Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
íbúðarhús á Akureyri mikið skemmt eftir bruna:
Einn maður á vakt
þegar bruninn varð
- neyðarástand ef tvö útköll koma upp á sama tíma
DV, Akureyri:
Þegar tilkynnt var um bruna í
íbúðarhúsi við Lækjargil á Akur-
eyri aðfaranótt laugardags var að-
eins einn maður á slökkvistöðinni í
bænum. Aðrir tveir sem voru á vakt
voru í sjúkraútkalli en sá eini sem
var á stöðinni kallaði út aðstoð áður
en hann fór einn síns liðs á bruna-
stað.
Þótt margt fólk væri í húsinu í
Lækjargili, níu fullorðnir og tvö
börn, urðu engin slys á fólki í brun-
anum og gekk fólkinu vel að komast
út. Ef einhver hefði meiðst í eldin-
um eða við að komast út úr húsinu
hefði skapast neyðarástand því eng-
inn var til að aka sjúkrabíl á stað-
inn í nokkum tíma, eða þangað til
menn sem voru á bakvakt voru
mættir á slökkvistöðina.
Viðar Þorleifsson, varðstjóri hjá
slökkviliðinu á Akureyri, segir að
þessi mannfæð, að aðeins skuli þrír
menn vera á vakt hverju sinni, sé
mjög slæmt mál, og ef vel ætti að
vera þyrftu að vera a.m.k. 5 menn á
vakt eins og t.d. er hjá slökkviliðinu
Slökkviliðsmenn á Akureyri berjast við eldinn í íbúðarhúsinu að Lækjargötu 6.
DV-mynd, gk.
í Hafnarfirði, en þar verður slökkvi-
stöðin aldrei mannlaus.
Það liggur i augum uppi að þegar
svona aðstæður skapast eins og á
laugardagsmorgun er um neyðar-
ástand að ræða. Ef alvarlegt slys
hefði átt sér stað eða skyndileg veik-
indi á sama tíma var enginn á
slökkvistöðinni til að svara þar í
síma og reyndar enginn til að aka
sjúkrabil. Neyðarsímtöl á þeim tíma
færast hins vegar yfir til lögregl-
unnar.
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
vildi í gær lítið segja um brunann í
Lækjargili. Eldurinn kom upp á
neðri hæð hússins þar sem niu full-
orðnir voru vakandi en bömin tvö
sváfu á efri hæð hússins. Lögregla
upplýsti þó að ekki væri grunur um
íkveikju en rannsókn málsins er
ekki að fullu lokið. Slökkviliðs-
mönnum gekk vel að eiga við eldinn
og ná tökum á honum en húsið er
geysilega mikið skemmt og jafnvel
talið ónýtt. Húsið verður rifið en
það hafði staðið til að gera það áður
en eldurinn kom upp i því.
-gk
Jákvæð yfirlýsing krata og allaballa í Hafnarfirði:
„Glæstustu fram-
faraskeið bæjarins"
- þegar flokkarnir hafa starfað saman í stjórn
Eldur kom upp á 3. hæð skrif-
stofuhúss að Skipholti 50c í fyrr-
inótt. DV-mynd S
Eldur í skrif-
stofuhúsi
Eldur kom upp á 3. hæð í skrif-
stofuhúsnæði að Skipholti 50c í
fyrrinótt.
Slökkviliði barst tilkynning
um eldinn skömmu eftir mið-
nætti. Þegar slökkviliö kom á
staöinn stóðu eldtungur út um
glugga á 3. hæð þar sem m.a. er
til húsa auglýsingastofa. Tölu-
verður eldur var á hæðinni en
slökkvistarf gekk vel.
Allmiklar skemmdir urðu á
hæðinni en óverulega skemmdir
á öörum hæðum hússins sem er
nýlegt og fjórar hæðir. Eldsupp-
tök eru ókunn en rannsókn
stendur yfir. -RR
Hentist út af
veginum
Bifreið lenti út af veginum í
Bitrufirði á laugardag.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu á Hólmavík missti öku-
maður vald á bilnum í hálku og
hentist hann út fyrir veginn.
Billinn lenti þó á hjólunum en
valt ekki og er það talin mikil
mildi. Fólkið í bílnum slapp
ómeitt enda í beltum. Bíllinn er
mikiö skemmdur. -RR
Á fulltrúaráðsfundi Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði og félags-
fundi Alþýðubandalagsins í Hafnar-
firði um helgina var samþykkt á
hvorum fundi um sig að tilnefna
fulltrúa í kjömefnd og bráðabirgða-
stjóm tii að kanna möguleika á
sameiginlegu framboði A-flokka
bæjarins. Jafnframt var samþykkt
að endanlegar ákvarðanir verði
teknar á sama vettvangi flokkanna
um næstu helgi. Þetta kemur fram í
sameiginlegri yfirlýsingu frá flokk-
unum.
Tveir laumufarþegar, sem segjast
vera frá Svartfjallalandi, fundust
um borð í Goðafossi sl. fóstudag.
Mennimir voru báðir vegabréfs-
lausir. Þeir ætluðu með skipinu til
Kanada og sækja um hæli þar sem
pólitískir flóttamenn.
Goðafoss var nýlagður úr höfn og
skammt frá landi þegar upp komst
um laumufarþegana og var skipinu
snúið við til Reykjavíkur þar sem
útlendingaeftirlitið tók við þeim.
„Þeir sögðust hafa laumast um
borð í skipið aöfaranótt föstudags.
Mjög jákvæðan vilja til sameigin-
legs framboðs má lesa út úr þessari
yfirlýsingu. Þar segir m.a.:
„Þau tímabil sem Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag hafa starfað
saman að stjórn bæjarins hafa verið
glæstustu framfaraskeið í sögu
Hafnarfjarðar. Þetta á ekki síst við
um tímabilið 1986-1990. Á undan
hafði verið langt tímabil stöðnunar
og kyrrstöðu, þar sem hvorugur
þessara flokka hafði tækifæri á að
koma að stjórnun bæjarins. Næsta
kjörtímabil höguðu aðstæður því
Annar þeirra kom til landsins í
haust og var kominn með dvalarleyfi
hér á landi. Hinn kom um áramótin.
Þeir komu báðir með flugi til lands-
ins og hafa því verið með vegabréf.
Þeir virðast hafa falið vegabréfin eða
eyðilagt. Þeir segjast vera frá Svart-
fjallalandi og vilja komast til Kanada
sem pólitískir flóttamenn. Við erum
enn að kanna málið og bíðum eftir
staðfestingu á hvort saga þeirra er
rétt,“ sagði Sigurgeir Sigmundsson
hjá útlendingaeftirlitinu, aðspurður
um málið. -RR
þannig að leiðir skildu, annar flokk-
urinn var í meirihluta og hinn í
minnihluta.“
Að lokum segir í yfirlýsingunni:
„Viðræður um útfærslu sameig-
inlegs framboðs og samvinnu í anda
þess sem að ofan er sagt hefjast nú
þegar. í þeim viðræðum skulu nú-
verandi stefhumál flokkanna sam-
ræmd, í viðamikilli málefnavinnu,
og niðurstaða þeirrar vinnu lögð
fram þegar lokaákvörðun er tekin í
hvorum flokki fyrir sig.“
-bjb
Sleppibúnaður:
Frestun
mótmælt
Nemendur á 1. stigi skip-
stjórnarbrautar við Framhalds-
skólann í Vestmannaeyjum mót-
mæla harðlega þeirri árlegu
frestun sem samgönguráðherra
hefur gert á framkvæmd laga
um sleppibúnað gúmbjörgunar-
báta í íslenskum skipum. Eins
og DV greindi frá nýverið var
gildistöku laganna frestað um
sl. áramót.
Nemendurnir segja í áskorun
til Halldórs Blöndals samgöngu-
ráðherra að umræddur búnaður
hafi bjargað 22 sjómönnum frá
votri gröf og þeir telji að með
frestun sé öryggi sjómanna ógn-
að.
„Þetta er í fimmta skipti sem
gildistöku laganna er frestað og
verður ekki lengur við það unað
að mannslíf séu einskis metin,
en fjárhagsleg sjónarmið vegi
þyngra en öryggi sjómanna við
störf sín á hafi úti,“ segir í
áskorun sem 17 nemendur und-
irrita. -rt
Skemmdarvargar
voru á ferð í Hóla-
brekkuskóla um helg-
ina. Rúður voru
brotnar og málað á
veggi skólans. Ekki
var Ijóst í gær hvort
einhverju hafði veriö
stoliö. Hér sést ísleif-
ur Jónsson húsvörð-
ur við brotna rúðu
þegar hann var að
kanna skemmdirnar í
gær. DV-mynd S
Laumufarþegar um borð í Goðafossi:
Ætluðu til Kanada
- en segjast vera frá Svartfjallalandi
Páll í leyfi
Páll Benediktsson, fréttamaður
á Sjónvarpinu, er kominn í þriggja
ára leyfi frá störfum vegna þátta-
gerðar um íslenskan sjávarútveg.
Sjónvarpið mun sýna þættina árið
2000.
Jóhann í 37. sæti
Jóhann Hjartarson skákmaður
er í 37. sæti á stigalista Alþjóða
skáksam-
bandsins með
2.630 stig. Þar
með hefur
hann hækkað
um 46 sæti á
heimslistan-
um á einu ári í
kjölfar mikill-
ar velgengni.
Kasparov er efs
Kjör prófessora
Prófessorar hitta kjaranefnd í
vikunni en þeir eru orðnir lang-
eygir eftir að hún úrskurði um
laun þeirra. í kröfum sínum fara
þeir fram á verulegar kjarabætur
og vonast eftir að úrskurður verði
kveðinn upp í næsta mánuði. RÚV
sagði frá.
Amfetamínfundur
Lögreglan lagði hald á 30 grömm
af amfetamíni á laugardag. Fimm
manns voru handteknir en var
sleppt eftir að búið var að taka af
þeim skýrslu. RÚV greindi frá
þessu.
Gagnrýna R-listann
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins segja að R-listinn heiji of
seint að vinna
að því að Gull-
inbrú verði
breikkuð. Þeir
segja listann
hafa fyrir ári
fellt tillögu
Sjálfstæðis-
flokks sem sé
álíka og sú sem
R-listinn setur nú fram um málið.
Ingibjörg Sólrún segir að ekki hafi
verið hægt að gera neitt í málinu
þá vegna þess að brúin var ekki á
vegaáætlun. RÚV sagði frá.
Andvana fæðingar
Konum yfir kjörþyngd er mun
hættara við að fæða andvana böm
en þeim sem grenmi eru. Séu þær
vel yfir kjörþyngd er hættan fjór-
falt meiri en hjá grönnum konum.
Þetta kemur fram í rannsókn sem
fór fram í fimm löndum, þar á
meðal á íslandi. Stöð 2 sagöi frá.
Sýkingar
Óvenju mikið er um streptó-
kokkasýkingar í börnum hér á
landi um þessar mundir. Læknar
biöja fólk um aö vera á varðbergi
gagnvart sýkingum, en helstu ein-
kenni eru hálsbólga, hár hiti, höf-
uðverkur eöa ónot í maga. Stöð 2
sagði frá þessu.
Rafvædd nettenging
Líklegt er talið að tilraunir hefj-
ist hér á landi á þessu ári með
nettengingar
gegnum raf-
magnskerfi. Ey-
þór Amalds,
formaður félags
íslenskra net-
verja, segir til-
raunina spenn-
andi og að hún
muni koma öll-
um til góða,
m.a. geti þetta lækkaö kostnað við
nettengingar. Stöð 2 sagði frá.
Hveragerði skelfur
Jarðskj álftahr ina varð við
Hveragerði á laugardagsmorgim.
Stærstu skjálftarnir urðu um 3 á
Richter. Þó svo nokkuð sé liðið frá
síöustu hrinu var þessi ekki frá-
brugðin öðrum og ekki frekar fyr-
irboði um meiri hræringar.
Árekstrarvarar Flugleiða
Árekstrarvarar eru nú komnir í
allar flugvélar Flugleiða. Félagið
er þar með komið framarlega í
flokk evrópskra flugfélaga hvað ör-
yggi varðar. Kaup og ísetning'
slíkra árekstrarvara kostar um 10
milljónir króna fyrir hverja flug-
vél- -KJA
á listanum.