Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Síða 32
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997
. jihglingar___________________________
Landsbankinn og útvarpsstöðin X-ið 97,7
stóðu fyrir aðventutónleikum í Loftkastal-
anum fyrir ungu kynslóðina kvöldið fyrir
Þorláksmessu. Þar komu fram nokkrar af
„heitustu“ hljómsveitunum í dag, sveitunum
sem krakkarnir ,Jila“ gjörsamlega í botn.
Þetta voru Maus, Vínyll, Subterranean,
Woofer, Soðin fiðla, Port og 200.000 nagl-
bítar. Einnig var brettabúðin Týndi
hlekkurinn með sýningu sem vakti óskipta
athygli.
Ljósmyndari DV, Hilmar Þór, var á
staðnum og tók meðfylgjandi myndir.
^Stemningin í Loftkastalanum var dúndur-
góð, allir í sannkölluðu jólaskapi, hvort sem
það voru tónlistarmennirnir eða tónleika-
gestir. Unga kynslóðin enn og aftur til
fyrirmyndar.
Aðventutónleikar í Loftkastalanum
Woofer úr Hafnarfirði er ein þeirra
hljómsveita sem gefa tilefni til Sigcin^*~~—
bjartsýni um framtíö íslenskrar voruá 09 Barry
tónlistar. Söngkonan er Hildur á tónij!fgÖ,r meö tónleikan?! fjölmar9raaeiu^^^^^^*
Einarsdóttir sem hér er í „action“ ó t0nleil<ana. n,e,k^a. Báöír, GengiS u 0ftka^lan
sviöinu. Par fer mikið efni aö sögn soankans sen
söng
at kratti. Aöatsöngvann
VínyH ste'^nSVefns og'S má'
mikilli innlifun, e
Einarsdóttir sem hér er í „action" á
sviöinu. Þar fer mikiö efni aö sögn
kunnugra.
hin hliðin
Berglind Skúladóttir, fimleikadrottning í Keflavík:
Allir karlmenn
„Það er alveg rosalega gaman að
þjálfa og fullt af stórefnilegum fim-
leikastúlkum í hópnum,“ sagði Berg-
lind Skúladóttir, 16 ára fimleika-
drottning í Keflavík. Hún hefur
stundað fimleika síðan hún var 6
ára. Þá er hún einnig að þjálfa stúlk-
ur frá 4-10 ára hjá Fimleikadeild
Keflavíkur við mjög góðan orðstír.
Hjá fimleikadeildinni er staðið vel að
málum. Berglind segir að það eina
sem þurfi að bæta sé aðstaðan.
Hún á tvö systkini, systur og bróð-
ur, og er hún í miðjunni. Foreldrar
Berglindar eru Inga Lóa Guðmunds-
dóttir og Skúli Skúlason.
-ÆMK
Fullt nafn: Berglind Skúladóttir.
Fæðingardagur og ár: 1. febrúar
1981.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemi í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, náttúrufræðibraut. Vinnur í
jólafriinu í Samkaupum í Njarðvík.
Laun: Fín.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei.
Hvað flnnst þér skemmtilegast að
gera? Að skemmta mér með vinum.
Hvað finnst þér leiðinlegast? Þeg-
ar allt gengur á afturfótunum hjá
mér.
Uppáhaldsmatur: Mömmumatur.
Uppáhaldsdrykkur: Egils Kristall.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Steinunn Jónsdótt-
ir, fimleikamaður í Keflavík.
Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt.
Hver er fallegasti karl sem þú hef-
ur séð? Allir karlmenn.
Ertu hlynnt eða andvig ríkis-
stjórninni? Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Brad Pitt.
Uppáhaldsleikari: Hilmir Snær.
Uppáhaldsleikkona: Bryndís Jóna
Magnúsdóttir, Keflavík.
Uppáhaldssöngvari: Sá sem syngur
óperulagið, ég veit ekki hvað hann
heitir.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Pass.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Allar teiknimyndir yfirhöfuð.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Vinir.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Glóðin í Keflavík, toppveit-
ingastaður.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Sjálfsævisögur, þeirra sem eru
eru fallegir
búnir að lenda í nógu miklu.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? FM 95,7.
Uppáhaldsútvarpsmaður? Enginn
sérstakui-.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú
mest á? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Stapinn í Njarðvík.
Uppáhaldsfélag í iþróttum? Kefla-
vík og Liverpool.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Bara að hafa það
gott.
Hvað gerðir þú í
sumarfríinu?
Vann og
skemmti
mér.
Berglind Skúladóttir í
Keflavík er ein af okk-
ar bestu fimleikakon-
um. Er líka farin aö
miöla af þekkingu sinni
til ungu kynslóðarinnar.
DV-mynd Ægir Már