Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 22
30
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998
Enn og aftur unrlf
hollustu rauðvíns
Þeir sem fengu sér dálítið af
rauðvíni yfir hátíðamar hafa
fulla ástæðu til að vera ánægðir
með sig, hafi þeir gætt alls hófs
I
í drykkjunni. Bandarískir vís-
indamenn hafa fundið enn frek-
ari vísbendingar um hollustu
rauðvínsins.
Vísindamennirnir, sem starfa j
við Northwestemháskólann í
Chicago, segja að efnið resver-
atrol, sem finnst í miklu magni
í hýði vínbeija, verki eins og
hormónið estrógen. Vitað er að
estrógen vemdar gegn hjarta-
sjúkdómum.
Margar rannsóknir benda til
þess að sé áfengi drukkið í hófi,
svona einn til tveir sjússsar á
dag, geti það verið heilsubæt-
andi. Sumar rannsóknanna
benda til að rauðvínið sé sér-
staklega heilsusamlegt.
Efni úr hákarli
gegn krabbameini
Það em fleiri en við íslend-
ingar sem hafa tröllatrú á há-
karlaafurðum. Vestur i Banda-
ríkjunum er nú verið að prófa
efni sem unnið er úr hákarla-
vefjum gegn ristilkrabbameini.
Efni þetta, squalamine, sem vís-
indamenn telja að sé hluti af
ónæmiskerfi hákarlsins, hefur
reynst vel þegar það hefur verið
gefið músum á tilraunastofum.
Efnið uppgötvaðist af tilviljun
árið 1992 þegar verið var aö
leita að fúkalyfjum í hákarlslif-
ur. Þess í stað fundust 18 nýjar
sameindasamsetningar, þar á
meðai squalamine. Annað efni
sem fannst í vefjum hákarlsins
gæti komið að liði í baráttunni
gegn alnæmi.
Marp
þótt
ur er knár
íann sé smár
Halastjarnan Hyakutake, sem
þaut yfir himininn í fyrra, var
ekki nema pínulítill isbolti.
Engu að síður gaf hún frá sér
mjög skært ljós, miklu skærara
en hefði mátt ætla af stærð
hennar. Þá líktist hún mjög
smástimi. Það þykir benda til
að þessi tvö fyrirbæri séu stund-
um eitt og hið sama.
Það voru vísindamenn tækni-
háskólans í Pasadena í Kaliforn-
íu sem komust að þessu með
því að skoða ratsjárgögn um
Hyakutake. Halastjarnan var
um tíu sinnum minni en Hale-
Bopp halastjaman sem gladdi
margan stjömuglópinn
nokkram mánuðum síðar, þar á
meðal á íslandi.
„Kjami þessarar björtu hala-
stjörnu var aðeins tveir til þrír
kilómetrar í þvermál," segja vís-
indamennimir í grein í tímarit-
inu Science. Og það sem gerði
hana svona bjarta voru lítil ís-
korn sem fuku af yfírborði
hennar.
: VSj ÚSU-lfjJJ
Nýjar rannsóknir á heilum frænda okkar leiða eitt og annað í Ijós:
Simpansamir líkari
okkur en við höldum
Það er ekki að ástæðulausu sem
simpansamir em kallaðir nánustu
frændur okkar mannanna. Þeir
haga sér eins og við, eru pínulítið
líkir okkur og fyrir kemur að þeir
beiti tungumáli, rétt eins og við.
Núna segja vísindamenn að í heila
þeirra séu sömu stöðvar til tjáskipta
og í heila mannsins.
Heilinn í simpönsum er minni en
heilinn í okkur en sá hluti hans sem
talinn er stjóma tungrnnálinu er
svipaður, að því er fram kemur í
grein Patricks Gannons, taugalækn-
is við Mount Sinai læknaskólann í
New York, og samstarfsmanna hans
í tímaritinu Science.
Vísindamennimir komust sem sé
að því að svokallaður planum temp-
orale heilans, sem er undir hvirfd-
geiranum nærri miðju heilans, er
svipaður í mönnum og simpönsum.
í mannfólkinu er planum temporale
alla jafna stærri vinstra megin í hei-
lanum en hægra megin. Sömu sögu
var að segja í öllum nema einum af
þeim átján simpansaheilum sem
Gannon og félagar hans skoðuðu í
segulómsjá.
Gannon segir að uppgötvanir
hópsins renni stoðum undir þær
kenningar að simpansar noti tungu-
mál, bara ekki á sama hátt og mann-
fólkið.
„Kenningarnar hafa gengið út frá
því að þetta svæði tengist geðklofa,
tónlistarhæfileikum, torlæsi sem öll
eru mannlegir eðlisþættir. Nú er
hins vegar greinilegt að þetta er
ekki bundið við manninn," segir
Gannon.
Margir vísindamenn hafa kennt
simpönsum og górillum táknmál og
kennt þeim að tjá sig með aðstoð
tölva og tákna. Þeir benda á að
simpansar deila 98 prósentum gena
Tilraunir sem stefnt er gegn tóbaksfíkninni:
Lofa góðu um lækningu
Tóbaksfjandinn
er ekkert lamb að
leika sér við, eins
og þeir vita sem
reynt hafa sig við
hann. Glíman verð-
ur þó sífellt auð-
veldari með alls
kyns hjálparmeðöl-
um og nú hafa vís-
indamenn gert upp-
götvun sem kynni
að leiða til þróunar
nýrra lyfja fyrir þá
sem vilja hætta að
reykja.
Vísindamenn við
Pasteur-stofnunina í
París, Karolinsku
stofnunina í Stokk-
hólmi og rannsókn-
ardeild Glaxo-
Wellcome lyQafyrirtækisins í Genf
hafa fundið fýrstu af ellefu undirein-
ingum eða sameindum nikótínviðtak-
ans í heila músa. Mannfólkið hefur
sömu svokölluðu b2 undireiningu.
„Þetta er fyrsta skrefið í að finna
hina hluta þessa viðtaka og það sem
veldur fikninni," segir Marina
Picciotto sem stjórnaði rannsókn-
inni.
Uppgötvanir vísindamannanna
gætu einnig komið að liði í barátt-
unni við önnur og hættulegri fikni-
efni, svo sem kókaín og heróín, þar
sem ávanamyndandi eiginleikar ni-
kótínsins og þeirra efna eru sYipað-
ir.
Eins og í öðrum fikniefnum tengj-
ast ávanamyndandi þættir nikótins
losun taugaboðefnisins dópamíns í
heilanum. Fólk verður fikninni að
bráð vegna hinnar hröðu virkni
sem leiðir til losunar dópamínsins.
Vísindamennirnir lýsa því í grein
í vísindarit-
inu Nature
hvernig þeir
uppgötvuðu
að nikótín
örvar losun
dópamíns í
heila heil-
brigðra músa
en ekki í
stökkbreytt-
um músum
sem hafa ekki
b2 undirein-
inguna. Þeir
komust að því
með tilraun-
um sínrnn að
stökkbreyttu
mýslurnar
sýndu engin
viðbrögð við
nikótíni.
Rannsóknin leiddi einnig i ljós að
nikótín varð til þess að mýsnar
stóðu sig betur á ákveðnum skilyrð-
ingarprófum. Það kann svo að skýra
hvers vegna sumir reykingamenn
segja að reykingarnar auki einbeit-
inguna og skerpi minnið.
„Nikótín gerir einnig góða hluti,“
segir Picciotto og bætir við að rann-
sóknir hafi sýnt að það skerpi
minni alsheimersjúklinga.
sinna með mannfólkinu.
„Ég held að simpansar eigi sitt
eigið flókna tungumálaform sem við
skiljum ekki enn. Þeir skilja heil-
mikið af því sem við kennum þeim
og ég held að næsta skref sé að
reyna að skilja tungumál þeirra,"
segir Gannon. „Sá sem hefur hitt
simpansa veit að þetta eru ótrúlega
kænar og vel gefnar skepnur."
Næsta skref yrði að rannsaka lif-
andi simpansa og fylgjas með heila-
starfsemi þeirra með aðstoð blóð-
flæðismælinga eða PET skanna þeg-
ar þeir beita tungumáli sínu.
Ralph Holloway, mannfræðipróf-
essor við Columbiaháskólann í New
York, sem vann að gerð greinarinn-
ar í Science, telur ekki að simpans-
ar búi yfir tungumáli. „Ég er hins
vegar sammála því að þeir hafi ein-
hvers konar tjáskiptakerfi sem er
kannski flóknara en við höfum
haldið hingað til,“ segir hann.
Gannon og félagar hans skoðuðu
einnig heila úr górillum og órangú-
tönum og komust að því að þar voru
svipaðar stöðvar. Gannon telur
næsta vist að þessar heilastöðvar
séu upprunnar í sameiginlegum for-
fóður mannapa og okkar mann-
anna.
Lím úr múslingum
til að loka sárum
Vísindamenn við háskólann í
Auckland á Nýja-Sjálandi gera
sér vonir um að geta gert
saumaskap á sárum úreltan.
Þeir eru nú að vinna efni úr pró-
tini sem kirtill í fæti múslinga
gefur frá sér. Prótínið myndar
hið náttúrulega og firnasterka
lím sem gerir múslingunum
kleift að festa sig við steina í
sjónum.
Carol Taylor, lektor í lífrænni
efnafræði við háskólann, sagði í
viðtali við nýsjálenskt dagblað
að ef mannslíkaminn hafnaði
prótíni þessu ekki kynni að
verða óþarfi að sauma sár sam-
an í framtiðinni. Þess í stað
væri bara hægt að lima þau
saman.
„Ekki þyrfti að fjarlægja lím-
bandið, eins og saumana, þar
sem prótínið mundi brotna nið-
ur og hverfa," sagði Taylor i við-
talinu.
Taylor og stúdent við háskól-
ann hafa varið heilu ári í að
setja saman hina löngu keðju tíu
amínósýra sem mynda bygging-
areiningu prótínsins. Vonir eru
bundnar við að hægt verði að
búa til prótínið allt einhvem
tíma á næsta ári. Þegar þeirri
smíði er lokið verður kannað
hvort prótínið sé nothæft til að
líma saman sár á mönnum.
„Ég veit ekki um neinn sem er
að reyna að búa það til annars
staðar," sagði Taylor. Hún
kynnti rannsóknir sínar á ráð-
stefnu í Texas síðastliöið sumar.