Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1997, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 1997 43 fi ■ irsmm ■ n -n - hlaupið viðstöðulaust frá sólarupprás til sólarlags Þessi fríöi hópur vaskra hlaupara lét sig hafa það að hlaupa frá sólarupprás til sólarlags síðastliðinn sunnudag, á vetrarsólstöðum, þegar sólargangur er stystur. Myndina tók Kristján Ágústsson, einn hlauparanna, við upphaf hlaupsins. Það vakti athygli þegar nokkrir sprækir langhlauparar á Reykjavíkur- svæðinu tóku sig til og hlupu frá sól- arupprás til sólarlags stysta dag árs- ins, þann 21. desember síðastliðinn. í þeim hópi voru margir af þekktustu langhlaupurum landsins, meðal ann- ars Kristján Ágústsson. „Hugmyndin að þessu hlaupi á sér ótrúlega stutta forsögu, kom reyndar fram aðeins flórum dögum áður en hlaupið fór fram. Það voru tveir félag- ar i hópi maraþonhlaupara á íslandi sem fengu hugmyndina, hún þótti góð og var strax sett i framkvæmd. Leiðin sem hlaupin var var fyrirfram ákveð- in og búið að áætla gróflega hve löng hún yrði,“ sagði Kristján. „Við byrjuðum við Vesturbæjar- laugina og fórum sjávarsíðuna inn Fossvoginn, gegnum Nauthólsvíkina, inn Elliðaárdalinn og síðan upp að El- liðavatni. Þar var hlaupinn hringur í kringum vatnið og niður að Árbæjar- laug sem var drykkjarstöð. Þar fengu hlaupararnir banana og orkudrykki og stoppuðu ekki nema í tvær mínút- ur eða svo. Það var eina hvíldin á leið- inni. Frá Árbæjarlauginni var hlaupið niður í Grafarvogi, kringum hann all- an og síðan yflr Gullinbrú og mestur hluti hópsins fór síðan Bústaðaveginn aftur í vestur, í átt að Vesturbæjar- lauginni. Við vorum tveir, ég og Pétur Frantzson, sem ákváðum að fara frek- ar Fossvoginn, sem er heldur fallegri leið. Mér sýnist vegalengdin, sem hópur- inn lagði að baki, vera í kringum 50 km, eða um 8 km lengri en heilmara- þon. Það gefur því auga leið, að hlauparar þurfa að vera í góðri æf- ingu til þess að leggja svo langa leið að baki. Fæstir langhlauparar eru i góðri æfmgu á þessum tíma árs, en þetta gekk þó allt saman ótrúlega vel. Ellefu hlauparar hlupu alla leiðina, en þess má geta að allir stjórnarmennirn- ir í nýstofnuðu Félagi maraþon- hlaupara, voru meðal þátttakenda í hlaupinu. Það er gaman að segja frá því, að þeir sem fóru alla leiðina tóku allir þátt i Laugavegarhlaupinu í sumar, milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur, en það er svipuð vegalengd, rúmir 50 km. Alls voru það 22-23 skokkarar sem tóku þátt í vetrarsólstöðuhlaup- inu, þó að helmingur þeirra færi ekki aila leiðina. Einhverjir byrjuðu með okkur við Vesturbæjarlaugina og hlupu með okkur að Árbæjarlauginni og létu það nægja, en það eru rúmir 20 km. Aðrir komu inn í hlaupið við Ár- bæjarlaugina og hlupu með okkur hluta leiðarinnar, eða jafnvel alla leið til baka. Hið einstæða tíðarfar sem verið hefur i desember létti hlaupurunum lífið á leiðinni, en ég hef fulla trú á því að hægt sé að hlaupa á þessum tíma árs þó að það sé hálka eða snjór. Allavega er stefnt að því að halda vetrarsólstöðuhlaup aftur á næsta ári. Aðeins vitlaust vetrarveður getur komið í veg fyrir það. Geta má þess að stefnt verður að viðlíka hlaupi frá sól- arlagi til sólarupprásar aðfararnótt 22. júní á næsta ári, á sumarsólstöð- um þegar dagurinn er lengstur," sagði Kristján. Stórreykingamaður Kristján Ágústsson, sem er 45 ára gamall, var stórreykingamaður fyrir aðeins 5 árum síðan, reykti einn og hálfan pakka á dag og gerði ekki mik- ið að því að hreyfa sig. Eiginkona hans var þá nýbyrjuð í skokkhópi í Grafarvoginum og vildi fá Kristján með sér. „Ég hafði á þessum tíma mikla löngun til þess að hætta að reykja og var óhress með likamlegt ástand mitt. Til að byrja með þorði ég ekki að hlaupa með skokkhópnum í Grafar- vogi því ég skammaðist mín svo fyrir það hvað ég var í lélegu formi. Ég gleymi því seint þegar ég fór í fyrsta sinn út að hlaupa. Ég náði að hlaupa háifan kílómetra, en gekk sið- an heim lafmóður og hafði naumast orku til að opna dyrnar heima hjá mér. Fyrsti mánuðurinn var mér mjög erfiður, en síðan fór ég að bragg- ast verulega. Eftir fimm mánaða æf- ingar hljóp ég mitt fyrsta hálfmara- þon á einni klukkustund og 47 mínút- um. Síðan hef ég stöðugt verið að bæta mig, fór árið eftir í heilmaraþon og lauk því á um fjórum klukkustund- um. I maraþoninu síðastliðið sumar náði ég mínum besta tíma, 3 klukku- stundum og 28 mínútum. Ég er búinn að hlaupa nokkur löng hlaup á þessu ári, enda finnst mér langhlaupin skemmtilegust. Ég fór í heilmaraþo- nið í sumar, Mývatnsmaraþonið, Laugavegshlaupið og ekki má gleyma hlaupinu um síðustu helgi. Ég reyni að æfa nokkuð reglulega, hleyp 5-6 sinnum i viku á sumrin, en $$!> 31. desember:. Gamlárshlaup IR Hlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir eru 9,5 km með tímatöku fyrir bæði kyn. Upplýsingar um hlaupið gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31.desemben Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12 við Dynheima á Akureyri og hlaupnir verða 4 og 10 km með tímatöku. Upplýsingar um hlaupið gefur Jón Áma- son í síma 462 5279. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13 við Akratorg á Akranesi. Vegalengdir eru 2 og 5 km. Upplýsingar um hlaupið gefur Kristinn Reimarsson í síma 1 431 2643. á veturna 3-4 sinnum í viku. Oftast skokka ég með hópi sem kenndur er við Grafarvoginn, en það er reyndar stærsti skokkhópur landsins. Það eru um 60 manns í honum og það mæta yfirleitt á bilinu 35-40 manns í einu á æfingar. Grafarvogshópurinn æfir tvisvar í viku, hleypur þá 8-10 km í senn, en þessir hörðustu í hópnum hlaupa einnig á laugardögum, þá 17-21 km vegalengd," sagði Kristján. -ÍS Um jól og áramót er fátt sem gleður vini og vandamenn erlendis meira en kveðja frá íslandi. hver mínúta eftir kl.i9:oo Nú þegar símtöl til útlanda hafa lækkað að meðaltali um 22% er mun ódýrara að efla og hlúa að tengslum við ættingja og ástvini erlendis. hver mínúta eftir kl.igioo hver mínúta eftir kl.ig:oo hver mínúta eftir kl.ig:oo hver mínúta eftir kl.igioo hver mínúta eftir ld.23:oo íóLin frá lslandi 22% MEÐALTALSLÆKKUN Á SÍMTÖLUM TIL Ú T L A N D A .. Færöu þeim t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.