra ættina
en ísfirðingur í hina,“ segir
Finnbogi aðspurður um
uppruna og feril áður en
hann tók við stjóm Síldar-
vinnslunnar. „Ég varð
stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1970. Eftir
stúdentspróf kenndi ég í
eitt ár við gagnfræðaskól-
ann og iðnskólann í Vest-
mannaeyjum en fór síðan í
Háskólann og lauk fýrri-
hlutaprófi í eðlisverkfræði
1973 og fór að þvi loknu til
Sviþjóðar og lauk prófúm í
eðlisverkfræði frá tæknihá-
skólanum í Lundi og jafh-
framt prófi í rekstrarhag-
fræði frá háskólanum í Lundi 1978.
Aö náminu loknu starfaði ég í iðn-
aðarráðuneytinu í fjcgur ár sem deild-
arstjóri. Síðan var ég næstu fjögur
árin framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé-
lags Eyjafjarðar á Akureyri en tók við
starfi sem framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar 1. júlí 1986.“
Eiginkona Finnboga er Sveinborg
Sveinsdóttir, geðhjúkrunaröæðingur
úr Vestmannaeyjum, og eiga þau
tvær dætur; Esther, 28 ára viðskipta-
fræðinema og Rögnu, 21 árs, sálfræði-
nema í Háskóla íslands.
Spurður um áhugamál utan starfs-
ins kveðst Finnbogi áhugamaður um
hvers konar veiði. Hann fer nokkuð í
veiði á sumrin, bæði lax- og silungs-
veiði sem hann segist hafa afspymu-
gaman af. Enn fremur reyni hann að
ganga á fjöll og skjóta fugl að vetr-
inum, þótt tími til þess sé minni en
hann gjaman vildi. Þá hafi þau hjón-
in ánægju af því að ferðast og heim-
sækja önnur lönd.
Finnbogi kveðst ekki treysta sér til
aö nefiia sérstaka uppáhaldsstaði á ís-
landi eða erlendis, en segir þó, þegar
á hann er gengið, að Selá í Vopnafirði
sé honum ofarlega í huga sem
skemmtileg á og þangað fari hann ár-
lega í veiði í góðra vina hópi. -SÁ
„Kvótakerfið hefur boöiö upp á hagræöingarmöguleika og
þessa möguleika höfum viö nýtt eins og kostur er og reynt
aö ná sem mestum verömætum út úr þeim aflaheimildum
sem viö höfum haft á hverjum tíma," segir Finnbogi
Jónsson. DV-mynd ÞÖK
væri nánast 100% öruggt að að við-
komandi framkvæmd skilaði vera-
legum arði. Síðustu fjárfestingar
hafa verið mjög miklar en þó hefur
verið farið varlega að því leyti að
stefnt hefur verið að þvi að halda
skuldastöðunni óbreyttri og það hef-
ur tekist. Nettóskuldir fyrirtækisins
hafa ekki aukist þrátt fyrir þessar
gífurlegu fjárfestingar. Fjárfesting-
arnar hafa einfaldlega verið tak-
markaðar við rekstrarhagnað fyrir-
tækisins og nýtt inngreitt hlutafé.
Endurbæturnar á fiskimjölsverk-
smiðjunni vora langstærsta fjárfest-
ingin í fyrra, en sú framkvæmd var
orðin mjög aðkallandi. Það þurfti að
endurnýja tæki og búnað og leysa úr
mengunarmálum verksmiðjunnar.
Þessi fjárfesting hefur komið mjög
vel út og verksmiðjan hefur verið að
framleiöa mun verðmætari afurðir
en áður. Við erum því farnir að gera
mun meira úr þeim aflaheimildum
sem við höfum, enda er mikilvægara
að auka verömætin fremur en magn-
ið.
Stærsta fjárfestingin í ár er nýja
frystihúsiö. Það er enn ekki farið að
skila svo miklu, enda glænýtt. Við
erum þó búin að sjá nú í haust að við
getum gert þar góöa hluti svo framar-
lega sem við höfúm hráefni," segir
Finnbogi.
Samræmdar
endurbætur til sjós og lands
Ofannefiidar fjárfestingar era ekki
þær einu sem ráðist hefúr verið í hjá
Sfldarvinnslunni að undanfómu því
að undanfarin ár hafa skip fyrirtækis-
ins verið endurbætt stórlega. „Þær
endurbætur hafa verið aðdragandi
uppbyggingarinnar í landi, því að til
að framleiöa hágæða fiskimjöl þarf að
koma með kælda loðnu að landi. Við
fórum því út i miklar endurbætur á
Beiti fýrir nokkrum árum, settum í
hann sjókælibúnað og útbjuggum
hann þannig að hann gæti einnig
sfimdað veiðar með flottrolli.
Það hefúr sýnt sig að sú fjárfesting
hefúr skilað sér mjög vel og Beitir,
sem er með 1100 tonna burðargetu er
annað aflahæsta skipið á þessu ári
með rétt um 69 þúsund tonn af loðnu,
kolmunna og sild. Til samanburðar
ber aflahæsta skipið, Hólmaborgin
2600 tonn eða meira en helmingi
meira. Þessi fjárfesting hefur því skil-
að sér mjög vel.“
- Starfsfólk Síldarvinnslunnar er
almennt ánægt með að starfa hjá fýr-
irtækinu og ber yfirstjóminni vel
sögu og árekstrar era fátíðir. Aö-
spurður um starfsmannastefnu fýrir-
tækisins segir Finnbogi að fýrirtækið
sé heppið með starfsfólk og búi að