Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 28
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 32 ★ fréttaljós ★ Á Færeyingar fullir sjálfstrausts Skattalækkanir, ströng stýring á útgjöldum hins opinbera og aukinn fiskafli hafa breytt efnahagsástand- inu í Færeyjum. Færeyingar eru búnir að ná sér upp úr kreppunni og eru fullir sjálfstrausts. Þeir geta nú sýnt fram á hagnað í ríkisbúskapnum í ár upp á 161 millj- ón danskra króna. Síðustu tvö árin hefur ríkisbúskapurinn gengið bet- ur í Færeyjum en í Danmörku. Og það þrátt fyrir að færeyska lögþing- ið hafi bæði í ár og í fyrra lækkað skatta hjá almenningi. En Færeyingar eru enn skuldum vafnir eftir hrun færeyska banka- kerflsins fyrir nokkrum árum og slæma efnahagsstjóm á níunda ára- tugnum. En skuldin minnkar óðum. Núna skulda Færeyingar 5,5 millj- arða danskra króna. Árið 1990 var skuldin 8 milljarðar. Það eru ekki bara sjómennimir sem afla tekna í þjóðarbúið. Skatta- lækkanimar, sem verið hafa um 5 prósent síðustu ár, hafa fjölgað at- vinnutækifærum og veitt Færeying- um trú á framtíðina. Meiri skattalækkanir Á næsta ári verða skattamir enn lækkaðir, bamabætur verða hækk- aðar og sjómenn fá 45 milljónir danskra króna í viðbótarstyrk. TOj ILJSTAíiVríiÐi Við leitum verðlaunagrip fi/rir ísletisku tóíilistar- verðlaunin Keppnin er öllum opin. A Ð HVERJU LEITAÐ? Efnahagsbatinn f Færeyjum kemur landsmönnum sjálfum á óvart. Þeir benda á að það séu ekki bara sjómenn sem hafi dregið björg f bú heldur hafi atvinnutækifærum fjölgað vegna skattalækkana. „Við emm ekki óábyrg þjóð eins og Danir hafa sagt um okkur. Þetta er tilraun í stjómun efnahagsmála sem á ekki sinn líka nú á tímum," segir færeyski þingmaðurinn Oli Breckmann. Efnahagsundrið kemur Færeying- | um sjálfum á óvart. Lögþingið hafði aðeins reiknað með 2 milljóna króna hagnaði í ár. Danir áttu enn síður von á svo skjótum efnahags- bata. Þeir gerðu ekki ráð fyrir jafn- vægi í ríkisbúskap Færeyinga fyrr Leitað er að verðlaunagrip fslensku tónlistarverðlaunanna sem veitt eru í lok febrúar ár hvert. Gripurinn skal vera úr varanlegu efni. Fjöldaframleiðsla þarf að vera möguleg. Dómnefnd, skipuð fulltrúum aðstandenda ÍTV, velur verðlaunagripinn. Gripurinn má ekki vera lægri en ío cm, ekki hærri en 30 cm og ekki breiðari en 30 cm. Á gripnum þarf að vera pláss fyrir látúnsskjöld með heiti verðlaunanna, ártali og nafni tónlistarmannsins. en á næsta ári. Alls hafa tekjur færeyska rfkis- kassans verið 2,6 miiljarðar danskra króna í ár. Samtímis hefúr verið niðurskurður í útgjöldum hins op- inbera. „Við höfum lagt hart að okkur til að halda útgjöldunum í lágmarki," segir Breckmann og bætir því við að öllum þrýstihópum hafi verið vísað frá. Þess vegna hafi útgjöld hins opinbera aðeins hækkað um örfá prósent í ár. Vegna efnahagsbatans hafa fær- eyskir stjómmálamenn leyft sér að byrsta sig gagnvart Dönum í sam- bandi við hrun færeyska banka- kerfisins. Færeyskir stjómmála- menn segja fullyrðingar Dana um að Færeyingar séu óábyrgir í efna- hagsmálum kolrangar. Stjómmála- mennirnir blása nú í herlúðra áður en skýrslan um bankahrunið og þátt Dana í því verður birt 15. janú- ar. Færeyskir stjórnmálamenn krefjast þess að stjórn Pouls Nyrups Rasmussens viðurkenni rangar að- gerðir sínar í tengslum við málið. Fjármálaráðherra Færeyja, Anfinn Kallsberg, vill að Danir taki þátt í að greiða skuldina vegna banka- hneykslisins. „Grundvöllur fyrir samningum er betri núna. Ég er sannfærður um að við náum samkomulagi um skuld- ina sem báðir aðilar geta sætt sig við,“ segir fjármálaráðherrann. Leiðtogi danskra íhaldsmanna, Per Stig Möller, er annarrar skoðunar. „Það er ánægjulegt að Danir þurfl ekki lengur að senda Færeyingum milljónir aukalega á hverju ári. En nú skulum við bíða eftir skýrslunni um bankamálið. Danmörk á ekki að hjálpa Færeyingum með að greiða skuldina vegna hruns Færeyja- banka einungis vegna þess að efha- hagur Færeyinga er nú orðinn góð- ur,“ segir hann. „En ef stjórnvöld hafa breytt rangt á Danmörk auðvitað að greiða sinn hluta,“ leggur Per Stig Möller áherslu á. Trúnaðarbráf til Nyrups Milijarðaskuld hvílir nú á Færey- ingum vegna hruns Færeyjabanka. Færeyingar saka stjóm Nyrups um að hafa aðstoðað Den Danske Bank við að koma skuldinni og ábyrgð- inni yfir á færeysku þjóðina. í september 1992 þurftu stóru bankamir tveir i Færeyjum aðstoð upp á tvo miUjarða danskra króna vegna erfiðleika. í febrúar 1993 fékk Nymp trúnaðarbréf frá Den Danske Bank þar sem óskað var eftir fundi um færeysku bankana. Færeyja- bankinn var dótturbanki Den Danske Bank. í mars 1993 var fær- eysku landsstjórninni tilkynnt að Den Danske Bank vildi selja Færey- ingum Færeyjabanka. í uppgjöri um mitt ár 1993 kemur í ljós gífurlegur halli á rekstri Færeyjabanka. í sept- ember 1993 fóm Færeyingar ffarn á óhlutdræga rannsókn á bankasöl- imni en Mogens Lykketoft íjármála- ráðherra neitaði. 1 maí 1995 náðist samkomulag um rannsókn á banka- hruninu. íágúst 1997 kemur í ljós að lögmaðurinn, sem stjómar rann- sókninni, hefúr einnig sinnt störf- mn fyrir Den Danske Bank. Það er skýrsla hans sem verður gerð opin- ber 15. janúar næstkomandi. Byggt á Aktuelt VERÐLAUN Höfundur verðlaunagripsins fær í sinn hlut 250.000 kr. frá Landsbanka fslands. ÍTV og samstarfsaðilar kaupa allt að 30 eintök af verðtaunagripnum á ári, árin 1998-2002. Gert er ráð fyrir að framleiðslukostnaður á þeim fjölda gripa sé ekki hærri en 100.000 kr. HVERNIG SKILA? Skila skal líkani eða teikningu, merktu dulnefni, ásamt lýsingu á gripnum og hugmyndinni á bak við hann. Rétt nafn skal fylgja í lokuðu umslagi. SKILAFRESTUR Skilafrestur er til 5. janúar, kl. 18.00. Skila skal tillögum í Hitt húsið. Sýning verður haldin í Gallerí Geysi frá 10.-25. janúar '98 á öllum tillögum sem berast í keppnina. UPPLYSINGAR Frekari upplýsingar um verðlaunin eru veittar í Hinu húsinu, Aðalstræti 2 eða í síma 551 5353. L Landsbankl Islands Færeyingar auka nú þrýstinginn á Poul Nyrup forsætisráöherra Danmerkur, vegna bankahneykslisins. Rasmussen,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.